Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 19.07.1911, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 19.07.1911, Blaðsíða 2
126 Þjósviljjnn. XXV., 32.-33. shilninf/slaus peð, er um þýðingarmestu málefni mannkynsins var að ræða. Þeir sáu, að ávarp mitt til frakknesku þjóðarinnar var hið — störa, einarðlega og frjálsmannlega. »Hór er voði á ferðum«, sögðu þeir við sjálfa sig, og — tóku því málinu, sem þeir gerðu. Mér hefir þótt gaman að því, hve vandræðalegir þeir urðu. Rvík ]®/7 1911. Sk. Th. Á aldarafmæli Jóns Sigurðs- sonar 17. júní 1911 á ísafirði. —o— „Úti sat und hvítum alda faldi Fjallkonan snjalla fögur ofan lög; sá hún þar á | er eybúa grúi mesta inanns að fiestu moldu vígði hold“. Svo eru kvæðislok einnar hinnar dýrð- legustu erfidrápu, sem felld befir verið í stuðla á íslenzku máli, enda bélt „lista- skáldið góða“ þar á hörpunni yfir moid- um eins hins ágætasta íslendings, og það er ekkert efamál, að ef sama skáldið hefði mátt standa yfir moldum Jóns forseta Sigurðssonar, þá hefði erfidrápan hans orðið með sama snilldarbragnum, því að örsjaldan hefir Fjalikonan horft á meiri eða betri mann moldu vígðan. Yið lík- börur hans var líka svo að orði kveðið, að ísl. þjóðin stæði þar öll í sorgarbún- ingi. Þá „var harmur í hjarta og hiyggð á þjóðbrautumu um allt ísland. En það er ekki dánarminning ósk- möga þjóðanna, sem þeim er ljúfast að minnast kynslóð eptir feynslóð, látið þeirra er jafnan sem dimmt ský á bimni sög- unnar, það er æfin þeirra, sem er sól- skineblettur í heiði i sögu þjóðanna og í þeseum sólskinsbletti er þeim svo ljúft að dvelja i endurminningunni um liðna velgerðameDn sína og þjóðskörunga. Æfi og afrek mikilmennanna eru heið- ur þjóðanna þeirra og því er þeim ljúft að minnast þeirra með allri þeirri virð- ingu, ást og þakklæti, sem í hverju óspilltu mannshiarta er jafnan tengt við minningu mikilla og góðra manna. Hversu marg skiptir, sem hugir þjóð- areinstaklinganna kunna að vera um menn og mélefni, sem efst eru á dagskrá henn- ar í það og það skiptið, þá renDa þeir satnan í lotnÍDgarfulla og einlæga sam- hyggð gagnvart æfiminning mikilmenn- anna hennar, æfin þeirra og verfein þeirra eru þjóð þeirra stöðugt gleði- og þakk- lætis-efni. ísiendingar mætast þúsundum saman á þessum degi í þessum gleði- og þakk- lætis-samhug. Þenna dag er ekki „harm- ur í hjarta og hryggð á þjóðbrautum“ hjá isl. þjóðinni. Það er lífið en ekki dauðÍDn, sem gengur í broddi hinnar ísleDzku þjóð- fylkingar á þessum degi. Jón Sigurðsson er í dag afmælisbarnið allrar íslenzku þjóðarinnar, það er vaggan hans með allri blessuninni, sem hún geymdi fyrir Island, en ekki gröfin hans með allri þjóð- arsorginni, sem vór söfnumst timhverfis á þessari stundu. Aldarafmæli hans er jafn framt endurreisnaræfi íslands. Meg- inþættina í öllum þeim þjóðþrifum, sem Í9lendingar hafa náð á tveim síðustu mannsöldrum má rekja til Jóns Sigurðs- sonar. Æfisagan hans er endurreisnar- ■aga íslaDds og stendur sem fyrirsögn með gullnu letri fyrir stærstu framförum, eem orðið hafa á íslandi á síðastliðinni öld, þar liggja rætur þess þjóðgróðurs, sem beztur er og blessunarríkastur i lífi hverr- ar þjóðar. Vér lesum í fornum sögum og æfin- ! týrum að inæður mikilmennanDa dreymdi stundum stóra drauma fyrir æfi þeirra. Þér kannist ef til vill við draum Ragn- hildar drottningar möður Haralds hár- fagra, um viðarteinunginn er hún þóttist halda á og sem varð að stóru og fagur- búnu tré, er breiddi limar sínar yfir allan Noreg. Vér myndum telja það inndælt æfintýri, að Fjallkonuna hefði fyrir lið- ugum hundrað árum dreymt slíkan draum fyrir Jóni Sigurðssyni. Æfin hans varð fagurlimaður askur í þjóðarakri íslands. A limuin þessa trós uxu hin gullnu ódá- insepli, verzlunarfrelsið, stjórnfrelsið og þjóðmenning íslands. Það er þessi Ygg- drasilsaskur sem verður um ókomnar ald- ir, dýrðiegasti minnisvarðinn