Lögberg - 10.10.1888, Page 2
S öðbn-g.
MIDVIKUD. 10. OKT. 1888.
ÚTGEFENDUR:
Sigtr. Jónasson,
Bergvin Jónsson,
Árni Friðriksson,
Einar Hjörleifsson,
Olafur Þórgeirsson,
Sigurður J. Jóhannesson.
Allar upplýsingar viðvíkjandi verði á
auglýsingum í „Lögbergi“ geta menn
fengið á skrifstofu blaðsins.
Hve nær sem kaupendur Lögbergs
skipta um bústað, eru jeir vinsamlegast
beðnir, að senda skriflegt skeyti
um jað til skrifstofu blaðsins.
sem oss býðst, til p>ess að auka
veg og völd vorra beztu manna.
Vjer samgleðjumst löndum vor-
um í Pembina-kjördæmi, að þeim
hefur boðizt svo gott tækifæri í
petta sinn. Vjer þykjumst f>ess
fullvissir, að þeir muni verða fáir,
sem skerist úr leik að nota það.
Að þvi er vjer bezt vitum, eru
f>að engin sjerlega flókin nje f>ýð-
ingarmikil- lauds-mál, sem flokkana
f>ar greinir á um í þetta sinn, og
sern jafnfrarnt koma til úrskurðar á
Dakota-pinginu. Landar í kjördæm-
inu munu f>ví með góðri samvizku
geta litið á þetta mál frá sjónar-
miði sinnar eigin pjóðar í p>essu
landi. Og frá því sjánarmiði er
ólíklegt að nokkrum muni geta
blandazt hugur í Jressu efni.
Utan á öll brjef, sem útgefendum „Lög-
berg3“ eru skrifuð viðríkjandi blaðinu,
ætti að skrifa :
Thc Lögberg Printing Co.
35 Lombard 8tr., Winnipeg, Man
ÍSLENZKT ÞINGMANNSEFNI.
Landar vorir í Bandaríkjunum
hafa óneitanlega komizt fram úr oss,
norðanmönnum, að einu leyti. Einn
af Jjeirra flokki er kominn á J>ing-
mannaefna-listann til Dakota-J>ings-
ins, og að kvöldi J>ess 7. nóv. næst-
komandi er líklegt og Vonandi að
hann verði orðinn pungmaður.
Eiríkur íl. Bergman er J>ing-
mannsefnið. Hann hefur, eins og
mörgum mun kunnugt, fengizt all-
mikið við stjórnmál um síðustu und-
anfarin ár. Hann hefur og um nokk-
urn tíma setið í countg-stjórn Pem-
bina-countys, og hefur verið for-
maður hennar síðasta áriö. Annars
er hann alf>ekktur að f>ví að vera
stakur rausnarbóndi. Hann á stór-
bú, og er allra manna gestrisnast-
ur heim að sækja. Bergman heyr-
ir repOblikanska flokknum til, en
af kunnugum mönnum er oss sagt,
að allmargir demókratar hafi heitið
honum fylgi sínu. Það sýnir vin-
sældir mannsins.
Honum hefur aldrei farið neitt
h'kt, eins og sumum löndum vor-
um hættir við, sem annars komast
aldrei með tærnar pangað, sem liann
hefur hælana. Hann hefur ekki
dregið sig út úr fjelagsskap og
samvinnu með löndum sínum, f>eg-
ar hann fór að fá færi á að vera
með hjerlendum mönnum. Bæði í
kirkjumálum íslendinga syðra, og
öðrum fjelagsmálum J>oirra hefur
hann jafnan verið fremstur í flokki;
og hann mun jafnan hafa fremur talið
sjer J>að til gildis en óvirðingar,
J>egar hann hefur átt við hjerlenda
menn, að vera íslenzkur maður. £>ví
J>ýðingarmeira er J>að fyrir íslend-
inga og gleðilegra, að honum skuli
vera ætluð J>essí staða fremur öðr-
um, sein ef til vill hefðu beldur
viljað að pjóðernis síns yrði látið
ógetið.
