Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 30.01.1915, Blaðsíða 4
14
ÞJOÐjVILJINN.
XXIX., 4.-5.
t
Skapti Bryiijólfsson
Vestnr-íslendingai*.
Einn af helztu löndum vorum 1 Vest-
urheimi, Skapti Brynjólfsson, andaðist í
Winmpeg 21. des. síðastl. (1914).
Hann var fæddur í Forsæludal í Húna-
vatnssýslu árið 1860, og var því maður
á bezta reki, að eins 54 ára að aldri.
Fluttist hann til Vesturheims með
foreldrum sínum, er hann var nær á
bernsku-skeiði, árið 1874. og dvaldi þá
fyrst í Bandaríkjunum, eða fyrir sunnan
landamerkjalínuna milli þeirra og Can-
ada, en siðan einatt í Winnipeg, eða þar
í grenndinni.
Skapti var mikils metinn at löndum
vorum í Vesturheimi o. II., eins og bezt
sást á þvi, að hann átti um þrjú ár sæti
á ríkisþinginu i Daeota.
Hann var öflugur stuðningsmaður unit-
aratrúarflokksins íslenzka í Canada og
um hríð forseti unítariska kirkju- eða
trú-félagsins í Winnipeg, sem eigi all-
fáir landa vorra halda þar uppi.
Yfirleitt var Skapti heitinn Brynjólfs-
son dugnaðar- og atkvæða-maður, og þjóð-
flokki vorum í Vesturheimi þvi mjög
mikil eptirsjá að honum.
Arið 1909 kom hann hingað til lands-
ins í kynnisför, og minntist jiá Islands
mjög hlýlega í samsæti, sem þáverandi
ráðherra Björn Jónsson hólt þingmönn-
um o. fl. í „Iðnóu um þinglokin.
Stofnun „Eimskipafél. íslands" studdi
hann og rækilega, sem Vestur-íslendingar
fleiri.
Hann var og aðal-útgefandinn að
„Andvökum“, kvæðabók Stephans G.
Stephanssonar, vestur-íslenzka skáldsins.
Skapti heitinn Brynjólfsson var kvænt-
ur Gróu, dóttur Sigurðar skálds Jóhann- ;
essonar í Winnipeg.
Banamein hans var ígerð í höfði —
gerður á honum holdskurður að lokum,
og leiddi þó tii bana.
í dönsku blaði sáum vér ný skeð sam-
anburð á fólksfjöldanum í Þýzkalandi,
Stór-Bretalandi og Frakklandi, bæði eins
og hann var 1871 og árið 1912, þ. e.
1—2 árum áður en ófriðurínn hófst.
Fólksfjöldinn er þar talinn sem hér
segir:
1871 1912
Þýzkaland . . 40,997.000 66,096,000
Bretland (ogír-
land. . . . 31,556,000 45,663,000
Frakkland . . 36,190,000 39,602,000
A nefndu tímabili — þ. e. á tíman-
um frá fransk-þýzka stríðinu (1870—’71)
til norðurálfu-ófriðarins mikla, að kalla
iná — hefur fólksfjölgunin því tiltölu-
lega verið mest á Þýzkalandi (þ. e. yfir
61#/o), en lang-minnst á Frakklandi (þ.
e. að eins freklega 9°/0).
„GrOÐAFOSS“ verður nafnið á norð-
urlándsskipi „Eimskipafélags íslands11,
að því er stjórn félagsins hefur ákveðið
nú ný skeð.
Mælt er, að skipið verði albúið og
látið hlaupa af stokkunum i næstk. marz-
mánuði.
Verzlunar-fréttir.
—goo—
í skýrslu, dags. í Kaupmannahöfn 12.
janúar 1915, segir svo um sölu og sölu-
horfur á ísl. afurðum:
Árið 1914 hafði norðurálfu-ófriðurinn
afar-mikil áhrif á vöruverðið.
Sumar útlendar vörur hækkuðu ákaf-
lega i verði, og sumar íslenzkar vörur
hækkuðu einnig óvanalega mikil, eink-
um ull og að nokkru leyti skinn.
En þetta kom mönnum svo óvænt, að
menn höfðu minna gagn af því en skyldi,
þvi að flestir höfðu áður selt lyrirfram,
er verðið var orðið tiltölulega hátt, —
þorðu þá eigi undir því að eiga, aó var-
an hækkaði enn meira, enda eigi óhugs-
andi, að hún gæti þá og fallið, t. d. vegna
útflutningsbanns, er yfir hefur vofað o. fl.
Ymsir agentar notuðu tækifærið, er
varan hækkaði, og keyptu þá vöruna
beina leið, svo að þeir gætu þá grætt
sem mest á henni, og hefðu vöru-eigend-
ur því í flestum tilfellum borið meira
úr býtum, hefðu þeir látið umboðsmann
sinn selja, — hefðu að minnsta kosti átt
að síma umboðsmanni sínum áður en
varan var öðrum seld.
