Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 07.10.1915, Page 7

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 07.10.1915, Page 7
ZXÍX'. 43 -49: ÞJÖÐ vILJINN 171 Sumar sagnir segja, að til sé og danskt skip, er „Gullfoss11 heiti, og hafl þá verið blandað mál- um, — danska skipinu sökkt, en sá er fregnina sendi hingað, eigi þekkt nema islenzka „Gull- foss“. f í síðasta nr. blaðs vors þ. á., var stutt- lega getið láts Kr. Ó. Þorgrimssonar konsúls, er andaðist að heimili sinu hér í bænum, að morgni laugardagsins 18. sept, siðastl., eptir sex daga sjúkdómslegui Hann var fæddur að Staðarbakka i Helgafells- sveit (í Snæfellsnessýslu) 8. febr. 1857, og voru foreldrar hans: Þorgrímur hreppstjóri Víglund- arson og kona hans Kristín Jónsdóttir. Árið 1875 var Kristjáni sáluga, frekra 18 ára að aldri, komið til Egils heitins Jónssonar, bók- bindara, og var han hjá honum í 4 ár og nam bókband, en lagði þó lítt, eður all» eigi stund á þá iðn sina, en stofnaði á hinn bóginn verzlun i Reykjavík 1880, og hafði þó margt annað á takteinum jafnframt, var t. d. ritstjóri og útgef- andi „Þjóðólfs“ 1880—;882, og gaf og um tlma út blaðið „Suðri“, ásamt Einari heitnum Þórðar- syni, prentsmiðjustjóra. Jöfnum höndum rak Kristján heitinn þá og bóka-verzlun og fékkst við bóka-útgáiu, — gaf t. d. út Ijóðmæli sira Matthíasar og Steingríms, o. fl. o. fl., var og einn af útgefendum „Iðunnar“, ug hafði yfirleitt mjög áhuga á því að þjóðin auðgaðist sem fyrt, að góðum og gagnlegum bókum. Mjög hneigðist hugur Kritjáns heitinns snemma að leiklistinni, og mátti hann heita einn af máttarstólpunum i „Leikfélagi Reykiavíkur11 yflr þrjátíu ár. — Formaður félagsins var hann og lengi, og einatt einn af þeim leikendunum; sem áhorfendurnir eigi þurftu annað, en sjá koma inn á leiksviðið til að komast i gott skap. Við ýms störf í almennings þarfir, var Krist- ján og að mun riðinn. — Hann var í niðurjöfun- arneínd kaupstaðarinB í 11 ár, sóknarneíndarmaður i 22 ár, og tíðum þá meðhjálpari og í bœjarstjóm á árunum 1886—1887 og síðan aptur fcá 1913— 19 c4. JJmsjónarmaður ddmkirkjunnar var hann og um hrið, sem og bœjargjaldkeri Reykjavlkur bæjarfé- lags, þó að sízt væri honum launaður sá starf- inn, sem skyldi. Mjög fékkst Kristján heitinn og við máUœrslu- störi og skuldainnheimtu, og hafði árum saman daglega opna „Skrifstofu almennings*1, er hann svo nefndi. Sœnskur vísi-konsúll varð hann árið 1907, og gegndi því starfi síðan til dánardægurs. Kristján heitinn var tví-kvæntur. — Fyrri kona hans var Guðrún Nikulásdóttir, frá Norður- koti i Vogum (i Gullbringusýslu), og varð þeim alls 5 barna auðið, en að eins nú þessi 3 á lifi: 1. Guðrún, gipt Hans verzlunarmanni Hofímann 2. Þorgrimur cand, philos. og 3. Kristinn verzlunarmaður. Fyrri konu sína missti Kristján árið 1908.— En seinni kona hans, or hann kvæntist í mai mánuði árið 1909, er Magnea, ekkja M. Johannes" sen’s sáluga, og lifir hún mann sinn. Ekki þarf að geta þess, að ýms af störfum K-istjáns sáluga eru að sjálfsögðu ótalin hér að íraman, slikur dugnaðarmaður sem hann var. Við fráfall Kristjáns heitins Þorgrimssonar hefir Reykjavíkur bæjarfélag misst einn af ötul- ustu borgurum sínum, sem saknað er því eigi að eins af ástríkri, syrgjandi ekkju og bornum, sem og af fjölmennum vina- eða kunningja-bóp, heldur og af fjölda-mörgum, er annt er um hag bæjarins og framfarir, og Kristjáni sáluga kynnt- ust, eða spurnir höfðu haft af honum. „Ceres“ lagði af stað héðan