Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 23.11.1912, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 23.11.1912, Blaðsíða 2
210 .ÞJOÐVILJINN. XXVI, 53.-54. ÞJÓÐVILJINN. Verð árgangsins (minnst 60 arkir) 3 kr. 50 a., erlendis 4 kr. 50 a. og í Ameríku doll.: 1,60. Borgist fyrir júnimánaðarlok. Uppsögn skrifleg ógild nema komin sé til útgefanda fyrir 80. dag júnimánaðar og kaupandi samhliða uppsögninni borgi skuld sina fyrir blaðið. XJ 11 ö n d. —o— Helztu tiðindi, er borizt hafa ný skeð frá fitlöndum, eru: Danmörk. Ríkisþing Dana situr nú á rökstólum. Merkust tiðindi þaðan, að Kl. Bernt- .zen's-ráðaneytið hefir lagt fyrir fólksþingið all-frjálslynt írumvarp um breytingar á grund vallarlögun um. Helztu breytingarnar eru: a, að konur fá kosningarrétt, b, að kosningarréttinn fá menn, er þeir eru 25 ára (nú 30 ára). c, að vmnuhjú fá og kosningarrétt, d, að konungkjörnir landsþingsmenn falla úr sögunni, og kosningunum til lands- þingsins verður gjörbreytt. Ætlast til, að bæjarstjórmr og hrepps- nefndir, kjósi kjörmenn, miðað við í- búatölu, og sé landinu öllu í því skyni skipt í þrjú kjördæmi. — En kjör- mennirnir kjósa siðan, hverir í sínu kjördæmi, hinna þriggja, landsþings- menn, 52 að tölu. — Enn fremur velja Færeymgar og eirm landsþingsmann, og íbúarnir á Borgundarhólmi annan. En nefndum 54 landsþingsmönnum er síðan ætlað, að kjósa 12 landsþings- menn, og verður tala landsþingsmanna þá 06, eins og nú er. e, að bemar kosningar verða að því er til fólksþingsmanna kemur, en hlut- fallskosningar að því er kosningu lands- þingsmannanna snertir. f\ að semji þmgunum (fólksþinginu og landsþinginu) eigi um fjárlögin, ráði sameinað þing úrslitunum, og ráði þá aíi atkvæða. g, að bráðabirgðalög falli æ úr gildi, séu þau eigi staðfest á ríkisþinginu, er kemur saman næst eptir það, er þau voru gefin út af konungi. Svo er að sjá, sem allir þirxgfiokkarmr muni fylgjast að máli til þess að koma breytingunni fram, nema hvað hægrimenn rísa mjög öndverðir gegn henni. Erumvarpið var bonð fram í fólks- þinginu 23. okt. þ. á., og voru þá liðin rétt 64 ár síðan er grundvallarlagaþing Dana hófst, 23. okt. 1848. f 23. okt. þ. á. andaðist skáldsagna- höfundurinn Albert Gnudtzmann. Hann var prestssonur, fæddur 3. júní 1865, og varð því að eins frekra 57 ára gamall. Gnudtzmann var lögfræðingur, en hefir ritað eigi all-fáar skáldsögur, og leikrit. 28. okt. síðastl. var þess minnst í dómkirkjunni í Hróarskeldu, að þá voru liðin 500 ár, síðan er Margrét drottning Valdemarsdóttir andaðist, — eða þó frek- lega það (f 24. okt. 1412). Hún var fædd 1353, — dóttir Valde- marn Attei dag’s, Dana-konungs, og réð ríkjum bæði í Danmörku, Noregi og í Sviþjóð, og þótti kvennskörungur mikilL. f Seint i okt. þ. á. andaðist prófessor J. A. Fredericia, — talinn í röð merkari manna Dana. Nýiega var skáldinu Jens Baggesen reist líkneski i Korsör, þar sem hann var tæddur 15. febrúar 1764, og sem hann kvað um, að „han gynged i sin ömme Moders Arme, og red til Hest paa EJ^stefaders Knæ“. Baggesen, sem mörgurn Islendingi er kunnur af kvæðum hans, andaðist 3. okt. 1826. f 20. okt. þ. á. andaðist i borginni Randers málarinn .7. T. Hansen. Hann var fæddur 1848, og hafði numið málaralistina í París, og ferðast að mun í Suður-Evrópu. — Þótti honum eigi hvað sízt takast það vel, að láta ljósið og litina, njóta sín sem bezt í málverk- um sínum. Ritstjóraskipti eru nýlega orðin við „Berlinga tiðindi“, og heitir nýi ritstjór- inn Chr. Gulmann. Hann er að