Lögberg - 29.01.1890, Blaðsíða 5

Lögberg - 29.01.1890, Blaðsíða 5
LÖGBERG, MIDVIKUDAGINN 29. JANÚAR 1890 5 burð annara um málið að öðru leyti en því, sem almenn mannúð heimtar, að málstaður þeirra sje tekinn, sem ekki skilja ísienzku, og því ekki geta borið hönd fyrir höfuð sjer, • og að svo miklu leyti sem osS, eins og öðrum, ber að leita hins sanna og rjetta í hverju máli og berjast fyrir sannleikan- um og ahnennings heill gagnvart úsannindum, hjegi'jum og hleypi- dómum. þess vegna verðum vjer fáorðir um þau atriði, sem einlc- um er beint að öðrum, en skul- um athuga nokkuð nákvæmlega ýms atriði, sem beint er að oss, og svo málið í heild sinni. þar sem herra G. E. er að reyna að syna, að hvitfiskur sje nú minni með fram strönd Nýja- íslands en fyrstu árin eptir að ísl. settust þar að, segir hann: ,,Fiskurinn er nú friðaður uin tíma á haustin, en það kæmi lík- lega fyrir sama hvort væri, því nú væri víst ekki um neina því- líka veiði að tala, sem þá var“. (innur oins rökserndaleiðsla og þetta er allsendis einskis virði, nema ef „líklega" og „víst ekki“ þýðir meira í munni G. E. en annara manna. þar sein nú liggur sekt við að hvítir menn leggi net fyr- ir hvítfisk eininitt á þciin tíma o<r stöðvum, sein Isl. veiddu mest, eptir G. E. eigin framburði, og fáir eða engir hafa vogað að brjóta veiðilögin, hvernin hefur þá nokk- ur inaður skynsainlega ástæðu til að álykta, að þar mundi nú ekki veiðast, ef net væru lögð? Ef friðun fisksins um ryð-tímann, sem nu hefur staðið yfir í nokk- ur ár, hefur nokkra þýðingu (og G. E- sjmist einmitt vera á þeirri skoðun) þá er einmitt 1 í k 1 o g r a betur vciddist á gömlu veiði- stöðvunum með fram strönd N.- ísl. cn meðan þar var veitt árlega, ef' ekki væri eins grunnt orðið á þeim, sumum hverjum, eins og nú er. þar að auki er annað, sein beinlinis hrekur getgátur G. E., nefnil. það, að á þessu liðna hausti veiddu lslendingar eins vel við austurströnd vatnsins, beint á móti N. ísl., og áður en tiskifjelögin byrjuðu veiði. Eptir áreiðanlegum skýrslum, sem vjer höfum útveg- að oss, veiddu Indíánar á hjer um bil 40 mílna svæði með fram aust- urströndinni, nefnil. frá Clements- tanga til Grandmarais-tanga, nál 40 þúsundir livítfiska. þetta er eimnitt á þeiin hluta vatnsins, sem G. E. segir um: „fiskui-inn virðist vera farinn hjer úr suðurenda vatnsinS". Vjer getum ekki að því gert, að oss virðist al- veg hið gagnstæða, og vjer vonuin að lesendum vorurn virð- ist vjer hafa meira fyrir o s s en G. E., þar til hann færir sterkari rök fyrir máli sínu en hann hefur srcrt í grein siiini. A öðrum stað segir G. E „Vetrarliskistöðvar hafa ætíð þótt beztar við Grind Stone Point og norðaustan við Miklev, en álitið að vetrarveiðarnar geri fiskinum ekkert til“. Hverjir álíta (og hvaða skynsemi er í að álíta) að það „geri fiskinum ekkert til“ þó hann sje veiddur og drepinn á vetrum? Eða hvers vegna er skaðaminna að drepa 10 þús. hvítfiska á vetri en suinri, að undanskildum ryð-tinm? Enn fremur scgir G. E. „Sagt er að norður á vatninu sje fisk- urinn talsvert að minnka á þeim stöðvuin, þar sem fjelögin fóru fyrst að veiöa“* það er engin sönnun þó þetta sje sagt, einkum jiegar það eru menn, sem berjast fyrir því með hnúuin og hnefuin, ef til vill af öfundsýki eða fjandskap við fje- lögin, að þeiin sje bannað að veiða. Slíkir menn eru ekki óvilhallari dómarar en fjelögin eða umboðs- menn þeirra. það er hægt að sanna með skýrslum, að meira var veitt í sumar er