Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 14.10.1911, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 14.10.1911, Blaðsíða 4
18± ÞJÓÐVILJINN. XX’V., 46.-47. ep Björnason, Ólafur Briem og Rögnvald- ur i Réfctarholti. I Húnavatnssýalu: Björn Sigfúason, eíra Hálfdán Guðjónseon, Tr. Gruðmunds- eon og Þórarinn Jónsson á Hjaltabakka. í Strandasýslu: Ari Jónsson og Guð- jón kaupfélagsstjóri Guðlaugsson. í Norður-ísafjarðarsýslu: Skúli Thor- oddsen og Magnús sýslum. Torfason. Á Isafirði: Síra Sig. Stefánsson, S. H. Bjarnason konsúll og Kristján H. Jónsson ritstj. í Y.-ísafjarðarsýslu: Síra Kristinn Danielsson og Matthias kaupm. Ólafsson. í Barðastrandarsýslu: Björn Jónsson fyrv. ráðh. og Guðm. sýslum. Björnsson. í Dalasýslu: Bjarni Jónsson frá Yogi og Guðm. Bárðarson. I Snæfellsnessýslu: Halldór Steinsen læknir og Hallur bóndi Kristjánsson á Gríshóli. í Mýrasýslu: Haraldur prófessor Níels- son og síra Magnús Andrésson. I Borgarfjarðarsýslu: Einar skáld Hjörleifsson, Kristján ráðh. Jónsson og Þorsteinn R. Jónsson. I Gullbringu- og Kjósarsýslu: Björn Bjarnarson í Grafarholti, Björu Kristjáns- son, Jens prófastur Pálsson og Mafcthías kaupm. Þórðarson. í Reykjavík: Dr. Guðm. Finnboga- son, Halldór yfirdómari Daníelsson, Jón sagnfr. Jónsson docent, dr. Jón Þorkels- son, prófessor Lárus H. Bjarnason og Magnús Th. S. Biöndahl. t Árnessýslu: Hannes Þorsteinsson, Jón búfræðingur Jónathansson, Kjartan prófastur Helgason og Sigurður ráðu- nautur Sigurðsson. í Rangárvallasýslu: Síra Eggert Páls- son, Einar bóndi Jónsson á Geldingalæk og Tómas bóndi Sigurðsson. í Vestmannaeyjum: Jón bæjarfógeti Magnússon og Karl sýslum. Einarsson. Þingmálafundir. —o— Á Akranesi var haldinn stjórnmála- fundur á þriðjudagskvöldið og var hann afar-fjölmennur, 160 kjósendur, að sögn. Mætt voru öll þingmannsefni kjördæmis- ins: Einar Hjörleifsson, skáld, Kristján Jónsson, ráðherra, og Þorsteinn Jónsson á Grund, auk þess sem þeir voru þarstaddir Þorsteinn Erlingsson, skáld, og Jón 01- afsson, Landsbankagæslustjóri. Allir þessir menn töluðu; ekki hafði neitt nýtt komið fram í ræðu ráðherra, sömu stað- hæfingarnar um að hann hefði ekkert afbrotið og væri einbeittur sjálfstæðis- maður; sama undarlega afstaða í stjórn- arskrármálinu að vilja framfylgja hverju því sem meiri hlutinn vildi vera láta; en annars hafði hann lítið sagt um hvað hann vildi gera, nema hvað hann sló því fram að hann væri sparnaðar- maður og á móti féglæfrapólitík án þess þó að segja hvernig hann vildi spara eða hvaða fjárglæfrum hann vildi setja sig á móti. Einar lýsti í stórum drátt- um afstöðu flokkanna og gaf skýrar yfirlýsingar um afstöðu Sjálfstæðismanna í mótsetningu við ráðherra sem fór und- an í flæmingi. Jón Olafsson talaði þar og skammaði auðvitað sjálfstæðismenn og sagðist viija láta kosningarnar snú- ast um fjárhaginn, það ætti að vera aðalmálið, en ekki stjórnarskráin og því síður sambandsmálið, Þorsteinn Erlings son sýndi fram á hvílík fjarstæða þetta væri, þar sem engin fjárlög yrðu tilbú- in á aukaþinginu. Jón hafði og ráðist á Landsbankann að vanda og sagt að lánstraust hans væri þrotið í Danmörku og nefndi því til sönnunar að bankinn ætti nú þar inni, sem hann áður hefði skuldað. Þorsternn Erlingsson lýst í því skyni yfir eptir heimild frá bankastjóra Birni Kristjánssyni að lAmtraust banlcam vœri óhar/qað og hafði J. 0. eitthvað haft"á móti