Lögberg - 30.01.1889, Page 2

Lögberg - 30.01.1889, Page 2
MIDVIKUD. 30. JANÚAR 1889. ÚTGEFENDUR: Sigtr. Jónasson, Bcrgvin Jónsson, Árni Friðriksson, Ei-ir ilj'i''!<‘ifsson Ólafur Þórgcirsson, Siguröur J. Jóhanncsson. Allar upplýsingar viðvíkjandi verði ú auglj'singum í ,",Lögbergi“ gcta menn fengið á skrifstofu blaðsins. Ilve nær sem kaupendur Lögbnrgs skipta um bnstað, eru )>eir vinsamlegast beðnir,- að senda skriflegt skeyti um það til skrifstofu blaðsins. Utan á öil brjof, sem útgefendum „Lög bergs“ eru skrifuð víðvikjandi blaðinu, jetti að skrifa : The Lögberg Printing Co., 35 Lombard Str, Winnipeg. i „íslanb aí) blasa Eptir. /ón Bjarnason. Frá Jm fyrst er íslenclingar hjer vestan At.anzliafs fóru nokk- uð að iáta opinberlegft til sín heyra, hefur );að verið föst regla blaðanna heima á Islandi að leiða hjá sjer allar raddir, sem til þeirra liafa borizt úr þeirri átt, þegja ])ær allar algerlega fram af sjer, ganga fram hjá út tíuttuin lönd- um sínum hjer í Vesturheimi með þegjandi fyrirlitning. Blöðin ís- lenzku hafa í þessari grein furðu- nákvtemlega fetað í fótspor blaða frændþjóða vorra á norðurlöndum Evrópu, eins og þau voi-u lengi fram’"eþ£ir. þvi það var siður þeirra langa-lengi eptir að burt- flutningur fólks hófst úr þeim löndum inn í heimsálfu þessa, að varast eins og heitan eld, að geta þessa burt fiutta fólks að nokkru, nema -þegar svo bar að, að þau gátu flutt einhverjar venilega illar og fráfælandi frjettir frá þessu fólki, sagt einhverjar vandræða- og slysasögur af því, ]>á að nót- era allt slíkt niður hjá sjer og útmála það með sem svörtustum litum. það eru ekki ýkjamörg ár síðan, að ef maður í norskum, dönskum eða sœnskum blöðuin, út gefnum þar í heimalöndunum, fór að leita að upplýsingum um hagi norðurlandaþjóða víðsvegar um byggðarlög þeirra í Aiueríku, þá fann maður alveg ekki neitt ncma einstöku sundurlaus brot af fijettum um óhöpp, hrakfarir eða háðungar, sem tíeiri eða færri Skandínavar hjer vestra hefðu lent í. Blöð bæði hægri manna og vinstri manna fylgdu í upp- haf> þessari reglu, hvortveggja augsýnilega í sama tilganginum, þcim, að draga hugi almcnnings þar heima hjá sjer sem mest frá bessari heimsálfu, er svo mikill fjöldi af þjóðum norðurlanda þyrpt- íst til á ári hverju. það hefur lengi í heiminum verið trúað á liina alþekktu meginreglu: „Til- gangurínn helgar meðalið“, og hin- ir pólitisku leiðendur þjóðanna, blöðin, vinnandi í ákefð fyrir „frelsi og framförum“ síns fólks, hafa sannarlega ekki yfir höfuð stutt að því, að þessi setning væri látin devja út í mannfje- laginu. Á scinni árum liefur nú s \mt sem áður talsvert breytzt til batnaðar með tilliti til þessarar stefnu hjá blöðum norðurlanda- þjóðatma. Blöð hægri manna hafa royndar að miklu leyti haldið upp teknurn hætti, að svo miklu -leyti sem þeim hefur verið unnt. En blöð vinstri manna í þessum löndum hafa smásaman sjeð, að þessi þegjandi fyrirlitning á fólki síns þjóðflokks, er setzt var að í Ameríku, og sem í mörgum grcinum ú fáeinum áratugum var komið langt á undan fólkinu þar hcirna, dugði ekki, og að það var einmitt til stórmikillar eflingar þeirri framsókn, er þesssi hin sömu blöð börðust fyrír, að gefa nákvæmar gætur að stórstigum hins út flutta brcts af þjóð sinni á fram og upp á við, og láta sögu þess hjer í