Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 31.12.1911, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 31.12.1911, Blaðsíða 2
234 ÞjÓBVIUItiN. XXV. 59,—GO. Tíðindin í Kína. Lýðveldishreifingin þar. —o— T. Að því er snertir uppreisnina, sem geysað hefir í Kína, og enn er eigi séð fyrir endann á, hófst hún á þann hátt, að herinn gerði uppreisn í borginni Wu- chang, sem er stór bær við Yangtse- Kíang-fljótið (íbúar um hálf milljón). Mislíkaði hernum það — eða-tóksér tilefni af því —, að þrír úr flokki bylt- ingamanna höfðu verið teknir af lifi, og eyddu hús ýmsra embættismanna (mand- arína), og náðu borginni algjörlega á sitt vald. Tókst visi-konunginum — æðsta em- bættismanni Kínverja i Wuchang — að bjarga sér út í kínverskan fallbyssubát, en höll hans var rifin í rústir. — Hús þjóðbankans var og brennt til kaldra kola. All-mikil brögð virðast hafa orðið að manndrápum í borginni, því að sagt er, að borgarstrætin hafi viða verið alþakin mannabúkum. Af hálfu uppreisnarmanna hafði Lí hershöfðingi herstjórnina á hendi, og skipuðu þeir þegar menn í bráðabirgða- stjórn, og er sá. Pan nefndur, er æðstur þeirra \'ar. Meðal þeirra, er drepnir voru í Wu- ch-ang, kvað lia.fa verið fjöldi »mandar- ína«, og komst hirðin í Peking í stök- ustu vandræði, er um uppreisnina fréttist, og það því fremur, sem fjöldi manna þar gjörðust þegar uppreisnihni hlynntir. I héraðinu Hu-Peh gengu og 15 þús. þegar í lið uppreisnarmanna. Páðstafanir stjórnarinnar í Peking, er hún lét taka ýmsa flokksleiðtoga af lífi, gerðu og þegar íllt verra. Hppreisnarmennimir í Wuchang gerð- ust nú og svo djarfir, að þeir lýstu yfir því, að Kína yrði lýðveldi, og keisa-ran- um, og ættmennum hans vikið frá ríkja- stjórninni. Pá náðu uppreisnarmenn einnig borg- unum Tschanking og Ichang á sitt vald, — hinni fyr nefndu þó eptir all-harða viðureign við herlið stjórnarinnar. Stjórnin í Peking tók nú og það til ráðs, að leggja all-mikið fó til höfuðs helztu foringjum uppreisnarmanna, en eigi varð þó neinn þeirra manna, né ann- ara, til að ganga i gildruna. All-mikið jók það og á vandræði keis- arastjómarinnar, að luin varímjögmik- illi fjárþröng, og útlendu baiikarnir í Peking al-ófáanlegir til þess, a.ð veita henni lán. Einn af ráðherrum keisara, er þótti hafa haft of slælegt eptirlit, og eiga því, öðrum fremur, sök á því, að uppreisnin varð. tók það til l>ragðs, að hann fyrír iör sér. Kínverjar, sem búsettir eru í Ameríku einkum í Bandaríkjunum, hafa sent upp- reisnarmönnum, drjúgum fé, og er mælt, að það hafi numið 21/, millj. króna. Þá er og mælt, að uppreisnarmenn hafi náð á sitt vald borginni Hankan, en herlið stjórnarinnar náð henni aptur, og uppreisnarmenn þá misst 2 þús. manna í þeirri viðureign, og orðið að leggja á flótta. Keisayinn, sem nú ræður ríkjum, Hsu- antung að nafni, kom til ríkis í dec. 1908, og þá að eins þriggja ára að aldri, og hefir því C h u n g prinz haft ríkisstjórnina á hendi, en alls hefir keisara-ættin, sem nú er, og kynjuð er úr Mandsjúríinu — j og því almennt nefnd Mandsjúrí-keisara- ættin — setið að ríkjum í Kína síðan 1644. 23. okt. síðastl. bárust fregnir um mannskæða orustu, er 20 þús. stjórnar- manna befðu átt í við 15 þús. uppreisn- armanna, þar sem Hwai-fjöll heita, en fregnir að öðru leyti óglöggar. A hinn bóginn er það sannfrétt, að uppreisnarmenn hafa á sitt vald náð borg- unum Haidvan og Hanyan, sem báðar eru við Yangtsekiang-fljótið, og er mælt, að mikill hluti borgarinnar Hankan hafi j brunnið í þeirri viðureign. En þar sem uppreisnarmenn hafa j nefndar tvær borgir á valdi sínu, auk borgarinnar Wuchang, þá er talið, að þeir hafi náð lyklinum að norður-Kína, og að \ estlægari héruðunum. Pá hafa uppreisnarmenn einnig náð borgunum Tschang Sha og Nanking, og ejin fleiri borgum. Ejögur herskip snerust og í lið með