Lögberg - 09.10.1889, Blaðsíða 3

Lögberg - 09.10.1889, Blaðsíða 3
sjerstaklegu málefnum þess með fullri ábyrgð fyrir alþingi, og þar sem tekið verði svo mikið tillit til vilja pingsiiis og þjóðarinnar, sem fram. ast má verða'. Laugardaginn 24 þ. in. kl. 5 e. h. átti að halda fund í neðri deild til að ákveða, hvernig ræða skyldi tillögu þessa, en sá fundur gat eigi orðið lögmætur, því að þessir •' Þingmenn mættu ekki: Grímur Thomsen, Gunnar Halldórsson, Jón Þórarinsson, Olafur Pálsson, Páll Ólafsson, Sigurður Stefánsson, Sveinn Eiríksson, Þör. IJöðvarsson, og £>or- valdur Bjarnarson. Höfðu að minnsta kosti sumir þeirra auðsjáanlega gert samtök um, að rnæta eigi og þannig koma í veg fyrir, að tillagan næði fram að ganga. Sigurður Stefánsson kom inn í þinghúsið í fundarbyrjun og Ólafur Pálsson var á gangi fyrir utan þinghúsið, án þess að hanu fengist á fundinn og Grimur var einnig á gangi þar nálægt. í efri deild kom stjórnarskrár- nefndin með sains konar tillögu, en hún var tekin aptur 26 þ. m. ; þótti þýðingarlítil, [>egar svona fór nm tillöguna í neðri deild. Y f i r s k o ð u n a r m a n n 1 a n d s- reikninganna kaus neðri deild 28. Þ. m.: yfirrjettarmálfærsluinann, alþm. Pál Briem. Gæzlustjóra S ö f n u n a r- s j 6 ð s i n s kaus neðri deild 23 þ. m. : skólakennara Björn Jensson. Varaforseti neðrideiJdar kosinn 24. {>. m. : Eiríkur Briem í stað Ólafs Briems, sem eigi getur gegnt J>tí starfi milli þinga, Þar sem hann eigi er búsettur í lívík eða þar í grenndinni. Y f i r d 6 m a r a e m b æ 11 i ð veitt landritara Jóni Jenssyni. Embættisprófi viðpresta- s k 6 1 a n n luku 23 þ. n. þessir níu: Eink. stig. Guðm. Guðmundsson .. . . I 47 Guðm. Helgason........ 1 47 Jón Finnsson........... 1 47 Kjartan Helgason....... I 47 Magnús Blöndal Jónsson. 1 45 Ólaf ur Helgason........ i 45 Ólafur Sæmundsson..... 11 37 Benedikt Eyjólfsson.... II 27 Einar Thorlacius....... 11 27 30. dgvst 1889. Sjera Sigurður Stefáns- s o n hefur nú tekið aptur umsókn sína um Reykjavíkurbrauðið eða beðizt undan að sjer yrði veitt það. Mun mörgum J>ykja það und- arlegt, sem vita, hve mikið á gekk þegar verið var að safna atkvæð- um handa honum um daginn, og margir í söfnuðinum þykjast vera gabbaðir í meira lagi, ekki sí/t, ef brauðið skyldi verða veitt öðr- um, án þess að leitað verði vilja safnaðarins með nýjum kosniugum. En slíkt þarf varla að óttast, því aö þaÖ samrýmist ekki vel prest- kosningarlögunum. I landritaraembættið var 28. þ. m. settur e.and. jur. Hannes Hafstein frá 1. sept. Tíðarfar er að frjetta gott alstaðar af landinu nú með póstu-m, sem nýkoinnir eru, stöku sinnum komið vætur bæði sunnanlands og annarstaðar, en yfir höfuð ekki til meins fyrir heyskapinn. Aflabrogð hafa lítil verið við Paxaflóa í sumar. A Eyjafirði og Siglufirði fremur góður afli um miðjan J>ennan ínánuð, >'ömuleiðis á Skagafirði. — Úr Húnavs. (Miðfirði) skrif^|3 22. þm.: „Veiðilaust hefur verið alveg í ám í sumar og fiski- laust á Miðfirði. Vestan flóans sagður nógur afli". 