leið á hinum ýmsu stöðvum en sumarið áður. Að tjelögin reyna nýjar stöðvar sannar ekki að íiskurinn sje geng- in til þurðar á gömlu stöðvunum, heldur hitt, að fiskinn er ekki að hitta á sömu stöðvum allt sum- arið, og að veiðimenn eru að reyna að finna enn betri veiði- stöðvar en þeir höfðu áður upp- götvað. Hvernig veit G. E. að Indí- ánar bera „næstum undantekn- ingarlaust'* „mestu óvild og hatur“ til fiskifjelaganna? Hvar bönnuðu Indíánar fjelagi að „byggja hús við nýjar veiðistöðvar" í söpiar? þetta er býsna ólíkleg saga, því fyrst og fremst hafá þeir engin umráð utan á þessum litlu lands- spildum, sem kallast „Indian re- serves" og sem vanalega h'ggja upp með án'ni, stundum talsvert frá vatninu, og svo er það ný saga, ef Indiánar við Winnipeg- vatn væru svo meinsamir og á- ræðnir, að banna hvítum mönnum að byggja hús. * Vissir andmælendur fiskifjelnganna Toru búnir að slá því föstu í sumar, að búið væri að eyðileggja veiði Indíána við mynnið á Berens River, en svo óheppi- lega vildi til (fyrir málstað þeirra) að þar var svo mikið mokfiski í haust, að Indiánar hættu að veiða áður en vertíð var lokið. Þeir sögðust ekki þurfa meiri fisk en þeir þá voru búnir að veiða. G. E. rcynir að lirekja það, að Indíánar mundu sakna veiði- fjelaganna (sökum verzlunar við- skipta við þau) með því að segja: „Verzlunarviðskipti þurfa þeir alls ekki að hafa^ við fjelögin, því Hudsons Bay-fjelagið á verzlanir á víð og dreif með fram vatninu, allstaðar þar sem hin svokölluðu „settlements" Indíána cru'‘. Fyrst og fremst cru ekki Hudsons Bay fjelags verzlanir allstaðar þar sem Indíána „settlements" eru meðfram vatninu, og svo vifuni vjer fyrir víst að Indíánar, eins og aðrir menn, kunna að meta og nota sjer verzlunar-keppni, eða þvf skyldi verzlunar cinokun þeim areðfeldari en öðrum mönnum? o Setjum svo að „hinir ýmsu prest- ar og aðrir hvítir menn, sem búa meðal þeirra (Indíána) hafi aptur og aptur verið að skrifa stjórn- inni utn þetta mál“ o. s. frv., sem reyndar er ýkt, ef ekki að mestu hugarburður, þá er hægt að sýna, að þessir menn geta verið hlutdræg- ir í málinu, t. d. Hudsons Bay menn og aðrir verzlunarmenn, sem eðlilega vilja helzt vera einir um hituna hvað Indíána-verzlan snertir. Aðrir hvítir menn búa ekki meðal Indíána við Wpg. vatn að undan- skildum fáum prestum og skóla- kennurum, og tveimur Indíána a<fentum. G. E. misskilur cða rangfærir það, sem Capt. Robinson hefur rit- að um málið, og þess vegna er allt sem G. E. byggir á því út í hött. Vjer höfum fyrir oss brjef Capt. Robinsons dags. 19. oktober síðastl. og hljóðar sá kafli, sem G. E. virð- ist vitna til, (orðrjett ]>ýtt) svo: „Mcð því að fiski-veiða-reglugcrð- inni sje rjettilega framfylgt, eins og nú er gert, þá álít jeg, að með þeirri útgerð til fiskiveiða, sem nú er, þá muni fiskurinn ekki minnka svo nokkru verulegu neini, í Winni- pegvatni í tíu ár að minnsta kosti‘‘. — þetta er allt annað, eins og hver heilvita maður getur sjeð, en það sem G. E. fær út úr orðum Capt. Robinsons. Út af því sern G. E. segir um stærðina á Lake Superior, viljum vjer spyrja hann: Hvað margfalt stærri er Lake Superior en Lake Winnipeg? Og enn fremur (því ]>að hefur mikla þýðingu hvað hvítfisk snertir) hvað er meðal dýpi í Lake Superior? og hvað er meðaldýpi í Lake Winnipeg? Hvaða stjórn fyrirbauð að veiða hvítfisk í Lake Supcrior og hvenær. Hvað var mikið veitt í Lake Superior á ári, og hvað er mikið veitt í Lake Winnipeg ár- lega? I hvað miklu