Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 13.02.1915, Page 8

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 13.02.1915, Page 8
‘26 ÞJOÐ.VILJINN. XXIX., 6.-7. ► aðarríkari maður en svo, að hann vildi vita réttindi landsins fótum troðin. Ytirleitt var Pálmi sálugi Jónsson einn af helztu og fremstu bændunum í Sléttu- hreppi, og hefur sveitarfélagið þvi mikils misst við fráfall hans. Hans er því og almennt mjög sárt saknað af öllum, er honum kynntust, og þá eigi hvað sizt af ástvina-hópnum, er mest hafa og misst. Fám árum áður en Pálmi sálugi and- aðist, sýksist hann í öðrum handleggn- um, og fékk þess aldrei bætur lil fulls, — gat því eigi síðustu æn-árin notið sín sem ella myndi. Lengi munu sveitungar Pálma heit- ins o. fl. hafa minningu hans í heiðri. Sama daginn, sem Pálmi heitinn Jóns- son í Rekavík bak Látur, er getið er hér að framan, sýktist af lungnabólgu (29. okt. siðastl.) lagðist og tengdadóttir hans, tíuðmundína Geirmundardóttir í sömu veiki, og leiddi veikin hana og til bana, 7. nóv. síðastl. (1914). Hafði hún, þrem vikum áður en hún lagðist, gipzt Sigurgeir, yngsta syniPálma heitins. Fráfall hennar því einkar sorgleirt. REYKJAVÍK 13. febrúar 1915. Snjór og klaki á jörðu nú að urdanförnu hér syðra, og frostin þó tíðast freniur „Vesta'1 lagði af stað héðan til útlmla að kvöldi 30. janúar þ. á. Meðsl farþega voru: Einar söngv.iii Hjalte- sted, umboðssalarnir: G. Eirikss, Halidc Gunn- laugsson og Ó. G. Eyjólfsson, og Riclm d i’i.ors, útgerðarmaður. Frá Patreksfirði fór og Pétur A. Ólafsson kouaAil. Samsöng bélt söngfélagið „17. júní“ hér 1 bænum, í „Gamla Bíóu, að kvöldi föstudagsins 5. febr. þ. á. Þar var sungið nýtt lag við kvæði Þorsteins Erlingssonar: „Þú ert móðir vor kær“, — lagið samið af hr. Sigfúwi Einarssyni. „Kong Helge'1 kom hingað frá útlöndum með kolafarm til kolaverzlunarinnar„BjörnGuðmunds- son“ að morgni 30 janúar þ. á. Til þess að gefa fátækari hluta bæjarbúa kost á þvl, að sjá „Galdra-Loft“ (1 ikrit hr. Jóhanns Sigurjónssonar), heiur „Leikfélag Reykjavíkur“ nýlega leikið hann tvívegis (að kvöldi 1. og 3. þ. m ), cg selt aðgöngumiðana fyrir aðeins hálf- virði. Þetta er mjög fallega hugsað, endahafabæj- arbáar og notað sér það mjög, — húsið troðfullt af áhorfendum hæði kvöldÍD. „Esbjerg" lagði af stað héðan til útlanda að morgni 30. janúar þ. á. Héðan fóru með skipinu: Jungfrú Lára Blön- dal og Jón kaupmaður Brynjólfsson. Samsæti var skáldkonunni frú Torfbildi Holrn haldið hér f bænum, á „Hótel Reyájav(k“, að kvöldi 2. febr. þ. á., í minningu þess að þá varð hún sjötug. Alls tóku um hundr&ð þátt í samsætinu (kon- ur og karlat). Frú Jarðþrúður Jónsdóttir, kona Hannesar undir skjalavarðar Þorstoinssonar, mælti fyrir minni frúarinnar. og kvæði var henui fiutt, er ort hafði Guð.u. skáld Magnússoo. ,Skari(lia mótorinn5 (Lysekils mótorinn) er af vélfróðum mönnum viðurkenndur að vera sá bezti báta- og skipa-mótor, sem nú er byggður á Norðurlöndum „SKANDIA“ er endingarbeztui allra mótora og'i'hefir gengið daglega { meira en 10 ár án viðgerða „SKANDIA“ gengur með ódýrustu óhreinsaðri oliu, án^vatnsinnsprautunar, tekur lítið pláss og hrisstir ekki bátinn „SKANDIA“ drífui bezt og gefur allt að 50°/0 ytirkrapt. Biðjið um hinn nýja, stóra íslenzka verðlista. Einkasali: JAKOB GUNNL0GSSON Kobenhavn, K. Sigurður ráðherrn Eggerz flutti frú Torfhildi og kveðju frá æskustöðvum hennar eystra. Auk þess, er frú Torfhildur þakkaði ræðuna og allsn heiður sér sýndan. mælti og Indriði skrifstofustjóri Elnarsson fyrir minni kvenna og Guðm skáld Magnússon fyrir minni íslands. Aðal fund stnn hélt Sjálfstæðisfélagið hér í bænum að kvöldi laugardagsins 30. janúar þ. á. Stjórnarkosning fór fram. Formaður félagsins er Brynjólfur tannlæknir Björnsson. David Östlund, adventista-trúboðinn, sem dvalið befir hér á landi árum saman, rekið hér