6'. ztpt. 1889. M a n n s 1 á t. 25. f. m. andað- ist í Otrardal f Barðastrandas^'slu- uppgjafaprestur Þórður Thorgrímsen síðast prestur í Otrardal. Hvalveiðarnar fyrirvest- a n. Seint í f. m. var hvalveiða- maðurinn í Onundarfirði búinn að fá 01 hval og líkui hvalafli á Lang- eyri eða þó heldur meiri. Safnaðarfundurinn hjer í bænum, sern auglýstur var í síðasta blaði, var sóttur af 150—200 manns. Var þar eptir litlar umræður 'sam" þykkt með um 150 samhljóða atkv. svohljóðandi yflrlýsing: „Fundurinn lýsir yfir þeirri von Og því trausti til landstjórnarinnar, að svo ¦ framarlega, sem hinn kjörni dómkirkjuprestur sjera Sigurður Ste- fánsson, einhverra orsaka vegna ekki tekur við þjónustu brauðsins, þá verði söfnuðinum veittur aptur kost- ur á, að neyta fullkominnar hlut- töku í veitingu brauðsins samkvæmt lögum 8. jan. 1886". 8TJÓRNARSKRÁIN Á Þ I N (! I. I>að er bezt að hver kemi til dyr- anna, eins og hann er klæddur. Það er ekki til neins að dyljast þess, að það varð töluverður ágreiningur á þingi ineðal manna um þetta mái. Það Koin þegar i þingbyrjun upp ágreiningur um tvö atriði. Eins og menn muna, hefur það eigi verið skilmerkilega ákveðið í fyrri stjórnarskrárfrumvörpum, hvernig konungur skipaði landsljórann eða viki honum frá völdum. Mótstöðumennirnir hafa jafnvel sagt, að konungur gæti eigi gert þetta með öðrum ráðgjöfum, en ráðgjöfum landsstjórans, en þá hefði afleidinghi orðið sií, að landsstjóri hefði orðið óafsetjanlegur, því að hann hefði getað haft þá ráðgjafa, er neituðu að skrifa undir afsetningu hans. Þessu vildu menn breyta og kveða skýrt á um það, að konugur sjálfur tæki sjer ráðgjafa, er skrifaði undir með honum. Um þetta varð nokkur úgreiningur, en. eptir að menn höföu rætt málið á fundi urðu þó allir á eitt sáttir um það, að bezt væri, að kveða skýrt á um ráðgjafa konungs, og var því samþykkt, að taka upp í stjórnarskrárfrv. ákvæði um þetta. Auk þessa hefur einnig verið sá ókostur við frumvörpin frá fyrri þ'ngum að verkahringur konungs og landstjóra hef- ur eigi verið fastákveðinn. Þar hefur staðiö, að konungur eSa landstjóri gerftu þetta og hitt. í þingbyrjun kom fram sú tillaga, að gjöra nákvæmar ákvæði um þotta. Fyrst og fremst um það, að konungur skyldi fela landstjóranum allt framkvæmdarvaldið iunanlands, en svo skyldi staðfesting á lögum vera þannig fyrirkomið, að landstjóri staðfesti almenn lög, en konungi væri heimilt innan á- kveðins tíma að aptur kalla þau. Með þessu var ákveðinn verkahringur kon- ungs og landstjóra. Framkvæmdarstjórn- in átti að verða öll innanlands, og ský- laust ákvæði sett um staðfesting á lög- um. Tveir af þingmönnum gátu ómíigu- lega fellt sig við þetta; þeir vildu held- ur hafa hin ónákvæmu ákvæði, að kon- ungur eða landstjóri staðfestu lögin- Þegar raálið var rætt á fundi utanþings urðu nær allir með að gera breytingar þessar á frumvarpinu. En af þvi þessir tveir þingmenn voru mjög á móti, vildu inenn þó láta undan þeim, og þess vegna var ákveðið í frumvarpi því, er fram