Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 07.10.1915, Side 4
100
ÞJUiJ V ílj iiN xs
í Kaupmannahöfn.
,,Bikuben“ gekkst hann fyrir að stofn-
uð yrði og varð forstjóri hennar árið
1867.
Hellmann andaðist í Kaupmannahöfn
árið 1881, — 66 ára að aldri.
Nýlega lét Asquith, forsætisráðherra
Breta, það í ljósi við fulltrúa verziunar-
manna, er fund hans sóttu, að stjórnin
yrði nú — atvikanna vegna — að íhuga,
hvert ekki væri rétt, að í stað frjálsu
verzlunarinnar, sem verið hefði, kæmu
nú aðiiutningsgjöld á innfluttar vörur.
Hjá Frökkum hefði sú stefnan orðið
ofan á eptir fransk-þýzka stríðið 1870—
1871.
Þegar Chamberlain hefði barizt fyrir
verndartollum, hefði það orðið að engu,
— og þá eigi að eins af 'því, hve gamall
og lasburða hann var orðinn, en Iremur
af hinu, að þörfin hefði þá enn engin
verið.
Samkvæmt skýrslu danska stórkaup-
mannafélagsins i Kaupmannahöfn, þá er
talið, að smálestatal ný smíðaðra skipa
á jörðinni hafi árið 1914 orðið nær l/a
millj. smálesta minna en árið áður, þ.
e, lækkað úr 3,38 millj. niður i alls ‘2,85
millj.
t Dáinn er í ágústmán. þ, á. í her-
togadæminu Krain (í Austurríki) norður-
farinn Julius von Payer, fæddur í Tep-
litz árið 1842.
Árið 1869—’70 tók hanu þátt í norð-
urför Þjóðverjans Koldevey, og gerði þá
uppdrætti af fjörðum og héruðum á aust-
urströnd Grænlands.
Árin þar á eptir var hann og í norð-
urförum (fyrst árið 1871 og síðan árin
1872—’74) og fann hann þá vorið 1874
„Franz Josepsland11, sem svo var nefnt,
eptir Austurríkiskeisaranum, Franz Josep,
sem enn er á lífi.
Tvo vetur voru þeir féiagar þar nyrðra
inniluktir af hafísnum og hrakti þá nær
til 83. gráðu norðlægrar breiddar og lentu
að mun í ýmiskonar mannraunum.
Payer hefir ntað fjölda greina í landa-
fræðis-tímarit, samið bók um norðurför-
ina 1872—’74 o. fl.
Mest hefir hann þó, um frek þrjátíu
árin síðustu, starfað sem listmálari, og
málað þá tíðast sagnfræðilega atburði, þar
á meðal úr lífi Franklins norðurfara, er
ætlaði að fara „norðvestur-leiðina“, sem
svo er nefnd, þ. e.: að komast alla leið
norðan um Ameríku, á skipunum „Ere-
bus“ og „Terror“, en beið bana í þeirri
för (11. júní 1847), að þvi er upplýst
varð nokkrum árum síðar.
Mjög vandað rit hefir danska skipa-
smíðastöðin „Burmeister & Wain“ gefið
út í sumar.
Ritið rekur starfsemi félagsins síðan
það var stofnað, — flytur og myndir af
skiputn, er þar hafa smíðuð verið.
Fregnir frá Alþingi.
Xll.
Þingsályktunartillögurnar.
(Tala þeirra á Alþingi 1916.)
Þingsályktunartillögurnar, er bornar
voru fram á þinginu ný afstaðna, voru
alls 34 að tölu, og lutu 11 þeirra að eins
að því, að skipuð yrði nefnd til að íhuga
það eða það málefni (sbr. t. d.: strand-
ferðanefnd, landbúnaðarnefnd, sjávarút-
vegsnefnd o. s. frv.).
Að öðru leyti voru 15 af þingsálykt-
unartillögunum sam þykktai, en 6 felldar
og 2 teknar aptur.
Þjóðskjalasafnið.j
Töluverður ágreiningur varð á þing-
inu um frumvarpxð um Þjóðskjalasafnið,
en það samþykkt þó að lokum í neðri
deild til fullnaðar með 15 „já-um“ gegn
8 „nei-um“.
Gegnir það þó að visu stærstri furdu,
hve lengi formaður safnsins, dr. Jón Þor-
kelsson hefir þolad almöglunarlaust mis-
réttid, er hann hefir átt við að búa, ad
hafa ad eins 1800 kr. ad launum, þar
sem formadur landshókasafnsins hefii þó
haft 3000 kr. fyrir mjög svipaðan starfa,
— og engu meiri né veglegri, eða þýð-
ingarmeiri fyrir landið.
Fulltrúaráð íslandsbanka.
