Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 06.07.1911, Síða 4

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 06.07.1911, Síða 4
120 ÞJÓÐ7XLJINN. XX.'V., 80,—81. var nýlega dsemd til dauða — henging- ar —, með því að hún haíði byrlað elsk- huga sínum eitur, og ráðið honum a þann hátt bana. Hafði hún verið orðin ieið á honum, en sá sér eigi fært að losna við hann á annan hátt. Reykjavík 29. júní 1911. Td viðbótar útlendu fréttunupi, sem birtar eru hér að fraraan, skal þessu enn við bætt: Danmörk. f Iiátinn er í þ. m. (iúni) danski leikarinn Emil Poulsen. — Hann var fæddur í Kaupmannahöfn 9 júií 1842, og var ieikandi við „Kgl. leikhúsið þar frá 1867—1900, og Iengi, ásamt bróður sínum, Ó.afi Poulsen, einnaf aðal- leikendum þess. Noregur. f Látinn er nýskeð tónlagasmiðurinn Johan Severin Svendsen. — Hann var j fæddur í Kristjaníu 30. sept. 1840, en j dvaldi lengi á Þýzkalandi, og þó mest í j Danmörku. Áður en hann andaðist mun hann hafa gert þá ráðstöfun, að lík hans yrði brennt, og var askan síðan flutt til Kristjaníu, og jörðuð þar á kostnað ríkissióðs. Bretland. Yið krýningarhátiðina í Lundúnum var 40 þús. lögregluþjóna, og 60 þús. hermanna ætlað að gæta reglu. Sagt er, að Alexandra, ekkja Játvarð- ar heitins, hafi eigi ætlað að vera viðstödd krýningar-athöfnina, með því að það þyki koma i bárra við hirðsiðina, að þar sé nokkur við, er krýndur hafi verið, þar sem það geti um of dregið athygli frá þeim, er krýnast eiga. Portugal. Þing hófst i Portugal 15. júní þ. á., — fyrsta löggjafarþÍDgið, siðan byitingin varð, og landið var Jýst lýðveldi. Þingmenn eru alls 130 að tölu, og var það eitt af fýrstu þingstörfunum, að gera Braganz.i-konungsættina útlæga. Ítalía. D’Udine, frændi Vicior Emanuels, ít- aiíu konungs, var ný skeð að aka í bifreið í borgÍDni Padua, og skaut þá maður á vagninn úr skammbyssu, en tókst þó eigi að særa neinn. Bandaríkiu. 19. júní þ. á. var silfurbrúðkaup Taft’s forseta, og frúar hans, og er mælt, að 5 þús. gesta hafi heimsótt þau greindan dag, — verið gestir þeirra í „hvít-höll- inni“ í "Washington. Hlutafélag var, er síðast fréttist, verið að setja á stofn í New-York, og átti höf- uðstóllinn að vera alls eitt bundrað mill- jónir króna. Félagið stofnað í því skyni, að útvega mönnum gott brauð og ódýrt. Maroceo. Spánverjar hafa nýlega sent herlið til borgarinnar Larache í Marocco, — ætla sér að ná í sneið af landi (Larache og Elkhasar) — kunna Marocco-menn komu þeirra ílla, og verður hún því fráleitt til aukningar friðinum, enda sáust þá skömmu síðar kynt bál á fjallatoppum, sem æ er merki þess, að memi úr ýmsum hóruðum séu á ráðstefnu kvaddir. Á hinn bóginn er svo látið, sem Mu- laj Hafíd soldán muni eigi sætta sig ílla við það, þó að Marocco verði í raun og veru háð yfirráðum Erakka; — en ef til vill eru það Frakka?' sjálfir, er skýra svo frá. Jón Sigurðsson. (Aldar-aímælið). Suniífið ú Seyðisflrði 17. júni 1911. —o— Úr fjarsta dal á fremstu strönd er frónskí dansins stiginn, og nú er öllum hægt um hönd að horfa’ á bræðra vigin. Úr mörgum benjum blæðir nú, er Baldur vor er látinn, og engan villir vonin sú hann verði úr holju grátinn. En annað hugðí’ hann oss og sér en okkur smánin taki sem frægðarlausan flóttaher með flosta skildi’ á baki. 183 og enn ljó^ara. en var, að mér er áríðandi, að — gera minar ráðstafanir!