dýpi getur hvftfiskur lifað? og á hvaða dýpi heldur hann sig, þegar liann ekki er á ryðstöðvum“. Oss þykir lik- legt að G. E. svari þessum spurn- irigum, því hann gefur í skyn að hann sje gagnkunnugur sögu livít- fisk-veiðanna í Ameríku, og öllu eðli þessarar fiskitegundar, enda cr nauðsynlegt að þeim sje rjett svarað, þar cð maður getur því að eins dæmt um, hvort saman- burður lians á nefndum vötnum á saman nema að nafninu einu. Dæmi G. E. um vísunda-veið- arnar á grassljettunum f Manitoba og Norðvestur landinu minnumst vjer að hafa sjeð í brjefi eins vitringsins, sem ritað hefur um þetta rnál í ensku blöðunum hjer, og er það harla óheppilegt, því það liggur í augum uppi, að vís- undarnir, cins og önnur veiðidýr, hljóta að hverfa, þegar landið byggist og yrkist, en litlar líkur eru til að Winnipegvatn verði plægt upp og gert að kornökr- um. Ut af niðurlags atriðum grein- ar G. E. viljum vjer að eins taka fram, að vjer álítum ótta hans um eyðilegging hvítfisksins í Winni- peg-vatni á engum verulegum rökum byggðan, og enga ástæðu til að Iengja friðunar tíma hvft- fisksins enn sem komið er, nema ef vera skyldi við mynnið á Little Saskatchewan, enda er líklegt að stjórnin lengi friðunar- tímann þar. En að eyðilcggja með löggjöf eins mikilsvarðandi atvinnuveg og hvítfisk-veiðarnar í Winnipeg-vatni eru, væri bæði ranglæti og skammsýni. Ef hægt væri að sýna með rökum, að aætta væri á, að hvítfiskurinn væri að ganga til jnirðar, mund- um vjer mæla með að tekið væri í taumana, en það hefur enginn enn þá gert sennilegt, livað þá sannað. Vjer álítum að cf giM- andi fiskiveiða reglugerð er dyggi- lega frainfylgt, bæði hvað snertir friðunar tíma og stærð á möskv- um netjanna, sem notuð eru við veiðina, sje beinlínis ómögulegt að eyðilcggja hvítfiskinn, því þá hlýt- ur viðkoman að verða næg til að viðhalda fiskinum. Möskvar netja þeirra, sem fiskifjelögin bníka, eru ekki minni en 5 þuml. og sum net þeirra hafa 5f þuml. möskva. Nú er íriargsannað, að hvítfisk- ur, senr er orðinn nógu ganmll og stór til að hrygna, fer í gegnum net nreð 5 þuml. möskvum, og þegar þess er gætt að hver kvenn- fiskur leggur frá 5—25 þúsund hrognum, hvernig á nraður þá að komast að þeirri niðurstöðu, að fiskurinn geti eyðilagzt. Væri ár- lega veiðin margfalt meiri en nú á sjer stað, gætum vjer skilið að elzti og stærsti fiskurinn gæti minnkað eða gengið til þurðar, en að hvítfiskurinn í heild sirrni eyðileggist, ef hann er vernd-.vður unr ryðtímann, sem nú er, og lögunum um stærð nröskvanna fram fylgt, er allsendis á móti eðli hlutarins. það mætti þá allt eins uppástanda, að ef gömlum nauturn, sauðum eða svínum væri slátrað, mundi kynið alvcg eyði- leggjast. Vjcr göngum nii út. frá því, að hvítfiskur rleyi úr elli eins og aðrar skepnur, ef hann er ekki drepinn á annan hátt áður, og vjer álítum jafn- mikinn búhnykk að láta hann deyja úr elli og úldna á vatns- botninum, og ef bændur ljetu kvikfjenað sinn deyja úr elli og úldna út uur hagann í stað þess að slátra honum sjer til fæðu eða selja skrokkana á markaði. Nú senr stendur eru Indíánar hættulegri viðhaldi hvíttisksins en nokkrÍK aðrir menn, því þeir eru þeir einu, sem veiða hvítfisk til muna á ryð-tíma og á ryð-stöðv- um fisksins. Oss sýnist því meira áríðandi, oð stjórnin semdi við þá um að hætta veiði um ryð-tíma hvítfisksins, en að banna hvítum mönnúm að veiða gamla fiskinn á öðrunr tíma árs. — Eins og kunnugt er, er stjórnin hvervetna að reyna að kenna