Yið kosninguna í fulltrúaráóið í sam-
eínuðu Alþingi (13. sept.) hlaut Stefán
skólameistari 19 atkv., en 15 atkvæða-
seðlar voru auðir. — Síra Sigurður Guiin-
arsson hlaut á hinn bóginn 20 atkv. og
16 seðlar þá auðir.
Fyrirspurnir.
(bornar fram á Alþingi).
Fyrirspurnirnar, er beint var tii rá<ð-
herra á þinginu í sumar voru alls 7 að
tölu, og er flestra þeirra, ef eigi allra,
getið þegar í blaði voru.
Landsbanka-yftrskoðaniinn.
Við kosningu Landsbanka-revisorsins
á fundi sameinaðs Alþingis (13. sept.)
hlaut hr. Jakob Möller 24 atkv., en Ben.
Sveinsson, sem gegnt hefir starftnu árum
saman og eigi verið að fundið, hlaut að
eine 15 atkv.
Þad, ad kosinn er madur, sem verid
hefir til skamms tima, ef hann þá eigi
enn er það, nndirmaður bankastjórnar-
innar (þ. e. bankastjóra og gæzlumanna),
verdur og naumast talinkuiteisiihennar
gard (þ. e. bankastjórnarinnar.)
Rökstuddar dagskrár
á þingi.
Alls voru þær 23 að tölu „rökstuddu
dagskrárnar“ svo nefndu, er fram voru
bornar á þinginu í sumar.
Af þeim voru alls 13 samþykktar, en
um hinar, 10 að tölu fór svo, að þær
voru felldar.
AAI.V, ítð,—-td
Sigurður Sigurðsson
frá Vigur
ylirdómslögmaður
Aðalstræti 26 A Isafirði
Talsími 43
Heima kl. 4—5 e. h.
Söfnunarsjóðnrinn.
Auk þess er neðri deild endurkaus
M. Stephensen, sem gæzlustjóra „Söfn-
unarsjóðsins", eins og þegar hefir í blaði
voru getið verið, kaus og efri deild, sem
hinn gæzlustjórann:
Tryggva Gunnarsson K. af Dbr.
Hann kom í stað Júlíusar heitins Hav-
steen’s amtmanns.
XIII.
Þrettándi (þ. e. síðasti)
þingtrétta-kaílinn.
Þ4 hefst príttándi eða síðasti kafli þingfrétt-
anna að þessu sinni, þvf aí lög ?rá þinginu o.
fl., sera enn kanr< þ& ótalið að vera, birtist þá
undir annari fyrirsogn eða fyrirsögnum f blaðinu
Lagafrunivörpin.
(Tala þeirra.)
Lagafrumvörpin, sem borin voru fram á þing-
in 1915 voru, sem hér segir:
I. Stjórnarfrumvörpin .... 22
II, Þingmanna-frumvörpin 76
Alls 98
Frumvörpin) sem app voru borin á þinginu,
voru því afar-mörg að þessu sinni,. eins og talan
bér að ofan sýnir.
Lögin, sein afgreidd voru.
Frumvörpin,. sem fötluðust.
Af 98 lagafruravörpum, er fram voru alls
borin & þinginu, voru alls afgmdd sem lög:
1. Af stjórnartrumvörpunum..... 20
2. Af þingmannafrumvörpunuro. . 38
Alls 58
Frumvórpin, sem- tótluöust, þ>. e. eigi náðu.;
fram að ganga & þinginu, voru:.
1. Fallin. frumvörp:
a) stjórnarfrurnvörp ... 2?
b) þingmanafrumvörp .2T......... 29
2. Þingmannnafrumvörp, teián aptur . 5
3. Óútrœdd þingroannafrumvörp .... 6.
Alls 40;'
Vörukaup landssjóðs.
(Atbugað af þingnetnd.)
íiefnd vtu, kosin f sameinuðu þingi til að 1-
huga vörukaup landssjóðs, er gjörð höfðu verið
(aí ráðberra) með ráði fráförnu „velferðarnefnd-
aoiinnar11.
Þinglokadaginn var lögð fram prenbuð skýrsla.
frá nofndxnni.
Þegnskylduvinnau.
(Þjóðar-atkvæðis leitað.)
Samkvæmt ályktun, er samþykkt var í báðum
deildum Alþingis, verður — sarahliða almennu
kosningunum, fyrsta vetrardag 1916 — þf&ðar-
atkvœðis leitað um það, hvort lögleiða skuli sm nefnda
þegnskylduvinnu hér á landi, þ. e. skylduvinna
fyrir alla heilbrigða karlmenn við verk f þarfir
hins opinbera, einhvern tfma á aldrinum 17—25
ára, allt að 3 mánaða tima, f eitt skipti.
A þetta mál minnist „Þjóðv,“ nánar síðar, —
hefir æ verið og er enn þegnskylduvinnunni
algj'drlega mótfallinn.