* _En hafist eg nú undan því, að taka inn eitrið?-1 mælti Kenwood. „Jeg er enginn viðvaningur!“ mælti Roachley. „Það þarf ekki að taka það inn! Það má dæla mixtúrinni inn undir hörundið daglega í viku! Þór verðið og að hafa ákveðið matræði, svo að áhrifin dofni ekki, þá er- uð þér — ja, ekki lengur til, get eg sagt, því að mað- ur, sem ekki veit, hvað hann heitir, hann er ekki til!“ Að svo mæltu gekk hann burt, svo að.Kenwood eat einn eptir, með hugleiðingar sínar um f’ramtíðina, er alls eigi blasti björt við honum. XXXIII. Frú Gr gory kemur við söguna. Kvöldstumf eina sat Hallur Gregory á skrifstofu s'nni, víð störf sin. Allt í einu var þá barið að dyrum, og ókunnugur maður kom inn, lagði dálítið bréf á borðið, og gekk síðan út, án þess að mæla orð frá munni, eða svara því, sem Hallur innti haon eptir. Á bláa umslaginu var alls engin utanáskript. Hallur roif upp brófið, og var dálítili pappírslappi innan í umslaginu, en ekki þekkti haoD rithöndina. Hallur roðnaði, er hann las nafnið, sem undir bréf- inu var. Bréfmiðinn var svo látandi: „Þér hefðuð getað freisað mig, ef þór hefðuð viljað! 192 Það var alls ekki af þvi, að mér væri annt um yður, en að eins af því, að mig fýsti, að koma því evo fyrir, að þér kvonguðust dóttur Ratray’s, og næðuð í pening- ana, sem hann rændi frá föður yðar! Aanars var það þá engin ný hugsun hjá mér, að ná fó frá Ratray; en jeg kaus, að hafa yður með, af því að þér voruð sonur Bevington’s!“ „Þér eruð mikill þorpari!u „Þvaður, kæri vÍDur!“ mælti Roachley. „Að ræna okurkarl, það er kærleiksverk, eða þá meðfædd þrá!u „Þekktuð þér föður minn? Yar hann vinur yðar!“ „Jeg þekkti hann, en var ekki vinur hans!“ mælti Roachley. „Hann flutti einu sinni mál fyrir mig, og gerði það vel, svo að eg var sýknaður! Eu jeg borgaði honum vel, svo að við vorum kvittir!“ Hann leit nú á klukkuna sína. „Jeg á von á gestum eptir hálf-tíma!'* mælti Roach- lej', „og á ineðan laugar mig; til að segja yður alla söguna, enda snertir hun yður, og eg veit, að hún fer ekki lengraD Hann hló lagt, en hélt síðan ófram máli sínu, sem hér segir: „Jeg kallaði mig RoiCjley, on hefi þó í raun og veru engan rétt, til að bern þetta nafn — En annað nafn á jeg ekki, því að jeg var nafnlaus! Renishane lávarður var faðir minn, en móðir hét Margot Revillars, sem einu sÍDni Var fiæg danskona í París. — Sem elzti sonur föður míns, átti eg tð bera nafnið Renishane, en fékk það eigi, þar sern eg var óskilgetinn. — Ætt mína vissi eg eigi um, fyr en eg var 18 ára. — Foreldrar mínir voru þá báðir dánir, og mér voru borguð tíu þúsund sterlingspund, sem föðurarfur! Jeg brá mér þá

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.