Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 30.01.1915, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 30.01.1915, Blaðsíða 6
16 ÞJOÐVILJINN. XXIX., 4.-6. r eœbnrrr'ínuði (1914), — lögin samþyklrt & fundi, er hallini. vir 13. des. Tilgacgur félagsins er, að fá bætt hjör verka- kvenn#, — kaup þnirra hækknð, ng vinntímann Btyttan. 1 stjórn félagsins eru: Brfet Bjarnhéðinsdótt- ir, Jónína Jónsthansdóttir, Jónína Jósepsdóttir, Karólína Hendriksdóttir, og María Pétursdóttir. Frá Seyðisfirði. (Skemmtanir þar.) Kvöldskemtum hélt kvennfélagið ,,Kvik‘‘ f Seyðisfjarðarkaupstað 9. ianúar síðastl. — Þar var akemmt með hljóðfæiaslætti, sjónleikur sýnd- ur og lifar.di myndir, gamanvísúr sungnar, og enn fremur skemmt með upplestri. Hitt kvennfélagið þar í kaupstaðnum, er „Kvennfélag Seyðisfjarðar11 nefnist, hélt og „jóla- trés skemmtun“ daginn eptir (10. janúar), og bauð þangað öllum börnum á Öldunni, og á Biiðarevri, sem og aðstardendum þeirra. Loks var börnum og baldin „jólatrés skemmt- un“ á Vestdalseyri 15. þ. á. Sjógangnr veldur skenmiduni. Sjór gekk á land að Vík í Mýrdal (í Vestur- Skaptafellssýslu) á þriðja i jólum (27. des. slð- astl.), cg olli þar töluverðum skemmdum á göt- um. og húsum, að því er skýrt var fráfblaðinu „Vísir“ mjög nýlega. Vélbátur ferst. Fjórir menn drukkna. Láðzt hefur, að geta þets f blaði voru, að vélbáturiun „Sæborg“, er í síðastl. nóvember- mánuði (1914) Iagði af stað frá Fáskrúðsfirði, og átti að fara til Reykjavíkur, hefur enn eigi komið fram, og þvf tvlið víst, að honum hafi hlekkzt á, og mennirnir allir farizt. En mennirnir á vélbátnum voru: 1. Formaðurinn: Bjargmundur Sigurðsson, úr Reykjavík. 2. Eyviudur GuðmundBson, einnigúrReykjavík 3. Guðm. Halldórsson, vélstjóri, frá Seyðisfirði og 4. Páll skipasmiður Einarsson, Reykjavík Þau eru mörg sárin, sem Ægir veldur, — mikið manntjónið. sera sjórinn bakar oss árlega. Útibú íslandsbanka á Seyðisfirði. Úr þjónustu útbús Íslandsbanka á Seyðisfirði gengu nú um áramótin, að þvi er segir f „Austra“. Chr. Watbne og Páll Guttormsson, en f stað þeirra kom verzlunarmennirnir: Einar Metusal- emsson og Þórarinn B. Níelsen. Enskur botnverpingur strandar. Enski botnverpingurinn „Pamela. frá Hull, rtrandaði nýskeð hjá svo mfndurn Krossadal f Tálknafirði (í Barðastrandarsýsu). Monn björguðust. REYKJAVÍK 30. janúar 1915. Tíðin fremur breytileg og urnhleypingasöm, — ýmist frost eða hláka, hér syðra að undanförnu, síðan er blað vort var síðast á ferðinni. Hr. Júlíus Júlinfusson, sem sumir vor u hrædd- ir um, að farizt hafði með „Ingóln“, hafði, sem betur fór, verið farinn af skipinu, áð ur en það lagði af stað frá Kaupmannahöfn, í sfðustu ferð sína, — verið þá farinn ti) Svendborgar f Dan- mörku, eða þá um það leyti að fara þangað, til þess að læra að fara með loptskeyta-áhöld. Hanu verður nú skipherra á Norðurlands- skipi „Eimskipafélags ísland“, eins og síðasta nr. blaðs vors gat um. En stýrimaður verður þar br. Ólafur Sigurðs- son, er verið hefur skipberra á „Varanger“ (Breiða- fióa-bátnum). Matgjafir “Samverjans11, er getið var í síðasta nr. blaðs vors, fara nú fram daglega í Goodtempl- arahúsinu hér f bænum (kl. 11 f. h. til kl. 2 e. h). Bl iðið “Norðurland“ getur þess (19. des. síð- atl.), að dr. Sig. Júlfus Jóhannesson, bróðir Jó- hanns heitins Jóhanr.essonar, bæjarfulltrúa, sé væntanlegur hingað heim á komanda vori, og hafi iengið loforð fyrir veitingu einhvers læknis- hérr.