landi verða lexíur fyrir líf almennings í mann- fjelaginu þar heima hjá sjer. Leið- andi menn í hvorum tveggja póli- tiska flokknum á norðurlöndum töldu ,í upphafi alveg sjálfsagt, að ekkert gæti orðið úr burt flutt- um löndum sínum í Ameríku; þeir hyrfu hjer eins og dropi í sjóinn, öldungis eins og þorvaldur Thóroddsen segir að hlióti að vcrða óhjákvæmileg örlög Islendinga í þessu landi. En nú eru allir hin- ir stilltari og frjálslyndari vitmenn á norðurlöndum fyrir æði-löngurn tíma farnir að sjá, að vesturfar- arnir norsku, dönsku og sænsku liafa alls eigi horfið í þjóðlífi álfu þessarar eins og dropi í sjóinn, heldur að þeir þvert á móti eru óðum að verða, og eru í raun- inni þegar orðnir að býsna miklu stórveldi í mannlífinu ameríkanska. Og annar eins maður eins og Top- 8Öc, sem þó var einn leiðandi blaða- maður í flokki hægri manna í Danmörk, sá þetta fyrir mörgum árum, eins og ferðasaga hans um Ameríku ber vott um. Og auð- vitað era fleiri málsmetandi rnenn í sama eða tilsvaranda sjórnarflokki á norðurlöndum, sem sjá hið sama, geta ekki lengur byrgt fyrir aug- un, dirfast ekki lengur að neita því, að hinn út flutta hluta þjóð- flokks síns dugir elcki annað en taka til grcina, Svo mótspyrnan í þessum löndum gegn vesturfarar- hreifingunni hverfur meir og meir, og hin þegjandi fyrirlitning póli- tisku mannanna á löndum sínum hjer í Ameríku, lífi þeirra, fram- kvæmdum og framsókn í hinu nýja föðurlandi þeirra, heyrir nú bráð- um að eins til liðna tímanum, og í rauninni nú þegar að öllu leyti meðal þeirra, cr vinstri tíokkana fylla í þeim löndum. En pólitisku mennirnir og blöðin á íslandi hafa að undanförnu haldið upp tekn- um hætti, að því er það snertir, að ganga fram lijá íslendingum í Ameríku með þegjandi fyrirlitn- ing. þeim hefur sýnzt, að þögn sín myndi í lengstu lög duga til þess að leiða huga alþýðu heima frá „óláns Ameríkunni þeirri’ arna", að ef svar kœmi frá þeira upp á raddir þær, sem íslendingar hjer senda þjóð sinni heim yfir hafið, þá yrði það að eins til þess að freista alþýðu til þess að hugsa enn þá meira um land þetta, svo langhollast myndi að anza engu, drepa vesturfararambrotin með þögn. Um svona lagaða þögn and- spænis málum vesturfara, starfi þeirra og stríði hjer, og bending- um þeirra hjeðan til landa sinna heima á Islandi, hefur verið þegj- andi samkomulag milli leiðandi manna og blaða þar heima, hvort sem þessir menn og þessi blöð hafa fylgt hinum svo kall- aða þjóðemislega flokki í stjórn- málum ellegar hinum konunglegu merkisberum Danastjórnar, með ná- lega þeirri einu undantekning, að meðan Jón Ólafsson var íslenzk- ur blaðstjóri, einkum meðan hann gaf út blaðið „Skuld“, þá tók hann allt af nokkurt tillit til landa sinna hjer og gaf leáúnduin sínum tajkifæri til þess að fylgja frambýlingsskapar- baráttu þeirra með eptirtekt. Enda er það, sem kunnugt er, ]>essi sami maður, sem í fyrra reis upp til að bera blak af hinum yestur fama hópi ís- lendinga, þegar hatrið gegn hinum út flutta og út flytjanda íslenzka lýð frá báðum pólitisku flokkun- um á íslandi, flokki hinna „rauðu“ og hinna „hvítu“ manna, logaði upp úr í hinum alræmdu ritlingi eptir Benedikt Gröndal. Til allrar hamingju virðist nú sem íslenzku blöðin heima ætli ekki lcngur að þegja „hið út flutta ísland“ fram af sjer, ætli