Lögberg - 15.01.1890, Side 5

Lögberg - 15.01.1890, Side 5
LÖGBERG, MIDVIKUDAGINN 15. JANÚAR 1890. S þær hafa, vitaskuld, dregið Gunnar á Hlíðarenda fram, þegar hann var í vígaferlum. En þær hafa líka sýnt hann, þegar hann var að hrjóta heilann um það, hvort hann mundi „því úvaskari maðr enn aðrir menn, sem mjer (Gunn- ari) þykir meira fyrir enn öðrum mönnum að vcga rnenn". þær hafa sýnt oss Bolla sein eggjun- arfífi konu sinnar, vegandi að fóstbróður sínum. En þær hafa jafnframt sýnt oss þennan fóst- bróður tleygja sverðinu, þegar svo var komið. þær hafa sýnt oss Guðrúnu Ósvífsdóttur fagra, kalda, bruggandi meinráð, verandi „þeim verst, er hún unni mest“. En jœr hafa jafnframt sýnt oss inn úr kuldahjúpnum, inn í logandi á- stríðunnar eld. þegar ræða er um fornsog- urnar sem „menntunarlind“ fyrir alþýðuna, þá virðist oss það ekki mega gleymast', að jiær hafa leitt fram fyrir sjónir jijóðarinnar, heila, sanna menn, engar fyrir- inyndir, vitaskuld, en mennina eins og þeir í raun og veru voru. þær bækur, sem það gera, fyrn- ast í raun og veru nokkuð seint. því þó að „hugmyndir og skoð- anir, sem voru góðar og gildar fyrir mcira en hálfu þusundi ára“, kunni nú, sumar hverjar, að vera orðnar nokkuð ljettar á metunum, þá virðist ]ió óneitanlega eitthvað vera „eilíft“ í manneðlinu, eitthvað, sem gildir fyrir alla tíma. Tak- ist höfundunum í raun og veru að ná því, þá gerir ekki svo mikið til, þó að bækur þeirra verði nokkuð gamlar. Og það er einmitt þctta, sem fornsagna-höfundum vorum hefur tekizt. það sjezt bezt á því, hvernig myndir þær, sem þeir liafa dregið upp, hafa brennzt inn í sálir manna, eptir áð jiær mynd- ir eru orðnar mörg hnndruð ára. Frásagnarháttur þessara höfunda, sú aðferð, sem þeir hafa við að segja jiað sem þeim liggur á hjarta, eykur líka á gildi fornsagnanna sem „menntunarlindar". Vjer eig- um við þennan óviðjafnanlega æsku- blæ, sem liggur yfir sögunum. það er eitthvað svo blátt áfram, vafningalaust við framsetninguna, að það er eins og höfundarnir hafi enga hugmynd haft um það sjálfir, hve óumræðilcga „sláandi” þeir komast að orði. En þetta verður aptur til þess að lesarinn verður að leggja sig meir í fram- króka en ella til þess að hafa þess not, sem hann er að lesa. Hann verður allt af að leggja inn í lesturinn dálítið af sínu eigin. Og þetta hafa íslendingar gert, merkilega, ótrúlcga rækilega mcir að segja. Hetjur fornsagn- anna hafa verið á vissum tíma unglinganna ljúfasta umhugsunar- og umræðu-efni. Hver kannast t. d. ekki við, að hafa átt í stælum út af Kjartani og Guðrúnu? Menn hefðu sannarlega getað talað um eitthvað lakara; því að þeir voru einmitt þar að tala um vissa hlið á „mannrjetti einstaklingsins", sem t. d. Gesti Pálssyni liggur þungt á hjarta, eins og sjá má bæði af þessum fyrirlestri og eins nær því öllu, sem hann hefur ritað. Og sú hliðin á „mannrjetti einstak- lingsins", sem þar hefur borið á góma, hefur ekki verið sú lítil- verðasta. það er ekki þýðingarlítið at- riði þetta: að verða mönnum að tilefni til að hugsa um og ræða um það sem . stórslegnast er í mannseðlinu, og sem jafnframt á þar dýpstar rætur. Og það er þessi þýðing, sem fornsögurnar einkum og sjerstaklega hafa haft fyrir vora þjóð. þær hafa forðað hanni frá að lokast algerlega inni í myrkri hleypidóma, smásálar- skapar og heimsku. það er þessi saina þýðing, sem öll list hcfur fyrir allar þjóðir. Fornsögurnar eru vor stærsta list. þess vegna er ekki ástæða til að gretta sig yfir þeim, þó þær