Alþýðublaðið - 12.03.1921, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 12.03.1921, Blaðsíða 3
3 ALÞVÐUBLAÐÍÐ 6nmisóiar 09 hxlar beztir tg öðýraslir hjá Qvaimber|sbrz!nim. gert hefir garðinn jafn frægann, nægilegan lí.'eyri svo hann geti lifað hér það. sem eftir er æfi hans. Verði alþingi ekki við þessari uppástungu, er þetta tiivalið mál handa ungmennafélógunum um alt land Ætti þeim ekki að verða ofaukið að safna nægu fé árlega, þangað til þíngið sæi sóma sinn, svo hann gæti dvalið hér á Iandi. En landið á að gera þetta og það Strax. I. Bm ðaginn og veginn. Blindni. Svohljóðandi er nið urlagið á grein, er stóð í Vísir eftir íslenzka konu, með ensku blöndnu nafni þó, og er hún nefnd „mentakona"; „Naumast mun nokkur geta farið íram hjá grafreitunum hér á Frakklandi, hvórt sem brezki fán- inn eða flögg Bandaríkjamanna, Ítala eða Frakka, blakta yfir þeim, án þess að finna til þess, hversu mikil ábyrgð hvílir á oss, sem eftir lifutn, að gera okkar (trasta, svo að málefnið, sem þessir menn létu lífið fyrir, — frelsi og rétt- indi iitiimagnans, — verði ekki fótum troðið". . Veslings konan, að vera ennþá svo blinduð af raupi og blekking- um bandamanna, að hún skuli láta þessi orð fara frá sér í fuilri alvöru. Hvar er það réttlæti og hvar er það frelsi iítilmagnans, sem bandamenn berjast fyrirf Er átt við írland, Mesopotamiu, Per- síu, nýlendur Þjóðverja í Afríku eða Þjóðverja, sem nú má sann- atiega kalla litilmagna? Nei, fyrir engu nema kúgun berjast banda- mennl Bjöllndnflið á Akureyjarrifi, slitnaði upp í óveðrunum á dög- unum, og tók sér skemtiför suður á Vatnsleysuströnd. Duflið er nú komið aftur til Reykjavíkur heilt á húfl. Margir Reykvikingar hafa «tn kyrrar nætur heyrt klukkna- hijóð þess, og eiga menn nú kost á að sjá þennan forna vin sinn hér, því ferðabngur þessi liggur nú á steinbryggjunni. Sjóart. jLand og lýðnr. Morgunbiaðið segir í gær, að Alþýðubl. bafi á sinni stuttu æfi fiutt margt sem ekki hafi þótt hið ákjósanlegasta fytir land og iýð. Það er áreiðanlegt að Alþbl. hefir flutt margt, sem Morgun- blaðseigendunum heflr ekki þótt sem ákjósanlegast að aimenningur læsi; hitt er aftur efamál, hvort almennicgur vill játa að Morgun- blaðseigendurnir séu „land og lýður". Því miðnr getur Alþýðublaðið ekki birt allar þær greinár er því hefir borist um verkbann togara- eigenda og um það að sjómenn eigi að taka skipin — rúmið leyfir það ekki. Nokkrar af grein- unum verða þó birtar jafnskjótt og rúm vinst til þess. TJmdæmisstáknþing verður á morgun haidið í Hafnarfirði og fer þangan fjöidi fólks, ef gott veður verður. Áilir kindarat, sem vinna á togurunum, og enn hafa ekki gengið i Sjómannafélagið, sam- þyktu á fundi, sem þeir héldu í gær, að ganga i það. Lánsfé tll byggingar Alþýðu- hússins er veitt móttaka i Al- þýðubrauðgerðinni á Laugaveg 61, á afgreiðslu Alþýðublaðsins, i brauðasölunnl á Vesturgötu 29 og á skrifstofu samningsvinnu Dagsbrúnar á Hafnarbakkanum. Styrkið fyrirtækið 1 Hjálparstöð Hjúkrunarféiagsins Likn er opin sem hér segir: Mánudaga. . . . kl. n—-12 f. h. Þriðjudaga ... — 5 — 6 e. h. Miðvikudaga . . — 3 — 4 e. h. Föstudaga.... — 5 — 6 e. h. Laugardaga ... — 3 — 4 e. h. Ný saga, afbragðs góð, byrj- ar I næsta blaði. Fylgist með frá byrjnnl Fyririestnr Kinskys, um ófrið- inn og ástandið i Austurríki, verð- ur í kvöld kl. 61/2. Skuggamyndir verða sýndar. Allur ágóðinn renn- ur til „Samverjans" og til bág- staddra Vínarbarna. Kvöidskemtnn heldur st. Min- erva annað kvöld, í G.-T húsinu, með mjög góðri skemtiskrá. Bansleiknr í. R. i gærkvöldi var hinn skemtilegasti og ijölmenni mikið. Messnr í dómkirkjunni á morg- un kl. 11 sira Bjarni Jónsson, kl. 5 sira Jóhann Þorkelsson. Encykiopodia of industrialism. (Thomas Nelson & Sons) Þetta er ekki ný bók, heldur sex ára gömul. En með þvi að hún mun litið þekt hér, er ekki úr vegi að benda á hana, því hún er, að þvi er eg veit, einstæð handbók í sinni röð og gagnleg hverjum þeim, er Iætur sig þjóð- félagsmáiefni einhverju skifta, en það gera, sem betur fer, flestir nú á tímum. Ymsir af nafnkunnustu hagfræðingum, féiagsfræðingum, verziunarfræðingum og stjórnmáia- mönnum Breta hafa samið hana, og hver ritað um það efni er hann þekti bezt, en Dr. Arthur Shad- weil hefír annast aðairitstjórnina. Er hér skipað niður eftir stafrófs- röð, eins og tiðkast í alfræðibók- um, flestum hugsaniegum efnum, er til þjóðfélagsmálefna geta taiist, skýrt frá mismunandi kenningum fræðimanna og sérfræðinga um þau, saga þeirra rakin og þegar þau eru mörgum þjóðum sameigin- leg er sagt frá ástandi þeirra i hverju af raeginlöndum Evröpu. Bókin er hálft sjötta hundrað blaðsíður á stærð, prentuð -á góð- an pappír og með skýru letri. t vönduðu bandi kostar hún tæpar 3 krónur, en hún mun nú vera nálega uppseid. Ailir bóksalar út- vega hana meðan til er. Sn. 7.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.