að fara að virða oss hjer viðtals, sinna oss að minnsta kosti að því leyti, að mótmæla því, sem vjer höfum að segja. Og má segja, að þetta sjeu ákaflega mikil fram- för í blaðamennskunni á íslandi. Jeg hef aldrei sjeð greinileg merki upp á þetta fyrr en með seinasta pósti frá íslandi, þegar jeg fæ öll hin þrjú hlöð, sem út eru gefin í Reykjavík, hvcrt fyr- ir sig' með æði-löngum ritgjörð- um út af fyrirlestri mínum „fs- land að blása upp“, sem eins og rnenn vita var prentaður í haust í Reyk javík. Ritgjörðir þessar eru auðvitað allar mcira eða minna mótmæli á móti aðalefninu í þess- um fyrirlestri, tilraunir til að sanna, að jeg hafl þar herfilega rangt fyrir mjer, tilraunir til að sanna, að ísland sé e k k i að blása upp. En jeg þakka samt virðingarfyllst fyrír þessi svör, þakka fyrir það, að sjálf Reykjavikur-blöðin vilja nú við oss tala, álíta ekki leng- ur við eiga að ganga fram lijá oss með þegjandi fyrirlitning. það er reyndar satt, að ekkert þess- ara heiðvirðu blaða hefur bein- linis sjálft anzað því, er jeg hef að segja í fyrirlestri mínum, held- ur hafa þau að eins tekið upp í sig ritgerðir út af fyrirlestnnum frá öðrum mönnum, og eitt þeirra, nefnilega „þjóðólfur", lætur í grein þeirri, cr hann hefur að fœra um þetta mál, ritlings mins hvergi beinlínis við getið, varast að nefna hann á nafn með einu orði; en engu að síður er það þó þakkarvert af þessum blöðum, [að koma með ritgerðir, þar sem það mál, er fyr- irlesturinn gengur xit á, er gert að umræðuefni. það er hátíð hjá því, sem áður hefur verið. það er gleðilegur vottur þess, að upp- lýsingin og pólitíkin á íslandi ætlar að fara að virða oss hjcr í Ameríku viðtals. Svo sem við mátti búast er lang-mest vit og lang-mest sann- girni í því, sem Jón Ólafsson hefur borið fram í andmælum sínum gegn fyrirlestri mínum. Hann ritar í „Fjallkonuna". Hann gefur býsna- greinilegt ágrip af efninu í ritlingi mínuin. Hann segir það sjeu cngar ofsögur, sem jeg hef sagt um eyðinguna í náttúrinni á íslandi. Hann vitn- ar hátíðlega, að allt það, sem jeg segi um viðburði og ástand, að því er til „uppblásturs“ íslands í bókstaflegum skilningi kemur, sje satt og rjett. Og hann segir um fyrirlesturinn í heild sinni, þó að hann mótmæli að all-miklu leyti ályktunum mínum út af þeim dœmum, er jeg hef tilfœrt, að hann sje merkilegt rit. þorvaldur Thór- oddsen ritar í „Isafold" út af fyr- irlestri þessum, en af ritgcrð hans getur sá, sem ekki hefur sjálfur lesið fyrirlesturinn, enga ljósa hug- rnynd fengið um það, hvað jeg hcf sagt þar, því hann er þar að mótmæla mörgu, sem ýmist alls ekki snertir efni fyrirlestursins eða þá að eins mjcig óbeinlínis stend- ur í sambandi við hann. Ritgerð hans er eins mikið stýluð á móti burtflutningi fólks frá íslandi til Ameríku eins og á móti því, sem jeg hef talað um í fyrirlestrinum, eða öllu meira. Svo Jón Ólafs- son hefur spáð rjett í sinni rit- gerð, þar sem hann getur þess til, að Vesturheimsóvinir heima á ís- landi muni líta svo á, sein jeg haíi samið og gefið þennan rítl- ing út í því skyni, að ginna fólk frá íslandi yfir um til Ameríku. Jeg get nú hátíðlega vitnað, að jeg hafði engan slíkan tilgang með riti þessu, enda getur hver sá, er les það með alopnum aug- um, sjálfur sjeð, að það er ekki neins staðar í því innt í þá átt, að