Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 24.08.1913, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 24.08.1913, Blaðsíða 5
XXVIL, 37.-38. ÞJOÐVILJÍftN. 147 'ákipið var li:oir,inn. — En það voru alls um 1000 skp. tír Skagalirði. (Armenskir flakkarar). Eimm útlenúingar hafa í sumar farið bæja á milli í Skagafirði, og beðið um peninga, — þykjast Arera frá Armenfu, og vera að safna fé, til að geta leyst út hernumin skyldmenni, og venzlalið. Sumir telja þó vafa á því, að menn þessir séu frá Armenfu, — þykir liklegra að þeir séu -einhvers annars þjóðernis. Ferðir um öræfi xslands. Þýzkur maður, H. Erkes að nafni, sem á lieima í horginni Köln, heíur f sumar_ferðazt um ör«efl, og óbyggðir, hér á landi. Hr, Erkes lagði af stað frá Akureyri 8. júlf "þ. á., með fslenzkum fylgdarmanni, Sigurði Sum- arliðasyai að nafni, og rannsökuðu þeir síðan upprök Þjórsár. JÞeir fóru yfir Sprengisand,og vor u sei daga á f erð- inni f Ódáðahrauni, og rannsökuðu þar: Hvamms- fjöll, Kerlingadyngju, KetiIdyngju,Skuggadyngju, og Skjaldböku. Hr. Erkes kvað ráðgera, að rita f þýzk tíma- a-it, eða blöð, um ferðir sínar, er heim kemur. ífr Önundaríirði. (Héraðshátíð þar). Héraðshátfð var haldin að Hjarðardal i Onud- arfirði 8. ág. þ. á., og var þar fjölmenni saman komið, Skemmtu menn sér þar á ýmsan hátt, sem venja er við slík tækifæri, og myndi þó enn betur, hefðu menn rerið heppnari með veðrið. Skemtisani koma. (f Egilsstaða-skógi). Skemmtisamkomu hélt kvennfélag Vallahrepps < Egilsstaða-skógi 13. júlí síðastl. Þar voru suugin ættjarðarljóð, ræður fluttar, og dansinn stíginn. Yfirleitt eru hressandi úti-skemmtanir frem- ur að færast í vöxt bér á Tandi að sumrinu, og er það vel farið. Lausn frá embætti. Héraðslæknirinn í Dalahéraði, hr. Sig. Sigurðs- son, hefur 25. júlí þ. á., eptir umsókn, og með eptirlaunum, verið leystur frá embætti, frá 1. sept- þ. á. að telja. Óveitt embætti. 14. ág. þ. á. voru eptir nefnd tvö embætti auglýst til umsóknar: I. Sýslumannsembættið í Eyjafjarðaisýslu og bæjarfógeta-embætti á Akureyri II. Héraðslæknis embættið í Dalasýslu. Umsóknarfresturinn um bæði embættin er til 15. nóv. þ. á. Erlendir gestir. — Samsæti „Iðnó“. Karl Lorentzen, prófessor í vélafræði við há- skólann i New York í Bandaríkjunum, kom hing- að með síðustu ferð „Botníu" frá útlöndum. Hr. K. Lorentzen er danskur að ætterni, og ! uppruna, en hefur lengi dvalið á Bretlandi, og á Frakklandi, og tólf árin síðustu i New York. Erindi hans hingað kvað hafa verið það, að kynnast háskóla vorum m. m., og ætlast hann til þess, að heimsókuin leiði til þess, að íslenzk- ir, og amerískir prófessorar komist í kynni, og heimsæki hverir aðra, sem og, að einhverir ísl. stúdentar fái ef til vill styrk, til að stunda vélafræði o. fl. við háskóla í Ameriku, — njóti styrks af sjóði, sem stofnaður hefur verið (með ; gjöf frá A Carnegie auðmanni o. fl.) i því skyni, að koma á samkynningu milli háskóla í Ameríku, og á Norðurlöndum. Noskrir menn, einkanlega báskólakennarar vorir, gengust því fyrir því, að hr. Lorentzen var haldið samsæti í „Iðnó“ 17. ág. þ. á , og boð- ið þá og jafnframt prófessor Russell frá Sprieng- field i Bandaríkjunum, er hér var þá og staddur, sem og þjóðverjanum A. Heusler, sem vakið hef- ur að mun eptirtekt a bókmenntcm Vorum í Þýzkalandi. I samsætinu tóku alls þátt um fjörutíu. Botuverpingur strandar. Enskur botnverpingur strandaði um miðjan ágúst þ. á. i grennd við Hjörsey á Mýrum. Skipverjar komust allir lifs af, enn