Inv'íánum land- búnað og reyna að venja þá af að lifa af veiðum, því meðan þeir lifa á veiðum verða þeir í sínu gamla villta ástandi. það virðist því æði-mikil mótsögn í því, að tala um að banna öðruin mönn- um hvítfisks veiði, eins og vissir spekingar liafa gert, svo að Indí- ánar hafi alla veiðina fyrir sig. Að endingu viljum vjer taka fram að þar sem fylki þetta er að byggjast, |iá er nauðsynlegt að lilynna að öllum þeim fyrirtækjum, sem fátækir innflytj- endur geta fengið atvinnu við. Atvinnu- vegirnir eru ekki svo margir í fylkinu, að fært sje að drepa neinn þeirra með heimskulegri löggjöf. Fylki þetta væri auðugra, fólksfleira og lengra á veg komið, ef ýmsir pólitiskir bögubósar ljetu viðburðina hafa sína eðiilegu rás, ( stað þess að hleypa öllu i uppnnm út af engu. Og hver maður, sem hefur augun opin meir en til hálfs, getur sjeð, að þetta hvítfisks-ej'ðileggingar-veður er ekkert annað en moldryk, sem feykt er upp af vissum pólitiskum fýsibelgjum í einliverju eigingjörnu nngnamiði, sem síðar mun koma í ijós. Oss þykir illt ef landar vorir láta blindast af rykinu, og ljá fylgi sitt til að evðileggja fiski- veiða atvinnuveginn. Það væri gleði- legra að sjá þá mj nda fiskiveiöafjelag og fá sinn skerf af þeim ágóða, sem fiski- verzlanirnar færa eigendum sinum. En þó þeir ekki sjeu þess megnugir enn, er vonandi að það verði með tímanum, og undir öllum kringumstæðum væri rangt, að ijá fylgi sitt þeim, sem vilja eyðileggja þennan atvinnuveg, þó mað- ur ekki geti notað liann sjálfur. Yjer munum síðar minnast á grein þá, sein er rjett á eptir hr. G. E., nni sama efni, sem „Nýlendubúi" er skrif- aður undir. 149 vinkoaa hennar hljóp kring um borðið til þess að sjá þær vel. Þar var erfðaskráin, aptan á lierðunum. Fisk- blekið hafði reynzt ágætlega, og tattóveringin var eins greinileg eins og hiín hafði verið fyrstn daginn, og það var enginn vafi á þvi að þannig mundi lnín hald- ast þangað til hin siðasta æfistund Ágústu ’rynui upp. „Jæja“, sagði Lady Holmhuist, „jeg vona að þessi ungi maður verði yður eins þakklátur eins og vera ber. „Jeg hefði þurft að elska mann mjög keitt“, og hún leit á Ágústu líkt því sem eitthvað byggi undir orðum lienuar, „til þess að geta fengið af mjer aö láta fara svona með mig fyrir lians skuld". Ágústa blóðroðnaði við þessar dylgjur, og sagði ekki neitt. Klukkan 10, rjett þegar þær voru liálfnaðar með morgunmatinn, var ltlukkunni hringt. „Þarna kemur hann“, sagði Lady Holmhurst og klappaði saman höndunum. „Ja — ef þetta er ekki það skrítnafta, sem jeg hef nokkurn tíma heyrt getið um! Jeg sagði Jones að vísa honum hingað inn“. Orðin voru naumast komin út af vörunum ú henni, þegar þjóninn, sem var framúrskarandi hátíðlegur ásýnd- um í sínum svörtu sorgarfötum, lauk hurðinni upp og nefndi nafnið „Mr. Eustace Meeson“ með þessum djúpa «g skipandi málrómi, sem þjónar, og engir aðrir en þjónar, eiga yfir að ráða. Eitt augnablik varð þögn. Ágústa hálf- *táð upp af stólnum, og settist svo niður aptur; Lady liolmhurst sá, hvað hún átti bágt og brosti illgirnislega. .Svo kom Eustace sjálfur, heldur laglegui, með ein- : stökum tauga-óstyrk, og prýðilega uppdubbaður — i frakka og blóm í einni nezlunni. „O! komið þjer sælar“, sagði hann við Ágústu, og rjetti henni höndina; hún tók fremur kuldalega i hana. „Komið þjer sælir, Mr. Meeson", svaraði hún. „Lofið ;j)jer mjer að sýna Lady Holmhurst yður. Mr. Meeson, 148 hénliai*, skyítli sofa íieiil á hófi úppi á Íopti, og