var lagt í neðri deild, að konungur mætti að eius apturkalla þau lög, er hon- um þættu viðsjárverð sakir sambands tslands við Danmörku. Það getur enginn annað, en talið breytingar þær, sem urðu á frv. í neðri deild ril bóta, en fyrir þann ágreining, sem varð meðal manna, gekk málið seinna fram en annars mundi orðið hafa. Frumvaijiið var samþykkt til fulln- aðar i neðri deild í lok júlím. og greiddu þá allir þjóðkjörnir þingmenn atkvæði með þvi, nema einir tveir, og af þeim vildi annar ganga lengra og heimta frest- andi neitunarvald. Frumvarpið fór nú upp í efri deild. par voru kosnir 5 menn í nefnd: tveir konungkjöriiir, E. Th. Jónassen og Jón A. Hjaltalín, og þrír þjóðkjörnir, Friðrik Stefánsson, Jón Ólafsson og Skúli Þor- varðarson. Hinir konungkjörnu nefnd- armenn voru eigi ófúsir til samkomu- lags, en þeir vildu láta breyta frum- varpinu i nokkrum atriðum, og það sýndi sig við atkvæðagreiðsluna að þetta var engin uppgerð, þvi við 2. umr. sam- Þykktu hinir konungkjörnu margar mik- ilvægar greinar nálega í einu hljóði og við B. umræðu samþykktu 3 það til fullnaðar og hinn 4. kvaðst vera sain- dóma, nema um nokkur einstök atriði- I>að var einkum i 4 atriðum, er hinir konungkjörnu vildu breyta ákvæðunum um staðfestingu á lögum og ákvæðun- um um framkvæmdarstjórnina, fá breytt skipun efri deildar og setja landsyíir- dóminn í staðinn fyrir bmdsdóminn. Þegar þetta var fram komið í nefnd- inni kallaði einn af hinum þjóðkjörnu infmlarmönnum nokkra af þingmó'nnum í neðri deild á samkomu, til þess að verða þess vísari, að hve miklu leyti þeim stæði hugur til samkomulags. Þar voru auðvitað ekki þeir tveir þingmenn sem liö'fðu verið ósveigjanlegir, þegar ágreiningurinn var um málið í neðri deild, og heldur eigi ýmsir aðrir þing- menn; lijer var að eins samtal milli manna og gat því eigi verið að ræða um neinn almennan fund. Þar kom þá fram, að flestir voru fúsir til samkomu- lags, eu vildu þó eigi binda sig við i neinu, enda vissu menn þá eigi, hvað ofan á kynni að verða í efri deild og gátu eigi athugað málið nákvæmlega. Skömmu síðar komu tillögur ncfndar- innar fram í málinu. Þótt menn alls eigi feldu sig við all- ar breytingar nefndannnar, þá hafði nefndin þó viðurkennt, að ísland ætti að fá innlenda stjórn með ábyrgð fyrir alþingi, og því hefði verið ástæða til þess, að þykja þetta mikilsvert. En í stað þess að reyna, að koma á sam- komulagi, þá byrjaði hinn mesti æsing- ur af hendi hinna tveggja ósveigjanlegu þingmanna. Þetta spillti afarmikið fyrir framgangi málsins; þegar hinir konung- kjörnu þingmenn heyrðu, hvernig sum- ir ljetu í neðri deild, fannsi þeim ekki eigandi við menn í þessu má!i; þing- menn í neðri deild gátu ekki hugleitt málið rólega, og það var ekki hægt að koma á neinu samkomulagi um einstök atriði, sem gott hefði verið að fá breytt. ÞaB var fyrir þetta, að þeir konung- kjörnu þingmenn, er málinu voru mest sinnandi, vildu eigi, að málið gengi al- veg fram á þinginu; þeir vildu láta þjóð- ina hugleiða málið í ró. Hins