Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 24.05.1913, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 24.05.1913, Blaðsíða 1
ÞJÓDVILJINN. 20.-21. tbl. Reykjavík 24. maí 1913. XXVII. árg. „Állt í grænum sjó". (Gamanleikur stúdenta.) Út af gamanleik stúdenta, „Allt í grænum sjó", sem drepið var á í siðasta nr. blaðs vors, og bannað var að leika seinna kvöldið, sem hann átti að sýnast á leiksviðinu, hafa þegar orðið all-hardar rimmur í blöðunum hér syðra. Meðal annars hefir hr. Einar skáld Hjör leifsson kveðið upp afar-þungan áfeil- isdóm yfir stúdentunum í „ísafold", og yfir efni gamanleiksins yfir höfuð. Hann ámælir jafn vel háskólaráðinu, — telur það hefðí átt að skerast í leik- inn, og aptra því að gamanleikurinn væri sýndur. Margan hefir likíega furðað á því, að hr. Einar Hjöileifsson skuli hafa tekið svo i strenginn, hvað mál þetta snerti, sem hann gerði, í stað þess að leiða það algjörlega hjá sér. Sjálfur hefir hann þó eigi sjaldan verið taismaður þess, að tundið væri að því, sem miður þykir fara, og notað þá al- vöruna og gamanyrðin jöfnum höndum, eptir þvi sem bezt þótti við eiga. En hver er nú kjarninn í gamanleik stúdentanna? Gamanleikurinn „Allt í grænum sjó" er saminn í þvi skyni, að finiia að ýmsu i opinberri l'ramkomu manna, sem höf- undunum hefir fundizt að einhveriu leyti adfnnsluvert, eða til ílls geta — og hafa — leitt, og því ekki eiga ad þolast. Hann er því sýndur almenningi í því skyni, að sem Ijósast skuli það öllum verða, og þá eigi hvad sízt ein- staklingunum,, sem mest er heinzt ad i leiknum, hve óheppileg Og aðíinnslu- verð framkoma þeirra hafl verið. Athæfið hefir höfundum gamanleiks- ins „Allt í grænum sjó" fundist Ijótt, og í meginatriðunum þjóderni voru skadlegt, og hafa því fyrir sitt leyti viljað reyna, í að draga úr íllum afleiðmgum þess, með því að henda sem mest skop að því, — almenmngi til góds, og mönnunum sjálfum til lífernis betrunar. Þeim hefir verið sár raun að fram- komu mannanna, og þá eigi farið þess duldir, að sama var og eigi síður um fjölda annara manna hér á landi. Þeir hata því fundið sér skylt, að skopast sem mest að henni, til þess að draga — sem unnt væri — úr ófai sœlum afleiðingum hennar. Þegar þeir sömdu gamanleíkinn, hafa þeir því viljað þrem herrum þjóna: a, Þeir hafa samið gamanlcikinn sjálfra sín vegna, — fundið sér það því skyldara, sem þeir höfðu öðrum fremur fundið ríkt til þess, hve ó- heppileg framkoma mannanna hafði verið, b, almennings vegna, svo að síður hlyt- ist íllt af henni, en ella, c, og að Jokum vegna hlutaðeiganda sjálfra, eins og að ofan er á vikið. Má þvi og eigi gleyma — og það veit hr. E. H. óefað ýmsum öðrum frem- ur —, að það er æ réttur — og skylda — þeirra, er miður þykir fara, i opinberrri framkomu manna, eða ella, að svífast enda alls einskis, er þess þykir þurfa, til þess að gera þeim, og öðrum, sem skiljanlegast, hvers eðlis athæfið er. Gera þeim, og öllum, sem alha Ijósast: a, að það átti eigi að fremjast. b, og það á þá og heldur eigi að þol- ast. Þeim er það því eigi að eins rétt, en og skylt, að nota sem mest áherzlu- orðin, hve leitt sem þeim kann að þykja það. Vera því stórordit, eða napuryrtir, er svo þykir henta. eða nota hœdnina, og hntttniyr din, svo að þeim tilganginum náist, að viðkomanda, og öllum, skiljist, hve ógeðslegt athæfið var, sbr. t. d. blekk- ingar, eða lygar, í kosningaskyni, eða ella. I gamanleiknum: „Allt í grænum j sjó" er