Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 29.04.1915, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 29.04.1915, Blaðsíða 2
64 ÞJOÐjVILJINN. XXIX., 18.-19. Meunirnir, sem í brunanum fórust, Toru: 1. Runólfui Steingiímsson, — maður mið- aldra, eða þá þar um, er árum saman hafði verið verkamaður á „Hótel Reykja- víku. Hann hafði háttað þar fyr en aðrir, — fór og einatt fyrstur allra á fætur um morgna. Hefur hann eigi orðið vakinn jafn skjótt er brunann bar að, og brann hann því inni, — hefur þó vonandi kafnað í reyknum, og ef tii vill enda alls eigi vaknað. ‘2. Hinn maðurinn, er í brunanum fórst, var Guétjón úrsmiður Sigurdsson, eig- andi „lngólfshvols11. Réð hann til inngöngu i hús sitt, er í því var kviknað að mun og allt þar að fyllast af reyk. Var því líkast, sem feigð haíi kall- að að honum, þar sem engin bönd héldu honum, hversu sem honum var þó ráðið frá því að fara inn í húsið. Lík hans náðist síðar á efsta lopti hússins, er um hægðist eldinn, og þá þó að mun torkennilegt af bruna í andliti og á höfði. Telja menn þó vist, að hann hafi kafnað í reykjarsvælunni og — eldur- inn þá fyrst síðar náð til hans. Að mönnunum báðum er hin mesta eptirsjá, og þá eigi hvað sízt að Guðjóni sáluga, er árum saman hafði verið í röð efnaðri borgaranna í bæjarfélaginu. En þá hnígur hver, er æfin er öll, og einatt ber eitthvað til sögu hverrar. Eins og nærri má geta, þá var uppi fótur og fit í bænum aðfaranóttina sunnu- dagsins (25. apríl þ. á.) frá því erbrun- ans varð fyrst vart og til morguns. Brunalúðurinn, sem og ysinn og þys- inn á götunum, gaf þeim og eigi nætur- friðinn, er sofið hefðu vært ella. Leiðast, hve litið varð að gert, þótt — svart væri og morandi af lólkinu. En tignarleg og mikilfengleg var sýn- in, er logabálið teygði sig mót himninum og gerði allt deginum enn bjartara í næturkyrrðinni. Heita mátti að allt er brann, væri alfallið og fullbrunnið, er ki. var 7—8 að morgni. En kl. 6 að kvöldi sunnudagsins (25. apríl þ. á.), er ritstjóra blaðs þessa varð reikað fram hjá rústunum, rauk þó enn að mun úr þeim hér og hvar. Að því er til vátryggingar kemur, eru hús öil i Reykjavik, sem kunnugt er, tryggð gegn bruna í brunabótafélagi döuskii kaupstaðanna. í>ar er því engin hætta á ferðum, — verð þeirra fæst endurgoldið, sem venja er í félaginu. Um lausaféð, þ. e. verzlunarvörur og innanstokksmuni er brunnið hefur, veltur á hinn bóginn allt á þvi, hve vel hver einstakur þeirra, er hér eiga hlut að máli, hefur búið í haginn fyrir sig. „Yísii“ (25. apríl þ. á.) segir gizkað á, að fjártjónið nemi alls 600 þúsundum króna. Senniiegast nemur það þó talsvert meira. í „ísafold“, húsi Ólafs heitins Sveins- sonar gullsmiðs, ef eigi og úr fleiri hús- um, er me3t stóð hættan af brunanum, þótt svo færi þó, sem betur fór, að aldrei næði eldurinn til þeirra, var mikið af innanhúsmunum flutt út úr húsunum. Gerir það eigi lítið óhagræði, er svo ber undir, — eigi fátt, er þá fer nær einatt í súginn. Sjálfsagt bæta þó ábyrgðarfélögin, er þar hefðu næst staðið, ef brunnið hefði, þann skaðan