Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 28.06.1913, Side 1

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 28.06.1913, Side 1
/ 27.-28. tbl. Reykjavik 28. júni 1913. XXVII. árg. Hvert var þá erindið? (Stjórnarfrumvörpiri athuguð). Á öðrum stað í þessu nr. blaðs vors, er getið frumvarpanna, sem stjórnin leggur fyrir alþingi, er nú tekur til starfa innan örfárra daga. Fyrirsögnin — eða fyrirsagnirnar —, sem grein vorri um stjórnarfrumvörpin var valin, segir í raun og veru al!t, sem um frumvörpin þarf að segja. Engu að síður, teljum vér þó rétt, að að bent sé á, bve kynlegt þad er, að ráð- herra vor skuli einmitt hat'a hitt á, að gera það, sem engir — eða þá nær engir — landsmanna höfðu ætlað hon- um að gera, en skuli á binn bóginn hafa látið það allt ógert, er af gódri stjórn mátti vœnta. Hann leggur fyrir alþingi eigi færri en 10 lagafrumvörp, er skatta- og tolla- málin snerta, eða standa í nánu sam- bandi við þau. Hver er það nú, sem slíks hefir óskað? Vér vitum eigi til, að neinn bafi gert það, eða komið til hugar, að alþingi, sem nú fer í bönd, ætti aðallega að verða að eins skatta- og toll-mála þing. Aukaþingið í fyrra, skyldi og þannig við fjárhaginn, að nýrra, eða aukinna, skatta- eða toll-álaga er alls engin brýn þörf sem stendur. Þetta hefir og ráðherra vor sjálfur orðið að vidurkenna, þar sem hann í fjár- lagafrumvarpinu, er hann nú leggur fyrir alþingi, gerir ráð fyrir því, að á næsta fjárhagstímabili (þ. e. yfir árin 1914 og 1915) verði tekjur landsins alls 75,586 kr. 15 aur. hærri en útgjöldin. Nýrra, eða aukinna, álaga á þjóðina þvi sýnilega alls engin brýn þörf. I öðru lagi leggur og ráðherrann fyrir þingið þann aragTÚa af launahœkkunat - ftumvötjmm, að alla rekur í rogastanz, — og áréttar þó með tveim frumvörpum, er ný embœtti, eða sýslanir, stofna. Hver er það nú, sem alls þessa hefir óskað? Hverir, sem sárt hafa fundið til þess, að einmitt þetta væri það — auk nýrra og aukinna skattálaga — sem þjóð vora vanhagaði mest um, og meira en allt annað? Vér vitum eigi til þess, ad nokkur madur á öllu landinu — nema mennirnir sjálfir, sem launa-hækkananna eiga að verða aðnjótandi, en sem allir vel vissu að hverju þeir gengu, er þeir sóttu um \ embættin — hafi óskad þessarar tögg- semi rádherra vots. Sök sér væri það þó, þótt bætt væru kjör sumra lægst launuðu embættismann- | anna (t. d. sum^a kennaranna við almenna I menntaskólann o. fl.). ef ráðherrann hefði i n þá og jafn framt gert sér sem ýtrast far um það, að bæta þá og kjör almennings á ýmsa vegu, og þá eigi hvað sízt þeirra stéttanna, sem verst eru settar. En það er öðru nær, en svo sé. Þótt leitað sé með logandi ljósi, þá finnst eigi á hinum stjórnarfrumvörpun- um eitt, eða neitt, sem til þess miði, að bæta úr vandkvæðum nokkurrar annarar stéttar í landinu, en reykvíksku embættis- mannanna einna. Frumvörpin öll — að einu þeirra und- anskildu (þ. e. frumvarpinu um ýmsar tryggingar af hálfu erlendu ábyrgðarfé- laganna, sem starfandi eru hér á landi) — alómerkileg, eða þá sem siglingalögin, að mestu leyti að eins upp- eða sam-suða úr eldri laga-ákvæðum. Af laudslýð öllum finnur ráðherra að eins sárt til vankvæða — eða öilu heldur eptirlangana — reykvíkskra em- hættisbræðra sinna. Honum sýnist að vera sama um alla hina, eða sér þá eigi, að neitt kreppi að þeim.