nú — auk annars — beinzt sér- staklega að „bræðinginum", sem svo var nefndur. Höfundum gamanleiksins hefir — sem og fjölda manna um land allt — þótt það ljótt, fundizt það vera stakasta ó- hæfa, hversu fjöldi þingmanna o. fl. (þar á meðal hr. E. Hj. eigi hvað sízt) brugð- ust þar þeirri skyldu sinni, og allra, að rylgJa sb sem röggsamlegast f'ram þjóðar- sjálfstæðis-kröfunum ogþjódarsjálfstœdis- i éttinum. Þeir hafa, sem og var, talið þjóðinni þetta íllt verk, og óþarft, og hafa þvi talið sér skylt, að gera sitt ýtrasta til þess, að gera alla framkomu þeirra, er að „bræðingum" stóðu, sem allra hlœgi- legasta. Hér var því um gott verk, og þarft, af þeirra hálfu að ræða, og því sizt að furða, þó að þeim og sárni það þá því meira, en ella, er svarað með snuprum og illindum. Eða hvað segir hr. Einar HjörJeifs- SOU uni það, finni hann sér skylt, að vanda um eitthvað, sem hann veit rangt hafa verið aðhafzt. sé honum þá svarað í sama tón, sem hann hefur svarað gaman- leik stiidentanna? Vandi hann sjálfnr um við einhvern — í ræðu, eða riti, eða ef til vill í gaman- leiks formi — þá ætlast hann æ til þess, og veit sig og eiga fyllstu heimtingu á því, að umvönduninni, þ. e. sannleikan- um, sé tekið, sem vera ber, en eigi svar- að af íllum huga, eður með ónota-orðum. En sannleiki var það höfundum gamanleiksins, og ótal-mörgum öðrum, að framkoma hr. E. Hj., og annara, er „bræðingsmenn" gerðust, var röng, þar sem þjóðarsjálfstæðið var annars vegar. Og til þess eiga menn að finna rih- at, en til alls annars, er farið er að reyna, að fá þjóðina til þess, að íylgja ekki farm réttindum sínum, að því er það snertir. Að stódentarnir hafa valið sér þá að- ferðina, addr aga adahadstandendur »brœd- ingsins€ sundur i liádi í gamanleiknum „Allt i grænum sjó!", hafa þeir þá gert af því, að þeim hefur eigi hugk\æmzt neitt aimað, er betur hrifi, eða betur lýsti ðbeit þeirra á athœfinu, og festi sig í huga almennings. Þeir hafa viljað, að „bræðingurinn", og „grúturinn", sem út úr honum spannst, yrðu öllum að hlátursefni. Var þá og sízt hætt við því, er svo var koniið, að málefmð biði meira ógagn af „bræðinginum", en orðið er. Það, að stúdentarnir voru, sem fyr segir, að reka róttar góðs málefnis, verð- ur þá og að valda því, að sumt í gaman- leiknum „Allt í grænum sjó", sem vér og aðrir hefðum fremur kosið, að eigi hefði verið hæðzt að — sbr. Stead og „spiritisman" — verður þá og að dæm- ast að mun mildar en ella. Mega menn og yfirleitt eigi gleyma því, að það er æ skiljanlegt, og í fyllsta máta afsakanlegt, þó að þeir, sem um eitthvað það vanda, er aðfinnsluvert er, fari þá eigi sjaldan feti lengra, en öðrum kann að finnast, að beint hefði verið nauð- synlegt, eða nöfundarnir sjálfir myndu enda gert bafa, hefðu tilfinningarnar verið ögn kaldari. En á hitanum þar bera þeir þá og ábyrgðina, er „asnann inn í herbúðirnar leiddu", þ. e. „bræðings"-hneixlinu ollu. Álitamál og einatt, hvað langt, eða skammt, skal farið, eða verður að fara, svo að þeim tilganginum náist, þ. e. þeim tilganginum, að gera hlutaðeigendum, og öllum, það fjóst, hve illt var, að athæfið, sem um er vandað, var framið. Þá hefir dr. Gudm. Finnbogason ritað all-harðar greinar út af gamanleiknum „Allt í grænum sjó", enda mun hann og hafa talið sig all-óvægilega snortinn í leiknum. Fárast hann og eigi all-lítið yfir því, að hver madur eigi þó sig sjálfan, og

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.