þeirri yfirlýsingu. Á fundinum sögðu menn að Sjálf- stæðismenn hefðu unnið stórum á, ’og hefði það verið ráðherra hinn mesti ó- leikur að Jón Olafsson var þar honum til sfcuðnings, þvi að erfiðara var það fyrir Kr. J. að gera mönnum skiljan- legt að hann væri eindreginn sjálfstæð- ismaður þegar Jón 01. lagði á sig ferða- lög til að styrkja hann. Er það mál manna, að menn líti nú mjög einn veg á stjórnmálin á Skagan- um, fylgi eindreginni sjálfstæðisstefnu og vilji ekkert makk hafa við Heima- stjórnarmenn, eða valdhafa, sem við þá styðst. Björn Jónsson hélt þingmálafund á Bíldudal og Patreksfirði ásamt hinu þing- 26 John lauk hurðinni síðan hægt upp, og arkaði inn í herbergið. Kalt raka-lopt lagði á móti honum, og brá hann þá lampanum hátt upp, og litaðiat um í herberginu. En hann sá ekkert, er vekti grun hans, eða at hygli. Herbergið bar það með sér, að það stóð ónotað, og að enginn var þar inni. Þó fanDst honum hann finna það á eér, að ei*- hver hefði veiið þar ný skeð. Það fór ósjálfrátt hryllingur um hann, og hann varð þess áskvnja, að eina var um gamla manninn. í þeim enda herbergisins, sem fjærst var, etóð göm- ul lokrekkja, og voru rúmtjöldin farin að upplitast að mun. John varð ósjálfráte} litið til lokrekkjunnar. — í henni hafði Mary Branksome jafnan sofið. Nú var, sera Andrew Pennick létti, og sagði hann við sjálfan sig, sem í hálfam hljóðum : „Sagði jeg þér ekki að við findum hér engan?'* John setti lampann á gamla, útskorna kistu, og litaðíst nú betur um í herberginu, en sá þar engin mia- emíði á neinu. En Andrew Pennick stóð í miðju herbegÍDu, og leyndi það sér eigi, að hann var bræddur, eða kvíðafull- ur, er hann gaut augunum í ýmsar áttir i herberginu. John sneri sér nú við, hló ógeðslega, og mælti: „Þú hafðir rétt að mæla! Hér er enginn, og hljótum við því að hafa beyrt i rottum. — Við getum nú og larið ofan aptur1*. Hann gekk nú til dyra, og gamli maðurinn á ept- 35 við sjáifa mig! — Hér er að eins um nokkur fet að ræða! Jeg basta yfir mig sjilinu mínu, fer þaogað, og fæ að vita, hvernig allt gengur, enda bjóst eg og yið, að þú hefðir ef til vill brugðið þér aptur til þorpsins, og skilið gamla manninn einan eptir heima, og taldi eg mér þá skylzt að farau. Anuars mun það nú ekki bafa verið skylduræknin ein, sem rak frú Seely á stað, heldur og forvitnin, þvi að fjarri fór því, að hún væri laus við hana. „Jæja!“ sagði John, er hún var loks hætt að rausa. flNú sjáið þér þá, að hér liður öllu vel!“ Frú Seely gaut til hans hornauga. „Já, ekki er eg nú alveg viss um það, John Fam- hamu, mælti hún. Rétt á eptir það, er eg barði fyrst, heyrði eg voðalegt hljóð í gamla maDninum! Hvernig stóð nii á því, Andrew?-* Um leið og hún mælti þetta, einhlíndi húnágauala manninD. Hann ætlaði þá að stama einhverju fram úr sér, en John greip þá fram í: „Jeg stóð við arininnu, mælti hann, „er þú barðir í fyrsta skipti, afskaplega hart. — Jeg hrökk við og rak mig þá á frænda minn, sem safc sofandi i stólDum sinum, og hljóðaði hann þá upp. — Er ekki rétt sagt frá, frændi?u mælti hann enn fremur við Andrew. „Jú!“ svaraði garali maðurinn, enda hafði John deplað frarnan i hann augunum, og taldi Andrew því réttast að svara sem hann vildi. „Msiddirðu þig mikið?,< spurði frú Seely. „Nei, eiginlega get eg ekki sagt, að jeg meiddi mig“, svaraði Aodrew, hálf-efablandinn.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.