Yjer höfum áður bent á f>að í blaði
voru, hverja f>ýðingu J>að hafi að
íslendiitgar nái völdum hjer í land-
inu. Það er hvorki meira nje
minna en eitf af voruin lífsspurs-
málum. Takist oss J>að ekki, pá
getur ekki hjá f>ví farjð, eins og
hjer hagar til í iandinu, að hjer-
lendir inenn venjast vjð að skoða
oss sein lieldur óæðri flokk manna
en f>eir eru sjálfir. Það er J>vf
skylda vor, að nota fyrsta tækifærið,
B Ö G U M Æ LI;
Dað virðist svo sem löndnm vor-
um sje sjerstaklega gjarnt til að
afbaka orð á pann hátt að karl-
kenna J>au, þó að pað annars ætti
að liggja hverjum íslenzkum manni
í augum uppi, að þau sjeu annað-
hvort kvennkyns eða hvorugskyns.
Þetta lætur stundum mjög skringi-
lega í eyrum, og sjaldan sem allra
viðfeldnast. Vjer minnumst J>ess til
dæmis, hve mikilli furðu oss J>ótti
pað sæta, pegar vjer heyrðum
Verðandi fyrst karlkenda. Verðandi
er, eins og mörgum er kunnugt,
nornar-heiti í Eddu, nafn á norn
yfirstandandi tímans. Ariö 1882 gáfu
4 íslendingar í Kaupmannahöfn út
dálitla bók, og nefndu hana eptir
pessari fornu gyðju. Dað mun óhætt
mega fullyrða að 00 af hverjum
100 íslendingum karlkenni pessa
bók, og beygi nafnið á henni sem
væri pað karlkyns orð, segi t. d.
að J>etta og petta standi í honum
Verðanda, og varaði {>ó J6n Ólafs-
son greinilega við J>essu bögumæli
í Skuld skömmu eptir að bókin
kom út.
Lanm menn mikið til að færa
O
petta á betra veg fyrir mönnum,
pá verður pví ekki neitað, að ofur-
litlar bætur finnast í pessu máli.
Lestur fornrita vorra verður sífellt
minni ocr minni manna á meðal.
O
Það munu ekki vera svo tiltölulega
margir núlifandi landar vorir, sízt
yngri rnenn, sem hafa lesið t. d.
Gylfaginning. Allur porri manna
hefur pví að llkindum sjaldan eða
aldrei rekið sig á nafnið Verðandi,
fyr en J>eir sáu það frainan á pess-
ari nýju bók. Að hinu leytinu eru
allmörg af karlkyns-orðum íslenzk-
um, sem enda á i, og svo hafa
menn haldið að Verðandi væri eitt
af J>eim, Og svo er bögumælið
komið á laggirnar.
Vjer J>ekkjum annað bögumæli,
sem komið er upp meðal íslend-
inga í Vesturheimi, og sem er als-
endis óafsakanlegt og hreinasta
hneyksli. Ef til vill rekur einstaka
mann piinni til þess að einhvern
tlma síðastl. vetur eða vor stóð sú
fyrirspurn í Heimskringlu; Hvers
lcyns er „Lögberg?’•' Ritstjórnin
svaraði auðvitað að pað væri hvor-
ugs kyns.—Þó að Heimskringla
hafi stundum farið nokkuð gálaus-
lega með íslenzka tungu, þá má
hún pó eiga það, að hún hefur
aldrei verið í vafa um, hvers kyns
nafnið á blaði voru væri.—Vjer
gáfum pessari fyrirspurn lítinn gaum,
pegar hún kom út í blaðinu—hugs-
uðum eittbyað á pá leið, að spyrj-
andinn hefði naumast getað verið
með öllu viti. En viti menn—nú
líður naumast svo nokkur dagur,
að vjer ekki heyrum talað eitthvað
um hann IjÖgberg, að þetta og
petta standi í lionum lögbergi, og
J>ar frain eptir götunum. Einstaka
maður gengur enda svo langt að
hafa nefnifall orðsins hreint os
O
beint lögbergur. Þetta bögumælis-
hneyksli er orðið svo algengt, að
skynsamir menn hafa enga hug-
mynd um að neitt sje athugavert
við pað, pegar þeir láta pessi ó-
sköp út úr sjer.
Vjer leyfum os3 að segja að
annað eins og petta sje hreint og
beint ósæmilegt. Það sýnir það
einstakt skeytingarleysi, og pá ein-
staka fyrirlitning fyrir máli og sögu
pjóðar vorrar. Blaðið Lögberg heit-
ir eptir langmerkasta, langfrægasta
staðnum, sem til er á öllu íslandi,
peim stað, sem nálega öll saga
J>jóðar vorrar hefur að vissu leyti
snúizt um. Það er sannarlega ekki
til of mikils ætlazt, þó farið sje
fram á að hver einasti íslending-
ur reyni að nefna annað eins nafn
óbjagað. Og hjer verður ekki fá-
fræðinni um kennt. Það er eng-
inn sá Islendingur til með fullu
viti, sem í raun og veru heldur að
orðið berg sje karlkyns.