það sje ósk mín og vilji, að landar mínir yfirgefi ísland, hversu „uppblásið" sem það er í augum mínum, og flytji sig hingað yfir um. Jeg hef ekki hreift við því máli hið minnsta grand í þessum fyrirlestri. Og hefði þorvaldur Thoroddsen nokkuð tckið eptir ýmsu, sem jeg hef ritað fyrir ut- an þennan fyrirlestur minn, t. a. m. í „Sameiningunni", bæði áður en og eptir að fyrirlesturinn varð til, þá hefði hann getað gengið úr skugga um það, að jeg er ekki og hef aldrei verið neinn vesturfarapostuli, að jeg hef ein- att með sterkum orðum bent lönd- um mínum á voðalegar hættur, sem liggi fyrir fólki voru, þegar það er komið inn í þjóðlíf þessa lands, og að af því að jeg hef sýnt fram á verulega svarta hlið á mannlífinu hjer, þá lief jeg mœtt mótspyrnuin og hnútukasti frá suinum ameríkönskum Islending. um, sem hefur fundizt, að jeg með slíkum bendingum óvirti þetta land með öllu ómaklega. það er annars ekkert nýtt þetta fyrir mjer, að verða fyrir álasi úr tveimur alveg gagnstœðum áttum. Mjer er að einu leytinu borið á brýn, að jeg líti of svörtum aug- um á þjóðlífið ameríkanska og fæli svo með því segja frá, hvað jeg sje lijer ljótt, fólk vort frá því að flytja hingað inn. Og að hinu leyti er jeg víttur fyrir það, að jeg líti svo svörtum augum á ísland, eins og kemur fram í fyr- irlcstrinurn, og svo verði sú sjón mín, þegar hún kemur fram op- inberlega, til þess að kveilíja í mönnum þar heiina ástríðu eptir að komast hingað til Ameríku. Eins hefur mjer áður ýmist ver- ið borið það á brýn, að jeg væri svo breiður í trúarskoðunum, að jeg gæti ómögulega með rjettu staðið í lútersku kirkjunni, ekki nema með því móti að sigla und- ir fölsku flaggi, ellegar hið gagn- stæða, að jeg væri svo fastheld- inn við fornar lúterskar „kredd- ur“, svo ófrjálslyndur í kirkju- legu tilliti, að slíkt væri óþolandi á þessari há-upplýstu tíð. Krist- ofer Janson, skáldið og -Únítara- prestinum norska, þykir jeg ótæk- ur fyrir mitt lúterska þröngsýni, og hann reynir til að mynda trú- arboð meðal landa minna lijer til þess að fólk vort losni úr þeim kirkjulegu hlekkjum, er jeg og minir líkar vilji á það leggja. 0g dr. Bryce trúir því, að jeg sje svo „óevangeliskur" í lcenning minni, mcð öðrum orðum sje svo fjarri ekta-kirkjulegum og kristilegum rjetttrúnaði, að hann hafi guðlega köllun til að stofna sjerstakt trú- arboð mitt uppi í söfnuði íslenrl- inga hjer í Winnipeg, sem jeg þjóna, til þess að fólk vort hjer missi ekki alveg af því, sem hann kallar kristindóm. Ymist á jeg að vera hreinn og beinn skyn- semistrúarmaður eða greinilega há- lúterskur oftrúarmaður. Ýmist ó- þolandi Ameríku- óvinur eða í flokki verstu Amcríkupostula, sem, eins og í hinum um rædda fyr. irlestri, ckkert vilji sjá nema tóman sorta á íslandi, af því jeg sje fremur öllu öðra um það að hugsa að draga landa mína að heiman inn í þennan ameríkanska „sælunnar reit“. Sannleikurinn með tilliti til þess, sem jeg hef sagt í fyrirlestrinum, er nú að eins sá, að jeg hef all-lengi sjeð og sje enn, að ‘vesnlings ísland er greini- lega að blása upp bæði í eiginleg- um og óeiginlegum skilningi. Og af því jeg var viss um, að mjer missýndist ekki í þessu, þá skoð- aði jeg það skyldu mína að segja opinberlega frá þessum sannleika, hvort sem mjer yrði legið á hálsi fyrir það ellegar