Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 13.02.1915, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 13.02.1915, Blaðsíða 5
XXIX., 6.-7, ;þjO£> v jlLjin n.*5 2J Sigurður Sigurðssou frá “Vigur ytirdómslögmaður Aðalstræti 26 A Isafirði Talsími 43 jHeima kl. 4—6 e. h. send voru til útlanda í vetur. Jeg vil leyfa mér að beina því til landsstjórnarinnar, hvort henni sýndist i ekki ástæða til að banna mönnum að 1 halda hrossamarkaði að vetrinum til, í j misjafnri tíð og færð að reka hross ianga vegi yfir sveitir og sýslur og hafa ekkert fóður handa þeim til að lifa á, nema stráin, sem standa upp úr klakanum, og því síður húsaskjól, hvað sem á dynur. Bændur hafa ekki ástæður til að taka á móti mönnum með stóra hópa af stóði, og leggja til hús og hey fyrir það, því þeir mega vanalega lítið hey missa frá sínum skepnum að vetrinum. Dalamadur. í tvö hundrud og fimmtugasta skiptið var „Æfintýri á gönguför“, hið alkunna leiknt Hostrup’s, sýnt á kgl leikhúsinu í Kaupmannahöfn 4. okt. síðastl. (1914). 15. mai 1848 var það sýnt þar á leik- sviðinu í fyrsta skiptið. Margir, sem J. Chr. Hostrup (f. 20. maí 1818 — d. 21. nóv. 1892) hetur þeg- ar gert glaða, þótt ad eins sé á þetta eina leikrit hans litid. Útlendir fréttamolar. # r , i (Ur ýmsum attum). — fr.— Húsmannafélögin á Jótlandi sendu menn á fulltrúafund, er hófst i Aarhus (eða Árósum) á Jótlandi 19. nóv. síðastl. (1914). Fulltrúarnir, er fundinn sóttu, voru alls 350 að tölu, og eru slíkir fulltrúa- íundir einatt haldnir einu sinni á ári hverju. Gefur tala fulltrúanna, er fundinn sóttu, dálitla bendingu um það, hve fjöl- menn og öflug húsmannastéttin á Jót- landi muni nú orðin. Á fundinum, er ræddi ýms málefm, er húsmennina varða, mættu og að þessu sinni tveir af dönsku ráðherrunum, — Zahle forsætisráðherra og Kr. Pedersen landbúnaðarráðherra, er báðum hafði sér- staklega verið boðið á fundinn. Þegar rennt er huganum til fulltrúa- fundar dönsku húsmannanna á Jótlandi, sem getið er í greininni hér næst á und- an, og þess minnzt, hve framarlega hús- mannastéttin í Danmörku stendur nú orð- ið í ýmsum greinum, getur manni eigi annað en sárnað, hve sára-litid enn er sinnt húsmanna- eda þur r abúdar -stétt vorri eða iítið til þess gert, að koma henni upp. Hvenær skyldi sá tíminn hér á landi upp renna, er til eru orðin húsmanna- grasbýlis- eða þurrabúðarmanna-félög í hverri sveit á landinu, félög, er ödru hvoru senda þá fulltrúa sina á sýslu- fjórdungs- eda jafn vel á lands-fundi, til þess að ræða málefnin, er stéttina varða sérstaklega, og koma þá — betur en enn er orðið — fótum undir hana? Frá 1. júlí 1913 til 30. júní 1914 varð hreinn ágóði Krupp’s-verksmiðjanna í Essen (á Þýzkalandi) alls nær 34 millj. þýzkra marka, sem eru frekar 30 millj. króna. Árið þó engann veginn jafn gott, sem árið næst áður, og fengu hluthafarnir því að eins 12°/0 arð, sem er 2°/0 minna, en árið áður. En „eins dauði er annars brauð“, og má því óefað telja það vist, að starfsár félagsins, er nú stendur yfir, verði ekkr mjög amalegt, önnur eins kynstur og þýzka ríkið þarfnast nú af fallbyssum og herbúnaði ýmiskonar. Hlutaféð, er verið hefur 180 millj. þýzkra marka, kvað nú og í ráði, að aukið verði upp í 250 millj. þýzkra marka, sé það þá eigi þegar orðið, er þetta