Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 24.05.1913, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 24.05.1913, Blaðsíða 2
78 ÞJÓÐVILJINN. XXVII., 20.-21. ÞJÓÐVILJTNN. Taré árgan^sins (minnst 60 arkir) 3 kr. 50 a., «rlendis 4 kr. 50 a. o? í Ameríku doll.: 1,50. Borgist fyrir júnímánaðarlok. Uppsösn skrifieg dgild B#ma, komin sé ti! útgefanda fyrir 30. dag júnímánaðar og kanpandi sambliða uppsögninni bergi íkuld sina yrir blaðið. eigi það því ekki við, að hent sé skop *ð látæði hans, búningi o. fi. Satt er það að vísu, að hver maður á sig sjálfan, — þó eigi frekar en svo, að hann heftr og skyldum, eða skyldu- kvöðum, að gegna gagnvart náung- anum, þ. e. má hvorki gera honum íllt, né heldur láta það við gangast, að aðrir tjái sig svo í hans garð. Tjáir því t. d. eigi — og það jafn vel eigi, hve funheit sem ástin til „bræð- ingsins11 er —, að haga svo framkomu sinni á almennum mannfundum, að á- heyrendunum (eða áhorfendunum) hljóti ad baka kvöl, eda leidindi, — ana t. d. fram og aptur, al-látlaust, eða þvi sem næst, er ræða er haldin, augna-rang- hvolfandi, og því um líkt. Látœdi manna, eða tilburðir þeirra ýmis konar, fettur og brettur, ei þeir koma fiam opinhei lega, verður þvi allt að vera sömu örlögum háð, sem orðin, er þeir tala, enda og eigi sjaldan notuð til þess að gefa þeim áherzlu á ýmsa vegu En annað, en opinbera framkomu manna, hafa höfundar gamanleiksins „Allt í grænum sjó“ auðvitað eigi vilja né ætlað sér, að taka til meðferðar, eða láta ná- ungann brosa að. Annars fáum vér eigi neitað því — og að því var vikið lauslega í síðast nr. blaðs vors —, að oss virðist framkona bjæjarfógeta gegn leikfélagi stúdentanna hafa verið fremur kynleg. Hann hafa þegar veitt félaginu leyfi, til að leika seinna kvöldið, sem leika átti, eins og sést af því, að aðgöngumiðar seldusf þá allir þegar á svipstundu. Félaginu hafði hann því veitt fémæt réttindi, sem því voru mjög þýðingar- mikil, þar sem ágóðanum var ætlað að renna í hús- eða byggmgarsjóð stúdenta- félagsins, sem heita má algjör öreiga- sjóður. Hvernig sem því þá víkur við, að bæjarfógeti siðan — þvert ofan í gefd leyfí, og sköpud fémœt 'iéttindi — leyfir sér. að banna að leika, án þess þó hayrzt hafi, að nokkur forboðs- eða fógeta-gjörð hafi frain farið, hvað þá, að hr. Eina't Hjörleifsson hafi sett fógeta nokkurt veð, til þess að fá banninu á komið — til tryggingar skaðlausri greiðslu alls fjár- tjónsins, er af banninu kynni að leiða, fáum vér eigi skilið. Hefir og eigi heyrzt, að hr. E. Hj. hafi síðan gert nokkra tilraun til þess, að fá bannið staðfest með dómi. Yfirleitt virðist oss leikfélag stúdenta — og þá stúdentafélagið i heild sinni, er ágóðans af leiknum átti að njóta — hafa verið hart leikið. Það er leitt, — og að vísu þvi sárara, þar sem það var gott málefni, rík óbeit á „bræðings“-ófögnuðinuin, sem komið hafði gamanleiknum „Allt í grænum sjó“ af stað — hafði knúið stúdentana til þeas, að tala máli þjóðarsjálfstæðisins, sem orðið er. Kosnir alþingismenn. Kosningar-úrslitin i Gullbringu- Og Kjósarsýslu urðu þau, að kosinn var þar: Kristinn próf. Daníelsson á Útskálum með 235 atkv. Talning og athugun atavæðaseðlanna fór þar fram 15. maí þ. á. Af hinum frambóðendjunum hlaut tíjöin í Grafarholti lfK) atkv., en Þórd- ur J. Thoioddsen 76 atkv. 25 atkvæðaseðiar voru metnir ógildir. í Suður-MÚlasýslu urðu kosningar- úrslitin þau, að kosinn var: Guðm. sýslum. Eggerz . . . 