Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 29.04.1915, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 29.04.1915, Blaðsíða 7
XXIX, 18.-19. ÞjOÐ VILJI.NN. unum í Frakklandi, hefur Yilhjálmur Þýzkalandskeisari ný skeð sæmt „járn- krossinum“. Hann er borinn í svart-hvítu silki- bandi. í blaðinu „Politiken" (7. febr. 1916) er þjódeign Dana (þ. e. öll eign íbúanna í Danmörku í föstu og lausu) talin alls 12 milljarðar króna. — En milljarðinn er 1000 millj., sem kunnugt er. Til samanburðar getur blaðið þess og, að alls sé þjódeignin i Þýzkalandi á hinn bóginn 300 milljarðar þýzkra marka, eða þá nær 270 railljarðar króna. Drukknun. (Maður fellur útbyiðis.) Sunnudaginn 18. april Biðastl. tók mann út af íal. botnvörpuveiða-skipinu „Snorri goði“. Skipin var þá statt fyrir sunnan land, eigi all-langt frá Vestmanneyjum. Maðurinn, sem brökk útbyrðis, hét ólafur Sigurgeirason, og var úr Snæfellsnssýslu. Skipverjunum á „Snorra goða“ tókst að visu, að ná i Ólaf, er honum skaut upp, en þá var Lann þó þegar örendur, og allar lífgunar-tilraun- ir árangurslausar, er upp á botnverpinginn var komið. Sýslumannseinbættið i Dalasýslu. Sýslumannsembættið i Dalasýslu er nú ný- lega auglýst laust til umsóknar. Umsóknarfresturinn er til 20. júni þ. á. Föstu launin, er embættinu fylgja, eru að eins 2500, og aukatekjurnar nær engar. Frá Seyðisíirði. (Sjónleikir þar.) Kvennfélag Seyðisfjarðat- gekkst fyrir kvöld- skemmtunum i Seyðisfjarðarkaupstað 13. og 14. marz þ. á. (1915). Sýndir voru þar tveir stuttir sjónleikir: „Lif- andi húsgögn11, og „Sakleysið 4 flótta“. Söngfélagið „Bragi“, og Kr. læknir'Kristjáns- son, skemmtu og með söng. „lslendingur“ er nafnið á blaði, sem byrjað er ný skeð, að koma út i Aknreyrarkaupstað. Ritstjóri blaðsins er Sigurður dýralæknir Ein- arsson. Blaðið eindregið sjálfstæðisblað. Prestakall auglýst til umsóknar. 12. april þ; á. auglýsir biskup landsins til umsóknar ísafjarðarprestakall (Eyrarsókn í Skut- ilsfirði; og Hólssókn i Bolungarvík). Heimatekjur: 1. Frá ísafjarðarkaupstað . . 500 kr. 00 aur. 2. Prestmata .................61 — 20 — Kr. 661 — 20 — Umsóknarfresturinn er til 25. mai 1916, og brauðið veitist frá næstk. fardögum (1916). „Electron“. (Blað simamanna) „Electron“ er nainið á nýju blaði, sem félag isl. simamanna er nýlega byrjað að gefa út. Blaðið kemur út annan hvorn mánuð, — alls 6 blöð 4 árí, og ræðir nýjungar, er að simritan- inni lúta. Ritstjóri er Otto Björnsson, simritari i Reykjvik. Fiskiskip ferst. Menn bjargast. 29. m irz. siðastl. (1915) fórst fiskiskipið „Óli“ i hafis við Geirhólma. Mennirnir kröngluðust að landi á bafisjökum, og komust til bæjar i Skjaldbjarnarvik. Skipið var eign Otto konsúls Tuliníusar á Akureyri. Það var sætryggt í „Samábyrgð íslands11. Dregið hefir að mun, síðustu fimm árin, úr aðstókninni að Thorvaldsen’s- safninu í Kaupmannahöfn —- ársgestun- um fækkað þar úr 101 þúsundi ofan í 66V2 þús. Dönsk blöð tala því mjög um það, að gjörbreyta þurfi þar öllu fyrirkomu- laginu á stjórn safnsins o. fl. En þar eru, uem kunnugt er, geymd listaverk Albert’s Thorovaldsen’s, er hann í arfleiðsluskrá sinni, 10. apríl 1838, gaf Kaupmannahöfn. Thorvaldsen andaðist snögglega í sæti sínu í kgl. leikhúsinu í Kaupmannahöfn 24. marz 1844, og hvílir nú lik hans í sérstakri grafhvelfingu í garðinum, sem áfastur er við safnhúsið, er listaverkin hans geymir. Hann var sonur íslendingsins Gott- skálks Þorvaldssonar (f. 1740, d. 1806), og er almennt talinn fæddur 19. nóv. 1770, þótt aðrir telji ánð 1872 vera rétt- ara fæðingar-ár hans. Frá Yestur-íslendingum. 