Að því er vöruverðið, sem nú er,
snertir, skal þessa getið:
Fiskur. Eptirspurnin mjög lítil síðan
í nóvember og liggur því afar-mikið enn
óselt hér af tíski. — Síðustu dagana virð-
ist þó breyting til batnaðar, og talið víst,
að fynr flsk fáist nú hér um bil sem
hér segir:
a) í'ullverkaðar salttiskur: Málfiskui
85—88 kr., smáfiskur 75—78 kr., isa 65
kr., Labrador fiskur 65 kr., keila 52 kr.,
upsi 42 kr.
Hnakkakýldur stórfiskur 90—95 kr.,
en millifiskurinn er 10 kr. lægri.
Sé fiskurinn eigi fullverkuð prima
vara, þá er verðið þó lægra.
o) óverkaður saltflskur, stór á 60—62
kr., og aðrar óverkaðar fisktegundir
hlutfallslega.
Lýsi. Þaö hefur og hækkað síðustu
dagana, og er verðið, sem stendur, á þessa
leið:
Þorskalýsi, ljóst 50 kr., brúnt 42 kr.,
dökkt 40 kr., en mectalalýsi 60 kr. —
liver 105 kíló.
Hákarlslýsi 55 kr. pr. 105 kíló.
Eptirspumin all-góð og fremur líkur
til þess að verðið verði enn hærra síðar.
Síld. Af henni hggja nú óseldar um
10 þús. tunnur.
Eptirspurnin er litiL
Hæðsta boðið, sem fengist hefur, er
18 aur. kíló.
Prjónles. Alsokkar 1 kr. 10 aur., en
hálf-sokkar 80 aur. — Sjóvetlingar á 55
aur., en fingravetlingar á 80 aur.
Haustull, óþvegin, hvít: 3 kr. 16 aur.
kíló.
Saltkjöt. Dilkakjöt, prima, sex-höggv-
ið og stimplað 82 kr.
Af kindakjöti liggur talsvert óselt og
má búast við að það seljist tæplega á
80 kr. tunnan.
Gærur, saltaðar. — Eptirspurn lítil,
— verðið varla yfir 10 kr. pr. 8 kiló.
Æðardúnn. Eptirspurnin engin. —
Verðið á að gizka 26 kr. kíló.
Ávarp til Íslendínga.
—-jy.—
Islendingat minir!
Eg varð alveg hissa, þegar eg las í
þeim íslenzku blöðum, sem eru send mér
sem heiðursgjöf frá nokkrum ritstjórum,
þá lygaþvættinga um þenna voðalega
veraldarófnð, er hafa verið sendir til ykk-
ar frá Frakklandi og einkum frá Englandi.
Eg bið ykkur alla þess vegna sem inni-
legast um eigi framar að trúa neinu orði
af öllu því, sem Frakkland eða England
segja yður um þetta efni, þar eð þeir
miða ekki til neins annars en þess, að
níðast á Þýzkalandi, föðurlandi mínu,
fyrir það að þeir geta ómögulega sigrað
oss með vopnum. Hve skammarlega þeir
berjast, Frakkar og Englendingar, getið
þið séð af því, að þeir sækja svertingja
frá Afríku, þrælmenni frá Indlandi, ræn-
ingja frá Japan til þess að slátra því
grimmilegar þeim beztu sonum Þýzka-
lands, er hafa dregið sverðið til þess að
verjast þeirri níðingslegu árás, sem Eng-
land hefur sviksamlega valdið.
Eða haldið þið ekki, eins og eg, að
það sé svartasta skömm fyrir alla Evrópu,
fyrir allan menntaðan heim, en einkurn
fyrir allar germanskar þjóðir, að þessir
siðlausu skrælingjar séu sóttir af Frakk-
landi og Englandi frá Afríku og Asíu
til þess að slátra einni hinni beztu ger-
mönsku þjóð í miðri Evrópu?
Eða vitið þið ekki enn þá, að það er
nú fullkomlega sannað með þeim embætt-
isskjölum, sem Þjóðverjar hafa fundið í
herskjalasafninu í Briissel, að England
hafði þegar 1906 samið við Belgíu um
að flytja enskt herlið á land í Belgíu og
að ráðast á Þýzkaland með Belgíu búum,
jafnframt sem Frakkland mundi veita
árás á Þýzkaland? Er það pess vegna
eigi eins bjart og sólarljósið, að England
hefur haft fyrir löngu í hyggju að sækja
að Þýzkalandi og að eyða Þjóðverjum,
einungis tækifærið gæfist?
Og hvers vegna það? Fyrir því að
Þýzkaland blómgaðist æ meira, fyrir því
að iðnaður og kaupverzlun Þýzkalands
ukust og blómguðust á þessum siðustu
áratugum næstum ómælanlega; fyrir því
að íþrótt og vísindi i Þýzkalandi náðu
svo háu stigi, að England gat eigi fram-
ar haldið í við Þjóðverja, í stuttu máli
tyrir því að England vildi eigi þola svo
máttugan keppinaut við hliðina á sér!
Það hefur þess vegna ekki verið neitt
annað en öfundsýki Englands, sem hefur
valdið þessum voðalega veraldarófrið, og
það er England, sem þið eigið að sak-