281 atkv. Hinn, s«m í kjöri var, Þóiarinn bóndi Benediktsson í Gilsárteigi, hlaut 226 atkv. Þingmaims-kosningin á Akureyri. á fram að fara 7. júní næstk. Framboðsfresturinn til 2 júní þ. á. Að því er frambjóðendur i kjördæm- inu snertir, þá enn allt í óvissu, er þetta er ritað, nema hvað heyrzt hefir, að hr. Magnús Kristjánsson, sem, fyr hefir verið þingmaður Akureyringa, en féll við kosn- ingarnar 1908, gefi nú kost á sér að nýju. „Samemaða gufuskipafélagið“ hefir ný- lega látið smíða sér nýtt flutninga- og farbaga-gvfuskip í borginni Stettin á Þýzkalandi. Skipið á að heita „Friðrik YIII.“, og átti að hleypa því af stokkunum, þ. e. láta það í fyrsta skipti renna i sjó, 8. maí þ. á. Að þvi er stærðina snertir, þá er það J 540 fet á lengd, en 62 fet á breidd, — verður og stærsta farþega-skipið, sem til er á Norðurlöndum. Yélarnar í skipinu hafa 10 þixs. hesta afl, og skipshöfnin verðxxr alls 350 manns. Ætlast er til þess, að skipið geti alls tekið 1435 farþega, þ. e. 125 á fyrsta farrými, 410 á öðru, og 900 á þriðja. Skifxinu er ætlað að fara milli Dan- merkur og Bandaríkjanna. Það leggur af stað í fyrstu ferðina til New York í næstk. septexnbermánuði. Verzlunar-fréttir. Samkvæmt skýrslu, dags. í Kaup- mannahöfn 20. april þ. á., var verð á íslenzkum afurðum, sem hér segir: Saltflskur. Fyrir málfísk hafa feng- } izt 80 kr., en millifísk 75 kr., og smá- j fisk 60—70 kr. Fyrir isu hafa fengist 58—60 kr., fyrir löngu 75 kr., upta 40 kr., og keilu i 50 kr. Hnakkakýldur málfiskur selzt á 84 kr., en afhnakkaður millifiskur á 74 kr., og „Wardfxskur“ á 62 kr. Verðið allt miðað við skpd., og ein- göngu við góða, vel verkaða vöru. Harðfiskur. Af honum hefir ekkert borizt nýlega á markaðinn, en gizkað er á, að verðið myndi, sem stendur, verða 100 kr. skpd. Lýsi. Fyrir ljóst þorskalýsi fást 33- i kr., en fyrir dökkt 28—30 kr., miðað við ! 105 kíló. Að þvi er meðalalýsi snertir var tölu- verð eptirspurn um tima, en er nú minni, og sem stendur, fer verðið varla fram úr 68 kr. fyrir 105 kíló. — Líkur og fremur, að verðið fari lækkandi. Sundm agai'. F ptirspurnin mj ög litil, en síðast er seldir voru, fékkst 1 kr. fyrir kíló. Spánar- og Ítalíu-flskur. Þass vænzt, að verðið verði fremur gott. Haustull. Óþvegiri haustull er í ó- vanalega háu verði, — hvít á 1 kr. 50 a., en mislit á 1 kr. 30 a. kíló. Prjónles. I þá vöru verður eigi unnt að fá boð, fyr en á áliðnu sumri. Rjúpur seljast eigi úr þessu, fyr en að hausti. Hestar. Þess vænzt, að fá megi allt að 150 kr. fyrir góða hesta. Norskt hvalveiðaskip, „Norvegia“ að nafni, veiddi ný skeð stórhveli, í grennd við New Zeeland, er mjög mikils er um vert. Ur hausnum á því fengust alls 450 kg „ambra“; — en „ambra“ er fitukennt efni, sem notað er í ílmvötn o. fl., og æ er afar-verðmætt. Seldist það og þegar fyrir um 450 þús. króna, og boi’gaði veiðin sig því í bezta lagi. Til loptskipaflota Þjóðverja er gert ráð fyrir, að árleg útgjöld verði alls 50 milljón marka (þ. e. nær 45 millj. króna). Að því er yfirstandandi ár snertir (þ. e. 1913) er þó talað um, að eigi verði komist af með minna, en 80 millj. marka. Sýnir þetta, hve afai-mikla áherzlu stórveldin eru nxx farin að leggja á það, að geta átt kost sem allra öflugast lopt- akipafiota, ef til ófriðar keraur.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.