skipið sökk. Strandraennirnir fara til útlanda með „Ster- ling“ á morgun (22. þ. m.). Íslandsglíman 1913. Akveðið er, að „Íslandsglíman11, sem svo er nefnd, fari í ár fram i Reykjavik 24. sept. næstk. Óefan sækja þá til höfuðstaðarins eigi all-fáir glímukappar víðs vegar af landinu. Hr. Gunnar Gunnarsson. nkádsagnahöfundur dvelur um hrið hér á landi í sumar, ásamt konu sinni. Hann kom hingað með „Botníu“, er hún kom síðast frá útlöndum. Maimalát. —O— f Frú Sesselja Schörring. (Dóttir Bergs landshöfðingja Thorberg) 30. júní þ. á. andaðist í Kaupmanna- höfn frú Sesselja Schörring. Foreldrar hennarvoru: BergurThor- berg, er lengi var amtmaðurj i Suður- og Vestur-amtinu, og síðast landshöðingi (f 1886), og kona hans, Elinborg Péturs- dóttir, biskups Péturssonar. Hún var fædd í Reykjavik 25. sept. 1875, en fluttist alfarin til Kaupmanna- hafnar, ásamt móður sinni, sumarið 1887, °g giptist árið 1910 eptirlifandi eigin- manni sínum H. Schörring, kapteini £ landher Dana. i 20 Þótt kyolegt væri, var henni nú þegar svarað. Hún sá ljósí brugðið upp rétt hjá sér, og eá þá jmanninn sinn, náföian, og hræddan, standa þar rótt hjá sér. -<400 minn! Ert þú þarna, Huríel? Hvað ertu hér að gera?“ „Jeg — jeg sneri við, til að leita að þér!u mælti hún, stainandi, og ætlaði varla að ná andrnum. Hann svaraði engu, en rétti henni höndina, og greip hún i hana, af all-mikilli ákefð. Henry leiddi hana nú á stað þar sem henni var Uhætt, og hné hún þar lémagna í faðm honum. „Hví snerirðu við? spurði hann. „Varð eigi komizt tit hinu megin?1* „Jú, það held eg að vísu!“ svaraði hún. „Við hugðumst sjá ljóskímu fram undan okkur, en mér var ómögulegt að halda áfram, án þess að vita, hvað orðið v»ri af þér, Henry!“ „En Eldridge? spurði hann. „Hann vildi ekki snúa aptur við með mér!u svaraði hún all-háðslega. „Komstu þá alein?w „Já!“ svaraði hún lágt. „Hvers vegna?w spurði hann enn fremur. „Stundum41, mælti hún lágt „verðum vér að hverfa ^aptur til dimm-dala dauðans, til þess að kynDast sannind- •um lifsins!“ „Hvað áttu við, Muríel?w spurði hann stillilega. „Þarf eg að segja þér það skýrar?“ mælti hún, og eskalf í heDni röddin. „Henry!w mselti hún enn fremur. „Það var ólíkt 17 „Það er gott!“ svaraði Muríel, og reis á fætur. „Beat, að við tefjum ekki! Jeg get nú vel gengið!“ Þau héldu rú áfrem, sem leið liggnr, unz þeim fannst, að þau hefðu þ?m>r gengið all-langan spöl. Muríel fór r.ð veið.i örðugt um andardráttinc, og eigi lanst við, að hún væri farin að snökta. „Nú verð eg að i.víla mig ögn!w mælti hún, og titruðu varirnar „Jey er orðin svo þreytt, og — held- urðu ekki, að þetta só vonleysis ferðalag!w Eldridge starði út í myrkrið, sem blasti við þeim. „Nei!w svaraði hann. „Jeg tel það nær alveg áreið- anlegt, að jeg sé ljósskímu í fjarska fram undan okkur! Vertu bví hughraust, Muriel! Öll lífsvon er odd eigi riti!w „Eq maðurinn minn kenur enn ekkiw, mælti hún. „Hví kemur hann enn ekki?u „Hver veit það?u svaraði kapteininn, ogleitundan. „Vertu óhrædd um þann!u Henni gazt ekki að málrómi hans, og sagði því ósjálfrátt: „Frank! Heldurðu þá, að hann komi? „Kæra Muríel! Hví dettur þér þetta í hug?“ „Gerirðu þér þá von um það?w Hann játti því. Hún trúði honum þó ekki, en spratt upp, og mælti: „Frank! Þótt mér þyki það leitt, fylgist eg þó •ekki lengra með þér!“ Frank yppt ögn brúnum. „Hvað áttu við?“ mælti hann. „Við getum ekki farið lengra, fyr en við vitum, ihvað orðið er af Henry!w

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.