*) Og þá er nú sízt vonin á að vel fari. Vér gátum þess þó, í blaði voru í fyrra (þ. e. 1912), ad þad, ad finna, sem sárast til, út af vankvœdum þjódarirmar. og hverrar einstakrar stéttar hennar, yi di þó œ ad vera leidarsteinninn þeitra, sem í r ádhet r asessinn komast. En sá hefir — því miður — eigi frem- ur verið leiðarsteinninn nú, en hann hafði verið það þá. Þegar nú þessa er gætt, og svo hins, hversu núveraodi ráðherra vor (hr. H. Hafstein) skaðbrenndi sig á „bræðingn- um“ — og þá eigi síður á „grútnum11 —, eins og kunnugt er orðið, og kom þá um um leið öðrum stórmálum vorum, sem því eru nátengd — í enn meira óefni, en orðið var áður, þá fáum vét, sannast ad segja, alls eigi séd, hvada etindi hann heþr átt upp í rádhet t asessinn ad þessu sinni. Koma hans þangað hefir þegar — því naiður — orðið þjóð vorri að eigi all- litlu óliði. Gagnið sézt enn hvergi. En hvað var það og, sem á undan var gengið? *) Að gert er ráð fyrir lagningu stökn síma- °g vega-spotta í fjárlagafrumvarpinu, eins og vant er, en þó að mun minna en í núgildandi fjáriögum, það er þá það eina. Þingmálafundur Norður-fsfirðinga. Árið 1913, 14. dag júníinánaðar, var þingmálafundur fyrir Norður-ísafjarðar- sýslu settur í Bolungarvíkurverzlunarstað, í Goodtemplarahúsinu þar. Til fundarms hafði boðað þingmaður kjördæmisins, Skúli Thoroddsen, með skriflegum fundarboðum, sem föng voru á, og að sumu leyti símveginn. Fuiidarstjóri var kosinn Pétut Odds- son kaupmaður og skrifari Oddut Gud- mundsson. Þá tók alþm. Sk. Th. fyrstur til máls og lýsti afstöðu þessara st órmála, eptir því sem nú horfir við: Sambandsmálsins, stjórnarskrármálsins, verzlunarerindsreka- málsins, fánamálsins og botnvörpunga- sektamálsins. Samþykktar voru svo hljóðandi fund- arályktanir: I. Sambandsmálið: Jafn framt þvi, er fundurinn telur það alómissandi, að sambandsmálinu sé æ haldið vakandi, skorar hann þó á alþingi, að gera enga samninga við Dani, nema þeir tjái sig fúsa til samkomulags er eigi fari skemmra í fullveldisáttina íslandi til handa, en frumvarp alþingis frá 1909. Tillagan samþykkt í einu hljóði. n.—III. Fánamálið og verzlunarer- indsrekamálið. Samþykkt var í einu hljóði svo hljóðandi fundará- lyktun: Fundurinn skorar á alþingi að halda báðum málunum vakandi, þ. e. gera sitt til þess, að Danir viður- kenni þann rétt vorn, að hafa sér- stakan ísl. fána, sem og að hafa isl. verzlunarerindsreka í útlöndum, er þörf þykir krefja. IV. Stjórnarskrármálið. Samþ. var svo hljóðandi fundarályktun í einu hljóði: Fundurinn skorar á alþingi að taka stjórnarskrármálið til meðferðar á yfirstandandi sumri og afgreiða málið fyrir sitt leyti í frumvarpsformi á þann hátt, að eigi séu ákvæðin að< neinu leyti ófrjálslegri, en í stjórnar- skrárfrumvarpinu, er alþingi sam- þykkti árið 1911. V. Botnverpingasektirnar. Samþ. var í einu hljóði svo hljóðandi fundar- ályktun: Fundurinn mótmælir þvi, að nokk- ur eyrir af sektum botnverpinga eða andvirði upptæks afla og veiðarfæra, sé látinn ganga í ríkissjóð Dana —

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.