Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 05.02.1912, Blaðsíða 2
14
ÞJÓÐViLJINN.
XXVI., 4.-5.
27. des. síðastl. urðu 800 þús. manna
atvinnulausir í Laneashire-héraði, — voru
sviptir atvinnu við ullarverksmiðjumar
þar.
Svo mikill vöxtur hljóp ný skeð í
ána Shamm. að í þorpunum, sem á ár-
bökkunum eru, varð fólk víða að flýja
til fjalla, og hlutust því af vatnavöxtun-
um, hæði vandræði og íjártjón.
Þing Breta hefst. 14. febrúar næstk.,
og er gert ráð fyrir, að þá verði mjög
bráðlega lagt fyrir þingið lagafrumvarp
um sjálfstjórn á frlandi.
Belgía.
11. des. síðastl. vildi það slys til í
borginni Liittich, í leikhúsi er lifandi
myndir voru sýndar í, að þar kviknaði
í einhverju á leiksviðinu, svo að áhorf-
endurnir urðu svo hræddir, að konur og
börn. tróðust undir, og urðu eigi all-fáir
sárir, og 42 varð þegar að tiytja á
sjúkrahús.
Jfrakkland.
Vatnavextir miklir i ánni Signu (Seine)
nú um áramótin, svo að Parísarbúar o.
fi. urðu enda hræddir um, að von væri
iíkra tíðinda, sem vöxtur í ánni olli þar
árið 1910. —
Mælt er, að Frakkar sóu nú i makki
við Breta um það, að afsala þeim, eða
Australíu, Nýju Hebrída-eyjunum — 20
eyjar i australska hafinu (íbúar um 50
þiís., og tala þó fleiri, en eitt tungumál) —,
og fá í staðinn lönd nokkur í Afríku.
f 8. des. síðastl. andaðist málarinn
T. E. Fleury, 75 ára að aldri.
j síðaetl. desembermánaði var í borg-
inni Le Mans tekinn af lífi maður nokkur,
er myrt hafði föður sinn, til þess að ná
i arfinn. — Iðraði hann mjög verksins,
og ánafnaði sjúkrahúsinu í Le Mans 50
þiís. franka. áður en hann andaðist.
21. des. síðastl. réðu fjórir ræningjar
á sendisvein banka í París, særðu hann,
með skammbyssuskotum, og náðu af hon-
um 200 þús. franka í peningum, og 100
þús. í verðbréfum.
Bæningjarnir voru þegar eltir, en létu
þá skotin dynja, og komust því undan.
Miklar umræður urðu í des. á þingi
Frakka um Marocco-samningana við þjóð-
verja, og fór Caillaux, utanríkisráherra,
þá mörgum orðum um volduga frakkneska
ríkið, sem skapaðist í Norður-Afríku, er
Tunis, Algier og Marocco yrði slegið sam-
an í eitt.
Ltixemburg.
I stórhertogadæminu Luxemburg
sprakk vítisvél nýskeðá heimili Eyschen’s,
forsætisráðherra, og gerði þar töluverð
spjöll, eða skemmdir, enhvorkiforsætisráð-
herrann, né aðrir, hlutu þó meiðsli, og voru
glæpamennirnir, sem tundurvélinni höfðu
komið inn á heimilið, teknir fastir.
Protugal.
Talsverðar róstur urðu nýskeð á götum
í borginni Braganza, og föngum hleypt
út úr fangelsum. — Hrópað var og húrra
fyrir konungdóminum og Manúel kon-
ungi.
A hinn bóginn kvað Manúel þó ný-
skeð hafa borizt bréf, þar sem lionum er
hótað bráðum dauða, cf haun stigi fæti j
á land í Portugal.
Annars er mælt, að óánægja manna !
fari vaxandi í Portugal, að því, eriýðveldið
snertir, og þá eigi hvað sízt vegna þess,
að skattarnir fara hækkandi.
Nýlega kvað og konungsliðar hafa |
tekið níu miiljón króna lán upp á eignir |
einstakra manna í þeirra hóp.
Brytt hefur og töluvert á óánægju
meðal lýðveldismanna sjálfra, ekki hvað
sízt í höfuðborginni, Lissabon, þar sem
jafn vel hefur verið búizt við uppreisn,
— þykir stjórnin mjög hafa brugðizt
vonum manna, og fjárhagurinn mjögkom-
inn í óreiðu.
Kvað D’Arriaga, forseti lýðveldisins,
þegar vera orðinn full saddur valdanna, j
og helzt vilja sleppa þeim í hendur ein-
hvers annars.
Hefur og Braga, fyrverandi lýðveldis-
I forseti, nýlega ritað bók, þar sem hann
j leitast víð. að gera D’ Arriaga hlægilegan
á ýmsar lundir, og hefur það mælzt miður
vel fyrir.
