Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 24.08.1913, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 24.08.1913, Blaðsíða 1
ÞJÓDVILJINN 37.-38. tbl. Reykjavík 24. ágúst 1913. XXVII. árg. Steingr. Thorsteínsson rector. 21. ág. þ. á., að kvöldi, er Steingtimur rector Thorsteinsson var á göngu úti, sér til hressingar, varð honum snögglega íllt, og með því að svo vildi til, að vagn ók þar þá fram hjá, er hann var staddur, fékk hann að setjast upp i hann, og var síðan ekið heim til sín. En er þar kom, var hann orðinn svo máttfarinn, að styðja varð hann til her- bergis síns, og er þar kom fékk hann þegar all-áköf uppköst, og var örendur nær samstundis, eða rétt á sama augna- blikinu. Steingrimur rector var á þriðja árinu yfir áttrætt, og hafði Alþingi nýlega sam- þykkt ]ög þess efnis, að hann fengi að halda óskertum launum, er hann, sem áformað var, léti af rectors-embættinu við almenna menntaskólann á komandahausti. Helztu æfi-atriða Steingríms sáluga verður getið í blaði voru mjög bráðlega. Samgöngumálið. (Álit samgöngumálanefndanna.) í 18.—19. nr. blaðs vors þ. á. gátum vér þess, meðal annars, að færi svo, sem vel gæti orðið, að eigi fengist nægilegt hlutafé, til að koma innlenda eimskipa- félaginu á fót: ætti landið sjálí't að gerast hlut- hati, segjum t. d. fytir 100—209 þús. króna, eda þai yfit, svo adfyiirtœkid stiandadi eigi. Að því er strandferditnarsnerti, bent- um vér og á það, í 12. nr. blaðs vors þ. á., að réttast vœti, ad landid sjálft tœki þœr ad öllu leyti ad sét, — eignað- ist sjálft, eða leigði, strandferðabáta, og sæi síðan að öllu leyti um útgerð þeirra. Samgöngumálanefndirnar, sem. skipað- ar hafa verið i báðum deildum þingsins, hafa þó — þvi rnidui — eigi tekið málið að öllu leyti á þenna hátt, sem óefað hefði þó lang heppilegast verið, sbr. tvö fyrgremd nr. blaðs vors. Þær vilja að vísu láta ]andssjóðinn taka enda 400 þús. króna hluti í félag- inu, en binda þó hluttökuna því skilyrði, að það taki þá og strandferðirnar að sér. Fáist félagið til þess — sem að vísu alls eigi átti að verða hlutverk þess að nokkru leyti — þá er landsstjórninni og heimilað, að veita því enn fremur 40 þús. króna styrk árið 1915, en ella alls engan. Jafn framt leggja samgöngumálanefnd- írnar það þó til málanna, að takist eigi samningar við „innlenda eimskipafélag- ið", að því er 1il strandferðanna kemur, skuli landsstjói ninni þó heimilt, að kaupa tvo strandferðabáta, og halda þeim úti á kostnað landssjóðs. Málið er nú að vísu enn skammt kom- ið á þinginu, sem betur fer, og vonandi því, að betur rætist úr, en á horfist. Að setja „innlenda eimskipafélaginu" skilyrðin, sem að framan er getið, nær engri átt. Landinu miklu nær, að styðja það á allar lundir í fæðingunni, eins og vikið var að í fyrgreindum nr. blaðs vors, í stað bess að reyna að neyða það til þess að taka að sér hlutverk, sem það alls eigi hafði ætlað sér. Stjórnarskrármálið á Alþingi 1913. n. Önnur umræða um stjórnarskrármálið fór fram í neðri deild Alþingis 21. og 22. ág. þ. á. Nefndin í málinu klofin, — Bjarni f'rá Yogi einn í minni hlutanum. Að því er rýmkun kosnmgarréttaiins snertir, vill meiri hlutinn t. d. eigi, að nýju kjósendurmr komi til sögunnar, þ. e. fái að njóta kosningar- og kjörgengis- réttar — karlar eða konur —. fyr en fertugir eru(!) Umræður urðu eígi all-Iitlar um málið, og taldi ráðherra sjálfsagt, að það væri eigi látið ganga fram á þessu þingi. Að öðru leyti minnist blað vort máls- ins nánar í næsta nr. sínu. Fánamálið. (Ohappa-ganga þess á þinginu.) Nefndin, sem neðri deild Alþingis skipaði, til að ihuga fánamálið, varð eigi á eitt mál sátt. Meiii hlutinn, þ. e. nefndarmennirnir allir*, nema ritstjóri blaðs þessa (Sk. Th.), eru alveg Ófáanlegir, til að fara lengra, en að samþykkja sérfána, eða staðarfána, er þeir þó, i frumvarpinu, nefna „lands- fána". Á hinn bóginn taka þeir það mjög skýrt fram í nefndaráliti sinu, að þeir ætlist „ekki" til þess, að „fáninn sé sigl- inga- eða verzlunar-fáni landsins", — segjast telja það bæði „ókleyft og óþarft". I umræðunum um málið, var fram- sögumaður meiri hlutans (hr. L. h. Bjarn- son) þó eigi fjærri því, að fánann mætti og nota í landhelgi íslands, — ef dreg- inn vœii þá þegat upp danski fáninn, ef varðskipio, eða erlend herskip ella, krefð- ust þess. Að því er ráðherrann (hr. H. Haf- stein), snerti, var han jafn andvigur staðarfánanum, sem hinu, er Sk. Th. fylgdi fram, að fáninn væri og verzl- unar- og siglingar-fáni á Islandi, er blakta œtti á skipum þess, hvat i heim- inum sem vœti. Um gerð fánans, þ. e. að nota skuli bláhvíta fánann, sem alment hefur að undanförnu verið notaður hér á landi af • fjölda manna, var á hinn bógirm enginn i ágreiningur mil]i meiri og minni hluta nefndarinnar. Gott þá og, að sá ágremingurinn er nú úr sögunni, hvað sem öðru liður. „EIdl^lsdagu^inll<• svo nefndi, þ. e. framhald fytstu unrtœdu um fjái- lögin, var í ncdri deild 13. ág. þ. á., og öll p ammistada tádhettans þá ktufin. Eittlivad minnist »Þjódv.« á hann i nœsta ni. simu, ad hann hyggur, — ekki sizt vegna gagngjöi ds skilningsleysis »lsa- i foIdar« á lœdu þehti, ei ritsfjóri blads þessa þá flutti. Nefndarálit inimiihhitans (Sk. Tli.) í fánamálinu. Að því er snertir álit, eða rökfærslu, minni hlutans (Sk. Th.) í fánamálinu, þykir rétt, að birta það hér orðrétt. Það er svo hljóðandi: Eg hefi eigi getað orðið sammála virðulegum meðnefndarmönnum minum, að þvi er til fánamálsins kemur. Mér ]:ykir það ekki tétt, er um lög- gildingu ís]. tána ræðir, að binda sig þá eingöngu við staðarfána, þ. e. við fána, er eigi sé heimilt að nota nema hér á landi, eða þá að minsta kosti eigi utan landhelginnar, enda eigi tilhlutunar lög- giafarvaldsins þörf, að þvi er til slíks fána kemur. *) í meiri hlutanurn voru: Sira Egqert Páhton, Einar Jónsson, Iír. Jónssox, og L. H. Bjarnason.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.