er ritað. í fyrirlestri, sem danskur maður, L. C. Nielsen að nafni, er ferðast hafði ný skeð í Bandaríkjunum, flutti i Kaup- mannahöfn, í öndverðum desembermánuði síðastl., gat hann þess, að í Bandaríkj- unum væru nú álíka margir dönsku- mælandi menn, eins og íbúarnir í Dan- mörku hefðu verið á dögum Holbergs. Taldi hann Dam í Bandaríkjunum 128 eg að játa, að frænka yðar getur verið dálítið — hm — óþægileg, en h/að sem því líður, verður hún því þó tæp- lega til tálma, að fyrirtæki mitt beppniet!“ .Jeg átti og eigi við það“, svaraði Gío, „heldur við hitt að Anna- María skyldi koma; — en spjöllum eigi uin það! Þér ætluðuð, að spyrja mie einhvers —!“ „Já, það var það“, svaraöi Windmuller, að eg hefi heyrt, að Onesta sé forráðamaður yðar?“ „Nei — guði só lof! það er hún ekki!“ svaraði Gío. „En hvernig dettur yður þetta í bug, frændi? Jeg hefi veríð fuliveðja fjár mins í hálft ár!“ „Já — i Þýakalandi! En hér, 1 Ítalíu?-* „Afi minn hafði séð fyrir því! Það var veitt, með sérstöku leyfisbréfi!“ „Nú — þá skil jeg! Hertogmn hefur séð fram í tímann! En hver var forráðamaður yðar áður?“ „Fyrst móðir min, síðan yfirfjárráðastjórnin á Þýzka- landi, og hér í Ítalíu málfærslumaður afa mins, Castel- franco! En hver getur hafa sagt yður, að Onesta væri forráðamaður minn?“ „Hún hefir ef til vill vænst þess að vera það, þar eem hún var nánasta ítaiska skyldmennið!“ mælti Wind- muller, hálf-hikandi. „A.nnars verðið þér að afsaka það, Gío, þó að eg sé yðu- ögn forvitinn!" „En lízt yður nú eigi, að hverfa aptur til gesta yðar?“ mælti Windmuller, „til þess — þótt eigi væri annað —, að bjarga veslings Wettersbach?“ „Hvemig vitið þér það, að hann vilji láta bjargast?“ spurði Gío, all-áköf, að virtiat. „Nú“, svaraði Windmuller, hlægjandi „það var auð- séð á andlitsavip hana, að hrifion var hann eigi, eða glað- 126 Gío stokkroðnaði, og allir litu á hana, en áður en hún svaraði Dokkru, greip Onesta fram í: „Gío er yfirleitt naumast með sjálfri sér, nú um hríð!“ „Er nokkuð sð þér, rjúpan mÍD? Ertu veik? mælti frú Verden, í mjög vorkenDaDdi róm. „Eitthvað get eg þá látið þig fá! -- Hoflfmannsdropa og laxer-oliu, ber eg einatt á mér!“ „Afskaplegt er, að heyra til þín, Nikkel. fræDka!“ mælti Gío „Það gengur alla ekkert að mér! Jeg er stálhraust, eins og fiskurÍDn i sjónum! Eo ekki tjáir, að rausa ein8tt sjálfur. — gestirnir verða og að fá að tala!“ „Gio kann sig, sem gestgjafi!" mælti Ouesta, og brosti hálf-ógeðslega. „Sízt að ástæðulausu góða mín!“ mælti Morghan. „En, í alvöru talað, kæra Gío — —“ „Alls ekkert að mér!' greip Gio ftam í, all-áköf, en sneri síðan máli sínu að frú Verden, og mælti: „Nikkel frænka! Segðu oss nú heldur eitthvað skemmtilegt, úr eigin lífi þínu!“ „Það er hættulegt, að vekja ljónið, er það hálf-sefur!“ mælti A ina- María. „Þú, með nefið alls staðar!“ æpti Nikkel, frænka, hálf gremjulega og hló þó uœ leið. „En fyrst beðið er um sögu, og þar sem minnst var á laxer-oliuna, þá dett- ur mér nú ágæt saga í hug!“ „Já bráðum, frænka, bráðum!“ mælti Gío, all-kviðin. „Nú! Hvað á það að þýða?“ svurði frú Verden. „Fyrst er heimtuð af mér saga, og svo —“ „Ef til vill kunnið þér aðra sögu, um Hoffmanns- dropa, sem er enn skemmtilegri?“ mælti Windmuiier.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.