Ofsa-stormar voru í öndverðum des.
síðastl.jOg ollu þeir eigi all-fáum skiptrönd-
um og manntjóni; fiéttaþræðir skemmd-
ust og víða, og eignatjón varð fleira.
f borginni Epinho sem er skammt
frá borginni Oporto, gekk sjór á land,
og skolaði burt 25 húsum.
Kínverskir sjóræningjar réðu nýskeð
á borgina Macao, rændu þar, og drápu
fjölda manna, var fallbyssubátur látinn
veita þeim eptir för, er þeir voru fyrir
nokkru farnir. — En hvort hann hefur
getað handsamað þá, hefur enn eigi spurzt.
Spánn.
Lýðveldismönnum helir fjölgað mjög
í Kataloníu, og sló þar ný skeð í bar-
daga milli þeirra, og lögregluliðsins, og
urðu ýmsir sárir og fjöldi manna settir
í varðhald.
Montenegro.
Nýlega réðu Montenegrínar á tyrk-
neska hersveit í grennd við Mokra, en
— biðu ósigur.
Af skothríðinni kviknaði i skóg þar
í grenndinni, og olli skógarbruninn mjög
miklu fjártjóni.
Hvernig á viðureign þessari liefir staðið,
eða af hverju hún hefir sprottið, greinir
fregnin eigi, en hitt er víst, að Montene-
grínar hafa búið her sinn af ákafa, og
bundið það fastmælum, að veita Albön-
um lið, ef i hart slái enn að nýju milli
þeirra og Tyrkja.
Hafa og 12 þús. vopnaðra Albana ný-
lega hótað uppreisn, sé þeim eigi veitt
sjálfstjóm, og hafa Tyrkir eigi séð sér
annað fært, en að heita þeim ýmsum
réttarbótum á komanda vori, — hvað
sem nú úr efndunum verður.
Búlgaría.
Nú kvað vera ákveðið, að Ferdinand
keisari láti krýnast 22. sept næstk.
Hann kom til ríkis 1887, og var Búlg-
aría þá að nafninu til liáð Tyrkjum, en
fyrir nokkru lýsti landið sig alóháð Tyrkj-
um, og eigi alls fyrir löngu tók Ferdinandi
fursti sér keisaranafn.
Elzti sonur hans, er riki tekur að
honum látnum, heitir Boris.
Tyrkland.
Eússar hafa reynt að hagnýta tæki-
færið, meðan er Tyrkir eigi í ófriði við
við ítali, — reynt, að gera sór mat úr
bágindum þeirra, og krafizt þess, að fá
eptirleiðis að fara með Svartahafsflotann
gegnum Bosporus-sundið, Marmara-hafið
og Dardanella-sundið, en heimta þó jafn
framt, að herskipum annara þjóða só
óheimilt, að fara þar um, svo sem verið
hefur.
Stjórn Tyrkja synjaði þó kröfu þess-
ara, og vísaði í samninga við stórveldin,
sem krafa Bússa færi í bága við, og þar
sem hér er því eigi við Tyrki eina um
að eiga, verða Bússar vafalaust að láta
hér við sitja.
Sendiherra Breta i Konstantínópel hef-
ur ný skeð, i nafni brezku stjórnarinnar,
heimtað, að Tyrkir kæmu þegar á marg
lofuðum stjórnarbótum i Albaníu, og í
Makedoníu, og hótað, að birt yrði ella,
á þingi Breta. svo nefnd »bláa bók«, er
hefði inni að halda skýrslur brezkra kon-
súla um óstandiö í nefndum héruðum.
Ungverjaland.
Höll brann í borginni Buda-Pest í
þ. m. (janúar), og er sltaðinn metinn l’/4
millj. króna, enda brann þar og inni
frægt málverk, eptir hollenzka málarann
van Dyck, sem talið var 250 þús. króna
virði.
AustuiTÍki.
All-mikið umtal hefur það ný skeö
vakið, að raskað var grafarfriðinum í
kirkjugarði einum í Vín, — rænt haus-
kúpu Alexanders fursta Karageorgevitch
(f 1885). — Hann var þjóðhöfðingi
(fursti) í Serbíu 1848 —1858, er hann var
rekinn frá rikjum, og er Pótur, konungur
í Serbiu, sonur hans.
Ollum til gleði, og ánægju fannst haus-
kúpan þó nokkru síðar á öðrum stað í
kirkjugarðinum.
Halda menn helzt, að serbiskir menn
hafi verið valdir að hvarfi hauskúpunnar,
og það stafað af pólitískum liefndarhuga,
því að ýmsir dýrgripir, er grafnir höfðu
verið með hinum látna, lágu kyrrir í
gröfinni (eða grafarhvelfingunni).
Riissiand.
Þaðan þau tíðindi, að hungursneyð
er sögð í átta fylkjum.
Almenningur verður að leggja sér til
munns börkinn af trjánum, o. fl. þvílíkt.,.
og fær svo skyrbjúg, oghungurtaugaveikL