sjeu gamlar. Af því að fornsögurnar hafa einmitt haft þessa þýðingu, þá liafa þær jafnframt haldið hug- um manna, einkuin unglinganna, opnum fyrir öllum nýjum skáld- skap. Hugir manna á Islandi stóðu sannarlega opnir fyrir nýj- um skáldskap fyrir einum 20—30 árum, og jafnvel til skemmri tíma. Hvemig var eklci t. d. kvæðum Kristjáns Jónssonar tekið, þegar þau komu út 1873! Hve inni- lega tóku menn ekki þátt í hug- arstríði skáldsins! Menn drukku í sig kvæðin, að minnsta kosti á norðurlandi. Og hvar sem gáfað- ir unglingar hittust, þá töluðu þeir ógjarnan um annað. Og var því ekki svo varið um tírna, að hjörtu unglinganna fögnuðu, hve- nær sem út kom nýtt, fagurt kvæði eptir þjóðskáld vor, Matth. Jochuinsson og Steingr. Thorsteins- son? Var talað um mikið annað meðal efnilegra unglinga? Dettur nokkrum í hug að ekki hafi þurft að undirbúa eitthvað hugi þjóð- arinnar, til þess að annað eins and- legt fjör skyldi geta komið fram hjá fátækum, síjireyttum bænda- drengjum og -stúlkum? þann und- irbúning hefur þjóðin fengið af fornsögunum og engu öðru. Nú er þessu, ]>ví miður, allt annan veg farið. Fyrir nokkru síðan hættu Islcndingar smátt og smátt að lesa fornsögurnar. þeim fannst víst einhvern veginn þeir vera upp úr því vaxnir, og jafn- framt ekki hafa tíma til að gefa sig við öðru eins. En hvernig fór? Hugir manna lokuðust sýni- lega fyrir öllum skáldskap og því in.un ekki fjarri, að þeir sjeu harð- lokaðir þann dag í dag. Og svo hættu skáldin flest að yrkja, sem og var mjög cðlilegt, þegar eng- inn lifandi maður, svo að segja, tók eptir því, sem þeir voru að segja. Hvað er þá komið í staðinn ? Vjer höfum lmldið spurnum fyrir því, eptir því sem vjer höfum haffc föng á, hvað tekið hafi sæti skáld- skaparins í hugum þjóðarinnar, og þú einkum og sjerstaklega gáfaðra ungmenna. Oss er sagt, það sje náttúrufrœðin. Vjer höfum dýpstu lotningu fyrir náttúrufræðinni. það er að minnsta kosti eins þýðingar- mikil vísindagrein, eins og nokkur önnur grein mannlegrar þekkingar. En samt sem áður leyfum vjer oss að segja, að hjer sje um stór- kostlega apturför að ræða. Nátt- úrufræðin hefur því að eins nokkra þýðingu, að menn viti miklu meira í henni, en uin gctur verið að ræða íneðal alþýðu út um land. þekking manna þar í þeirri grein lilýtur að vcrða svo undur grunn, eptir því sem þar hagar til að öllu leyti, að hún getur aldrei orðið að neinni menntun. Hún verður „upplýsing hálfger utan við mann- inn“, eins og Bjarni Thorarensen kemst að orði á einum stað. þar á móti hefur skáldskapurinn, bæði fornsögurnar og hinn nýrri skáld- skapur, gert hugsunarlíf alþýðu göf- ugra en það hefði annars verið. Og hann hefur haldið ungu því bezta í mannssálunum, þar sem hann hefur komizt að. Náttúru- vísindin, á því stigi sem þau hljóta að vera út um sveitir á íslandi, halda engu ungu; því það getur ekkert kák fengið vald yfir neinni mannssál. það kemst ekki inn að sálunni; því að það er „utan við manninn“. (Meira). LJÓSMYNDARAR. McWilliam Str. West, Winnpieg, IVJan Eini ijji myndastaöurinn i bæn um sem íslendingur vinnur á. MíKLAR VÖRUR GEFNAR ---1-- Til liagnaðar fyrir okkar mörgu skipta- vini og til þess að koma öðrum til að koma í okkar miklu búðir, bjóðum við ýmsan hentugan fatnað og húsbúnað fyr- ir bezta verð, og jafnfr.imt gefum við liverjum sem ltaupir vörur fyrir $ 2,00— $ 5,00, einhvern hlut, valinn út úr okk- ar nýju jóla-gjöfum. Við höfum stórt borð hlaðið nýjustu og ódýrustu jólagjöf- um, sem til eru í bænum, og stórhópar manna eru að kaupa þessar vörur. II U G S I D U M eptirfylgjandi kaup: 50 stykki af ljóinandi kjólacfni— ——30 e. og 40 c. virði- fyrir 15 cents. Þetta eru ódýrustu vörurnar, sem nokk- urn tima liafa verið boðnar í þessari . eða nokkurri annari búð. Komið skjótt, ef þið viljið veija úr. Kvcnntrcyjur úr klædi, $ 5,00 virði fyrir $»,75 Við sláum af verðinu á öllum oklc- ar treyjum. Skinntrcyjiir, liúfnr og niúífur é d ý r a r.