Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 07.10.1915, Page 2
£ j C J) V ií'i xT.
XXIX, 4®.—49.
Aíhjúpað líkneski
Christian’s konungs IX.
Sunnudagiun 26. septbr. síðastl., á
afmælisdegi núverandi konungs vors,
Christian’s X., fór fram afhjúpun líkneskis
Christian’s konungs IX.
Líkneskið er reist á Stjórnaráðs-blett-
inum, til vinstri handar er upp að hús-
inu er gengið frá Lækjartorgi, en til hægri
handar er likneski Jóns forseta Sigurðs-
sonar.
Afhjúpunar-athöfnin hófst kl. 2 e. h.
og hafði þá safnast þar mesti aragrúi
fólks þar í grenndinni (á Lækjartorginu,
Hverfisgötu og „Bakarastignum“ eða í
Bankastræti, som nú mun svo kallað).
Lúðrasveit Bernburg’s lók lagið: „Ó,
guð vors lands“, og flutti Kleraenz land-
ritari Jónsson síðan afhjúpunarræðuna,
og bað að iokum elzta borgara bæjarins,
Geir kaupmann Zoega, að svipta blæj-
uuni af líkneskinu.
En er Geir kaupmaður Zoéga hafði
svipt biæjunni af líkneskinu kváðu við
dynjandi fallbyssuskotin frá danska varð-
skipinu „Islands Falk“, er lá hér á höfn-
inni, en lúðraflokkur Bernburg’s lék síðan
„Kong ChrÍ8tian“ og að lokum alkunna,
íslenzka ættjarðarkvæðið: „Ó, fögur er
vor fósturjörð11.
Guðm. skáld Guðmundsson hafði og
ort kvæði, sem er svo látandi:
Af minning Kristjáns konungs stafar
Ijómi,
í kærleik þjóðar lifir nafnið hans:
af „frelsisskrá“ hans óx vor auðna og
sómi
og auknar heilla-vonir þessa lands.
Guð blessi alla’ er unnu’ að því og
vinna
að ísland megi fullum rétti ná,
og láti’ oss krapt og kjarkinn til þess
finna
að kunna’ að nota vora stjórnarskrá.
Líkneskið er eirlíkneski, er gjört hefir
Einar myndhöggvari Jónsson, og er sagt,
að ættmennum Kristjáns konungs IX.,
sem hann þekktu vel, hafi líkað líkneskið
mjög vel.
„Fréttir“.
Lað er nafnið á dagbiaði, sem cand.
Einar Gunnarsson er‘ ný byrjaður að gefa
út. —
Fyrsta töiublaðið kom út 2. okt. þ. á.
Óveitt prófessoi's-embætti.
(Lagadeild Háskólans).
Umsækendur um prófessors-embættið
við lagadeild Háskólans (embættið, sem
núverandi ráðherra gegndi) eru: Lög-
fræðingarnir: Bogi Brynjólfsson, Oddur
Hermannsson, ólafur Lárusson og Sig.
Lýðsson. — Einn þeirra, hr. Ólafur Lárus-
son hefur nú verið settur til að gegna
embættinu, og er þá óefað ætlað það.
Norðurálfu-ófriðurinn.
(Hvað helzt hefur tíðinda gerzt.)
Síðan blað vort gat síðast tíðmda af
ófriðnum, hefir það gerzt sögulegast, er
nú greinir:
Nokkru eptir það, er Þjóðverjar höfðu
náð Warschaw, hötuðborginni í Pólverja-
landi (sbr. 40.—41. nr. blaðs vors þ. á.),
náðu þeir og borginni Vilna.
En Vilna er stórborg (ibúar um 175
þús.), við járnbrautarstöðina milli War-
schaw og Pétursborgar.
Um sömu mundir tókst Þjóðverjum
og að rjúfa herlínu Rússa í Kúrlandi og
yfirleitt urðu Rússar þá hvívetna undan
að hörfa.
Ófarir þessar eigna sumir Rússa vinir
því, að ein af aðal-hergagnaverksmiðjum
þeirra — verksmiðjan í Ochta í útjaðri
Pétursborgar — hafi verið sprengd í
lopt upp.
í verksmiðjunni vann fjöldi þýzku-
mælandi manna úr Eystrasaltslöndum
Rússa, og segja menn, að einhverjir þeirra
hafi verið fengnir til þess að sprengja
hana í lopt upp.
Á hinn bóginn herma síðustu fregnir
þó, að Rússar séu nú farnir að sækja sig,
— haft náð borgunum Luzk og Kras-
nov og sæki nú fram á öllu orustu-svæð-
inu.