Hvers vegna segja menn pá J>essa
vitleysu? Af hugsunarleysi og hirðu-
leysi. En vjer vonutn svo góðs til
manna, að peir leiðrjetti petta pað
bráðasta, úr því þeim hefur nú ver-
ið bent á pað.
ÞRÆLA-VERZLUN í AFRÍKU.
Eyðilegging sú, sem arabiskir
præla-pjófar hafa komið til leiðar
í Mið-Afríku á síðustu 5—6 árum,
er hræðileg, segir blaðið Neui York
Sun. I löndum, par sem Living-
stone, Stanley og Cameron fundu
mannmarga pjóðflokka, er nú eng-
inn lifandi maður til. Flestir af
þeim hafa verið teknir höndum
eða höggnir niður sem búfje, og
leyfarnar af pjóðflokkunum hafa
komizt undan inn í önnur hjeröð.
Hjeruð pau, sem eydd hafa verið
að mönnum, liggja milli 22. og
32. gr. austurlengdar og milli 3. og
12. gr. suðurbreiddar, og eru á
stærð nálega 100,000 ferhyrnings-
mílur.
Meðal J>ess skemmtilegasta, sem
Livingstone og Stanley hafa ritað,
eru lýsingar peirra á hinu yndis-
fagra Manyema-landi, vestur af Tan-
ganyika-vatninu, og íbúum pess,
sem voru svo ólíkir öðrum mönn-
um. Eptir því, sem Gleerup segir
nú frá, liafa allir þessir menn horf-
ið, að undanteknum hópum af Ma-
nyema-þrælum, sem vinna á jörð-
um Araba fram með vegi peim,
sem kaupmannalestirnar fara. Arabar
hafa eytt landið beint vestur frá
Tanganyika-vatninu, fram hjá Nyan-
gwe. til Efri Senkuru; á 500 mílna
breiðu svæði er naumast eptir nokk-
ur parlendur maður, sem sagt geti
i'gnnnar um þessar voðalegu árásir
Það var í vesturhluta pessa hjer-
aðs, að bærinn Bene Ki lá; árið
1882 kom lautenant Wissmann þang-
að; pá var eitt stræti í bænum,
en pað var 10 mílna langt; kofarn-
ir voru 20 fet á hæð, og kringum
húsin lágu laglegír garðar; karl-
mennirnir voru að vinnu sinni á
ökrunum bak við húsin; allir íbú-
arnir buðu útlendinginn velkominn
og hjer um bil 5000 peirra komu
til tjalda hans um kveldið. Tveim-
ur árum síðar lá leið Wissrnanns
aptur um þennan stað. Ekkert var
pá eptir af pessum heimilum, par
sem menn höfðu „unað svo glaðir
við sitt“. Langa strætið var þak-
ið háu grasi, og í því var mikið
af brunnum stoðum og bleikum
hauskúpum. Flokkar Tippu Tibs
höfðu farið J>risvar sinnum á sex
mánuðum með báli og brandi um
J>etta inikla byggðarlag. LMargar
konur höfðu verið fluttar burt, allir,
sem veitt höfðu viðnám, höfðu ver-
ið drepnir, og akrarnir, aldingarð-
arnir og banana-\undirnir höfðu ver-
ið lagðir í eyði. Arabarnir höfðu
og komið með bóluveikina í bygð-
arlagið; hungursneyð bættist svo
ofan á, og ]>etta reið mönnum þar
að fullu. Voldugi pjóðflokkurinn,
sem heima átti í Bene Ki, leið und-
ir lok, otr að eins örfáir menn
höfðu komizt undan suður til Zeppu
Zapp, höfðingja, sem sjálfur hafði
hrokkið undan árásum Araba og
yfirgeíið eignir sinar og óðul.
