Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 26.06.1915, Síða 4
98
ÞJCÐ VILJINN.
XXIX., 28.-29.
Norðurálfu-ófriðurinn.
(Hvað helzt hefur tíðinda gerzt.)
Þess var áður getið, sbr. 26. nr. blaðs
vors þ. á., að nýtt stórveldi hefir enn
bætzt við í ófriðinn, bandamannamegin,
sem sé Italía. Hafði áður staðið í samn-
ingaþófi löngu milli þeirra og von Biiio'ws,
er við þá samdi af hálfu Þjóðverja og
Austurrikismanna. Hafði hann að lok-
um boðið þeim landauka, eigi all-lítinn
af Austurríki, en þeim þótti kröfum sín-
um hvergi nærri fullnægt. Þóttust og
eigi geta trúað Þjóðverjum þótt þeir á-
byrgðust efndir samninganna, er þeir
höfðu áður rofið orð og eiða á Belgíu.
Þjóðverjar halda því fram, að Bretar
hafi mútað æsingamönnum á Italíu svo
að við ekkert hafi ráðist og muni þjóðin
fljótt sjá eptir ráðleysu sinni, er út í
voðann sé komið og af þeim séu runnin
barnalegustu fagnaðarlætin og striðslöng-
unin. En um slikt hafi verið mikið þar
í landi, er friðnum var slitið. Af viður-
eigninni þar syðra hefir fátt eitt heyrzt,
enn sem komið er, sjóbardagar nokkrir,
og þykjast Italir munu loka höfnum Aust-
urrikis við Adríahaf. En Austurríkismenn
hafa gert loptskipaárásir, með annars á
Feneyjar (Venedig) og er af því hætt
við spjöllum á hstaverkum og frægum
byggingum þeirrar borgar.
A landi þykjast ítalir hafa unnið eitt-
hvað á, en lítið hefir þar verið barizt
fyrst í stað, nema einhverjar smáskærur
á landamærunum og hinir varla svo skjótt
viðbúnir. En nú hata Þjóðverjar sent
suður mikinn her, er þeir tóku úr Q-al-
izíu, þar sem þeir höfðu barið mest á
Bússurn að undanförnu. Segja nú Rúss-
ar und&nhald sitt stöðvað þar og þykjast
jafn vel vera þar ofan á aptur. Er það
ekki ósennilegt, þar eð Þjóðverjar hafa
þurft að flytja liðið burtu.
A vesturstöðvunum gengur lítið —
allt í sama þófinu og þykjast hvorir-
tveggja vinna á. Sagt hefir verið, að
Frakkar hafi nú mjög þurausið land sitt
af mannafla, þeim er fær sé til herþjón-
ustu og einnig hitt, að bandamönnum
gangi ílla að útvega nægar skotvopna-
birgðir handa hernum. Og þykir ekki
ósennilegt, að vakað hafi fyiir Bretum
að reyna að bæta úr þessu, þá er þeir
skiptu um all-marga af ráðherrum sínum
nú fynr skemmstu. Áður höfðu menn
úr frjálslynda flokknum einir setið i ráðu-
neytinu, en nú voru tekuir inn í það
nokkrir hinir helztu af íhaldsflokknum
svo og einn fulltrúi verkamannalýðsins,
Sumir segja, að þetta ummyndaða ráðu-
neyti ætli að koma fram lögum um her-
varnarskyldu á Bretlandi, en hún hefir
engin verið þar áður, svo sem víðast ann-
arsstaðar, heldur hafa Bretar haft mála-
lið og sjálfboðalið. Annars mun það
hafa miklu ráðið um þetta, að íhalds-
flo kknum hefir þótt það óhafandi að mega
ekki hafa hönd í bagga með landsstjórn.
inni á þessum alvörutímum, og hefir þá
þótt sanngjarnt að láta það eptir þeim.
Svo var og ágreiningur nokkur í stjórn
flotamálanna, mest út af sókn banda-
manna á hendur Tyrkjum í Hellusund-
um. Þótti Churchill, flotamálaráðherrann
sem var, hafa verið þar um helzt til ráð-
ríkur. Sú sókn hefir kostað Breta ærið
tjón, bæði manna og skipa, og hefir sumt
af því áður verið talið í blaði voru. Nú
að síðustu var sökkt fyrir þeim tveim
vígskipum, „Triumph“ og „Majestic“,seint
í næstiiðnum mánuði og hefir nú orðið
hlé á sókninni í annað sinn. Þjóðverjar
halda því fram, að Tyrkir reki landgöngu-
liðið af höndum sér jafn harðan og það
sé komið á land og séu sundin óvinn-
andi.
Ekki hafa nein af Balkanríkjunum
slæðst inn í ófriðinn enn þá, svo að kunn-
ugt sé. Þó fréttist að Rúmenía hallist
að bandamönnum, en muni vilja hafa
mikinn landauka fyrir snúð sinn og hafi
Búlgaria lofað að gera henni engar bak-
slettur, hvað sem hún réði af.