prentiðn, gefið út bækur o. fl., fór héðan nýskeð ásamt tveim dætrum sínum, alfaiinn til Ameriku, að mælt er. Mælt er, að kona hans, synir þeirra hjónanna o. fl. bonum áhangandi, fari siðan héðan á sumri komanda, er hann hefur búið eitthvað í haginn fyrir sig og sína þar veBtra. Hr; David Ostlund var löngu orðinn hér sem Islendingur, — talaði og íslenzkuna mæta vel, og mun ýmsum því óefað þykja eptirsjá að honum Dálitla fjárupphæð sendi „Lestrarfélag kvenna“ hér ( bænum frú Torfhildi Holm, eða lét afhenda henni á sjötugasta afmælisdegi hennar, 2. febr. þ. á. Ýmsar heilla-óskir bárust henni og þá um daginn, þar á meðal heilla-ósk i ljóðum frá Hall- grfmi kennara Jónssyni. „Syndir annara" er nafnið á nýju leikriti eptir hr. Einar Hjörleifsson, er leikið var í fyrsta skipti sunnudaginn 7. febr. þ. é. Ný trúlofuð eru hér íbænum: UngfrúHelga Einarsdóttir, Markússonar, 1 Lauganesi og Tj. Bruun, eigandi kaffisöluhÚBSÍns „Skjaldbreið“. „Köng H lge“ lagði af stað héðan til útlanda að kvöldi 6. þ. m. (febr.) Alþýðufyrirlestur, um Forn-Grikki, flutti Bjarni alþm. Jónsson frá Vogi bér i bænum sunnudag- inn 7 þ. m. „Ceros“ kom hingað, frá útlöndum, norðan og vestan um land, að morgni 6. þ. m. Meðal farþegja hingað voru: Kaupmennirn- ir Behrends og Kai Andersen, Magnús alþm. Kristjánsson frá Akureyri, Sig. skólastjóri Sig- urðsson frá Hólum, Ingólfur skipberra Jónsson frá Isafirði, cand. jur. Skúli S. Thoroddsen frá Isafirði, Grfmur oddviti Jónsson f Súðavík og Jón Valgeir Hermannsson, bóndi í Súðavík (f Norður ísafjarðarsýslu), er kom til að leita sér lækninga, Jón kaupmaður Pálmason á Sauðár-| króg, sira Þorsteinn Briem á Hrafnagili og frú hans o. fl. o. fl. ý Látin er hér i bænura frú Steinunn Thoi> arensen, ekkja sira Stefáns heitins Thorarensen’s á Kálfatjörn. Hún var komin nær áttræðu, 79 ára að aldri. Grímudansleik héldu Hafnfirðingar, f Good- templarabúsinu í Hafnarfirði, að kvöldi laugar- dagsins 6. febr. þ. á. f Látin er nýíega hér í bænum Jóhanna Magnússdóttir, er lengi var vinnukona i Reyk- holti í Borgaifjarðarsýslu, hjá BÍra Guðm. Helga- syni, núverandi formanni Landbúnaðarfélagsins. Atti hún og athvarf hjá honum nú siðast um tima, en andaðist þó á heimili sira Magnúsar Helgasonar, bróður hans, i KennaraskóLnum. Jarðarför hennar bennar fór fram hér i bæn- laugardaginn 6. febr. þ. á. Dýraverndunar-félag var stofnað í Keflavfk (í Gullbringursýslu) 17. janúar þ. á. 1 félagið gengu alls 24, karlar og konur, og voru í stjórn kosnir: Ágúst hreppstjóri Jónsson, Jóna Sigurjónsdóttir, kennslukona og Tómas barnakennari Snorrason. 7. þ. m. (febr.) endurtók „Söngfélagið 17. júní“ samsöng sinn frá 5. þ. m., sbr. hér að framan, — lofaði bæjarbúum cð heyra að nýju öll söng- lögin, sem sungin voru í fyrra skiptið. Fiú Agusta Svendsen, systir L. A Snorrason- ar, fyr kaupmanns á ísafirði, varð áttræð 9. þ. m. (febr.), og var henni, þá um kvöldið, haldið samsæti hér i bænum, á Hótel Reykjavlk11. Hún hefur rekið verz’.un hér íbænumifjó J- ung aldar, og tjáð sig einatt, sem dugnað&r- og sóma-konu. „Ceres“ lagði að stað héðan ti! útlanda, suður um land, að kvöldi 9. m. Nvja kirkjan i Keflavik (í Gullbringusýslu) vorður vígð nú á sunnudaginn, er kemur (14. febr.), — messað þar þá í fyrsta skipti. Prófasturinn í Kjalanesþingum, síra Kristinn Danielsson á Útskálum, er sóknarpresturinn [i.ar. Kirkjan er reist fyrir saraskotafé, eins ogáður hefir nánar verið getið um í blaði voru. „Botnia“ kom hingað, sunnan um land, frá útlöndum 10. þ. m. Meðal farþegja hingað voru: Jensen-Bjerg kaupmaður og frú hans, sem og fáeinir Englend- ingar. Frá Ameríku kom og; Thoódór fiðlulcikari Arnason, sem dvalið hefir í Winnipeg um hríð, ðg fengið þar rajög orð á sig, sem fiðluleikari. RITSTJÓRI OG EIGANDI: SKÚLI THORODDSEN Prentsmiðja Þjoðviljans.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.