Eptir því, sem J>cir Gleerup og
Lenz segja frá, liafa Arabar gert
mannlausar einar fimtán þúsund fer-
hyrningsmílur af landi, sem bggur
fram með Congo-fljótinu milli Nyan-
gwe og Stanley-fossanna. Mann-
mörgu J>jóðflokkarnir, sein Stanley
hitti fyrst, hafa orðið að þrælum,
eða hafa pá fækkað til mikilla
muna, og reika nú um skógana, langt
frá fljótinu. Hjer um bil 2000 fer-
hyrnings-mílna stórt sljettlendi vest-
ur af aðsetursstað Tippu Tibs við
Kasongo hefur algerlega verið syipt
íbúum sínum. Nú er ekki lengur
neinn arður í því að reyna að ná
þrælum á hjer um bil 20 þúsund
ferhyrningsmílna svæði vestur af
Congo. Einmitt umhverfis sömu
stöðvarnar sem Livingstone ljezt á
og J>ar sem hjarta hans var grafið,
segir Giraud, að Ara'oar hafi ger-
samlega eytt landið. Og frá öllum
þesáum miðdeplum eyðileggingar-
innar má relcja slóðir eyðendanna
til præla-markaða og útskipunar-
staða; bein vesalinganna, sem lát-
izt hafa á leiðinni, vísa mönnum
veginn.
Það er ómögulegt að hinn mennt-
aði heimur poli mikið lengur pessa
stórkostlegu glæi>i og manndráp,
án þess að gera alvarlegaí ráðstaf-
anir til pess að þeiin linni fyrir fullt
o<r allt.
O
VIðRÆðUU gladstones.
G. W. Smaliey ritar í Wew Yurk Tribune:
Þessi kynslóð á einn mann, sem kann
að tala við menn líkt og Macaulay; jeg
á við Mr. Gladstone. Það er ómögulegt
að tala jafn-frjálslega um frægan mann,
sem enn er á lífi, eins og um mann,
sem þegar lieyrir veraldarsögunni til.
Það er jafn-ómögulegt að gefa í fáum
orðum fullkomna lýsingu á því, sem er
einkennilegt við Mr. Gladstone, þegar
hann á tal við menn. Hættir lians heyra
liðnum tíma til, ef það verður sagt, að
það heyri nokkrum tíma til, sem er í
raun og veru sjerstaklegt fyrir einn
einstakan mann. Það að jeg jafna hon-
um saman við Macaulay, kemur af því
að hann hefur að nokkru leyti sama
siðinn eins og Macaulay, þann að tala
við sjálfan sig, og þann sið höfðu
margir aðrir jafnaldrar Macaulays, sem
ekki eru jafn-nafnfrægir eins og hann.
Viðræður Gladstones eru árstraumur —
líkur Oxus, sem Arnold kveður um:
Brimmincj, und bright, nnd kirge • • •
Yfir höfuð getur maður sagt að
Macaulay liafi lifað sitt líf meðal hóka;
Mr. Gladssone liefur lifað sitt líf í störf-
um. í vissum skilningi er hann ekki
„heimsmaður", en hann er framúrskar-
andi snillingur að fást við opinber störf,
við ensk störf — enda hefur liann allt
sitt líf verið að fást við hin þýðingar-
mestu þjóðmál. í viðræðum lians kemur
hugur hans í ijós í því gerfi, sem hann
hefur fengið af þessari samanliangandi
reynslu. Aldrei liefur nokkur maður lif-
að, sem hefur verið jafn-vel að sjer í
stjórnarsögu sinna tíma, eins og liann;
og aldrei hefur nokkur enskur stjórn-
málamaður látið sjer annt um jafnmargt
utan stjórnfræöinnar — bókmenntir, trúar-
brögð og allt annað. Ekkert efni er til,
sem hann vill ekki tala um. Hver ein-
asti maður, sem hefur kynnzt honum,
furðar sig á minni hans. Það er varla
hægt að byrja á neinu umræðuefni,
sem hann veit ekki ósköpin öll um.
Hann hirðir iítið um tiiheyrendur sína,
eða liverju líklegt er að þeim muni ]>ykja
gaman að. Sjálfum þykir honum gam-
an að því, sem hann er að tala um, og
honum kemur aldrei til hugar, að öðr-
um muni ekki þykja gaman að því
lika. Og honum skjátlast alls ekki; lijá
honum verður það skemmtilegt, hvað
sem það svo er. Menn vita til þess, að
hann licfur talað við þann, sem lijá
honum sat við miðdagsverð, um útgáfu-
rjett að bókum; hann taiaði um þetta
efni hjer um bil allan tímann meðau
á miðdagsverðinum stóð, og það var
lengi verið að borða. Sá, sem hjá hon-
um sat, var Ijómandi falleg stúlka, og
henni var ekki annara um útgáfurjett
að bókum, iieldur en je^ veit ekki
hvað. Hún hlustaði á hann allan tím-
ann sem frá sjer numin af unaði.
