Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 29.05.1915, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 29.05.1915, Blaðsíða 6
88 XXIX., 24.-25. ÞjOt; V'ILjijSji'T 1)»“) { Suður-Dacota, og dvaldi þar siðan til dánardægurs. Af 9 börnum, er þau hjónin alls eignuðust, eru nú að eins sjö é lifi. Dánar eru, i síðastl. marzmánuði; tvær konur, austfirzkai: Önnur þeirra, frú Sigriður Hjálmarsson andað- ist i Norðfirði aðfaranóttina 13. marz þ. á. (1915), 66 ára að aldri. — Hún var kona Konráðs kaup- manns Hjámarssonar í Norðfirði, og fór jarðarför hennar fram 22. marz síðastl. Frú Sigriður kvað hafa verið dugnaðar- og myndar-kona. — Hin konan. húsfrú Þórunn Jónsdóttir. andað- ist í Seyðisfjarðarkaupstað 26. marz þ. á. (1915). — Sonur hennar er Jóhann vélasmiður Hansson. 22. marz þ. á. andaðist enn fremur að Felli i Kollafirði (( Strandasýslu) húsfreyjan María Jónsióttir, 69 ára að aldri. Maður hennar, er lifir hana, er Guðmundur hóndi Einarsson á Felli. Al.’s varð þeim hjónunum 12 harna auðið, og eru 10 þeirra á lifi. Banamein Mariu sálugu var krabhameinsemd. Hún var dugnaðar- og myndar-kona, er vel sá um allan harna-hópinn. og petta. „Bræðra-söngfélagið“. í þorpinu Erslev á eyjunni Mons (i Lima- firðinum á Jótlandi) er söngfélag, sem er ein- kennilegt að þv( leyti, að meðlimirnir — alls 10 að tölu — eru allir hræður. Þeir heita Krog, og syngja auðvitað allir. Geysi-stór kaffi-farmnr. Úr eimskipinu „St. José“ var snemma í ár skipað 1 land i „Fríhöfninni“ í Kaupmannahöfn 26 þús. 120 punda pokum af kaffi. Það mun vera lang-stærsti kaffi-farmurinn, er komið hefur nokkru sinni til Danmerkur. Stórgjaflr tii almennra þarfa. Dánargjöt Guðjóns Sigurðssonar úrsmiðs. Vegna þeirra lesenda blaðs vors, er eigi sjá hin hlöðin, þykir hlýða, þótt dráttur sé á orðinn, að geta þó að nokkru arfleiðsluskrár Guðjóns heit- ins Sigurðssonar úismiðs. Auk gjafa til ættmenna, hefur hann í arfleiðslu- skrá sinni, dags. 14. júli 1908, gefið til almennra þarfa, er hér segir: 1° Gefið 1000 kr. til Heilsuhælisins á Vifils- stöðumi i 2° Anafnað málverkasafni íslands öll mál- verk sin, og 3° Akveðið, að eignirnar renni að öðru leyti i sjóð, til eflingar góðum hljóðfœraslætti í Reykjavík. Vextirnir leggjast við höfuðstólinn, unz 4/b ársvaxtanna nægja til að kosta 6—8 manna fyrsta flokks „orkester11, er leiki minnst tvisvar í viku (en helzt á hverju kvöldi), þar sem allir eiga ókeypisaðgangað */» árvaxtanna leggst á hinn hóginn einr att við höfuðstólinn, unz sjóðurinn er orð- inn alls 300 þús. króna, en upp frá því leggst að eins */10 ársvaxtanna við höfuð- stólinn. Stjórnarráðinu er í arfleiðsluskránni ætlað, að semja skipulagsskrá fyrir sjóðinn. Skiptastjórar i húinu eru: Eggert Claessen yfirdómslögmaður og Sig. Briem póstmeistari, — hinn íyrnefndi samkvæmt ákvæðum arfleiðslu- skrárinnar, en hinn síðarnefndi tilnefndur af Stjórnarráðinu. Heimilisiðnaðarfélag Norðurlands. „Heimilisiðnaðarfélag Norðurlands", sem hefur sama ætlunarverkið, sem Heimilisiðnaðarfélagið hér syðra, var stofnað á Akureyri i aprilmán- uði þ. á. í stjórn félagsins ern Þorkell kennari Þor- kelsson, Sigurður járnsmiður Sigurðsson og Hall- dóra skólastjóri Bjarnadóttir. Það er heimilisiðnaður ýmiskonar, er félagið kennir, þar á meðal t. d. að ríða körfur úr tág- um o. fl. o. fl , sem heimilunum ætti að gefa dá- litlar aukatekjur. Frá Akureyri. (Smásíld á Pollinum). Talsvert af smásíld aflaðist á Pollinum á Akureyri í aprílinánuði þ, á. Síldin var seld þar í íshúsinu á 10—12 kr. tunnan. Upsaveiði. (á