fúslega, — eða það þó að einhverju leyti. „Gullfoss“ heilsað í Vestmannaeyjimi. Þegar „Gullfoss“, fyrsta skip „Eim- skipafélags Islands1*, var ný kominn til Vestmannaeyja, fimmtudaginn 15. apríl þ. á. — sama daginn, sem lögin um al- menna verzlunarfrelsið (lög 15. apríl 1854) eru dagsett —, færði Sigurður skáld Sig- urðsson, lyfsali í Yestmannaeyjum, nýja gestinum skrautritað ávarp í ljóðum, er hengt var upp í borðsalnum á fyrsta far- rými skipsins. Avarpið er í logagyltum ramma, eða umgjörð, og er svo látandi: Heill og sæll úr hafi, heill þér fylgi jafna. Vertu giftugjafi gulls í milli stafna. Sigldu sólarvegi, signdur drottins nafni, atalt djarft, að eigi undir nafni kafnir. Kvæðið og óskin fylgir nú skipinu, hvert sem það fer og hvar sem það lend- ir, sem vottur um eptirvæntingu og hug- heilustu árnaðarÓ8kir íslenzku þjóðarinn- ar, skipinu og félaginu til handa. Dansknr „nýliræðingur" á ferðinni. „Trúnaðarmál“, sem ekki má vitnast. Ohæfa í garð isl. kjósanda! Eins og kunnugt er orðið, og getið er á öðrum stað í þessu nr. blaðs \'ors, kom „Gullfoss", skip „Eimskipafélags Is- lands“, hingað til bæjarins að morgni 16. apríl þ. á. Hann var oss öllum mjög kærkominn, og með honum komu og „konungsboðs- gestirnir“, þingmennirnir úr sjálfstæðis- flokknum (próiessorarnir Einar Arnórs- son og Guðmundur Hannesson og Sveinn yfirdómslögmaður Björnsson\ og geta má nærri, að mörgum var þá og naum- ast síður mjög forvitni á að sjá og geta haft tal af. Þeir komu og færandi hendi, sem kunnugt er orðið1) — höfðu meðferðis „leyni-skjal“, eða tilboð, frá konungs- valdinu, stjómarskrármálið varðandi. Skjal þetta getur þess, með hvaða skilmálum staðfesting geti fengist, eða að hverju Danir ýtrast geti gengið. En þar fylgir þó sá böggullinn skamm- rifinu, að áskilið er af Dana hálfu, að tilboðið verði í bráðina — eðaréttara sagt: í bráð og lengd, ef eigi verði að því gengið —, að skoðast sem algjör- legt „trúnaðarmál“. Flokksstjórn sjálfstæðismanna áttu og máttu þeir sýna það, og sjá hvað hún segði, en þá var og upptalið, eða þó því sem næst. Og þar sem svo er, verður þá og eigi út í efni þess farið í blaði voru að þessu sinni. Á hinn bóginn skal þess hér þó getið, sem alls ekkert launungarmál er: a) ad þingmenn úr sjáltstæðisflokknum, sem staddir voru hér í höfuðstaðn- um, ræddu málið á nokkrum fund- um all-ýtarlega, 16., 18. og 19. apríl þ. á. og b) ad ekki töldu þeir „fyrirvara11 Alþing- is fullnægt með því, né skjalið að öðru leyti þess eðlis, að gangandi væri að því. Á hinn bóginn leyndi það sér þó eigi, að sitt sýndist hér hvorum, þótt skýrt lýstu þeir þremenningarnir því yfir, að öllum böndum eða loforðum við konung, 1) Að eins 2—3 dögum áður, en þremenn- ingarnir lögðu af stað frá Kaupmannahöfn, hötðu þeir símað, hvað ýtrast væri fáanlegt hjá Dön- um, og var þá svarað símleiðina, að allir teldu það alveg öaðgengilegt. Siðasta daginn, sem þeir dvöldu i Kaup- mannahöfn, var þá eitthvað i sn&tri upp á það lappað, og svo er þá danski „ný brædingurinn" til orðinn.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.