vegar vildu þingmenn i neðri deild fá breytt nokkrum atriðum, og lýstu þeir þá yfir því, að þeir vildu eigi samþykkja frum- varpið óbreytt. Málið gat eigi orðið útrætt, en það gekk fram í efri deild 22. ágúst og fór svo til neðri deildar aptur. Nefndin í neðri deild gat að lögum eigi tekið málið til meðferðar fyrri en daginn ept- ir 23. ágúst. Einn af nefndarmönnun um var ósveigjanlegur og vildi ekki með neinu móti samkomulag v>ð efri deild. Þótt nefndarmenn flestir hefðu mjög mikið að starfa í öðruin málum, lauk nefndin þó viS álit sitt á rúmum sólarhring. Það vita allir, hvert var á- lit meiri hluta nefndarinnar. Það var eigi ha>gt að fá frumvarpið útrætt, og þegar svo var komið, þá vildi hún þó á annan veg hrinda máliuu áfram; vildi hún að báðar deíldir yrðu samtaka um að skora á stjórnina að leggja frum- varp til stjórnarskrár fyrir næsta þing. Eptir öllum reglum hefði stjórnin mátt til að verða við þessari áskorun beggja deilda. Áskorunin kom fram og var út- býtt í neðri deild á hádegi 24. ágúst. Þetta var laugardagur og næst seinasti þingdagur; um kveldið átti að ákveða, hvernig skyldi ræða tillöguna, en þá vildi svo óheppilega til, að þrír þing- menn voru farnir úr bænum. Þetta notuðu sex þingmenn sjer og gerðu fundinn ólögmætan, rneð því að mæta ekki. Var þá skorað á forseta, að halda fund um málið seinasta daginn, en hann aftók það með öllu, enda sóttu neðri- deildarmenn þetta ekki mjög fast, þareð það var óvíst, hvort fundurinn yrði fremur lögmætur þá. Menn gátu eigi náð tali við þá þingmenn, er fjærver- andi voru, fyr en næsta þingdag; sögð- ust þá að minnsta kosti tveir þeirra ekkert hafa vitað um ráðabrugg hinna sex, en á meðan var tlllaga um málið tekin aptur í efri deild kl. 9 og því var eigi til neins að halda tillögunni fram í neðri deild, en þegar auðsætt var, að fundur mundi geta orðið lög- mætur í neðri deild, þá sendu 12 þing- menn askorun til forseta um, að halda fund í stjórnarskrármálinu og ætluðu menn þar að lýsa yfir skoðun sinni og sýna það, að meiri hluti neðri deildar vildi aðhyllast samkomulag við efri deild, þótt eigi vildi hann samþykkja frumvarpið óbreytt, en svo var ómögu- íegt að finna forseta fyr en seint um síðir, en þegar hann fannst, neitaði hann þverlega að halda fund og bar það fyr- ir, að timinn væri orðinn of naumur, sem einnig mátti til sanns vegar færa, eptir því sem þá var liðið á daginn. Þannig endaði málið i neðri daild, og þingmenn í neðri deild skildu þann- ig; ekki var eiiiu sinni lesin upp gjörða- bók síðasta fundar. Þetta er hið fyrsta dæmi af sinni tegund í þingsögu Is- lendinga. Það er óskandi að það verði hið síðasta. Vjer höfum hjer sagt sögu málsina svo satt og íjett sem oss er unnt. Vjer óskum, að hver maður dæmi um málið í ró..... Vjer teljum það illa farið, að þannig var skilið við málið. — Það hefur verið í fijótræði, að meun gerðu fuadinn í neðri deild ólögmætan; kjósendur geta eigi þakkað neinum þingmanni fyrir >að, að brjóta lög á samþingismönnum sínum, og það er vist, að í þessu máli gildir, eins og i öðrum málum, að með lögum skal land byggja, en eigi með ólögum eyða. Þjóðólfur. DR. J. Jonasens LÆKNINGABÓK.......