ckki, og hvað sem yfir höfuð leiddi af því, að þessi sannleiki væri sagður. Ann- ars er það dálítið merkilegt, að þó að öll þrjú Reykjavíkurblöð- in hafi fundið við eiga að flytja ritgerðir gegn fyrirlestri mínum, sem jeg eins og áður er sagt þakka þeim fyrir, þá halda allar þessar ritgerðir því fram, að þessi upplýsing, sem jeg kem með um það að landið sje að blása upp í bókstaflegum skilningi eða að grassvörður þess sje að eyð- ast, sjeu nú alls ekki nein ný tíðindi, þessa hafi opt áður verið minnzt og í rauninni sje það al- kunnugt þar heima. Hafi þessi tíðindi, er jeg kom með, ver- ið mönnum alkunnug áður, hvers vegna þá að gera svo mikið veð- ur úr því, ijúka upp til handa og fóta og fylla hin litlu blöð með þessu máli í einni svipan óð- ar en fyrirlesturinn hefur birzt á prenti? Og það sömu blöðin, sem allt af að undanförnu hafa þagað við hverri rödd, sem til þeirra hefur borizt hoim yfir haf- ið frá íslendingum hjer? þau hafa sannarlega gert of mikið ,númer“ úr ritlingi mínum, ef sá sannleikur, er hann flytur, vakti virkilega eins ljóst fyrir mönnum þar í höfuðstað landsins áður en þeir lásu hann. því, sem saert þess e* eigi vant, að blöðin heima flýti sjer svona að anza því orði, er til þeirra berst frá oss hjer að vestan. (Meira). Enn frá Islendingafjelagsmanni. (Framh. frá 1. bl. 2. úrg.) Landbúnaðurinn á íslandi er nú. hjer um bil á sama stigi, eins og hann var nyrzt á Skotland! og í hinum norðlægari hjeruðum Noregs og Svíþjóðar fyrir meira en öld síð- an, eða þó heldur I enn meira barndómi. I>að er jafnvel vafamál, hvort íslendingar standa nú I nokkru verulega framar í búnaðarlegu til- liti en á landnámstíð. Mjer er enda nær að halda, að í sumu hafi mönnum á ýmsum stöðum farið apt- ur, t. d. i d u g n a ð i við allan búskap, svo sem jarðyrkju, túngarða- hloðslu, hirðing á lifandi peningi, o. s. frv. Vörzlugarðarnir og göngu- garðarnir gömlu, sem enn má sjá merki til norðanlands, hafa verið eins mikil þrekvirki og nýju þjóð- vegirnir, sem nú er verið að leggja. Eins og einn þeirra segir, sem ritar andmæli gegn fyrirlestrinum „ísland að blása upp“, vantar á ís- landi þessi miklu nrannvirki, sem menn sjá í öðrum löndum, og sem mikill hluti af auð annara þjóða liggur í. Dangað til þessi mann- virki eru komin, eru og verða menn. eptirbátar annara þjóða. Dað er bæði hlægilegt og með- aumkvunarvert, þegar sum blöð á íslandi og ýmsir menn, sem Kall- aðir eru menntaðir, eru að auglýsa. fáfræði sína fyrir heiminum með því að tala um óbyggðirnar, eyðr- merkurnar og afskekkjuna, þar sem Islendingar búi hjer I Amer- íku. Jeg vil veðja 10 á móti ein- um, a5 ef fengirin er óvilhallur nraður, sem ferðazt hefur talsvert um heiminn, svo hann er orðinn laus við þessa heimeldis-fordóma, sein hanga svo fast við menn, sem ekk- ert hafa sjeð, nema þúfuna, sem þeir sitja á, eöa hólmann, sem þeir búa á—og látinn meta mannvirkin og framfarirnar í íslenzku nýbyggð- unum hjer í norðvestur-Ameríku á móts við mannvirkin og framfarirn- ar í sveitunum á íslandi, þá mundi hann komast að þeirri niðurstöðu, að I vesælustu íslenzku byggðun- um hjer sjeu komin eins mikil mannvirki á 10—15 árum, eins og nú sjást í meðalsveitunum á íslandi eptir 1000 ára byggingu, og að í blóin-

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.