Frá Grikkiandi heyrist það eitt, að
Konstantín konungur hefir verið hættu-
lega ireikur um hríð og er óvíst hver
stefna þar yrði tekin, ef hans missti við.
Stjórn Bandaríkjanna í Ameríku á
stöðugt ali hörð orðaskipti við þýzkr
stjórnina út af því er „Lusitaníu“ var
sökkt. Heimta Bandaríkin, að Þjóðverjar
hætti hinum miskunnarlausu kafbátaárás-
um, svo að skip hlutlausra þjóða geti
verið óhult. En Þjóðverjar þumbast fyrir,
segja skipið hafa haft vopn innanborðs,
til Bretlands, og því verið ófriðheilagt.
Yita Þjóðverjar það vel, að Banda-
rikin eiga óhægt aðstöðu, þótt þau vildu
200
„Kæra Gío — ógjarua vildi eg ginna yður, til að
geta mér skýrslu, sem þér hlytuð seÍDa, að iðrast eptír!“
mælti Windmuller. „Segið þá ekkert; — jeg skil yður
vel! Ed rétt þykir mér, að láta yður þó vita eitthvað
um það, hvað starfi minu líður! Það er því og eigi
sjalfs min vegna, en málefnisins vegna, ei mig fýsir að
vita, hvað Onesta spjallaði um við yður, þar sem hún
var afar-æst, er eg hitti hana hérna fyrir utan herbergis-
dyrnar yðar! Nú bannar eómatilfinning yðar yður, að
skýra mer frá samræðunni, og fer eg þá aðra vegi, til
að fá að vita, um hvað hún snerist! Er yður það þá
vel ljóst?“
„Já!“ svaraði Gío. „En vitni voru þar engin nær-
stödd, og hafið þér því engan að spyrjaÞ
„Hvernig vitið þér það?“ mælti Windmuller. rÞau
geta æ þotið upp, sem gorkúlur! En setjum nú, að þér
hafið á réttu að standa! Imyndið þér yður ekki, að
frænka yðar þurfi, að létta ögn á sér? Ef til vill, hefir
hún nú þegar gjört það!" Nei, kæra Gío! Jeg get
hæglega fengið að vita allt, sem eg vil! En krókavegir
taka eínatt tölverðan tíma!“
„Mér fer að þykja þetta all-ískyggilegt!“ mælti Gío.
„Sams sagði faðir yðar, er hann — af sömu ástæð-
UDni, sem þér nú — vildi eigi gefa mér skýrslu, og
henni var það þó að lokum að þakka, að eg vann mál
hans!* svaraði Windmuller, alhiklaust. „Lofuðuð þér
Onestu, að þegja yfir þvi, sem þið töluðuð um?“
„Nei, þvert á móti“, sviraði Gío. „Jeg Jilyt að skýra
Csatelfranco frá samræðu okkar, ef — ef —“
„En dr. Castelfranco er þagnarskyldu bundinn, og
veldur því embættiseiður haDs!“ mælti hún að lokum.
209
er. „Skiptir þó engu, sé eigi of frekt í sakirnar farið!
Verður og fráleitt þörf á þessu, nema í sárfáa daga!“
Pflfferling kreysti saman augun, og krosslagði heod-
ur á maga sér.
„Fyrst eigi er um annað að ræða —“ mælti hann.
Windmuller greip þá fram i.
„Þykjist nú ekki um of!“ mælti hann. „Vera má,
að þér fáið yður þó full reyndan, ekki sizt þar sem þér
verðið og að gæta þeas, að hún 6é ekki ónáðuð á óvana-
legum 6töðum, eða tíma!“
„Jeg verð, að athuga allar læsingar á hurðum og
hirzlum ungfrúarinnar! raælti Pfiffer'ing. „Tók og nokkra
öryggislása með mér, — ítölsku lásarnir yfirleitt ónýtir!
En aldrei að vita, hvað fyrir kann að koma!“
„Ágætt, Pfifferling! Þér gefið ungfrúnni nokkra!“
mælti Wíndmuller. „Eigi óbugsandi, að verið geti 0g
leynidyr, eða leynigöng, hér eða þar, sem húseigaDdinn
sjálfur þekkir alls ekki! í gömlum höllum er slíkt eigi
fátitt!“
„Það veit eg!“ svaraði Pfifferling. „Nokkuð annað,
sem eg á að gera?“
WiDdmu'ler hrissti höfuðið, og Pfifferling gekk þá
rakleiðis upp á efsta loptið.
„Gott, að hann sé þar þegar í dag!* mælti Wind-
muller við sjálfan sig, og tók nú aptur böggulinn, som dúf-
an var í.
„Fjögur augu sjá glöggar, en tvö!“ mælti hann enn
fremur við sjálfan sig. „En verð eg að hraða mér, svo
að eg sé þó kominn aptur, er lagt er af stað tii Lído!“
En þó að liðnir væru nú þegar þrír stundarfjórðung-