til Austfjarða að kvöldi 24. sept. Meðal íaiþega voru austan-þiug- mennirnir sira Björn Þorláksson, Björn Hallsson, Jón á Hvanná og Þórarinn Benediktsson, en Karl Finnbogason var farinn áður landveg. ísl. botnverpingurinn „Ingólfur Arnarson“ lagði af stað héðan til Bergen (i Noregi) 24. sept. — Meðal farþega héðan voru: frú Lára Páls- dóttir og ungfrú Maria Þorvarðardóttir, Eggert Briem frá Viðey og Gunnar Thorsteinsson, — allt á leið til Kaupmannahafnar. — Enn fremur Norðmaðurinn Enberg verzlunarmaður o. fl. Jarðarför Kristjáns heitins Þorgrímssonar, konsúls, fór fram hér i bænum laugardaginn 25. þ. á. og var líkfylgdin afar-fjölmenn. Síra Jóhann Þorkelsson dómkirkjuprestur, flutti húskveðjuna á sorgarheimilinu, og báru íeikfélagsmenn kistuna síðan að kirkjunni, en inn kirkjugólfið var hún borin af konsúlum ýmsra þjóða, .og út úr kirkjunni báru hana borgarstjóri og bæjarfulltrúar Reykjavíkur. Líkræðuna í dómkirkjunni, sem tjölduð var svörtu i kórnum, og fagurlega ljÓBuð, flutti hinn dómkirkjupresturinn, og var á undan sunginn sálmurinn: „Hærra minn guð til þín“, en á ept- ir sálraurinn: „Ö hlessuð stund“. Kvæði var og útbýtt, er ort hafði Guðm. skáld Guðmundsson. Við gröfina mælti síra Bjarni Jónsson og nokkr- um orðum, áður en hann kastaði á rekunum,og sunginn var síðan greptrunarsálmurinn allkunni: „Allt eins og blómstrið eina“. f Látin er hér i bænum, að Lauganesi, að- faranóttina 23. þ. m., Helga Arnórsdóttir, 81 ára að aldri, fædd 11. sept. 1834, dóttir Arnórs bónda Heigasonar á Brinnilsvöllum í Snæfellsnessýslu. Hún var ekkja síra Arna prófasts Böðvars- sonar á ísafirði (f 1889), hafði gipzt honum árið 1857, og varð þeim alls 10 barna auðið. Börn þeirra hjóna. or upp komust, voru: Síra Helgi Arnason í ólafsfirði, Kristín, kona Einars spitalaráðsmanns Markússonar i Lauganesi,Elísa- bet, er gipt var Jóni snikkara Sveinssyni, og látin er fyrir nokkrum árum. — Enn fremur Arni (gullsmiður, hór i bænum) og Arnór (í Ameriku) Frú Helga sáluga dvaldi nú síðast i Lauga- nesi, hjá Kristínu dóttur sinni og manni henn- ar, en hafði áður lengi dvalið hjá Elisabet dóttur sinni og manni bennar, Jóni Sveinssyni. „Gullfoss*1 kom hingað frá útlöndum sunnu- daginn 26. sept. siðastl., á hádegi. Meðal farþega, er hingað komu með skipinu, voru: Ungfrúrnar: Ragna Stephensen og Þurið- ur Jóhannsdóttir, kaupmaður Júl. Schou, Pétur verksmiðju-eigandi BjarnarBon o. fl. íþrótta-félag Reykjavíkur**, byrjaði fimleika- æfingar í öndverðum þ. m. Leikfimiskennslu hefir á hendi hr. Björn Jakobsson og fer hún fram i leikfimishúsi alm. menntaskólans. Seint í f. m. (sept.) fór hér í bænum i „Iðnó“, fram svo nefnd „Fjölleika-sýning“, siðast mið- vikudaginn 29. sept. þ. á. Þar var sýndur „hugsanalestnr", „mis-sýn- ingar“, „hand-æfingar“ o. fl., — danskur maður sem sýndi, M. Simson að nafni. „Gullloss** lagði af Btað héðan, til Breiðaflóa og Patreksfjarðar, að morgni 28. sept. síðastl. Skipið átti að koma við á Akranesi ogHafn- arfirði. Meðal farþega héðan voru: Síra Sig. Gunn- arsson og Ingólfur kaupmaður Jónsson, Halldór læknir Steinsen ogSandbolm kaupmaður á Sandi undir Jökli. — Enn fromur: Magnús alþm. Pét- ursson frá Hólmavik, er ætlaði með skipinu til Breiðafjarðar, og síðan þaðan landveg heim til sin. — Seint i f. m. (sept.) barst hafnarnefndinni hér i bænum skjal, sem flestir af skipberrum isl. botnvörpunganna, sem og ýmsir af skipberrum millilandaskipanna, hafa ritað undir, og lýsa þeir þvi þar yfir að