ðs. Hvað hæft er í þessu látum vér ósagt, en teljum þó lfklegra, að eitthvað sé hér málum blandað, þar sem vitanlegt er, að hann fnllnæg- ir eigi skilyrðunum, er útheimtast til þoas. I stað „Ingólfs“, er leggja átti af stað frá Kaupmannahöfn 14. þ. m., fyrstu ferðina bigað á ný byrjaða árinu, lætur Thore-félagið „Mjölni“ fara þá ferðina. Líklega verður lélagið þó, að leigja sér skip, til að halda uppi ferðunum, sem „Ingólfi“ voru ætlaðar í ár. þar sem „Mjöini“ mun þegar hafa venð ráðstafað yfir rnikinn tfma ársins, áður en „Ingólfur“ fórst f Norðursjónum, sbr. síðasta nr. I blaðs vors. Hi. Sigurður Pétursson frá Hrólfskála (á Sel- tjárnarnesi) er ráðinn skipherra á Suðurlandsskipi „Eimskipafélags íslands11. Stýrimaður verður þai hr. Jón Erlindsson, sem verið hefur á „Storling“. f 4. þ. m. andaðist í Eyrarbakkahreppi (f Arnessýslu) húsfreyjan Jónína Arnadóttir, kona br. Guðmundar Jónssonar, hreppsnefndaroddvita þar. Hún fékk lungnabólgu, eptir það, er gerður hafði verið á henni holdskurður, og leiddi það haua til bana. Jarðarf r hennar fór fram 19. janúar þ. á. Hr. Aspelund, er um hrfð var verkstjóri f trésmfðaverksmiðjunni „Völundur“ hér í bænum, hefur nú ný skeð komið sér upp trésmíðaverk- smiðju við svo nefnda Mýrargötu hér f bænum, skammt frá „Slippnum11 (þ. e. skipaviðgerðar- siöðinni). Getur „Morgunblaðið“ þess ný skeð, að hann ætli sér, meðal annars, eigi hvað BÍzt að smíða svo nefndar „botnvörpuvöltur“, sem botnverping- arnir þarfnast rajög mikils af, svo að óþarft verði, nð panta þær eptirleiðis frá útlöndum. „Eimskipafélag Islands“ hefur nýiega ráðið Fanöe, stórkaupmann, til að vera afgreiðslumann skipa félagsins í Kaupmannahöfn. Botnverping er félagið „Ýmir*1 í Hafnarfi-ði að láta smfða sér f Þýzkalandi um þessar mundir. Hjalti skipherra Jónsson sér um smíðið, og telur því munu lokið f næsta mánuði (þ. e. fyr- ir febrúarlokin). Auglýst var ný skeð, að fyrsta uepti „Skírn- is“ (bókmenntafélegs-tímaritið) gæti að þessu sinni eigi komið út, fyr en í aprfl, jafnhliða öðru heptinu. Þetta stafar af samgönguleysinu við Bretland; — prentpappírs-sending, sem væntanleg var, eigi fengist frá Leitb. Til Bretlands fór héðan ný skeð Halldór skip- herra Þorsteinsson, einn af allra aflasælustu botnvörpunga-skipherrunum, og var erindið, að kaupa þar bonvörpung, sem verður — að mælt er — að hálfuleyti eign hr. Halldórs Þorsteins- sonar sjálfs, en að hálfu eign hlutafélngsins „Eggert Ólafsson“ (framkvæmdarstjóri: Elías Ste- fánsson). Gleðilegt er það, að innlendu botnvsrpingun- urn skuli þó enn — þrátt fyrir örðugleikana, sem nú eru á ýmsu, vegna strfðsins o. fl, — fremur fara fjölgandi, enda fráleitt vafi á því, að þar á veltur framtfð lands vors að eigi litlu leyti. A hinn bóginn myndi það þó að ifkindum hyggilegra, að reyna yfirleitt fremur, að festa kaup á erlendum bonverpingum, sem til sölu eru, en að láta smfða sér nýja. Menn gæti þess að eins, að tíðast er svo, að þurfi menn að selja skip, sem ný smíðað er, eða þó nær jafn