Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 30.03.1915, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 30.03.1915, Blaðsíða 2
48 ÞJ Ut) ViliJiJNxV XXiX., 14,—15. og spáir honum og meiri hluta á þinginu. | Eins og menn sjá, þá er blaðið hér | ekki heimtufrekt, — lætur sig það alls j engu skipta, hverir skilmálarnir eru. Yilji konungsins, hver sem hann er, og að hann fái að ráða, það er blaðinu — metgutinn málsins. Og „Lögrétta11 lætur þó eigi við það sitja, að heita þessum heitt þráða „fyrir- myndar-ráðiierra“ sinum, með stefnu- skrána, er hér að ofan getur, mjög ein- dregnu fylgi sínu og sinna, heldni' boö- ar hún honum og fyrirfram „afiausn“ allra — eða þá all-flestra — pólitiskra Synda, er honum kynnu á að verða í ráðherradæminu. Páfa-orðin, sem hér að lúta, eru sem hér segir: „Og h»nn mætti fara ver að ráði sínu í ráðherra-sessi, en vér gerum ráð f.yrir, ef Heimastjórnaiflokkurinn ætti að fara að beita sér gegn horum á þinginu“. Auðvitað eru það, fremur öllu öðru, afar-sáru vonbt igdin út af utanför hr. H. Hafstein’s — og þá og enn tilfinnanlegt i og sdtati löngunin til þess að sprengja Sjálfstæðisflokkinn, en ella hefði verið — auðvitað þetta, sem gtýrt hefur „Lög- réttu“-pennanum, og komið út öllum bænarkvaks-voluhættinum, sem að ofan er getið. Það er nú eina — og síðasta — von- in, að kljiifa megi þá ef til vill Sjálf- I stæðisflokkinn. Takist það, hverju skiptir það þá í augum „Lögréttu" og hennar liða, hvað um hin eða þessi landsréttindin verður? „Lögrétta11 prédikar það og — beint í sömu greininni —, hve „deiluefnið“ sé „smávægilegt“, þ. e. hve einstaklega þýð- ingarlítið það sé, hvort vér eða Danir ráðum því, hvar sérmál vor séu borin upp fyrir konunginum. Sem betur fer, þá er nú þó meiri hluti þings og þjóðar á öiru máli, en „Lögrétta“ um það. Og því er það reyndar trúlegast, að hve lengi sem „Lögrétta“ og hennar liðar dorga eða liggja enn úti „með öngul, net og vað“, þá verði þó fáir drættirnir úr Sjálfstæðisflokknum, sem veiðast. Sumardvöl gamalmenna í sveit. í Kaupmannahöfn hafa danskir stú- dentar, nokkur undanfarin sumur, geng- izt fyrir því, sem nefnt er á dönsku: „De G-amles Landophold“, þ. e. stutt að því, að fólk, sem farið er að eldast, geti um tíma dvalið í sveit, að sumrinu, sér til hressingar og heilsubóta. Fráleitt fer að verða vanþörf á því, að líkt komist á hér á landi, og í því tilliti verður þörfin óefað að því skapi ríkari, sem fólkinu í kaupstöðunum fer meira fjölgandi. ÞJÓÐVILJINN. Verð árgangsins (minnst 60 arkir) 3 kr. 50 aur., erlendis 4 kr. 50 aur. og i Ameríku doll.: 1,50. Borgist fyrir júni- mánaðarlok. — Uppsögn skriflep, ógild nema komin sé til útgefanda fyrir 30. dag júnimánaðar og kaupandi samhliða uppsögninni borgi skuld sína fyrir blaðið. Þingmála- og héraðs-fund héldu Vestur-ísfirðingar að Þingeyri 3. febr. síðastl., og sóttu hann alls 18 kjörnir fulltrúar úr öllum hreppum sýslu- félagsins. Helztu tíðindin þaðan þessi: I. StjótnarskrármAlid. Því vildi fund- urinn að haldið yrði fram og ráðið sem fyrst til lykta á sama grund- velli, sem síðasta Alþingi. II. Iánamáhd. Fundurinn óskaði þess, að fánalög yrðu fengin sem fyrst. III. Rádhettann. Með 10 atkv. gegn 7 þakkaði fundurinn ráðherra fram- komu hans á ríkisráðsfundinum 30. nóv. síðastl., og tjáði hana sam- ræma vilja mikils meiri hluta Al- þingis og kjósanda. IV. Brunabótafélag fyrir land allt, eink- um fyrir kaupstaðina og kauptúnin, vildi fundurinn að Alþingi