Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 29.05.1915, Qupperneq 1
r
M 24-25
Reykjavík 29. maí 1915.
XXIX. árg.
Italir komnir í ófriðinn.
Á hvítasunnudaginn (28. maí) gerðist
það tíðinda, sem menn höfðu lengi búist
við, að ítalir þóttust eigi lengur geta
setið hlutlausir hjá norðurálfu-ófriðnum,
en sögðu Austurríki (og Ungverjalandi)
stríð á hendur.
Allan tímann, síðan norðurálfu-ófrið-
urinn hófst, hafa Italir og notað sem
rækilegast til að hertýgjast.
Auðvitað eiga Italir þá og Þjóðverj-
um og Tyrkjum að mæta, eigi síður en
Austurríkismönnum.
Fjöldi Þjóðverja, Austurríkismanna og
Ungverja, er staddir voru á Italíu eða
áttu þar heima, fiýðu og þaðan sem hrað-
ast, áður en Italir sögðu friðinn rofinn.
Á sama hátt fiýðu og ítalir, er heima
áttu á Þýzkalandi eða í Austurriki (eða
Ungverjalandi), eða þar voru staddii, —
seldu þar eignir sínar í snatri og komu
sér burt.
Orrustur hafa enn eigi orðið, nema á
landamærum Ítalíu og Austurríkis, að
frétt sé orðið, er þetta er ritað.
Yæri nú vel, ef svo færi, að Italir
fengju sem bráðast góða skellina.
Þeir ráða á Austurríkismenn (og Ung-
verja), fyrverandi bandamenn sína, er
þeir eiga sem mest í vök að verjast gegn
árásum annara.
Öllu níðingslegra varmennsku bragð
verður tæpast framið.
Satt að vísu, að eitthvað er af ítölsku
mælandi mönnum í Tyrol og þar í grennd-
inni, en eigi hefur það heyrzt, að þeir
hafi þó ósltað þess, að sameinast Italíu,
og mega þá sjálfir ráða.
NÝTT TÍMARIT, er „Iðunn“ nefnist,
er nú í ráði að byrji að koma út í næstk.
júlímánuði.
Áformað er, að alls komi út fjögur
hepti, og verði hvert þeirra sex arkir að
stærð.
Tímaritið á að verða fjölbreytilegs
efnis, bæði fræðandi og skemmtandi.
Útgefendurnir verða: Ágúst Bjarna-
son, Einar Hjörleifsson og Jón Ólafsson.
Yerð árgangsins er 3 kr. 60 aur.
Vátryggið
eigur yðar (hús, húsgögn, vörur o. fl.)
í'yrir eldsvoða i brunabótafélaginu
„ General”
stofnsett 1886.
Aðal-umboðsmaður fyrir Island:
Sig. Thoroddsen
adjunkt.
Umboðsmaður fyrir Norður-lsafjarðar-
sýslu er Jón Hróbjm tn.son verzlunarstjóri.
Ur
Sjálfstæðisflokks-herbúðuDum
(Sjáiístæðisflokks-stjórnin.)
Svo látandi bréf barst formanni mið-
stjórnar Sjálfstæðisflokksins á Alþingi (Sk.
Th.) 20. maí siðastl.:
Vér undirritaðir leyfimi oss hér með að
biðja yður að kallp. eaman fund í miðstjórn
Siálfstæðisflokksins hið allta fyrsta og i síð-
asta lagi mánudag næstkomandi.
Reykjavík 20. maí 1915
Einar Arnórsson Sveinn Bjönsson
Ólafur Björnsson Br. Björnsson
Til
formanns miðstjórnar Sjálfstæðisflokksins
herra alþm. Skúla Thoroddsens
Reykjavík.