19. febrúar síðastl. gekk sendi-nefnd frá félaginu „Political Equality League“ í Winnipeg á fund hr. R. P. Roblin’s, stjórnarformannsins í Manitoba, til þess að skora á hann að beitast nú fyrir því, að konur fengju atkvæðisrétt í lands- málum. Roblin lofaði að bera málið undir embættisbræður sína í ráðaneytinu, en kvað sér þó enn líkt fanð sem Breta- stjórn, — eigi orðinn sannfærður um það, að tíminn væri enn kominn(H) í sendi-nefndinni var einn íslending- ur, mr. Thorson, sem fulltrúi íslenzkra kvenna. Eptir því, er séð verður í ný komn- um „Heimskringlu“-blöðum, eru stöku íslendingar enn að ganga í ófriðinn, — þykir það einhver mikilmennska (!) Töluverðan þátt í þessu á það og ó- efað, að bæði vestur-íslenzku blöðin í Winnipeg, sem sannarlega ættu þó sem alvarlegast að vara alla við því, að gefa sig í manndrápara-leikinn, sem lausir geta við það verið, gera þó á hinn oóg- inn miklu fremur hið gagnstæða, — birta jafn vel hvem bréflappann frá þeim, er í striðið fara o. s. frv. Allir vita, að siðferðislega skoðað var engum það þó nokkuru sinni heimilt, að fara til manndrápa, og að eigi bætir það eðli glæpa, hvert nafnið þeim er valið. „Heimskringla11 (26. febrúar 1916) seg- ir ný látinn Kristján Holm, smið góðan, ný kominn frá íslandi. 69 Hann lætur eptir sig ekkju og 4 börn. Banamein hans var lungnabólga. Hann var jarðsunginn i Winnipeg 25. febrúar þ. á. í Grunnavatnsbyggðinni brann á önd- verðu yfirstandandi ári hús Jóhannesar Egilssonar í Otto, með öllu, sem í því var. Húsið og munirnir óvátryggt. „Heimskringla11 (11. febrúar 1916) get- ur þess, að ungur maður, Jón H. Arna- son að nafni, er komið hafi frá íslandi 3. júlí síðastl. (1914), fari um byggðir íslendinga í Vesturheimi og selji þar smá- sögu til arðs fyrir barnaheimili, er hann tjáist hafa mikinn áhuga á, að á fót verði komið á Islandi. Nýiega hefur Roblin-stjórnin fengið því á komið, að víusöluhúsunum í Mani- toba er nú lokað að mun fyr á kvöldin en áður hafði verið. Áhrifin voru og í janúar þ. á. (1915) þegar sýnileg, — að eins 176 menn í þeim mánuði, i Winnipeg, er settir voru í varðhald vegna drykkjuskapar-óreglu á strætum úti, en 308 í sama mánuði árið áður. 31. janúar síðastl. (1916) var 26. árs- fundur fyrsta unítara safnaðarins í Winni- peg, og minnzt þar þá sérstaklega fráfalls Skapta B. Brynjólfssonar, er æ hefði verið frumherji frjálsar trúar meðal Islendinga í Vesturheimi og gengið að mun á undan öðrum í öllu, er að siðferðis-fullkomnun- inni laut. fitt og þetta. Fyrsta seglskipið, er fór um Panama-skurð- inn, var norska skipið „Springbank“. Skipið var á leiðinni fré San Francisco, á Kyrrahafs-ströndinni, til Kaupmannahafnar,fermt alls 3850 smélestum af bygg-grjónum. „Springhank“ fékk vélhát, til að draga sig gegnutn skurðinn, og varð eigandi farmsins að greiða alls 1500 sterlingspunda fyrir það, að koma því alla leið til Atlantshafsins. Það er að vísu geysi-há uppFæð, en þogar litið er é það, að farmurinn nam alls um 38,500 tn. (á 200 pund), koma þó eigi nema um 70 aur- ar á tunnuna, og er það þá auðvitað eitthvað annað, en að flækja skipinu alla óra-leiðina suður fyrir Suður-Aineriku. Brú er nú verið nð byggja milli dönsku smá- eyjanna Lilleöog Askö, i Smálandshafinu („Smaa- landshavet“), fyrir norðan l.áland, og er kostnað- urinn áætlaður alls um 30*/í þús. króna. Af eyjunum er Askö ögn stærri, en Lilleö. og þar er barnaskólinn, sem báðar eyjarnar nota. Börnin frá Litl-ey (,,Lilleö“) hefir þvi orðið að ferja yfir sundið, milli eyjanna, tvisvar á dag, er þau fóru i, eða komu úr, skólanum.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.