á $1.00 HJÁLP t VIDLÖGUM...- 35 c. Til sölu hjá 173 Ross Str. WINNIPEG. CREEN BALL CLOTHING HOUSK 434 Main Str. ViS höfum alfatnaS handa 700 manns að velja úr. Fyrir $4.50 getitS þiö keypt prýíSisfallegan Ijósan sumarfatnað, og fáeinar betri tegund- ir fyrir $ 5,50, $ 6,00 og $ 7,00. Buxur fyrir $1,25, upp að $5,00. John Spring 434 Main Str. JARDARFARIR. Hornið á Main & Notre Dame e Líkkisfcur og allfc sem til jarð arfara þarf. ÓDÝRAST í BŒNUM. Jeg geri mjer mesta far um, að allt geti farið sem bezt fram við jarðarfarir. Telephone Nr. 413. Opið dag og nótt. 53 eptir vatusfletinum, og var að hugsa um, hvernig mundi liggja á þessum konum, sem henní höfðu ný- lega verið sagðar sögurnar af, ef þær vissu, að þeirra leynilegustu og stundum ovirðulegustu og sorglegustu ástaræfintýri væru almount umræðuefni lijá fjölda vinnufólks. En svo varð hún allt i einu steinhissa, þvi að til hennar kom skrautklæddur yfirmaður með bók í hendinni. Fyrst hjelt Ágústa af gullborðunum, s m einkennisbúningur mannsins var skreyttur með, að þetta væri kapteinninn; en svo kom það bráðum upj) úi' kafinu, að maðurinn var ekki í hærri stöðu en að hala yfirumráð matvælanna. „öerið þjer svo vel, Miss," sagði liann, bar hendina upp að hattinum og rjetti henni bókina, sem hann hjelt íi; „kapteinninn biður að heilsa yður og langar til að vita, hvort þjer sjeuð sú, sem skrifað hefur þessa bók". Agústa leit á bókina. Þetta var Aheiti Jemimu. Svo svaraði hún að hún væri höfundurinn og maðurinn fór aptur frá henni. SíSar um morguninn kom annað, sem hana furðaði á. Skrautklæddi yfirmaðurinn kom aptur, tók í hattinn og sagði aB ka|)tpini:inn hefði beðið hann aB segja henni, að þao' BBttl að flytja muni hennar á káetu, sera v.vri aptar á skijiinu. Ágústa maldaði fyrst í móinn, ekki af þvi að hún hefði ueina ást á þjónustumeynni, heldur af því að henna var illa við að láta reka sig fram og aptur, eins og öHum Bretum er. „Kapteinuinn hefur skipað það, Miss", sagði maður inn, Og brá Iiendinni aptur upp að hattínum; og svo ljet hún undan. Ihín hafði ekki heldur neina ástæðu til aí iðrast þess; því að hún var flutt í Ijómandi fallega káetu uppi i þilfarinu, stjórnborCa-magin á skipinu, skammt fyfir 52 stöðuað þs'xkj* t'u;.' gja á aanari káetu, einkum ung- ar suílkur, sem skrifa skáldsögur". ,.l>j<M- megið vera alveg óhræddur, Mr. Meeson: mig langar ekkert til að láta á því bera, að jeg þekki yður", sagði Ágústa. I þessu bili versnaði fjandmanni hennar aptur á- kaflega; Igústa þoldi hvorki að horfa nje hlusta á, hvernig hann engdist sundur og saman og stundi, og hún flýði því fram á skipið; svo fór hún ofan í sína eigin káetu, og var að hugsa um, hve undarlegur og óviðfeldinn þessi fundur þeirra Meesons hefði verið; þar var hún svo hjálparlaus og hálf-brjáluð næstu þrjá sólarhringana, nema livað bráði af henni með köflum En