yfir Jóni Sigurðssyni og þenna ininnisvarða reisti hann sér sjálfur. Heitustu óskir hvers þjóðrækins Íslendíngs er, að askurinn þessi breiði jafnan limar sínar yfir íslenzkt þjóð- félag og skjóti frjóöngum sínum inn í hjarta hvers oinnsta íslendings, þjóð vorri til vegsemdar og blessunar. Jeg nefndi verzlunarfrelsi og stjórn- frelsi af því að vér getum ekki minnst svo aldarafmælis Jóns Sigurðssonar, að merkipviðburðirnir í lífi þjóðar vorrar sem urðu 1854 og 1874, afmæli frjálsrar verzl- unar á íslandi og stjórnarbótarinnar okk- ar, standi okki sem björtustu sólskinsblett- irnir í æfisögu þjóðarinnar á siðastliðinni öld, og þossir viðburðir voru verk Jóns Sigurðssonar, hann lagði fremur en nokk- ur annar maður þeBsa hyrningasteina í endurreisn íslands. Hér er ekki staður né stund til að útmála alla þá eymd og niðurlæging, sem þjóð vor hafði um margar aldir lifað í, þegar Jón Sigurðsson hóf Bjarkamál frels- i*ÍD8 og þjóðarvelmeguninnar í „Nýjum fé- lagsritum“ 1841. Nokkrir ágætismenn á undan honum höfðu að vísa kallað hátt og snjallt til þjóðarinnar að vakna til nýs lífs og nýrra dáða, en þeirra naut Bkammt við og lífið þeirra var lítið meir en dagrenning eptir þá dimmu veðranótt, er grúft hafði öldum saman yfir íslandi, þjóðin neri að vísu stýrurnar úr augunum, en vitjunartima sinn þekkti hún enn ekki. Um ástand þjóðar vorrar og vakning henn- ar fyrir munn Jóns Sigurðssonar kveður Matthias: Ó herra guð hve látt, hve látt, var lands vors ástand fallið,. þá kvað við rödd svo hvellt og hátt, vér heyrðum guðdómskallið, með fagurt frelsismál, með fjör og eld í sál að hefja hverja stétt að heimta landsins rétt, þú gafst oss talsmann trúan. Hér var ekki rödd hrópandans í eyði- mörku, þjóðin vaknaði og þekkti sinn vitjueartíma, hún starði á þenna son sinn sem spámann sinnar tiðar, hún kannaðist í honutn við fornu frelsisþrána sína, forna hetjuduginn og forna drengskapinn sinn. Lýðhvötin hans bergmálaði i hjörtum allra góðra íslendinga, þar sem hann var, sá hún trúan talsmann þjóðréttinda sinna, mann sem barðist með öllum þeim krapti, er góður málstaður veitir miklum og góð- um manni. Eöddin hans var guðdóms- kall til þjóðarinnar og hún vaknaði Sól skein á tinda sofið höfðu lengi dróttir og dvalið draumþingum á. Þjóðin skipaði sér í þétta fylkingu umhverfis þenna foringja sinn og í broddi fylkingar sótti hann frarn til sigurs alla sina dáðríku æfi. Barátta Jóns Sigurðssonar fyrir ísland í verzlunarmáli, fjárhags- og sjálfstæðis- máli voru og sigurvinningar hans, væri vissulega nóg til þess að varpa frægðar- arljóma þjóðhetjunnar yfir minningu hans um ókomnar aldir. En ókunnugleiki, og hann ekki iítill, á lífsstarfi hans fyrir þjóð sína og ættjörð væri það, ef vér þættumst ekki hafa honum fleira að þakka en afrek hans í þeesum málum. Vissu- lega heimtaði hann í tíma og ótíma eins og sagt hefir verið, meiri rétt, meira frelai til handa þjóð sinni, vissulega barð- ist hann alla æfi við drottnunargirni er- lendrar þjóðar yfir oss, en hann lét hér ekki staðar numið. Hann reisti merki sitt gagnvart öllu því hjá sinni eigin þjóð, er hann taldi henni til farartálma á þeirri framsóknarbraut, er hann ruddi fyrir hana í stórpólitíkinni og hann greip með eldmóði ættjarðarástarinnar hvert það ráð, er þjóð hans mátti að gagni koma í daglegu lífi hennar og viðskiptum og hvatti hana að hagDýta sér það. Jafn framt því sem kann sýndi öllum heim- inum með skýrum rökum fram á rétt vorn eögulegan og siðferðislegan til að vera sérstök og ejáltstæð þjóð, brýndi hann stöðugt fyrir oss skyldurnar sem oss ríð- ur lífið á að rækja, til þess að geta í sann- leika heitið frjáls og sjálfstœð þjbð. Atvionuvegirnir okkar, inenntamálin og fjárhsgslega sjálfstæðið okkar lá hon- um jafn ríkt á hjarta og þjóðréttindi vor gagnvart Dönum. Stjórnmáiaferillinn*

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.