Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 07.10.1915, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 07.10.1915, Blaðsíða 8
172 ÞJOÐVILJINN. XXIX., 48.-49. t Eimskipafélag íslands. Stjórn h.f. Eimskipafélags Islands hefir ákveðið að stofna til nýrrar hlutaijársöfnunar í þeim tilgangi að félagið geti svo fljótt sem kringumstæður leyfa útvegað sér vöruflutningaskip, er sé um 1500 smálestir að stærð. Heíir félagsstjórnin því samþykkt að auka hlutaféð um allt að 300 þús. kr., er skiptist í hluti samkvæmt félagslögunum (25 kr., 60 kr., 100 kr., 500 kr., lfXX) kr., 60CO kr. og 10,000 kr.). Ástæðan til þessa er aðallega sii, að síðan félagið tók til starfa, hefir það hvergi nærri getaðj^fullægt ^óskum manna um vöruflutninga og haft beint og óbeint tjón af því á ýmsan hátt. Enn fremur hafa iélagsstjórninni borisc áskoranir víðsvegar af landinu um það að hefjast nú þegar handa í þá átt að útvega félaginu vöru- flutningaskip, gog sú reynsla sem þegar er orðin um rekstur félagsins, þó stútt sé og kringumstæður sérstaklega óhagstæðar vegna Norðurálfu-ófriðarins, bendir ótvírætt í þá átt, að nauðsynlegt og gróðavænlegt sé fyrir félagið að eignast slíkt vöru- flutningaskip, sem hér er um að ræða, enda hetir sú hugmynd frá öndverðu vakað fyrir stjórn félagsins. Samkvæmt 4. gr. félagslaganna nær hlutaútboð þetta eingöngu til manna búsettra á Islandi, enda væntir félagsstjórnin þess fastlega, að fyrir áramótin verði nægilegt hlutafé fengið innanlands. Eptir 1. janúar 1916 geta meun búsettir í öðrum löndum einnig skrifað sig fyrir hlutum samkvæmt hlutaútboði þessu. ÆtJast er til að hlutaféð verði borgað við áskrift, en með því að svo mikil óvissa er um það, vegna ófriðarins, hve nær mögulegt verður að útvega skip fyrir hæfilegt verð, þá verður aukningarhlutafénu haldið sérstöku fyrst um sinn og verða mönnum greiddir af því venjulegir sparisjóðsvextir, frá því að féð er innborgað til skrifstofu félagsins í Reykjavík og þar til byggingarsamningur um skipið verður undirritaður, en frá því að lokið er smíði skipsins fá hinir nýju hluthafar hlut- deiid í ársarði félagsins samkvæmt félagslögunum. Félagsstjórnin hefir nú, eins og þegar fyrst voru boðnir út hlutir í félagmu, snúið sér til málsmetandi manna i öllum byggðarlögum landsins, með tilmælum um að gangast fyrir hlutafjársöfnuninni og telur sig mega treysta því, að þeir menn verða við þeim tilmælum. Skorar féiagsstjórnin á landsmenn að styðja með ríflegum hlutakaupum að því að þessi nauðsyn- lega og eðlilega aukning á starfskröptum félagsins geti komist í framkvæmd. Reykjavík 4. september 1915. Sveinn Björnsson. Ólafur Johnsen. Jón Gunnarsson. Olgeir Friðgeirsson. Garðar Gíslason. Halldór Daníe/sson. Eggert Claessen. „Pol!ux“ kom hingað frá Austfjörðum 80. sept. slðastl. — Aragrúi farþega var með skipinu, um eða yfir tvö liundruð. Berklaveik stúlka, frá Norðfirði, 16 ára að aldri, sem var á Jeiðinni til heilsuhælisins á Víf- ilsstöðum, andaðist á skipinu. Gefin saman í hjónaband, hér í bænum, laug- ardaginn 2. þ. m. (okt.): ungfrú Sigríður Gríms- dóttir, fyr barnakennara Jónssonar frá ísafirði, og Guðm. yfirdómslögmaður Ólafsson, fríkirkju- prests Ólafssonar. Ungu hjónin eru systrábörn. Ekki eru Rússar alls kostar óhtœddir um það, að Þjóðverjar freisti ef til vill landgöngu í Finnlandi, og reyni síðan að komast þaðan til Pétursborgar. Skipa Rússar Finnum, ef slíkt ber að höndum, ad hötfaþá undan inn í land- id og hafa med sér þad af búsmunum sínum er þeir geti, en brenna hitt allt sem og húsinn. „Allir séu þess einatt albúmr að leggja allt þegar orðalaust í sölurnar, þurfi eg á því að halda og — aloffti sér jafn vel þyki mér svo þurfa“, þad et hugsunat- hátturinn, sem lýsir sér mjög berlega í smágt eininni, sem birt et hér nœst á undan. Góðar verur vilja á hinn bóginn allt til vinna, að enginn þurfi neitt á sig að leggja þeirra vegna, mega jafn vel alls eigi til þess hugsa, að baka þeim jafn vel minnsta leiða. Og hvað er það nú, sem Rússar eru vanastir að leggja á sig Fmnlendinga vegna? Er þeim það mjög nærri skapi, að al-offta sér þeirra vegna? Daginn, er fyrsta ár heimsófriðarins mikla var liðið, sendi Benedikt páfi XY. umburðarbréf til allra ófriðarþjóðanna, og skorar þar — í guðs nafni — á þær ad binda nú enda á voða-blóðhaðið, er sé svívirða allri nordurálfunni. „Það er bróðurblóð, sem út hellt er, til lands og sjávar« — segir í umburðarbréfi páfans —. „Heyrið því aðvörunar-oi’ð vot, þér, sem á- byrgd berid fyt it gudi og mönnum á ftidi og stridi! Heyrið þau, þér, sem i stað æðsta dómarans eruð á jörðinni og reikningsskap allra yðar gjörða eigið þó og að standa...!“ »Blessadur sé sá« — segir páfinn enn fremur —, »sem fyistur lyptir upp olíuvidar-greininni og býdut fjand- mönnunum skynsamlega fridarkosti /« Páfinn óskar þess enn fremur, adþjód- irnar — að sættum orðnum — álykti í bródurkœtleika, að láta sverðið aldrei optar skera úr ágreiningsmálunum, en jafna þau einatt — - med sanngirni og réttlœti — eptir stilliiega yfiivegun. Ifitt cg þetta. I’yrir nokkrum árum gaf kona nokkur, ung- frú V Petersen, fé til þess, að koma upp í Kaup- mannahöfn sjúkrahúsi fyrir dýr. Sjúkrahúsið tekur til starfa nú f haust, en tekur þó f bráðina eigi við öðrum dýrum, en köttum, hundum og alifuglum, — hestum og öðrum stærri dýrum, að ári. Sjúkrahúsið er fyrsta sjúkrahúsið á Norður- löndum, sem dýrum er ætlað. Telja dýralæknar það að öllu mjög hentugt, og vel þar frá öllu gengið. RITSTJÓRI OG EIGANDI; SKÚLI THORODDSEN Prentsmiðja Þjóðviiians.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.