-- Iiúið luís yðar með Fallcgnm tiardímnn, fyrir $ 1,00 parið, hvítum eða mislitum. €;ollteppi nijög ódýr og aðrar vörur Komið með kunningja yðar til stærstu og helztu búðarinnar 1 Winnipeg. GHEAPSIDE, 478, 580 Main Str. -f*--------—— AA/vV--------------- P. s. Miss Sigiírbjörg Stefán dóttir er hjá okkur og talar við | ykkur ykkar eigið mál. —— 1 " ■ • - vVVV^~ - DR.J. Jonasens LÆKNINGABÓK...á Sl.OO IÍJÁLP í VIDLÖGUM...- 35 c. Til sölu hjá Th,* Tiiuiey 173 Ross Str. W3NNIPEG CHINA HALL. 43o MAIN STR. Œfinlega miklar byrgðir af Leirtaui, Postu- ínsvöru, Glasvöru, Silfurvöru o. s. frv. á reiðum höndum. I’rísar þeir lægstu í bænum. Komið og fuilvissið yður um þetta. GOAVAX KENT & CO TÝND STÚLKA. Hver sá sem kann að vita um lieimili Ingibjargar Jóhaunsdóttur frá Ilnausum í Ilúnavatnssýslu, er kom að heiman í sumar (1889) er vinsamlega beðinn að tilkynna mjer það við allra fyrstu hentugleika. Guðmundur Sigurðsson. 49 Notre Dame St. East. Winnipeg Man. með „Dominion Linunni“ frá Islandi til "Winnipeg: fyrir fullorðna yfir 12 ára $41,50 „ börn 5 til 12 ára.... 20,75 „ „ 1 „ 5 ára.... 14,75 seiur b. L. Baldvinsson 175 ROSS STR. WINNIPEG. eptir ó d ý r u m STÍGVJELUM og SKÓM, KOFF- ORTUM og TÖSKUJ/, YETA- INGUM og MOCKASINS. GEO. RYAN, 492 Main St. MUNROE & WEST. Málafœrslumenn o. s. frv. Freeman Block 490 WJain Str., Winnipeg. vel jiekktir meðal Islendinga, jafnan reiðu- búinir til að taka að sjer mál þeirra, gera yrir þá samninga o. s. frv. 137 , „MrFiddlestick: Ef yður þóknast, lávarfcur miiin.11 Agústa lagði frá sjer bliíðið, og ætlaði naumast að ná andanum. Þarna var hún, heil á hófi, með þá rjettu erfðaskrá Mr. Meesons tattóveraða á sjálfa sig; og önn- ur erfðaskrá hafði verið viðurkennd sem góð og gild, ekki sú eina rjetta. Það þýddi það, að hennar erfða- ' skrá var einskisvirði, að hún hafði þolað hina viður- styggilegu tattóvering til einskis, og var merkt fyrir allt lifið 'til einskis gagns. Það var of mikið fyrir hana; og það kom i hana gremju-kast, svo að hún þeytti Time» út um gluggann, og fleygði sjer sjálfri aptur á bak í sætið, og var þá mjög nærri skapi hennar að fara að gráta. XIII. KAPÍTUU. ' Jíustare kavpir fijettablað. Járnbrautarlestin, sem flutti Ágústu og aleigu henn- ar, átti að koma til Waterloo kl. 5.4 e. h., og valt inn á járnbrautarstððvarnar á rjettum tíma. Lestin var skyndilest, en frjettaþráðurinn fór hraðar. ðll kveld- blöðin liöfðu komið með sögur, meira og minna ná- kvæmlega rjettar, af því, hvernig þau höfðu bjargazt, og flest höfðu þau bsett >ví við söguna, að þau tvö, gem af hefðu komizt, mundu koma til Waterloo með járnbrautinni k). 5. 