ekki vera, eins og liún hafði haldið, að skolast fram og apt- ur á sjáfarbotni. Ilún tók i höndina á Ágústu og kyssti hana, og blessaði hana fyrir að hafa frelsað barnið hennar, þangað til allt í einu að þjónniuu opn- aði hurðina, og var ekki laust við að Ágústu þætti vænt um það; þjónninn sagði, að tveir gentlemenn væru komnir, og þyrftu endilega að finna Miss Smithers. Og svo komst hún enn einu sinni i hendur sinna gömlu fjandmanna, frjettaritarauna; og eptir |>á komu fulltrú- ar frá gufuskipafjelaginu, og svo frjettaritarar, sem höfðu ákveðnara verk af hendi að leysa; og þar á ept- ir kom listamaður frá einu myndablaðinu, og fór fast fram á, að þau sammældust á einhverjum vissum tíma, og þó að hann talaði kurteyslega, þá fórust honum svo orð, að auðheyrt var að hann var staðráðinn í að fá erindi sinu framgetigt; og þannig hjelt þessu áfram, næst, um því fram að miðnætti; þá flýtti hún sjer í rúmið og lokaði dyrunum. Morgunin eptir var Ágústa við morgunverðinn í einstaklega snotrum flegnum kjól, sem Lady Holmhurst liafði setit upp til liennar ásamt lieitu vatni. Hún hafði aldrei verið í slíkum kjól fyrr, og það er sannarlegn þreytandi að vera |>að í fyrsta skipti um hábjartan dag — sannast að segja fannst henni hún gera álíka ódæði, eins og reglumanni finnst hann hafa í frammi, þegar honum er komið til að drekka sódavatn með kognaki áður en hann kemst úr rúminu. En við þessu varð ekki gert; og hún fleygði því sjali yfir herðarnar á sjer og fór ofan. „Góða mín, gerið þjer svo vel og lofið mjer að sjá“ sagði Lady Ilolmhurst, jafnskjótt sem þjónnin var kom- inn út úr herberginu. Ágústa stundi við, og tók af herðunum á sjer, og 14S nógu mikið í London. Að þeim tíma loknum, hafði hann þejar gengið fram hjá Ilammersmith og lieim aptur, og nú var hann farinn að dragast í úttina til Hanover-square. Þegar hann var þangað kominn. átti hann ekki örðugt með að finna húsnúmerið. Ljós var á því loptinu, sem samKvæmissalurinn var á, og með því að kveldið var hlýtt, var einn af gluggunum opinn, og kastnði lampaljósið daufri birtu gegnum gisin glugga- tjöldin. Eustace fór yfir á hina hlið strætisins, hallaði sjer upp að járngrindunum, og leit upp. Ilann fjekk fy'rirhöfn sína borgaða, því að gegnum þunnu glaggatjöldin gnt liann grillt í tvær konur, sem sátu hvor við nnnarar lilið á tyrk- neskum legubekk, og sneru andlitunum að glugganum og hann átti ekkert örðugt með að sjá, að önnur þeirra var Ágústa. Ilún studdi hönd undir kinn og tíilaði með alvörugefni við lagskonu sina. Ilonunt var forvitni á a5 vita, tim hvað hún mundi vera að tnla, og það var rjett að lionum komið að hringja, og gera boð fyrir hana. Hvers vegna átti hann að vera bíða þangað til morguninn eptir? En hann áttaði sig þegar á því, að slíkt væri ómynd, og |>ó honum væri þnð þvernauðugt, þá stóð haun þarna kyrr, þangað til lög- regluþjónn einn, sem þótti grunsamt hvað hann glápti áfergjulega, skipaði honum með liöstum málrómi að flytja sig úr stað. Það er vafalaust ljómandi skenuntileg athöfn, að glápa á þá stúlku, sem maður ann, inn um opinn glugga, þó að sú athöfn sje jafnframt nokkuð þreytandi; eu liefði Eustace getaS heyrt cins vel eins og hann sá, ef hann hefði getað heyrt samræðu þá setn fór fram í samkvæmissalntim, þá mundi honum hafa þótt enn meira urn vert. Ágústa hafði einmitt verið að segja þanr part af sögu siuni, sem kom við skjalinu merkilega, sem Uitt«

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.