þeim, og fjöldi sjóliða frá öðrum her- skipuin. Auk fjárstyrksins frá Kínyerjum í Ameríku, sem fyr er getið, hata bylt- ingamenn og náð í talsvert af ríkisfé, þar á meðal er þess getið, að þeir hafi á einum stað náð í l1/,, millj. taijl (einn »taél«, eða »liang«, er 5 kr. 35 aur.) Stjórn keisarans tók þá það til i-áðs, að gera Yan ShiKai að yfirráðherra. — Hann var kunnur að þ\ í, að vera frjáls- lyndur maður, og þvi hafði stjórnin áður gefið honum íllt auga. Ntt tók og herinn í Peking að gjörast all-ótryggur, og þar kom, að 27 þús. her- manna þar settu keisara, eða stjórn hans, tvo kosti, að annað hvort yrði hann þeg- ar að veita ríkinu frjálslega stjórnarskip- un, eða þeir gengju í lið með uppreisn- armÖnnum. Kröfðust. hermenn þess, meðal annars, I að þingið hefði fullt löggjafarvald, að skipaðir væru ráðherrar, er bæru ábyrgð gagnvart þinginu, að veitt væri full upp- gjöf saka, að þvi er politiskar yfirtroðsl- ur snert-i, að keisarinn hefði eigiréttyfir lifi manna, sem verið hefði, og að eug- inn ættmenna hans, nó aðalsmenn, mættu eiga sæti i ráðaneytinu. Sá stjórnin sér þá eigi annað fært, en að verða við nefndum kröfum, eins og áður hefir verið get.ið um í blaði voru. Að því er til uppreisnarmanna kemur, var þess áður getið, að þeir lýstu yfir því, að Kína væri lýðveldi, og kusu L í y a. h e n g, sem lýðveldisforseta, og til- kynnti hann stjórnum annara ríkja þegar kosningu sína. Yan Shi Kai heflr leitazt við, að koma á sáttum, — reynt, að fá upp- reisnarmenn til að hætta uppreisninni, og una því, að Kína verði keisaradæmi, sem verið hefir, en með þingbundnu stjórnarfyrirkomulagi. Samningstilraunir þessar höfðu þó eigi leitt til neins, er síðast fréttist, og hélt uppreisnin því áfram. 29. okt. síðastl. er mælt, að lýðveld- isfáninn hafi verið dreginn á stengur í borginni Kanton. sem virðist þá hafa verið komin á vald uppreisnarmanna. — En Kanton er stórborg við Perlu- eða Tshukiang-fljótið — íbúar um 900 þús. og búa þar af yfir 100 þíis. í bátum á ánni —, og er þetta uppreisnar eða lýð- veldismönnum því mjög góðui' styrkur. Þá hefir og borgin Foutchon (íbúar um 700 þús.) gengið ný skeð í lið me.ð uppreisnarmönnum. Hryðjuverk hafa ýms verið framin, þótt fárra sé hér getið, og er jiess meðal annars getið, að einn vísi-konunganna í Kina, C h a o e r A n g að nafni, hafi verið myrtur. Síðustu fregnir frá Kína segja og hættu á því, að lýðveldismenn nái höf- uðborginni (Pekingi á sitt vald, og er mælt, að keisarinn só flúinn þaðan, — hafi verið komið burt úr borginni á laun, sem og þá að líkindnm nánustu venzla- mönnum hans. Mælt er, að Rússar ltafi þegar reynt að hagnýta sér bágindi Khiverja, og heimtað aukin yfiri'áð í Mandsjúríinu, og — að Jaþanar hafi einnig hugsað sér sama, og vilji fá ívilnun í tollum á jap- önskum varningi. — Myndi stórveldum þessuin hafa þótt slik aðferð falleg, liefðu þau átt í kröggum, og einhverjir hefðu þá hlaupið til, ogreynt að hagnýtasér það? Þá er getið helzt.u tíðindanna, er vér höfum rekizt á, að því er til uppreisnar- innar í Kina kemur, og verður ntí tím- inn að skera úr því, livort Yan Shi Kai tekst að miðla málum, og koma friði á i ríkinu, eða lýðveldishreifingin heldur áfram, og getur þess þá enn orðið langt. að bíða, að lyktir verði á óeyrðunum. Hið rétta. væri að sjálfsögðu, er óeyrð- ir verða innanlands i einhverju þjóðfó- lagi, að hhitast vœri þegar til um Jiað af al- þjóða hálfu, að friður kœmist á, og þjóðin síðan útkljá ]>að með frjálsri atkvæða- greiðslu, hvaða stjórnarfyrirkomulag hún fellir sig bezt við. Lýðveldi stofnsett í Kína. —o— Símskeyt.i barst frá Kaupmannahöfn 29. þ. m. ídes.(, þiar sem segir: að Kína sé lýsl lýðvddi, »«• að Sun-Yat-Sen sc kosiun lýðveldis- forseti. Hvort. símfregn þessa ber að skilja á

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.