Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 16.09.1913, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 16.09.1913, Blaðsíða 8
168 ÞJOÐVILJINN. XXVII., 42. -43. HTTOMBNSTED danska amíöriiki «r be$t. Uj um____m_______ JSóiay* .ingóíKjr*' .Hekki~aó* jMdfcAcC M 3m)ðr1ifeið «inung«3 fra i Ofto Mönsted *Yr. s Kiauprrwnnohöfn og/frcfeum y£r - i Danmörku.« rr nf KCNUNGL. HIRfl-VERKSMlílJA. Bræðurnir Cloetta rnæla með sínum viðurkenndu Sjókólaðe-tegundum, sem eingöngu eru búnar til úr fínasta Kakaó, Sykri og Vanille. Enn frornur Kakaópúlveri af beztu tegund. Agætir vitnisburðir frá efnafræðisrannsóknarstofum. Hinn heimstrægi, eini ekta Kína-lífs-elexír trá Waldemar Petersen í Kaupmannahötn, fæsChvarvetna á islandi og kostar að eins 2 kr. tiaskan. Varið |yður á eptirlíkingum. Gætið vel að lögverndunarvörumerkinu: Kí«- verja með glas í hendi og firmamerkinu: Waldemar Petersen, Frederikshava,. Köbenhavn og á stútnum merkið: v,.p' í grænu lakki. Boktaður um C00 kr., en veiðaríærin eínnig gerð npptæk. Ný vitaljós tendruð. A tvoim nýjum vitum, þ. e. á Bjargtanga- vitanum, og Kálfshamarsvitanum, var kveikt í iyrsta skipti í ágústmánuði þ. á. Skemmtilegra þá nú orðið fyrir skipin, sem þar fara fram hjá. Farþegum og einatt unaður, og tilbreyting, er þeir sjá vitaljósin. Raíiýsing í Víl<, Vestur-Skaptafélhsýslu. í verzlunarstaðnum Vik, i Vestur-Skaptafells- sýslu. er verið að koma upp raflýsingu um þessar mundir. Það er vatnsaflið i Víkurá, sem til raflýs- ingarinnar er notað. Hr. Halldór Guðmundsson, rafmagnsfræð- ingur, befir áætlað stofnkostnaðínn um 6500 kr., og hafa hlutaðeigendur þvi sótt um 7000 kr. lánveitingu úr viðlagasjóðnum, til þess að koma fyrirtækinu á fót. Hús brennur á Akureyri. 3. sept. þ. á. brann á Akureyri hús Helga þurrabúðarraanns Kristjí nssonar. Innanstokksmunir brunnu og ailir. Bæði húsið, og munirnir, kvað hafa verið í eldsvoða-ábyrgð. Övíst um uppkomu eldsins, — enginn i hús- inu, er eldurinn kom upp. Sjóðsstofnanir Kjalarneshreppur — Þinavallasveitin. Hr, Hannes Guðmundsson, fyr bóndi f Skóg- arkoti, sem nýlega er látinn (f 10. ág. 1913), hefir i arfleiðsluskrá sinni stofnað eptirnefnda tvo sjóði: 1. Sjóð, til styrktar ekkjnm, og munaðar- leysingjum i Þiugvallasveitinui. Stofnféð er . . . . . 1000 kr. 2. Sjóð, sem ætlaður er til fræðslu ung- iinga flO—18 ára) i Kjalarneslireppi, þar sem Hannes heitinn dvaldi siðustu ár æfinnar. I sjóð þenna renna allar eigur hans, að frádregnu hinu ofangreinda, sem og útfararkostnaði, og 400 kr., sem hann ánafnaði tveim börnum (þ. e. 200 kr. hvoru þeirra). Hannes sálugi var fæddur 11. janúar 1836, — bróðir Þorláks heitins Guðmundssonar, alþm. I Fífuhvammi. Settur prófastur. (Skagaijarðarprófastsdæmi). Síra Björn Jónsson i Miklabæ hefir nýiega verið settur prófastur í Skagafjarðarprófastsdæmi. Þar var áður prófastur sira Arni Bjðrnsson á Sauðárkrók, sem veitt hefir verið Garðapresta- kall á Álptanesi. Þýzkur botnverpingur strandar. — Mönnum bjargað. Þýzkur botnverpingur strandaði ný skeð (þ. e. 6. sept. þ. á.) á svo nefndri „Garðskagaflös“ f Gullbringusýslu. Björgunarskipið „Geir“ brá við, og fór þang- að suður eptir. Mönnunum, tóif að töiu, varð bjargað. Skipið talið aigjörlega ósjófært, og skemmd- ir svo, að eigi verði við gert. Maður fyrirfer sér. Drekkir sér í á. Maður nokkur, Sigurður ÁgústínuBarson að nafni, drekkti sér ný skeð (þ. e. 6. sept. þ. á.) i svo nefndri Gautsdalsá í Geiradalshreppi í Austur-Barðastrandarsýslu. Hann kvað i sumar hafa verið kaupamaður á Ingunnarstöðum. Hvort séð hefir verið til hans, er hann hljóp i ána, eða hvi iullyrt er, að um viljaverk hafi ■yerið að ræða, vitum vér eigi. Settur prestur (á Sauðárkrók). Sira Björn Stefánsson (frá Auðkúlu), er var aðstoðarprestur síra Jens heitins Pálssonar í Görðum, hefir nú nýlega verið settur prestur í Sauðárkróksprestakalli. ísflrzkur botnverpingur. (£ign féiagsins ,,Græðir“). Félagið „Græðir“ á ísafirði keypti í sumar botnverping á Englandi, og kvað kaupverðið hafa verið alls 120 þús. króna. Skipið kvað vera 118 smálestir á stærð, og vera aðfins sex ára gamalt. Skipherrann heitir Þorgrímur Sigurðsson. RITSTJÓKI OG EIGANDI: KÚLI T HORODDSEN. Prentsmiðja Þjóðviljans. Italskur verkfræðingur, Iilivi að nafni, tjáist ný skeð hafa fundið nýja geisla- tegund, er hann nefnir F-geislana. Með F-geislunum segist hann geta kveikt í hvaða sprengiefni sem er, þótt í 28 kílómetra fjarska sé, og í hve traust- um málmumbúðum sem það sé geymt. A þenna hátt ætti þá að vera auðió að sprengja herskip í lopt upp, ef eigi eru í meiri fjarska, en fyr segir, kveikja i púðurbirgðunum með fyr greindum geislum. Mælt er, að frakkneska hermála-stjórn- in sé nú að láta rannsaka uppfundingu þessa.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.