Þá herma og síðustu fregnir (sim-
skeyti frá Kaupmannahöfn 28. sept. o.
fl.), að Frakkar liafi tekið fremstu
varnarlinu Þjóðverja i Champagne-
héraðiuu, handtekid þar 22 þús. Þjód-
veija og nád hei fangi miklu, þar á med-
al um 100 fallbyssum.
Jafn framt er og sagt, ad Bietum
hafi og unnist á i Belgiu.
Loks bárust og (síðast í sept.) fregn-
ir um það, að Grikkir væru nú tekn-
ir að hervæðast, — hefdu bodid út 350 j
þús. manna.
Það er því audsœtt, ad Gtikkh œtla
sér eigi ad sitja hjá lengui, — vilja án
efa ná i eitthvad af reitum Tyrkjans
(eyjar í Grikklandshafi og lönd á Litlu-
Asiuströndum), er til fridarsamninganna
kemur.
Meðan Þjóðverjar halda enn megninu
af herskipastól sínum og óvinunum hefir
enn ekki tekist að brjótast inn i land
þeirra, þá er þó friðarsamninganna óefað
enn langt að bíða.
„Eimskipafélag íslands".
Ný hlutafjár-söfnun.
Eins og sést af auglýsingunni, sem
birt var í 45.—46. nr. blaðs vors þ. á.
og birt er að nýju í þessu nr. blaðsins,
hefir stjórn „Eimskipafélags íslands11 ný-
lega ályktað, ad efna ad nýju til hluta-
fjársöfnunar, og er það gert í því skyni,
að fólagið geti útvegað sér 1500 smá-
lesta vöruflutningaskip.
Það er kunnugt, að síðan skip félags-
ins tóku til starfa í ár, hafa þau einatt
haft fullfermi af vörum frá útlöndum og
jafn vel orðið að neita að taka útl. vörur
til flutnings, svo sem óskað hefir verið.
Að vísu er nú svo, að „opt er fyrst
allt frægast“, svo að valt er að byggja
um of á reynzlunni, sera fenginn er, ekki
lengri en tíminn enn er.
Á hinn bóginn má þó án efa gera
ráð fyrir því, að ekki hefði stjórn félags-
ins ráðist í það, að efna nú þegar til
hlutafjáruöfnunar í ofangreindu skyni,
teldi hún það eigi alveg vist, að félag-
inu sé það vis hagut, og landinu þá og
í heild sinni mjög gagnlegt, að félagið
færi svo út kvíarnar, sem fyr segir.
Hvort sem á land- eða sjávar-afurðir
er litið, þá er og árið í ár slikt velti-át,
ekki sízt vegna geypi-háa verðsins, sem
varan er í, ad sliks eru engin dœmi, og
því fráleitt að efa, að fjöldi þeirra, er
góðs njóta af, bregðist nú vel við áskor-
un „Eimskipafélags-stjórnarinnar“, svo
að talsvert fé hafist saman þegar í haust.
Um hina, sem eigi eru í tölu fram-
leiðandanna, en háa verðið á innlendum
og útlendum varningi bitnar mjög þungt
á, verður á hinn bóginn að sjálfsögðu
allt ödru máli ad gegna, þar sem margir
þeirra geta nú iafn vel eigi hugsað kvíða-
laust til vetrarins, er í hönd fer.
Sjálfsagt er og — eins og félagsstjórn-
in víkur og að i boðsbréfinu —, að ekk-
ert sé átt við smíði skipsins, eins og nú
er ástatt, þ. e. rr.eðan efni og smíði er
jafn afskaplega dýrt, eins og nú er, vegna
norðurálfu-ófriðarins.
En hitt er rétt, að þeir, sem styðja
vilja fyrirtækið og nú hafa nóg féð til
þess — og þeir eru án efa eigi fáir —
dtagi þad þó eigi ad leggja framhlutaféd*
Ekki er að vita, hve lengi það verður,
sem tökin eru jafn góð, — peniugarnir
eitt af því, sem fljótt er einatt að fara.
t
Laugardaginn 25. sept. þ. á. andaðist
Skúli pöntunarfélagsstjóri Jónsson á
Blönduósi (í Húnavatnssýslu).
Banamein hans var lungnabólga.
Skúli heitinn var dugnaðarmaður á
bezta aldri, og er samsýslungum hans og
öðrum, er hann þekktu, mikil eptirsjá
að honum,