4. Afleiðingin af þvi var sú, að þegar lestin staðnæmdist við stjettina á járnbrautarstöðv- unum, þá varð Ágústa dauðhrædd við *ð iita út og sjá þjettan grúa af mönnum, sem haldið var í stilli af heilii röð af lögregluþjónum. En hvað sem því leið, þá hjehlu varðmennirnir hurðiuni opinni, svo að ekkert var annað hægt að gera en fara út; það gerði hún, og hjelt í höndina á Hick, og þess vegna var ekki um að villast fyrir 13ö pnnda sterling, og iáTarðurinn yildi ef til vill af þeim ástæðum hafa sjerstaka varhygð í fi-ammi, þegar ræða væri um yiðurkenning á gildi erfðaskrárinnar. „Forseti rjettarins: Upphæð eignanna kemur ekkcrt yið >eim meginreglum, sem dómstólarnir fara eptir, þegar þeir skera úr því, hrort einhver skuii álitast dáinn, Mr. Fiddiestick. „Alveg rjett, lávarður minn, og jegheld að í þetta skipti munið þjer fallast á það, að engin ástæða sje til að draga að viðurkenna erfðaskrána sem góða og gilda Það er, fyrir manna sjónum, • órr.ögulegt, að Mr* Meeson hafi getað komizt hjá hinnialmonnu tortíming. „Forsetinn: Hafið þjer eiðfast vottorð frá nokkrum sem sá Mr. Meeson í sjónum? „Nei, lávarður minn; jeg hef eiðfast rottorð frá háseta einum, Okers að nafui, eina mannmum, sem níðist upp úr vatninu eptir a5 Kangaroo sökk, og í því stendur, að hanm haldi, að hann liafi sjeð Mr. Meeson stökkva frá skipinu út í vatnið en lengra er ekki farið í vottorðinu. Maðurirn getur ekki svarið, að ]að hafi verið Mi. Meeson. „Forsetinn: Jæja, jeg held, þetta nægi. Rjetturinn er svosemaf sjálfsögðu fráhverfur >ví að leyfa að skoða svo sem menn sjeu dauðir, nema sjerlega miklar likur sjeu fyrir því. En þegar þess er gætt, að nær því fjór- ir mánuðir hafa nú liðið síðan Kangaroo sökk með þeim atvikum, sem gera >að framúrskarandi ólíklegt, að nokkrir aðrir hafi af komizt en þeir sem menn vita um, þá heid jeg að óhætt, sje að skoða svo sem Mr. Meeson hafi mætt sömu afdrifum sem hinir farþegj- arnir. „Mr. Fiddlestick: Þá verður skoðað svo sem hann hafi látizt 18. desemher. „Forsetinn: Já. 18. desember. 133 talandi heiminn — að tveir af farþegjiim þtíss væru ó- skaddir og heilbrigðir úti á Vestur Indía skipinu. Þann- ig veik því við, að um það leyti sem Agústa, 5Its Thont- as og Dick vortt nýstigin á land, þá var saga þeirra eða öliu heldur ýmsav afhakaðar útgáfur af henni, farn- ar að þjóta eptir frjettaþráðunum til hinua ýmsu frjetta- stofa blaðanna, og þær æddu yfir Southampton eins og logi yfir akur. Naumast höfðu þau stigiS fæti sínum á flóðgarðinn, þegar æðislegir menn þutu að þeim stökkv- andi, með minnisbækur í höndunum, og gengu alveg fram af þeim með steypiflóði af spurningum. Ágústu var ómögulegt að svara öllum þessum spurniugum í einu, og því Ijet hún sjer nægja að segja „já“ „já“ „já-‘ við öllu. Síðan komst hún að því, sjer til mikillnr furðu, að þessum áköfu og áleitnu blaðamönnum hafði tekizt að sjóða saman full-átakanlega sögu af þessu eina eins atkvæðis orði. í sögunni var moðr.i annars mál- skrúðsmikil lýsing á ógnum þeim sent fylgt hefðuskip- brotinu, og svo afdráttarlaus staðhæfing, og við |>nð hnykkti lionni heldur, um það, að hún og hásetarnir hefðu í hálfan mánuð lifað á likama Mr. Meesons, sem þau hefðu steikt. Einn af blaðamönnunum vnr litill vexti og gat þess vegna ekki lamizt og barizt áfram gegnum hringinn, sem lukti utan um Ágústu og Mrs Thomas. Hann náði í Dick og fór að ieika við hanu með því að smella nteð fiogrunum milli þess sem ltann lagði fyrir hann þær spurningar, sem hann áleit gætu átt við aldur hans. Dick varð óttalega hræddur og lagði á flótta grenj- andi. En það varð ekki jþví til fyrirstöðu að sama daginn kæmi hálfur annar dáikur í hlaði, sem orðlagt var fyrir nákvæmni, og hve lítið það ýkti frjettir sinar, nteð fyrirsögninni: „Kaunasnga barnsins". Og ekki var þetta blitðamanna-herlið einu vandræöin, sem þau áttu

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.