Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 29.04.1915, Blaðsíða 8
70
ÞjOdvILjin'iú
XXiX., 18-19
REYKJAVÍK
29. apríl 1916.
Síðustu yikuna af einmánuði. voru daglepa
frost, meiri eða minni, Oft jörðin einatt alhvit að
morgni.
Sumarið heilsaði oss A hinn bóeinn mjög hlý-
indalega, fimmtudaginn 22. þ. m., — veður mjög
rnilt, og jórðin alauð.
f 18. þ. m. andaðist hér í bænum frú Dóro-
thea María Heilmann, ekkja Jóhanns heitins
Heilmann’s, fyr kaupmanns.
Börn þeirra hjónanna eru:
1. Guðrún, gipt Jóni kaupraanni Þorsteinssyni,
hér i bænum
2. Davíð Heilmann, preetur í Kaupmannahöfn
8. Sophie, gipt Eyvindi trésmið Arnasyni, hér f
bænum.
Frú María Heilmann kenndi — mörgum
fremur — andBtreymisina í lífinu um dagana,
en tápkona var hún með afbrigðum og margt
vel um hana.
„Florau lagði af Btað héðan, vestur og norður
um land, mánudaginn 19. þ. m.
Meðal farþegja héðan var Jón Auðunn, iands-
bankaútibÚBStjóri á ísafirði.
Jarðarför Sigurðar barnakennara Sigurðsson-
ar frá Mýrarhúsum, sbr. síðasta nr. blaðs vors,
fór fram hér i bænum föstudaginn 23. þ. m.
Landlæknirinn, hr. Guðm. Björnsson, brá sér
ný skeð til Austfjarða, í embættiseptirlitsterð.
Hans er von heim aptur f næsta mánuði.
f 21. april þ. á. andaðist hér í bænum Eyjólf-
ur trésmiður Ófeigsson.
Banameinið var krabbameinsemd.
Jarðarför Hjartar „Visis"-ritstjóra Hjartarson-
ar, sbr. siðasta nr. blaðs vors, fór fram hér i
bænum laugardaginn 24. þ. m.
Fjöldi háskólagenginna manna (skólabræður
hans o. fl.) fylgdu honum til grafar, auk margra
annara.
„Columbusu kom hingað frá átlöndum 19. þ. m.
„Gullfoss11 lagði af stað héðan til Vesturlands-
ins (og ísafjarðar) þriðjudaginn 20. þ. m.
Meðal farfþegja héðan voru: Kaupmennirn-
ir Arni Sveinsson og Marís Gilsljörð, frá ísafirði,
Jón bóndi Jónsson frá Súðavik i Alptafirði, er
komið hafði hingað með dóttur sína, til lækn-
inga, síra Sig. Gunnarsson, og kaupmennirnir
Oscar Clausen og Sæm. Halldórsson, allir frá
Stykk:9bólmi.
Enn fremur fóru og héðan: Ungfrú Guðbjörg
Jafetsdóttir (til Önundarfjarðar), frú Arndís Jóns-
dóttir (til Stykkishólms), og frú Gyðríður Þor-
valdsdóttir (til ísafjarðar), sem og Páll umboðs-
sali Stefánsson.
Úr stjórn „Eimskipafélags íslandsuu brugðu
sér og vesjur með skipinu: Eggert Claessen
yfirdómslögmaður, Garðar kaupmaður Gíslason
og Olegeir Friðgeirsson.
Útför Lopts stýrimanns Ólafssonar, er lagður
var fárveikur i land i Vostmanneyjum, frá ísl.
botnverpinginum „Ránu, og andaðist síðan af
afleiðingum veikinnar, sbr. síðasta nr. blaðs vors,
fór fram hér i bænum föstudaginn 23. april þ. á.
Loptur var fæddur að Störu-Fellsöxl i Borg-
arfjarðarsýslu 20. sept. 1S89, og lauk stýrimanns-
prófinu meira fyrir 2—3 árum.
Hann kvæntíst 3. okt. siðastl. (1914) eptirlif-
andi ekkju sinni, Agústu Pálsdóttur, Stofins-
sonar, frá Stokkseyri.
Foreldrar Topts heitins, sotn nú dvelja hér i
Reykjavík, eru hjónin: Ólafur Jónsson og As- I
gerður Sigurðardóttir, frá Stóru-Fellsöxl.
!
Ungfrú Jósephina Zoéga (dóttir Helga kaup-
manns), og mr. Hobbs, fiskikaupmaður, voru gef-
in saman i hjónaband hér í bænum laugardag-
inn 24. april þ. á.
Búðkaupsveizlan fór fram á hótel Reykjavík.
f Látinn er ný sktð Eyjólfur Símonarson,
frá Skildinganesi, kominn á sjötugs-aldur.
Stúdentafélagið hér i bænum gekkst fyrir
því, að haldin var kvöldskemmtun i „Iðnó“ síð-
asta vetrardagskvöldið (2l. apríl þ. á.)
Bjarni frá Vogi skemmti mönnum þar með
upplestri, en frú Laura Finsen söng. — Höfð
var og „skrautsýning11 svo nefnd (með dansleik
og söng), og stýrði frú Stefanía Guðmundsdóttir
henni, en samið hatði Guðm. skáld Guðmundsson.
Skemmtunin var endurtekin á sumardaginn
fyrsta.
