Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 19.07.1911, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 19.07.1911, Blaðsíða 3
XXV. 32.-38. ÞjÓBYILjINN. 127 hans liggur því ekki einungis um völ- undarhúa vísindalegra rannsókna á göml- um sáttmálum, samþykktar- og róttinda- skrám um þjóðréttindi vor að fornu og uýju, hann ferðast þar auðvitað sem einn hÍDn glöggskyggnasti og samvizkuaam- asti vísindamaður; nei, hann fer líka beina þjóðleið til hvers einasta íslendings með lýðhvötina sina, til að verða þjóð sínni að gagni í hvaða stöðu sem hann er. Hann elur mest allan aldur sinn i öðru landi, en hann ferðast í ritum sínum heim á hvert einasta heimili á landinu, áminn- andi og hvetjandi til aukinna þjóðþrifa á öllum svæðum þjóðlífsins. Ekkert sem Islandi má að gagni verða telur hann sór óviðkomandi. Hann kemur til fiskimann- anna og sýnir þeim nýjar veiðiaðferðir, sem hann telur rótt að taka upp eptir mestu fiskiveiðaþ]óðnm heimsins, hann fiýnir þeim ný veiðarfæri og nýjar leiðir til aukinnar framleiðslu úr sjónum, hann hvetur þá til meiri þrifnaðar og betri hagnýtingar á afla sínum. Hann kemur tii landbændanDa í sömu erinagjörðum að sýna þeim nýjar rsekunaraðferðir og hvetja < þá til að rækta vel jörðina sína, hann minnir bæði bændur og kaupmenn á meiri ■vöruvöndun, meiri ráðvendni og sam- vizkusemi í öllum viðskiptum. Hann vill gjöra allt viðskiptalíf þjóðarinnar, bseði innbyrðis og út á við, heiðarlegt og heilbrigt, lækna meinÍD. græða sárin þar sem annarsstaðar í lífi þjóðar sinnar. 'Og þetta eru ekki orðin tóm hjá hon- nm, það er ekkert framfaraglamur, hann eýnir það í verkinu. Hann tekur báðum höndum öllum þeim löndum sínum, er til hans koma og leita vilja sér erlendis verklegrar þekkingar í einu eða öðru, er Islandi má að gagni verða, hann styrkir þá með ráðum og dáð og styður af fremsta megni að góðum árangri fyrir fósturjörð- ina af utanferðum þeirra. Sjómaðurinn, iðnneminn, verzlunar- maðurinn, bónda-efnið, embættismanns- efnið, allir eru þeir honum jafn velkomn- ir, hjartað hans, húsið hans, er op'ð fyr- ir þeim öllum og allir sækja þeir tii hans holl ráð fyrir framfarir Islands. Efnalegt sjálfstæði þjóðarinnar var honum engu minna áhugamál en stjórn- arlegt sjálfstæði hennar, og þess vegna var menntun þjóðarinnsr, verkleg sem andleg,einn meginþátturinní lífsstarfi hans. Lesið þið, góðir menn, Ný fólagsrit, Fiskibókina handa íslendingum og Varn- ÍDgsbókina og jeg er viss um að þið þá t#ljið hér ekkert ofmælt. Það sem markar alla lífsstefnu og atarfsemi Jóns Sigurðssonar og er lypti- stöngin í öllum afskiptum hans af Islandi, < *r ættjarðarástin og einlæg og óbifanleg trú á Islandi og gæðum þess. Þessi meginöfi í sálu hans, samfara miklu mann- viti, sterkum vilja og fágætum dreng- skap, munu jafnan halda uppi minningu hans, sem eins hins mesta og bezta manns, er ísland hefir átt. Hann lifði og vann í orðsins bezta skilningi fyrir Island, gagn þess, heiður og velfarnan voru leiðarstjörn- ur hass alla æfi. Einkunnarorðin hans „Aldrei að víkja“ hafa einkum verið heim- færð upp á staðfestu hans og ósveigjan- leik i landsréttindakröfum hans gagnvarfc Dönum, en það má setja þessi orð ssm yfirskript yfir öllu lifi Jóns Sigurðssonar. „Aldrei að víkjaa frá því, lem hann taldi landi sínu og þjóð gott og gagnlegt í smáu sem stóru, „aldrei að víkjaufráþví sem hann taldi rótt, satt og heiðarlegt, hvernig sem á stóð og hver sem í hlut átti. ÞjóðrækDÍn hans var ekki sprottin af Deinum eiginhagsmunahvötum. Þjóð- málastarfsemin hans átti ekkert skylt við þjóðmála glamrið, sem leitar eigin hags- muna og vegsemdar undir