Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 30.03.1915, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 30.03.1915, Blaðsíða 3
XXIX., 14.—15. Þ.iOtl V 1 óJ 1NM 49 blatt“, skorar höfundurinn á þýzku her- mennina, „hvað sem liði fyrirlitlegu körl- unum í rauðu buxunum“ (þ. e. irakknesku hermöanunum), að gæta þess þó, er til Parísar komi, að „hlífa þá lÍ9taverkum og öðru, er alþjóðlega menningar þýð- ingu hafi“. Aðfarirnar í háskólaborginni Löwen (í Belgíu), í Rheims (á Frakklandi) og víðar, virðist þó benda á það, að þvi miður hafi hið ofan greinaa þó viljað gleymast meira en skyldi. Þegar Eugenia keisara-ekkja — ekkja Napoleons III., er dó á Englandi árið 1873 — frétti í sumar, er leið, að ófriður væri hafinn milli Frakka og Þjóðverja, segir sagan, að verið hafi því líkast, sem eldur brynni úr augum henni, en síðan setti þó grát að henni eigi all-lítinn. „Það er hefni-styrjöldin!“ mælti hún. „Eg hefi lengi vænzt hennar! Æ, keis- arinn! Guð verndi Frakkland, fóstur- jörð mína!“ Eugenia keisara-ekkja er nú orðin fjörgömul, — fædd árið 1826. Frá Vestur-íslendingum. Ungmennafélag unítara í Winnipeg byrjaði í öndverðum janiíar þ. á. (1916) að æfa leikritið „Hadda-Padda“ eptir hr. Guðm. Kamban, og átti að byrja að sýna það á leiksviðmu seint í febrúar þ. á. Miðsvetrar-samkvæmi héldu íslending- ar í borginni Leslie (í Saskatchewan- fylkinu) 21. janúar síðastl. Þar voru kvæði sungin, ræður fluttar o. fl. til skemmtunar haft. 273 þúsundir voru íbúarnir i Winni- peg orðnir nú um áramótin síðustu, og talið líklegt, að verið hefðu nær 300 þús., hefði stríðið eigi komið til sögunnar. Þar sem Winnipeg er á grandanum milli Bandaríkjanna og vatnanna, telja menn bæinn bezt settan allra borganna, sem í Canada eru, — þeirra, er eigi eru við sjóinn, eða þá skaramt þaðan. Áður voru húsin í Winnipeg flest smá-hýsi, og að eins 5—10 i hverju þeirra, en nú fjölgar þar óðum, eigi að eins þrí- lyptum, en og fimm- og enda tí-lyptum húsum, er í búa 100— 200 manna í hverju þeirra. „Saklaus þjófur“ er nafnið á leikriti, er ísli unitarar sýndu í Winnipeg 5. janúar síðastl. Sunnudaginn 17. janúar síðastl. (1915) meðan er fólk var í kirkju, var brotist inn í hús hr. Björns Hallsonar í Alver- stone-strætinu í Winnipeg, farið í hirzlur í öllum herbergjunum og 'stólið þar öllu, sem fémætt var: peningum, gull-stássi o. fl. Um sama leyti var og brotist ínn í hús hr. Stefáns Eymundssonar í sama stræti og stolið þar ýmsu. Loks var og enn, sama dagmn, brot- ist inn hjá ensku fólki í opt nefndu stræti. „Heimskringlu“ þykir þetta, sem von er, eigi friðsamlega horfa, — koma og rétt á eptir það, er tveir vopnaðir menn brutust inn í Elmwood í Winnipeg, er fólk var þar háttað, og hittu þeir þar fyrir tvo menn og telpu, — skutu ann- an mauninn til bana, en rændu hinn öllu sumarkaupinu hans, á þiiðja hundrað dollara. Ljóðmæli „Þorskabíts11 (þ. e.: Þorb. Björnssonar) nýlega komin á bókamark- aðinn 1 Canada, og kostar þar í kápu 1 dollar, en lx/4 dollars í góðu bandi. „ Borgfirðingafélagið11 í Winnipeg kost- aði útgáfu Ijóðmælanna, sem voru þó prentuð hér heima. Skyrsla um gagnfræðaskólann i Flensborg, skóla-árið síðastliðna (þ. e. veturinn 1913-—’14), liggur nú hér fyrir framan oss. Nemendur skólans voru þá alls 62 að tölu (þ. e. 40 piltar