Meða fána á stöngum, og lúðraþyt á Austur-
velli, var sumrinu heilsað hér f bænum, á sum-
ardaginn fyrsta (22 apríl þ. á.).
„Gullfoss11 kom bingað frá Vestfjörðum að
morgni 26. aprll þ. á.
Meðal farþegja hingað voru: Jóhann oddviti
Bárðarson íBolungarvík,Guðm lögmaður Hannes-
son á ísafirði, Jón formaður Magnússon á ísafirði
og Þorsteinn klæðskeri Guðmundsson, — báðir
til að leita sér lækninga. — Enn fremur Ben.
Þórarinsson, kaupmaður á Isafirði, o. fi.
Jarðarför Mariu Heilmann fór fram hér í
bænum, frá dómkirkjunni, mánudaginn 26. þ. m.,
og fylgdi henni eigi all-fátt til grafar.
„Gullfoss11 lagði af stað héðan í Ameríku-
hiðangurinn að kvöldi 27. apríl þ. á. — Far-
þegjar yfir tuttugu, er með skipinu ióru, þar á
meðal kaupmennirnir Jón Björnsson (bankastjóra
Kristjánssonar) og Jónathan Þorsteinsson.
Jafnvel að morgni þriðjudagsins (27 april)
sást enn rjúka úr bruna-rústunum á tveim eða
þrem stöðum.
Eklii hafa enn fundist neinar leifai af líki
Runólfs heitins Steingrimssonar, mannsins er
fórst á „Hótel Reykjavík11 i brunanum, sbr. hér
að framan, — hefir án efa alveg brunnið til
ösku.
Gryldendalsbókaverzlunin 1 Kaupmanna
höfn byrjaði i vetur, að gefa út skraut-
útgáfu af öllum ritum danska skáldsins
Johannesar Ewald’s.
Ewald var fæddur í Kaupmannahöfn
18. nóv. 1743, og andaðist þar 17. marz
1781.
Hann er talinn eitt af beztu ljóðskáld-
um Dana, og hafði, öðrum fremur, meist-
aralegt vald á málinu, og telja margir
hannfyrirrennaraOehlenschlager’s,danska
skáldjöfursins, á öldinni, sem leið.
„Manden paa Höjriis“ er nafnið á nýju
þriggja þátta leikriti, eptir danska skáld-
ið, og leikritahöfundinn, Einar Christian-
sen er kom út í Kaupmannahöfn og sýnt
var þar, á kgl. leikhúsinu, í vetur, er
leið.
Einar Christiansen er fæddur i Kaup-
mannahöfn 20. júlí 1861, og hefir samið
fjölda leikrita, sem og skáldsögur, o. fl.
Þeir, sem gjörast kaupendur að 29.
árg. „Þjóðv.u, er hófst síðastl. nýár og
eigi hafa áður keypt blaðið, fá
alveg ókeypis,
sem kaupbætir, síðasta ársfjórðung næstl.
árgangs (frá 1. okt. til 31. des.).
Sé borgunin send jafnframt, þvi, er
beðið er um blaðið, fá nýjir kaupendur
einnig, ef óskað er,
200 bls. at skemmtisögum
og geta, ef vill. valið um 8., 9., 10., 11.,
! oe 14. söguheftið i sógusafni »Þjóðv.c
Þess þarf naumast að geta, að sögu-
safnshepti „Þjóðv. hafa víða þótt mjög
skemmtileg, og gefst mönnum nú gott
færi á að eignast eitt þeirra, og geta þeir
sjálfir valið, hvert söguheftið þeir kjósa
af sögusöfnum beim, er seld eru í lausa-
sölu á 1 kr. 50 aura
Ef þeir, sem þegar eru kaupendur
blaðsins, óska að fá sögusafnshepti, þá
eiga þeir kost á því, ef þeir borga 29.
árgang fyrir fram.
Til þess að gera nýjum áskrifend-
um og öðrum kaupendum blaðsins
sem hægast fyrir, að þvi er greiðslu
andvirðisins snertir, skal þess getið,
að borga má við allar aðal-verzlanir
landsins, er slika innskript leyfa, enda
sé utgefanda af kaupandanum sent
innskriptarskirteinið.
Þeir, sem kynnu að vilja taka
að sér útsölu »Þjóðv.c, sérstaklega í þeim
sveitum, þar sem blaðið hefir verið lítið
keypt að undanförnu, geri svo vel, að
gera útgefanda »Þióðv.< aðvart um það,
sem allra bráðast.
Nýir útsölumenn, er útvega blað-
inu að minnsta kosti sex nýja kaup-
endur, sem og eldri útsölumenn blaðsins,
er fjölga kaupendum um sex, fá — auk
venjulegra sö ulauna — einhverja af
forlagsbókum útgefanda „Þjóðv.“, er
þeir geta sjálfir valið.
Gjörið svo vel, að skýra kunn-
ingjum yðar og nábúum, frá kjörum
þeim, er »Þjóðv.c býður, svo að þeir
geti gripið tækifærið.
Nýir kaupendur og nýir útsölumenn
eru beðnir að gefa sig fram sem allra
bráðast.
Utanáskript til útgefandans er:
Skúli Thoroddsen, Vonai*stræti 12,
Reykjavik.
RITSTJÓRI OG EIGANDI:
SKÚLI THORODDSEN
Prentsmiðja Þjóðviljans.