Bréfi þessu var svarað með bréfl dags.
| 23. mai þ. á, og er svarið sem hér segir:
í tilefni af bréfi yðar, háttvirtu herrar,
til formanns miðstjórnar Sjálfstæðisflokksins,
dags. 20. þ. m., leyfum vér oss hér með, að
tilkynna yður, að þar sem vér, samkvæmt
þvi, sem gerzt hefur í stjórnarskrármálinu,
og af því að einn yðar hefur gjörzt ráðherra;
með stuðningi mótflokksins, eigi getum að
svo stöddu skoðað yður, sem verandi í Sjálf-
stæðisflokknum, þá höfum vér, sem meiri
hluti þingmanna i flokksstjórninni, sem þing-
ið valdi; kosið okkur til aðstoðar í flokks-
stjórnina, unz Alþingi kemur saman, alþings-
mennina: Sigurð Eggerz og Björn Kristjáns-
son, og getum þvi að sjálfsögðu eigi orðið
við tilmælum yðar i ofan greindu bréfi, um
boðun gömlu miðstjórnarinnar á fund, eins
og vér líka mótmælum þvi, að þér fram-
kvæmið nokkuð i nafni flokksstjórnar Sjálf-
stæðisflokksins.
Reykjavik *•/, 19t5.
Benedikt Sveinsson Bjarni Jónsson fiá Vogi
Skúli Thoroddsen
I Samþykkur:
Björn Kristjánsson
Til
herra Einars Arnórssonar, Sveins Björnsson-
ar, Ólafs Björnssonar og Brynjólfs Björnssonar.
Eins og menn sjá, þá er það blátt
áfram hlægilegt, nú orðið, að telja menn-
ina sem undir bréfunum standa, sem
verandi í stjórn sama flokks.
Atburðirnir, sem gjörzt hafa að und-
anförnu, hafa gjört öllum það ljósara en
svo, að orðum þurfi um að eyða, að ekki
eigurn vér Sjálfntœdisflokksmennh nir, sem
verið höfum, og »ný-brœdingarnir« sam-
leid, sem stendur.
Þetta hefur „ísafold“ og rækilega bent
á í síðustu nr. sínum.
Yæntanlega lætur þá og enginn blekkj-
ast á þvi, er birtast kynui, fyr eða síðar
úr herbúðum „ný-bræðinganna“, eða eign-
ar það Sjálfstæðisflokknum.
Hvorir fara nú sinna terða, Sjálfstæð-
ismenn og „ný-bræðingar“, og ættu því
| að koma fram, hvonr um sig, að eins
í sínu naíni sérstaklega, en eigi í nafni
hinna.
En það, að láta sem eitthvað sé gert
í nafni gömlu miðstjórnar Sjálfstæðis-
flokksins, gœti ordid ýmsum til blekking-
ar, — látið menn ætla, að það héngi þó
enn saman, sem sundrað er orðið.
Sjálfstæðisfélagsfundurinn
17. mai.
Þingrofs og nýrra kosninga kratist.
Samkvæmt áskorun ýmsra manna í
Sjálfstæðisfélaginu í Reykjavík, var fund-
ur haldinn í Goodtemplarahúsinu að kvöldi
mánudagsins 17. maí síðastl.
Sigurður Eggerz, fyr ráðherra, flutti
þar aðal-ræðuna gegn „ný-bræðingnum“,
og í sama strenginn tóku þeir: Bjarni
frá Vogi, Jörundur kennari Brynjólfsson,
Þorkell Clementz, Björn bankastjóri Krist-
jánsson, Ben. alþm. Sveinsson og Gunnar
frá Selalæk.
Af hálfu „ný-bræðinga“ talaði á hinn
bóginn: Nýi ráðherrann (hr. Einar Arn-
órsson), Sveinn alþm. Björnsson, Jakob
Möller bankastarfsmaður og Grísli Sveins-
son lögfræðingur.
Á fundinum kom fram tillaga frá Sig-
urði Eggerz, sem var svo hljóðandi:
„Sjálfstæðistélagið skorar á
ráðherra aö rjúfa þing, áður en
hann staðfestir stjórnarskrána.“
Mjög tók ráðherra (E. A.) tillögunní
dauflega, taldi ýms vankvæði á þingrofi
og notaði að mun ýmsar vífilengjur.
Aðal-stuðningsmenn hans á fundinum
gerðu og hvað þeir gátu, til þess að aptra
því að tillagan yrði samþykkt, og frá
einum þeirra, hr. Jakob Möller, var bor-
in fram svo látandi tillaga til rökstuddr-
ar dagskrár: