Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 07.10.1915, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 07.10.1915, Blaðsíða 6
170 ÞJCÐViLJINN. XXÍX., 48.-49. Frá Bíldudal. (Tíðarfar. — Aflabrögð. — Heilsufar. — Verzlun. — Verkmannamálið. — Kosningarnar. Frá Bíldudal er „Þjóðv.“ ritað 98/8 1915, sem hér segir: Tíðarfar hefir verið hið ákjósanlegasta til þessa. Blíðviðri og þurkar svo miklir, að varla má telja að ský hafi dregið fyr- ir sól. Grasspretta í meðallagi og nýting með bezta móti. Afli óvanalega mikill hér í firðinum frájúníbyrjun, ogfiskverð afar-hátt. Einn- ig góður afli á þilskipum. Heilsufar manna hefir farið batnandi síðan á sumarið leið, og er þó sumsstað- ar sjúkhalt eníi. Sívaxandi neyð meðal verkafólks þess, er engar skepnur hefir, eða engin ítök í sjávarafia. Hér í kauptúninu eru almenn vinnulaun 25 aurar um klukkutímann fyrir karlmann, en 16 aurar fyrir kvenn- mann. En þótt vinna hafi verið fremur stöðug i sumar, gagnar það lítið til fram- færslu, þar sem flest útlend vara er allt að helmingi dýrari en verið hefir nú á síðustu árum, en sum meira en að helm- ingi, t. d. kol. sem kosta hér 60 kr. tonnið. (28 kr. í fyrra). Mörgum kjósendum þykir sumum þing- mönnum hafa farist ílla í verkmanna- málinu. Líklega mun þó róttara að á- líta að það hafi stafað af þekkingarskorti á kjörum verkafólks. Því varla mun þingmönnum svo íllt ætlandi að, þeir reyndu ekki að finna einhver úrræði til þess að bæta úr bráðustu neyðinni, ef þeir tryðu þvi, eða vissu nákvæmlega hve mikil örbirgð þrengir nú að verka- fólki bæði hér og annarsstaðar. Nú þarf þó sannlega bráðra aðgerða við, eigi ekki mikiil fjöldi fólks að verða að ósjálfstæðum aumingjum. Betra er þó en ekki að verkafólk fær að vita hverjir voru með þingsályktunar- tillögunni og hverjir móti. Því þar sem verkmannastéttin er all-fjölmenn orðin í landinu, er ekki óliklgt að hún geti haft meiri áhrif á næstu Alþingiskosningar, en margur þingmaður hyggur. I. N. t 30. ágúst þ. á. (1915) andaðist í ísa- fjarðarkaupstað Jóhann skósmiður Árna- son. Hann sýktist af lungnabólgu, er leiddi hann til bana, eptir örstutta legu. Jóhann heitinn hafði dvalið á Isafirði um 40 ár, og mun hafa verið um eða yfir sextugt, er hann andaðist. Hann var víkingur að vinnu, hreinn í lundu og stórgerður nokkuð, trygg- I lyndur og margt vel um hann. Kvæntur var hann og lifir ekkjan hann, sem og uppkomin dóttir, Ingibjörg að nafni. sem gipt er Sigurgeir húsmanni Sigurðssyni á Isaiirði. ísfirðingar og aðrir, er Jóhanni sál- uga kynntust, munu lengi sakna hans sem góðs drengs og félagsbróður. REYKJAVÍK 7. okt. 1915. Tiðin einatt fremur mild, en vætusöm öðru hvoru, sem von er. Haustið yfirleitt óvanalega gott, — allt ann- að, sem at er, en árin næstu á undan. „Esbjerg kom hingað frá útlöndum, að morgni sunnudagsins 19. sept. síðastl. Skipið lagði aptur af stað héðan, suður um land 22. sept. siðdegis, og tóku sér þá iar með þvi héðan: Alþingsmennirnir: Magnús Kristjáns- son, Pétur Jónsson (frá Gautlöndum), Stefán skólameistari Stefásson og Steingrimur sýslumað- ur Jónsson. En fremur fóru héðan með „Esbjerg11: Frú Olga Jensson (kona Friðjóns læknis Jenssonar á Akureyri), etczráð Havsteen á Oddeyri og fr'ú hans, o. 9. Trúlofuð eru ný skeð hér ibænum: Hngfrú Kristín Gisladóttir og Bjarni bankaritariSighvats- son. bankastjóra Bjarnasonar. 200 kr. gáfust Heilsuhælinu á Vifilstöðum ný skeð. Gefandinn var Jóhann Jónsson á Geithellum,. i Suður-Múlasýslu. Ungfrú Sigriður Siggeirsdóttir, kaupmanns Torfasonar, og Gunnar Sigurðsson (frá Selalæk), fyr ritstjóri „Visis“, roru laugardaginn 18. sept. sfðastl. i hjúskap gefin, hér i bænum. Uppþot varð að mun hér i bænum 21. sept. síðastl., er það varð hljóðbært að simað hefði verið frá Færeyjum, og haft þar eptir norBkum blöðum að „Gullfoss11 hefði verið sökt, af Þýzk- um neðansjávarbát, 18. sept. Sem betur fór, reyndist fregnin algjörlega til- hæfulaus, þar sem skipið var i Leith, og lagði eigi af stað þaðan fyr en 21. sept. 268 við eakamálið gegn yður! Þér verðið því“ — mælti "Windmuller, ogge.ðisig nú sem ákveðnastana í m\lrómn- um — „að koma yður héðan, án þess á beri, áður en ein kl. etundin er liðin, írá mínútunni, sem nú er, og fara síðan úr borginni, alfarin, með fyrstu eimreiðinni, sem héðan fer, því að réttvísin verður að öðrum kosti, að koma þegar tii skjalanna!“ „Þér hafið nú heyrt, hvað eg segi“ hélt Windmull- er enn áfram máli sinu, „og fer eg nú þegar að talsím- anum, til þess að tryggja mér; að lögregluþjónarnir séu til taks, ef á þarf að halda! Þér hafið nógan tíma, til að ná í það af dótinu yðar, sem yður er nauðsynlegast, og hitt verður svo sent á eptir yður í fyrra-málið! Verið nú sælar!“ Þó að Windmuller væri eigi óvanur því, að eiga við ýmis konar sökudólga, þreyttist hann þó einatt, er hann varð frð taka á sér öllum. Hann teygði því og að mun úr sér, er haun var kominn fram á ganginn. „Er það nú annars rétt af mér, að láta hana sleppa?“ mælti hann við sjálfan sig, „Jú! Betra, að hún sleppi úr klóm réttvísinnar, en að veslings barnið þjáist, meðan lífið endist, gleymi aldrei, — minniet einatt!“ „Ef til vill grunar hana nú þegar eitthvað,“ mælti hanu enn fremur við sjálfan sig. „Guð gæfi, að Wetters- bach léti nú eigi biða sín lengi!“ Hann hafði naumast slept orðinu, er Wettersbach kom upp stigann, — engu likara en óskir vorar hafi opt uppíyllinguna í för með sér! „Eg heyrði sagt, að þér væruð i herbergi yðar, og 269 gekk þvi rakleiðis upp til yðar, áður en eg læt boða Gio komu mína“, mælti Wettersbach. „Það er að vísu snemma dags enn“, mælti Wetters- bach enn fremur, „en eg bafði enga þreyju í mér, — gat eigi beðið lengur! Yður þykir þetta óefað mjög hlægilegt!“ „Fjarri fer þvi!“ svaraði Windmuller. „Þérkomið eins og þér væiuð kallaður! Er Morghan farinn?“ „Já! Eins og ráð var fyrir gert! Sannast að segja, get eg eigi annað, en vorkenDt honum mjög sáfán!“ „Sama um mig, kæri Wettersbaoh! En svona er lífið! Eins og hver sáir, uppsker hann!“ „Hm — já! En -- konan hans?“ „Eg hefi gert henni tvo kosti!“ svaraði Windmuller. „En komið nú snöggvast inn ísalinn! Mér hefir gleymzt nokkuð!“ Windmuller ýtti honum nú síðan á undan sér og gekk sjálfur inn í salinn, á eptir honum, léttur sem íamb. Hann var nú og eigi seinn á sér, að ljúka upp hurðinni að herbergi Gío-ar, og gægjast þar inn. „Afsakið frú Yerden!“ mælti hanD. „Afsakið þó að eg ónáði Gío, — taki hana stundarkorn frá yður! Haldið áfram, að snæða morgunverð yðar, eins og ekkert hafi i skorizt!“ „Heyrið mér snöggvast!“ mælti hann enn fremur við Gío. Gío spratt þegar upp, og horfði forvitnislega á Windmuller. „Ekkert að óttast!“ mælti hann vingjarnlega. „Kom- ið hérna inn í salinn! Eg þarf, að hvisla nokkru að. Pfifferling og kem svo á eptir yður!“

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.