stofnaði sem fyrst. V. Bjatgrádasjóds- og fot dagœzlu-lögin. Fundurinn mótmælti þvi, að Al- þingi leggði bein gjöld á þjóðina, að henni fornspurðri, sbr. ofan greind lög, og vildi ad bjatgrádasjódsgjald- id yrdi lœkkad um helming. VI. Sjómannaskólinn. Fundurinn vildi, að þeir, sem lykju prófi, væru eigi að neinu leyti réttlægri, en þeir, er tekið hefðu samskonar próf við danska skóla. Þá var og rætt um þöríina á nákvæmu eptirliti, að því er til bannlaganna kem- ur, sem og þörf talin þess, að fé yrði veitt og námufródur maður látinn rann- saka, hvort hvergi vœru til nothœf kol i sýslufélaginu. Kvartað var um vöntun á jöínuði, ad þvi er úthlutun matvörubirgdanna ftá Ameriku snertir, sem og yfir ósanngitn- inni í þvi, að sum hreppsfélög hefðu feng- ið vöruna skemmda. Útlendir fréttamolar. (Úr ýmsum áttum). Tvö málverk eptir frakkneska málar- ann Paul Cezanne, keypti málverkasafn- íð í Gautaborg nýskeð. Danska blaðið „Politiken“ segir það vera fyrstu málverkin hans, er málverka- safn á Norðurlöndum eignist. Málverk eptir hann, hve lítilfjörlegt. sem er, fæst nú orðið eigi fyrir minna en 10 þús. franka (þ. e. yfir sjö þúsund krónur), en áður voru málverk hans ein- att í mjög lágu verði, — nær enginn, sem mat hann þá listamann. Haft er og eptir Emil Zola — frakkn- eska höfundinum alkunna —,, að þurft hafi hann yfir þrjátáu árin, til þess að komast að raun um að þar væri lista- maður, er Paul Cezanne var. Fyrir 10 árum voru atviunutekju- skattsgreiðendurnir í Danmörku alls að eins 297 þús. að tölu, en eru nú orðnir 430 þús. Atvinnutekjurnar voru þá og taldar alls að eins 593 millj. króna, en námu nú síðast alls um 910 millj. króna. Þeir sem eignarskatt greiddu í Dan- mörku voru og fyrir 10 árum að eins 246 þús., en voru nú orðnir 10 þús. fleiri, enda hafa eigna-tekjurnar og á greindu 10 ára tímabili hækkað alls úr 4135 millj. upp í 5104 millj. króna. f Dáin er nýlega enska skáldkonan M. E. Braddon, fædd árið 1837. Hún hefur ritað fjöldan allan af skáld- sögum, er allar hafa þótt skemmtilegar, og hafa því verið þýddar á fjöldamörg tungumál, þar á meðal á dönsku. Sem rithöfundur notaði hún einatt ofangreint ungfrúar-heiti sitt, þótt frúar- nafn hennar væri að vísu Maxwell. Hún var gipt Maxvell bókaútgefanda. Lundúna biaðið „News of World“ (les: „njús ovv vörld“) telur Yilhjálm Þýzka- landskeisara vera dýrið mikla, er getur um í „Jóhannesar-Opinberunarbókinni" í 13. kapítuianum. En þar segir svo i 18. versinu: „Hér riður á speki; sá, sem skiln- ing hefur, útreikni tölustafi dýrsins; því talan er mannsnafn, og talan er sex hundruð sextíu og sex“. Segir blaðið, sem satt er, að 27 júli síðastl. (1914), er norðurálfu-ófriðurinn mikli hófst, hafi Yilhjálmur keisari verið alls 666 mánaða gamall, — fæddur 27. janúar 1859. Þetta er nú svo! En hvað sem þvi líður, verða þeir þó að likindum fáir nema Bretar, sem undir hið ofangreinda taka með blaðinu. 18. des. síðastl. (1914) fórst í Kyrra- hafinu mótorskipið „Malakka“,eign danska Austur-Asiu félagsins. Skipið fórst í grennd við Cedros-ey svo nefnda — í þoku og rigningar-sudda —, og björguðust skipverjarnir þó allir, alls 35 að tölu. Það var í fyrstu ferð skipsins er ó- happið varð. Alls hafði skipið og kostað félagið um 1 millj. og 900 þús. króna. Farmurinn, er fórst nær allur, var og talinn 2 millj. króna virði. í grein* sem — í sept. síðastl. (1914) — birtist i þýzka blaðinu „Berliner Tage-

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.