þeir muni eigi geta blýtt skipun- um nýja hafnar-umsjónarmannsins, hr. Guðntunds Jakobssonar, og telja það óhæfu, að hann skuli hafa kosinn verið. Flestir útgerðarmanna og skipa-afgreiðslu- manna í Reykjavík, hafa og ritað undir skjalið, og tjáð sig þvi i aðal-atriðunum samþykka. Vöruflutninga-eimskipið „Botnia**, er hingað kom raeð landssjóðs kol, lagði af stað héðan til Eyjafjarðar 30. sept. BiðatU, og tekur þar síld, áður en það leggur af stað til New York, til að sækja rr.atvöru handa landssjóði. Síra Matthlas Jochumsson og frú hans, er dvalið hafa hér syðra i sumar, tóku sér far héð- an, með skipinu, til Akureyrar. Til New York fara og héðan snöggva ferð: Ólafur konsúll Johnson og mágur hans, Guðm. listmálari Töorsteinsson og enn fremur Jón síld- armatsmaður Bergsveinsson. Frekan mánuð, ef eigi 5 —6 vikur, mun tuega gera ráð fyrir að skipið verði alls i ferðinni, þ. e. komi hingað þá aptur i öndverðum nóv. þ. á. Jarðarför frú Helgu sálugu Arnórsdóttir fór fram hér i bænum fimmtudaginn 30. sept. slðastl. Eeptir húskveðjuna, sem haldin var að Lauga- nesi, á heimili hinnar látnu, var líkkistan al- skre.ytt blómum, flutt i dómkirkj iua, sem var fagurlega Ijósuð I kórnum, Og sunginn þar siðan fyrst sálmurinn: „Eg horfi yttr bafið“, ea að því loknu flutti síra Jóhann dómkirkjuprestur Þorkolsson líkræðuna, og var síðan sunginn sámurinn: „Hærra minn guð til þín“- f 22. síðastl. ^andaðist hér I bænum Soffía Sigurðardóttir, eín hinna svo nefndu Þerneyja- systra. Hún var fædd i Gesthúsum á Alptanesi 7. febrúar 1853, og hét fullu nafni: Soffía María Sigurðardóttir. Foreldrar hennar voru: Sigurður Arason (f 1877), og kona hans Gróa Oldsdóttir (f 1. okt. 1903), og ólst Soffía sáluga upp hjá þeim, og fluttist með þeim af Alpanesi, i Þernoy á Hval- firði, og þaðan síðan til Reykjavíkur árið 1874, Voru þau systkinin alls 9, er upp komust, 5 systur og 4 bræður, og eru systurnar auk Soffíu sálugu: Frú Ingibjörg (kona síra Arna Þor- steinsonar á Kálfatjörn), Guðrún (gipt Helga tónlngasmið Helgasyni), Kristin og Sigríður. — En bræðurnir voru: Albert, sem lengi hefir verið i siglingum erlendis, Oddur kvæntur mað- ur á Seyðisfirði, Jón kvæntur maður i Norðfirði og Asgeir, sem úti varð eystra, eigi alls fyrir löngu. Eptir það er Soffía sáluga missti föður sinn, var hún áfram hjá móður sinni meðan hún lifði, en siðau bjó hún einatt ásamt tveim ógiptum systrum sínum (Kristínu og Sigríði) i Kirkju* stræti nr. 6, hér i bænum. Soffía sáluga var þugnaðar- og myndar-kona, og lifðu þær systur| þrjár einatt saman, injög ánægjulegu heimilislifi, og allt orðið nú þvi að mun tómlegra fyrir þær tvær þeirra, er eptir liia. í kveðju-ljóðum er Guðm. skáld Guðmunds- son orti, i nafni systra Soffiu sálugu, segir meðal annars: , „í kyrrþey glöð hún verk sln vannj með viljaþreki og sóma, i skyldurækni ró hún fann, sem rós i aptan-ljóma. Og þvi er hugum hlýtt i dag, við hennar æfi-sólarlag, er kveðju kvöld-ljóð óma“. Við jarðarför hennar, er fór fram hér i bæn- um 1. okt. þ. á., flutti sira Jóbann dómkirkju- prestur Þorkelsson húskveðjuna, á sorgar-heimil- inu, en i dómkirkjunni. sem i kórnum var fagur- lega ljósuð, flutti síra Bjarni Jónsson likræðuna, og var á undan sunginn sálmurinn: Hærra minn guð til þin“, en á eptir sálmurinn: „ó blessuð stund“. Soffía andaðist snögglega, og söknuðurinn eptirlifendunum þá einatt enn sárari, er dauðann ber fljótt og óvænt að dyrum.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.