gott, sem nýtt væri, þá fá þeir sjaldn- ast neitt líkt því, sem skipið koBtaði þá ný smíðað. íshúsin hér f bænum hafa f þ. m. óðum verið að birgja sig að ís. Svart hér á Tjörninni, af vorkamönnum, suma daganna, — allir við ístöku, eða ískeyrsku. Synd þvf að segja, að Tjörnin sé eigi bæjar- búum, bæði til gagn, og ti! unaðar. Fyrirlestur, um „stríð og verzlun“ flutti Jón Ólafsson, fyr alþm., i „Iðnó“, sunnudaginn 17. þ. ra. Það var félagið „Merkur“ hér f bænum, sem gekkst fyrir því, að fyrirlesturinn var haldinn. Svo slysalega tókst til hér I bænum, á Lauga- veginum, laugardaginn 16. þ. m., að gamall mað- ur Eyjólfur að nafni, varð fyrir hesti, sem dreng- ir tveir sátu á eg réðu ekkert við. Maðurinn moiddist að mun, svo að bera varð hann inn í næsta húsið, á Laugaveginum, og var læknis aíðan tafarlaust vitjað. „Skiðafélagið“ hér í bænum gergBt fyrir því að haldið verður hér skíðanámsskeið, er stendur yfir 15.—21. fehr. næstk. Kennslan, sem veitt er ókeypis, fer fram f þrennu legi þ. e.: í einum flokknum verða konur, en karlar í öðrum og drengir i þriðja. Að kvöldi 16. þ. m. (janúar) kom hingað frá Dýrafirði vélbáturinn „Capella“, eign Proppé- bræðranna. Bátnum er ætlað, ai stunda fiskiveiðar, íneð netum og lóðum, á Suður nesjum (þ. e. hér við Faxaflóa sunnanverðau), yfir vecrarvertíðina. Nær þrjétfu kl. stuudir var báturinn á leið- inn hingað, frá Dýrafirði, þ. e. þá nær helmingi lengur, en strandferðaskipin mundu hafa verið. Botnvörpungnrinn „Maí“ eign botnvörpuveiða- hlutafélagsins „ísland“, lagði af stað héðan til Kaupmannabafnar 17. þ. m., fermt saltfiski. Skipherra á „Maí“, í ferð þessari, er hr. Ein- ar Einarsson (frá Flekkudal í Kjós). „Vesta“ kom hingað frá útlöndum 19. þ. m. (janúar). „Stúdentafélag Háskóla íslands11 er nafnið á ný stofnuðu félagi, sem aðeins er ætlað náms- mönnum við Háskólann. Félagi þessu má pví eigi blanda saman við stúdentafélagið, sem verið befur hér í bænum, frá gamalli tíð, og enn heldur áfram. í síðustu klausu mannalátanna, í 1.—2. blaðs vors þ. á., stendur: „14. júlí f. á. dó og þar vestra11, og gæti það, er litið er á greinarn- ar þar næst á undan, þá skilizt svo, sem konan, er þar ræðir um, hefði þá ar.dazt á ísafirði, í stað þess er hún andaðist í Vesturheimi. í handritinu var mannslátsins, er hér um ræðir (ungfrú Vilborg Johnson), getið næst á eptir vostur-islenzku mannalátunum, og orðin: „þar vestra“ þá alls kostar rétt. f Bein Steinunuar heitinnar Sveinsdóttur frá Sjöundá, sbr. síðasta nr- blaðs vors, voru jarðsett i kirkjugarðinum hér í bænum þriðju-- daginu 19. þ. m. Kistan hafði áður verið flutt upp i líkhúsið- í kirkjuga-ðinum, og las síra Ólafur Ólafsson, frikirkjupresfur, þar yflr henm það, sem hand- bókin skipar fyrir um, og kastaði síðan rekunum á kistuna. ■Sálma vers voru og sungin á undac og eptir,. ræðunni, og kistan síðan, af fjórura mönnum, borin til grafarinnar, i suðversturhorni kirkju- garðsinns. Leyndu hafði því verið haldið, hvenær jarð- arförin færi fram, og þar þvi aðeins fátt manna viðstatt, — að eins um tuttugu (karlar og konur). Meðal farjiega, er hingað komu með „Vestu“, frá útlöndum, voru ungfrúrnar: Kristin Þor-

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.