Árin 1880-85 voru hættulegt tímabil í
sögu Mr. Gladstones; þá virtist svo sem
forlög ráðaneytisins væru komin undir
því, livort heppnast mundi eða ólieppn-
ast með leiðangurinn, sem gerður var
út til að frelsa Gordon. Gladstone var
staddur í húsi einu á Skotlandi, og al-
varlegar frjettir voru alveg nýkomnar
frá Súdan. Hver, sem liefði heyrt til
hans við miðdagsborðið, mundi hafa
sagt, að æðsti ráðherrann liefði aldrei
heyrt Súdan nefnt á nafn. Menn voru
að tala um, livað sólsetrin voru rauð
það sumar, og að vísindamenn liefðu
getið þess til að það mundi orsakast af
jarðskjálftunum, sem árinu áður höfðu
verið á Java. Mr. Gladstone komst ]>á
út í jarðskjálfta. Stjórn llollands hat'ði
sent rannsóknar-nefnd, 18 mánuðir liöfðu
liðið, og engar skýrslur höfðu enn kom-
ið frá nefndinni; Mr. Gladstone rjeð
sjer ekki af óþolinmæði eptir að ná í
þessar skýrslur um Java-jarðskjálftana
frá nefnd hollenzku stjórnarinnar. Hann
langaði til að fá að vita, livað við
liefði borið; liann langaði til að fá
samanhangandi herdóms-sliýringu á þess-
um umbrotum náttúrunnar; hann lang-
aði til að sjá skýrslur yfir liftjón og
eignamissi; þessa hefði öllu verið lofað,
sagði liann; eklcert af þessu væri enn
komið fram. Yissi nokkur, livenær ætla
mætti að þetta kæmi, eða livar menn
gætu fræðzt um þetta? Stórveldis-áhyggj-
urnar lágu svo ljett á þessum risa-herð-
um, að í hálfan klukkutíma hafði spurs-
málið um jarðskjálftana á Java algert
vald yfir huga hans; það, og það eitt
kom honum við og mannkyninu yfir
höfuð. Á maður nokkurs annars úrkosti
en að gefast upp fyrir jafn-sterkum
andlegum krajiti, sem hefur þennan
undra-þrótt að geta algerlega losað sig
við allt, nema það efni, sem liann er
að fást við það augnablikið, sem er að
líða! Það verður að eins eitt sagt um
siíkar viðræður, það er ómögulegt annað
en verða töfraður af þeim.
Yera má að ýmiskonar sögur berist
yður til eyrna um Mr. Gladstone og
viðræður hans; þær sögur lýsa ekki all-
ar góðum hug, því að helzta fólkið
gerir allt, sem það getur, til þess að
láta sjer getast illa að honum, og því
tekst það, þegar hann er ekki viðstadd-
ur. Jeg ætla að geta hjer einnar sögu,
sem sýnir aðra lilið á honum. Þegar
hann var æðsti ráðherra, setti hann
víssan alþekktan mann í visst vandasamt
enibætti erlendis, og til þess að innat
störf þess embættis vel af hendi þurfti
embœttismaðurinn að bera sjerstök kennsl
á landið og þjóðina, og vera hvorutveggju
persónulega kunnugur; maðurinn, sem
í hlut átti, hafði aflað sjer þessa 1
nokkur ár, og haft mikið fyrir þvl. Mr.
Gladstone gerði boð eptir erindsroka
sínum, og bað hann að finna sig áður
en liann legði af stað. Hann kom, og
daginn eptir hitti einn kunningi hans
hann að máli, og kvaðst samgleðjast
honum, þar sem æðsta ráðherranum
hefði getizt svo vel að honum. „Mr..
Gladstone segist aldrei hafa hitt nokkr-
urn mann, sem hafi vitað jafnmikið um
Kákasus-löndin". Erindsrekinn hló við.
„Jeg var hjá honum tvo klukkutíma“t
sagði hann, „0g jeg lauk aldrei upp
munninum11. Ef þjer efist um, að þessij
saga sje sönn, þá get jeg sagt yður
aðra, sem er alveg eins, að því undan-
teknu, að þar átti allt annar maðitr f
hlut, og embættið, sem hann hafði feng-
ið, var allt annað. En allt fór á sömui