Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 23.11.1912, Page 4

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 23.11.1912, Page 4
212 ÞJÓÐVILJINN XXVI., 53.-54. En það er nú reyndar alveg gagmtœtt, sem fyrir íslendingum vakir, eða ætti að vaka, — finna fremur til þeirrar þarfar- innar, að losa um böndin, en að reyra þau fastar. Skýrsla um gagnt'ræðaskólann í Flensborg, skólaárið 1911—1912, hefir nýlega borizt blaði voru. 1 skólanum voru, greint skóla-ár, alls 73 nemendur, og sýnir það eigi all-litla aðsókn að honum. Nemendunum var skipt í þrjár deildir, @g voru kennarar sömu sem áður: Ög- mundut Sigurdsson, helgi Valtýsson og præp. hon. Janus Jónsson, og auk þess sérstakir kennarar, að því er söng, og skóla-smíðar (,,slöjd“) snerti. Hr. Gudm. Hjaltason flutti og tíu fyr- irlestra við skólann. I stjórn skólans eru: .Jens próíastur Pklsson í Görðum, August kaupmaður Plygenring í Hafnarfirði, og Magnús sýslu- maður Jónsson í Hafnarfirði. Bókasafn skólans, er „Skinfaxi" nefn- ist, átti í lok skóla-ársiris 200 kr. 92 a. í sjóði, og hátt á fimmta hundrað binda af bókum. Þá átti og „nemendasjóður Plensborg- arskólans11 1. janúar þ. á. (1912) alls 474 kr. 11 a. í sjóði. Ungmennafélag skólans hélt máifundi á hverju laugardagskvöldi, og gaf út skrif- að vikublað, er „Skólapilturinn11 nefnist, — komnir nú alls 20 árgangar af blaðinu. Fyrir þá er heimavistar nutu í skól- anum, varð kostnaðurinn til fæðis, mat- reiðslu og þjónustu alls 79 aur. á dag — nokkru dýrara, en árið áður, þar sem ýms varningur hafði hækkað mun í verði. Hitt og þetta Hjón i Svissaralandi, Kaelin að nafni, gengu ný skeð til altaris, og börn þeirra öll, alls 24 að tölu. Var elzta barnið fimmtugt, en yngsta barnið 10 ára að aldri. 5. nóv. þ. á. var gullbrúðkaupsdagur hjóna nokkurra í Stavanger í Noregi. Sama daginn var silfur-brullaups- dagur dóttur þeirra, og loks giptist dóttir hennar og sama dagínn. I borginm Helena í Arkansas í Banda- ríkjunum, kvæntist nýlega maður nokknr, Sandy Alexander að nafni, — eitt hundr- að og ellefu ára gamall. Brúðurm stóð á sextugu. Osannur vinur er likastur skugganum: Fylgir oss stöðugt í sólskminu (þ. e.: er vel lætur), en lætur eigi sjá sig, er syrtir, (þ. e.: er miður vel lætur.) Kvæntur maður, 29 ára að aldri, er átti heima í Norwalk í Bandaríkjunum, strauk ný skeð frá konu sinni, — hljóp brott, með 68 ára gamalli kerlingu. Tæpar 182 þúsundir var tala kristinna manna í Japan um áramótin síðustu. I Ameríku er nýlega farið að búa]til saumavélar, er láta eitt eða fleiri sönglög til sín heyrast, er saumað er á þær. („Spegjelen11). t Canelejas yfirráðherra á Spáni myrtur. «/ Nýlega gjörðist það söguiegt í Madríd, höfuðborginni á Spáni, að 6anelejas, yfir- ráðherra, var skotinn til bana. Hann var staddur á götu í Madríd, er stjórnleysingi nokkur vatt sór að hon- um, og skaut á hann, og varð skotið yfirráðherranum að bana. Canelejas hefir verið yfirráðherra á Spáni, síðan snemma á árinu 1910, er hann tók við af Jforeí-ráðaneytinu. (Ireinilegar fregnir um banatilræðið, tildrögin til þess o. fl. hafa enn eigi borizt. EKKI er það eitt, en allt, sem íllt hefst af stríðinu — hefst af því, að mað- urinn gerir sig að óarga dýrunum verstu, enda enn lægri. Eitt af því, sem leitt hefir af ófriðin- 54 Frúin hafði klætt sig mjög snyrtilega, en Mary veitti því eptirtekt, að hún var ekki eins stillileg á svip- inn, eina og hún var vön að vera. Frúin heilsaði ungu stúlkunni fljótlega. „Þú hefur farið seint á faetur í morgun“, mælti hún, er þær gengu saman niður stigann. En er þær voru nærri komnar niður stigann, kom ein vinnukonan hlaupandi beint í flasið á þeim, og var hún náföl í framan af hræðsiu. „Æ, frú!u mælti hún, all-stamandi. Hr Fenwick sendi mig hingað, til að segja yður að garðkarlarnir séu — þeir — þeir — hræðilegt orðið“. Það var sem nístingskuldi gripi Mary, og varð hún að ttyðja sig. Ósjálfrátt varð henni litið framan í frúna, en sá henni í engu brugðið. „Segðu, hvað þú átt við stúika!u sagði frúin. „Hvers- vegna stendurðu þarna, og stamar? Hvað gengur á? Hvað áttu við, er þú segir, að eitthvað bræðilegt sé orðið?“ Stúikan herti nú upp hugann. „Jeg veit það ekki giöggt, frú!“ mælti hún. „En það kvað hafa orðið! Dauður maður hefur fundizt niður við sjóinn, og hafa þeir komið með lík hans“. Mary stundi ögn ósjálfrátt. Frú Barminster sneri sér við, eins og hún hefði snortist af rafmagns neista, og hortðust þær þá í augu unga stúlkan og hún. Þóttist Mary þá skilja yfir hverju hún byggi, og vék óttaslegin frá henni. 59 hnuggin, að henni var það næst skapi, að hverfa þegar aptur til Lundúna. Við nánari yfirvegun, hvarf hún þó brátt aptur frá þeirri fyrirætlan sinni. En hvernig átti hún annars að vænta þess, að maður, er hún hafði brigðað heit við, væri nú þegar orðinn samur, eins og ekkert hefði iskorizt, og félli á kné fyrir henni? Meðan herbergisþernan var að hjálpa Lolu i fötin, innti hún hana náoar eptir slysinu, en stúlkan vissi þá eigi aDnað, en það, að einhverir verkamannanna höfðu fundið líkið niður við sjóinn. „Eaginn veit, hvernig á því standuru, mælti stúlkan „og það er mesta óðagot á öllum, enda er frú Barmin- ster mjög reið yfir því, að þeir skuli hafa flutt, það heim í húsið.“ Það fór nú aptur hrollur um Lolu. „Það var og sizt að furða, þótt frúin væri reið“, mæiti Lola. „En vinnufólkið gerir og hverja vitleysuna á fætur annari! Fiýttu þór nú, að hjálpa mér í kjólinn — svo að ’eg komist ofan til frú Barminster.u En er Lola var komin niður, eg ætlaði að setjast við morgunverðarborðíð, var frúiu þar eigi, en ung lag- leg stúlka, í bómullarkjól, eg var hún að skenkja te og kaffi. Gluggarnir stóðu galopnir, og veðrið var yndislega fagurt, og bar viodurinn blómanganina inn um glugg- ana. Emily Prentici, og nokkrir hinna gestanna, sátu að ágætum morgunverði. Lola leit fljótlega á Mary, og mundi, að hún hafði

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.