yfirskyni ætt- jarðarástar og þjóðrækni. Jón Sigurðsson átti mótstöðumenn eina og allir þeir, er berjast fyrir góðum og háleitum hugsjónum, en hann átti víst sár-fáa óvini, hann vóg heldur aldrei að inótstöðumönnum sínum með óheiðarleg- um vopnum, til þess var hann of mikið göfugmenni. Persónuleg köpuryrði, að- dróttanir og ósannindi voru honum and- I etyggð, og minningu hans er því ekki gjörð meiri óvirðing með öðru en því, þegar pólitiskar dægurflugur reyna að gylla stjórnmálaþrekk sinn með nafni hans, eða skírskotuin til framkomu hans í landsmálum. Það er að skreyta svikna vöru með fögru einkenni. Hann var mik- ilmenni, en hann var líka saDnkallað göf- ugmenui og þess vegna ávann hann sór virðingu og traust allra samtíðamanna einna, hver sem stjórnmálaskoðun þeirra var. Þjóðin elskaði haDn og hún hættir aldrei að elska hann meðan hún vill lif* fyrir þjóðerni sitt og ættjörð sína. 205 „Hallur hefur verið afskaplega hræddur um þig!“ mælti hún, í viðkvæmum róm. „Hví sagðirðu okkur, nánustu vinuDum þínum, eigi, hvert þú ætlaðir að fara? Eleanor tautaði eitthvað, er eigi skildist, en frú ■Gregory tók af henni ómakið. „Þú ættir að lofa drengnum mínum, að vernda þig, og bera með þór áhyggjurnar!“ mælti hún. „En væri annars ekki réttast, að þið flýttuð fyrir — — —u „Æ, nei-nei! Ekki núna!“ mælti Eleanor. „Ekki núna, meðau allt vofir ógnandi yfir okkurP Frú Gregory hélt þó áfram tali sínu um það, hve Hallur hefði verið áhyggju- og örvæntingarfullur. Það var og hverju orði sannara, að Hallur hafði verið ahyggju- og örvæntingarfullur. — Eo hugsamr hans enerust eingögu um Constönsu. Hann vissi, að móðir sín rnyndi haga sér nákvæm- lega, eins og hún hafði ráðgert, og þræta fyrir, ef hann segði sannleikann. En hann varð að koma því til leiðar, að Con- stance yrði sýknuð. Þegar Hallur kom heim, mælti móðir hans þegar við hann: „Jeg var hjá Eleanor í dag! Yeslings stúlkan! Hún á ofskaplega bágt! Þú hefðir átt að sjá, hve föl og útgrátin hún var! — hún sagðist veta hrædd um, að þú værir hættur oð bera ást til sín, og að það kæmi af því, að þú befðir föður hennar grunaðan urn voða- legan glæp!u Hallur einblíndi á móður sína, en sá henni alls ekki bregða. „En hún hefur feneið bréfi frá mér!“ mælti hann. 194 En hór bagaði það, að eg var óskilgetinn sonur frakkneskrar danskonu. Þegar jeg var 26 ára, varð jeg ástfanginn. Hún bar ást til mín, en faðir hennar, sem sjálfur taldi sig mikinn mann, komst eitthvað á snoðir um fortíð mína, og vísaði mér á dyr. Við slitum þó eigi kunningsskapnum, en éstin hlýtur að hafa gert mig blindan, því að skömmu siðar var hún látin giptast úrættuðum aðalsmanni, og dó tveim árum siðar eptir að hafa alið barn, sem var vesælt, og andlega sljóvt. Þá snóri eg mér gegn föður hennar, og skoða eg það, sem aðal-starf lífs mins, en eigi hirði eg, að fara hér út í smá-atriði. En þrem árum eptir lát dótturinnar, var föður heDnar stefnt fyrir íétt. Jeg hafði logið, stolið, og rægt, svo að hann var orðinn flæktur i net, sem hann fókk eigi losað sig úr. Fjórum mánuðum síðar var hann dæmdur í sjö ára typtunarhúsvÍDnu, sem hafandi myrt dóttur sína, og mátti telja það væga hegningu, er um slikan glæp var að ræða. Að fjórum árum liðnum, varð hann geðveikur, og dó átján mánuðum síðar á vitlausra spítala. Það getur verið, að þetta sýnist hart, en — rétt- læti var það þó óneitanlega. En hún átti og bróður, sem var á okkar bandi, en egi á móli föður bÍds. Hann liafði engan grun um, að jeg hefði átt þátt í því, að steypa föður hans í égæfu, — ógæfu, sem og bitnaðí á sjáljum honum.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.