og 22 stúlkur), — skipt í 3 bekki sem vant er, og luku alls 11 burtfaraiprófi um vorið. Auk þess er skýrslan — eins og títt er um skólaskýrslur - - fræðir oss um kennara skólans og um kennslu-tilhög- unina, minnist hún og á bókasafn nem- enda, er „Skinfaxi“ nefnist. Borgar hver nemendanna 1 kr. árlega til safnsins, og átti það nú við lok skóla- ársins, er hér um ræðir, alls um 540 bindi og að auki 218 kr. 99 aur. í sjóði. Tveggja sjóða annara, er nemendum * eru ætlaðir, lætur skólaskýrslan og getið: 158 mjög skrautlegt, með tréskurðar-útflúri, og fóðrað raeð eiíki Hér og hvar stóðu þar og ýmsir munir úr postulíni, gömlu og ósviknu, og til skrauts. En á góltinu, sem var al-lagt marmara-flísum. voru dýrindis ábieiður frá Austurlöndum, og gömul ljÓ9a-króna hékk þat niður úr loptinu, — svipuð ljós-krónuúum, er notaðar voru almennt í Venedig fyrrum. Windmuller hafði rétt að eins litazt um í herberginu í svíp, er Castelfranco kom :nn. Hann var fjörlegur maður, farinn að mun að eldast, og grána, á hár, og skegg. Góðlátlegur var hann á svipinn, — augun dökk, og þýðleg, og mátti yfirleitt — í stúttu máli — segja, að þegsr macur sá hann, sæi maður, hversu haldri menn- irnir í Venedig, bezta tegundin, er. Þegar Windrouller afsakaði það, að hann gerði1 ef til vill ónæði, baðaði hann með höndinni, og lét, sem hann heyTÖi það ekki. „Allir, sem til min koma, og eru frá Favaro-höll- inni, eru mér jafnan velkomnir“, mælti bann, mjög alúð- lega, „og þá eigi hvað sízt, leiti þeir mín að tilmælum ungfrúarinnar (Gio von Verden). — Vinir hennar eru og mínir vinir, og þá er eg einatt til taks, er þeir leita mín!“ Windmuller hneigði sig, #g svaraði honum sem kurteislegast, — hafði og ásett sérf að baga sér, gagnvart honum. sem bonum þætti við eiga, er hann sæi, hvernig sér litist á hann. Teldi hann Castelfaranco sér jafn anjallan eða enda 147 „Já! Finnst yður ekki? En skemmtilegast var, að þegar mig dreymdi þær, dreymdi mig ematt, að þær voru á si-flögri umhverfis móður mina! Mér þótti draum-sýnin svc fögur, að eg vildi, að eg ætti mynd af henni!“ „Það væri gott hlutverk fyrir listmálarana!“ svar- aði Windmuller. „En nú verð jeg að faraj Sjáumst síðar, kæra Gío!“ Þegar Windmuller kom ofan í salinn, rakst hann þar á frú Verden, sem kominn var í ferðafötin, og spíg- sporaði þar fram og aptur. Hún var á tví-sóluðum stígvélum. með grænan floshatt á höfðinu, og í grænum ferða-jakka. „Nú! Hvað liður öllu hinu fólkinu?“ grenjaði hún er Windmuller kom inn. „Skárra er það nú seinlætiö! Hér bíð jeg, og bíð, og enginn kemur! En hvað er orðið af hattinum yðar? „Nu! — þér ætlið ekki, að vera með í förinni! En vel á minnst! Jeg hefi villst á yður, og honum föður yðar! Hann — hann var hann gamli Muller!“ „Alveg rétt — sannarlega var svo mælti Wíndmuller. „Það hefðuð þér þá strax átt að segja mér!“ mælti. Nikkel frænka. „Móðir yðar hefur þá verið af Verdens- ættinni, eða var eigi svo?“ „Spádómsgáfa yðar er alveg aðdáanleg!“ svaraði ‘Windmuller hálf-hikandi. „En sváfuð þér vel í nótt?“ „Svona þolanlega!“ svaraði hún. „En — eins og þér þekkið — verður maður einatt að snúa sér, og bylta sér, á ýmsar hliðar, áður en maður liggur sér þægilega i rúmi, þar sem maður er ókuDnugur! Og svo er mað-

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.