á fjórða degi kom hún aptur upp á þilfarið, hafði |>á alveg náð sjer aptur og hafði ágæta matarlyst. Hiín borðaði morgunmat sinn, og svo fór hún og settist framarlega á skipinu þar sem minnst var um að vera. Hana langaði ekki ti! að sjá Mr. Meeson aptur; og hana langaði til að sleppa við sögur þjónustumeyjarinnar, sem hjá henni svaf. Stúlkuskepuan vildi endilega, eins og þess háttar fólki er gjamt til, segja henni hverja söguna eptir aðra, og allar voru þær af því fólki, sem hún hafði verið hjá, og margar af þessum sögum voru á þá leið, að |>ær gátu komið hárunum til að risa á höfði hverrar siðsamrar ungrar stúlku, eins og Ágiista var. Vafalaust hefur henni sem skáldsagnahfifundi þótt nokkurs um vert að heyru þær; en af því að það var sami svipurinn yflr þeim ölluiii, og af því að þær stefndu beinlinis allar í þá átt að U|ipræta alla þá trú sem bún kynni að hafa á því að nokkur kona, sem fengið hefði mikinn andlegan þroska, væri skírlíf, «ða að nokkur karlmaður væri sómamaöur, þá þreyttist Ágúita fljótt i þessum hneykílis-sögum. Svo htín fór frara á skipiö, sat þar og horfði á „hvitu h»Btana„ , ssm eltu hvar annao 49 £Í80 í kaup um árið. Svo hafði hann flýtt sjer aptur til Birmingham í því skyni einu, að flnna Ágústu Smithers. Ef satt skal segja afdráttarlaust, þá hafði hann injög innilega, eindregna og ákafa ést i henni, og þess getum vjer honum til sóma. f raan og veru var hann svo langt kominn, að hann hafði staðráðið það viö sig, að berjast áfram allt hvað hann gæti, og ef honum virtust nokkrar horfur á því aS honum ætlaði að ganga vel, þá að láta það í ljósi við hana, sem honum bjó í brjÓBti. Ef til vill var þetta nokkuð fljóthugsað; en i þeim sökum hættir fólki fremur en almennt er gert ráð fyrir við að hlaupa á sig. Manneðlið er mjög fljótt að komast að niðurstöðu í þeim sökuin, er það undarlega samband, sem vjer köllum ást, er eitthvað viðriðið; ef til vill kemur það til af því, að ástin er, að minnsta í byrjuninni, mjög háð skilningarvitunum, þó að sú niðurstaða sje ekki sem allra-viðfeldnust. Vorkennið veslings ungmenninu! Að koma frá London til Birmingham i þvi skyni að biðla til sinnar gráeygðu ástmeyjar, og það í einum af ódýrustu og lökustu vögnunum, og fá svo að vita að hún sje farin til Nýja Sjálands, þangað sem manni er ómögulegt aö fara á eptir henni, án þess að hafa skilið eptir nokk- ur boð eða nokkra linu, og jafnvel ekki neiua utaná- skript — það er hart! En það varð með engu móti úr þessu bætt; svo fór hann aptur til járnbrautarstöðvanna og stundi Og bölvaði á allri leiðinni til London. En Ágústu, sem mí var úti á skipinu Kangaroo, var alMDdis ókunnugt um það, sem ástin á henni hafði komið honum til að gera; hún vissi meira að segja ekki einu sinni, að honum litist neitt vel á hana. Htín fann til einhverra ónota innvortis, og htía aetlaði aö fara ofan i kietu sína, þar tem hún tvaf iiamt þjónuitumey hefðarkonu einnar; hún fissi ekki, hvort þeisi ónot

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.