eins 43 ára að aldri, og hefir verið við blaðamennsku riðinn í tugi ára, — óefað nú hægrhnaður, því að eigi mundu eigendur blaðsins ella hafa hleypt honum í ritstjóra sessmn. Landmandsbanken í Kaupmannahöfn fékk nýlega peningasendingu frá banka í París, og áttu það að vera 10 þús- franka i frakknesku gulli (20 franka gullpen- ingum). — En er peningasendingin kom til Kaupmannahafnar sást á pokanum, að í hann hafði verið farið, og vantaði í hann 6600 franka, en í stað gullpen- inganna höfðu í pokann verið látnir þýzk- ir eins og tveggja pfenmnga-koparpen- ingar. Hald manna, og þó eigi vissa, er það, að þjófnaðurinn hafi verið framinn á Þýzkalandi, og var nú, er síðast' fréttist verið sem óðast að gera eptirgrennslanir. Hreift hefir því verið i blöðum í Ev- rópu, að Haraldi prinz, bróður Christians konungs X., verði ef til viii boðið, að gjörast fursti eða þá konungur í Make- doníu, er ófriðinum á Balkanskaganum lýkur, en sænskum prinz þá boðið fursta- eða konungdæmi í Albaníu. Hvort nokkuð verður frekara úr þessu, en lauslegt blaða-þvaður, skal þó alósagt látið að sinni. Noregur. Þar fóru fram þingkosningar 21. okt. þ. á., og hefir fréttzt, að kosnir hafi þá verið 38 vinstrimenn, 15 hægrimenn og 9 jafnaðarmenn, en í 61 kjördæmi verð- ur að endurkjósa. Kosningarnar, sem þegar eru um garð gengnar, sýna þó, að vinstnmenn hafa byrinn með sér, þar sem þeir hafa þegar unnið 9 þingsæti frá hægnmönnum. Talið því víst, að Bratlie-ráðaneytiö verði að sleppa völdum, jafnskjótt er kosningarnar eru um garð gengnar. Bautasteinn var Joh. Soendsen, hinum fræga tónlagasmið Norðmanna, reístur i sumar í kirkjugarðinum í Kristjaníu. Bautasteinninn er óhöggvinn granít- steinn, mcð svartn plötu á framhiiðinni, og á hana letrað nafn hans og fæðingar- og dánarárið (1848—1911). En leiðið er örskammt frá leiði norsku stórskáldanna, Björnson’s og 1 bsen’s. Svíþjóð. 10. okt. þ. á. var í Stokkhólmi af- hjúpað líkneski til minningar um orust- una við Brunkebjerg, er sænski bænda- herinn vann sigur á herliði Christiern’s konungs I.; en Brunkebjerg er sandhæð, sem nokkur hluti Stokkhólms nær nú yfir. Aður en sænska skáldið August Strind- berg andaðist, ánafnaði hann, í erfðaskrá sinni, 20 þús. króna til satns, er bera á nafn hans. Yerður það því rrefnt „Strindberg- Museum“, og þar þá óefað varðveitt ýmislegt, er að æfi hans og ritstörfum lýtur. Þýzkaland. Það slys varð í grennd við borgina Dresden, 20. okt. þ. á., að loptfar steypt- ist til jarðar úr ail-mikilli hæð, og biðu báðir mennirnir, sem í loptfarrnu voru, bráðan bana. Var annar þeirra Gerich verkfræðing- ur, alvanur loptsiglingum, og hafði í fyrra hlotið hæstu verðlaun við kappraun í Ameriku. Næsta ár (1913) verður í grennd við borgina Leipzig afhjúpað afar-stórt lik- neski til minningar um fólkorustuna, er þar var háð við Napoleon míkla árið 1813, og Þjóðverjar áttu sigri að hrósa, enda telja þerr þá og viðrersnartíma sinn byrja. Aformað er, að V ilhjAlmur keisari verði þar viðstaddur, enda verða þá og 25 ár lrðin siðan er hann hófst til keisara- tignar. Seint i okt. þ. á. vildi það slys til, að þýzki krónprinsinn datt af hestsbaki, og meiddist á hægri handlegg; —meiðsl- in þó eigi talin hættuieg. Kjötskortur hefir í haust verið afar- mikill víða á Þýzkalandi, og var þvi ný 3keð, í borginni Halle, farið að slátra að mun hundum, og eptirspurnin — eptir hundaketinu — feykileg. Frakkland. 26. okt. til 10. nóv. þ. á. var í París

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.