Siglufirði.) Seint i aprilmánuði þ. á. var upsaveiði mikil á Siglufirði, að því er segir i norðanblöðunum. Upsinn þar notaður til manneldis og seldur til skepnufóðnrs lsafjarðarprestakall. (Hverir þar vei-ða í kjöri). Umsóknarfrestunnn um ísafjarðarprestakall (Eyri i Skutistirði, og Hólssókn i Bolungarvík) er nú liðinn, og eru umsækendurnir þessir 1. Sira Asgeir Asgeirsson i Hvammi í Dalasýslu 2. — Jón Arnason á Bfldudal 3. — Magnús Jónsson, Gardar i Dacota 4. — Páll aðstoðarprestur Sigurðsson i Bol- ungarvik 6. — Páll Stephensen i Holti i Önundarfirði 6. cand. theol. Sigurhjörn A. Gíslason, og 186 að líta svo á sakirnar, sem Anna-María sé eigi að mnn ung, nú orðiðú mælti frú Verden. „Jeg veit að vÍ9U, að hún hefur cnn eigi nema tvo um tvítungt, ogþó—“ „Skollinn kalli það, að vera ungur, að verða eigi hrifinn af neinu, og að huga aldrei um neinn, nema ajálfan sig!“ mælti frú Verden enn fremur. „En vorum við annars að spjalla um þetta? „Nei!“ svaraði Win„muller. BAið vorum bæði á- sátt um það, að okkur geðjaðist báðum vel að Gío!“ „Rétt: okkur — og ónefndum! Og ekki er mér það móti skapi!“ mælti frú Verden. „Mér heldur ekki!“ svarað Windmuller. „Vildi eg og helzt óska, að svo langt væri komið! En þegar um slíkt, og þvílikt, ræðir, tjáir alls ekki, að reka á eptir, en láta allt ganga, sem gengið getur!“ Nikkel frænka nam nú stað, með því að komið var að dyrunum. „Jeg er alveg sömu skoðunar, sem þér!“ mælti hún, og rétti honum höndiua. „En verið þér óhræddur, hr. Muller! Jeg er ekki ein þeirra, sem fæst við það, að koma ógiptum persónum saman!“ BJæja! Að því er gæfu ungfrúarinnar snertir, þá erum við þó sömu skoðunnar!“ mælti Windmuller. „Ætt- um þá og að geta startað saman, að því er alif annað enertir, er að ánægju hennai-, og öryggi lýtur!“ BHvað eigið þér við?“ mælti hún, og var, sem yrði hún hissa. „Sofnið nú í næði!“ svaraði hann mjög alvarlega. BUm hitt tölum við svo seinna! En öllu skiptir: Get eg eigi treyst þvi, að þér aðstoðið mig i þvi efni, sem þér getið?“ 191 Windmuller virti hann í svip mjög grandgæfilega fyrir sér. „Gerðu þig nó eins heimskulegan, eins og þú getur!^ mælti hann, og Pfifferling hlýðnaðist þegar sk paninni. „Gott — ágætt!“ svaraði húsbóndi hans. „En fara. þó eigi of langt! Hefirðu látið sjá þig svona niðri?“ „Já, prófessor góður!“ svaraði Pfifferling „Jeg hélt, að það spillti ekki! „Það var gott!“ svaraði Windmuller. „En gættu þess nú, að tala ekki of mikið! Láta heldur toga út úr yður, og segja þá ótrúlegustu sögur um mig, og koma því þó eigi upp. hver eg er i raun og veru! Skiljið þér mig? Ungfrú von Verden veit ein, hver eg er! En hafið þér nú komizt á snoðir um nokkuð?“ „Jeg veit þegar, hverir hér í húsinu eru!“ svaraði Pfifferling, og gekk nær. „Gío — ungfrú von Yerden — er eigandinn, en frænka hennar, Hornista, er á hinn bóginn sú, er skipar fyrir um allt!“ „Onesta!“ mælti hr Windmuller, t' 1 leiðréttingar. „Onesta! Þakka auðmjúklegast, gipt amerískum manni, sem er líkastur ungum stúdenti!“ mælti Pfiffer- ling. BSvo er frænkan, sem þér leidduð, er staðið var upp frá borðum! Jeg stóð á gægjum bak við glugg- tjöldin! Ágætt þar að vera, detti engum í hug, að skyggn- ast þanguð!“ . „Ágætt! Og heyrðuð þér, hvað við frú Verden spjölluðum saman um?“ „Hvert orð! Laumaðist og á eptir ykkur! Og stígvélasólarnir mínir svo, að hljóðlaust get gengið!“ Wipdmjuller dpldist eigi, að Pfifferling var á hröð- ustu fran-farabraut, sem leynilögreglumaður!

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.