Lögberg - 05.02.1890, Blaðsíða 1
Lóqberi’ ci yenð ut at t'rcntfjelagi Lögbergs,
Keniur út á hverjum miðvikudegi.
Skrifstofa og prentsmiðja nr. 35 Lombard
Str., Winnipeg Man.
Kostar $2.00 um áriS. Borgist fprirfram
Einstök númcr 5 c.
Lögberg is publishc every Wednesday by
the Lögberg l’rinting Company at Xo.
Lombard Str., Winnipeg Man.
Subscription l’rice: $2.00 a year Payable
in advance.
Single copies 5 c.
3. Ar.
WINNIPEG, MAN. 5. FEBRUAR 1890.
Nr. 4.
ekki lonour a<5 styðjast viS hnefa-
rjettinn til Jtess að halda yiirráð-
Pölitiskar frjettir.
Nú er fariS að líða undir
jnngsetning á Englantli, og flokk-
arnir eru í óða önn að undirbúa
mál sín. Talsverðar líkur þykja
til þess, að stjórnarHokkurinn
muni eiga við allmikla örðugleika
að stríða. Fyrst og fremst er
heilsa Salisburys lávarðar allt af
mjiig tæp, svo að hann fer ekki
út af heimili sínu, og eru ýms-
ar getgátur uni, að hann muni
verða að segja af sjer áður en
langt um líði. En enginn af
flokksmönnum hans þykir mönn-
unt munu geta tekið við af hon-
um. Skyldi svo fara, að hans
missti við frá stjórnarstörfum
innan skamms, er hel/t búizt við
að Hartington lávarður yrði feng-
inn til að mynda nýtt ráðaneyti.
En, eins og kunnugt er, heyrir
liann ckki íbaldsflokknum til, þó
að hann fylgi stjórninni að mál-
um meðan deilan stendur yfir út
af stjórnarmáli Ira. Annars er
flokkur Hartingtons á mestu ring-
ulreið. Sjálfur býst hann ekki
við að geta verið við þingsetn-
inguna í þetta sinn fyrir van-
heilsu sakir, o£ tveir af höfð-
ingjuin þess flokks deila uin
formennskuna í fjarveru Harting-
tons, og af óánægjunni, sem út
úr_ byí hefur sjiunmzt, er talið
líklegt, að ýmsir úr þessum flokki
muni liverfa aptur til síns gamla
foringja, Gladstones.
Máli því sem Parnell höfðaði
móti Times út af sakargiptum
blaðsins um hluttöku hans í
ýmsum ódáðaverkum á Irlandi
er nú lokið. Málið átti að koma
fyrir dómstólana á inánudaginn
var, en í stað þess var því lýst
yflr í rjettarsalnum, að sættir hefðu
komizt á, og að Times greiddi
Parnell 5,000 pund sterling í skaða-
bætur.
Sir Charles Dilke, sem um
Inn'ran tima var einn af helztu
höfðingjum frjálslynda flokksins,
liefur ritað bók, sem nú er ný-
útkomin, um framtíðarhorfur Breta.
I þessari bók lætur höfundurinn
þá trú í ljósi, að heimurinn muni
með tímanum skiptast milli Engil-
Saxa, Rússa og Kínverja. Hann
segir aö Frakkland kunni að
verða mikið herveldi til lands og
sjáfar, og þýzkaland kunni að
kouia sjcr upp fjarskalega mikl-
um herskipastól og sömuleiðis
auðgast geysilega. En að hinu
leytinu aukist styrkur og auðæfi
Stórbretalands og Ameríku með
þeim ógna-hraða, að líklegt sje að
fyrir lok næstu aldar verði Frakk-
ar og þjóðverjar sem dverga-
þjóðir í samanburði við Breta eða
Amcríkumcnn eða Rússa. Höf-
undurinn heldur enn fremur að
Kínverjar muni brciða út veldi
sitt um Austurálfuna, verða fyrir
áhrifum af nýlendum Breta á
Indlandi, og svo leggja uiikinn
skerf til útbreiðslu menningarinn-
ar í heiminum.
Fyrir ekki löngu síðan hjelt
Gladstone ræðu um ánægju manna
á Indlandi með yfirstjórn Bréta,
sagði að svo væri forsjóninni fyr-
jr þakkandi, að Bretar þyrftu
um ytír því mikla landi, heldur
ynnu þeir stöðugt meiri og meiri
tiltrú og velvild meðal landsbúa,
af því að svo vel og mildilega
hefði verið að þeim farið. það er
ekki laust viö að blöðin á Ind-
landi hendi gaman að þessari trú
Gladstones á nægjusemi manna þar
austur frá, og þau lita allt öðr-
um auguin á málið. þau benda
á að allir Múhameðstrúarmenn hafi
hin mestu andstyggð á og fyrir-
litning fyrir kristnum mönnum;
þeirra trú sje, að kristnir menn
eigi í raun og veru alls eigi að
þolast, neina þá sem þrælar hinna
trúuðu, og að það sje með mestu
naumindum að leiðtogar Múha-
meðstrúarmanna geti haldið áhang-
endum sínum frá að hefja upp-
reisn. Og þá sjeu ekki Hindúar
tryggari. þeir eigi enga sínajafn-
ingja í falsi og undirferli. og
þeiiri sje ekki síður annt en Mú-
hameðstrúarmönnum um að hcfna
sín á hvítuin mönnum, enda móðgi
hvítir menn þá og særi daglega,
þrátt fyrir það að Hindúar standi
þeim opt framar bæði að hæfl-
legleikum og menntun. Blöðin
búast við, að livenær sem Bretar
kynnu uð lenda í ófriði, þá muni
tækifærið verða notað á Indlandi
til þess að liefja uppreisn, og að
su uppreisn muni verða betur
undirbúin cn sú sem átti sjer stað
áriö IHÖT.
Franskur stjórnmálamaður nafn-
kenndur liefur nýlega getíð út
bækling þess efnis, að þýzkaland
og Frakkland ættu að ganga í
bandalag rnóti Rússum, en segir
jafnframt að slíkt væri óhugsandi
nema með því móti að þjóðverj-
ar skiluðu Frökkum aptur Elsass
og Lothringen, fylkjum þeim sem
Frakkar urðu af hendi að láta
cptir síðasta stríðið milli þcssara
þjóða. Stjórnarbliið þjóðverja gera
háð að þessari uppástúngu, og
telja engan veg til þcss að sam-
komulagið haldist við Frakka ann-
an en þann að allt af sje svo
mikið herlið til taks af þjóðverja
hálfu, að Frakkar þori ekki á þá
að ráða. Að þjóðverjar skili þess-
um fylkjum aptur nái ekki nokk-
urri átt.
I fulltrúadeild sambandsþings-
ins í Ottavva var gengið til atkvæða
á miðvikudaginn í síðustu viku
um uppástungu þess efnis að jnng-
ið ljeti sjerstaklega í Ijósi hollustu
sína við drottninguna og ánægju
með sambandið við Stórbretalánd.
Uppástungan var auðvitað stíluð
sjerstaklega móti fregnum, semgeng-
ið hafa um jiað á síðari tímum,
að Canada-menn æsktu eptir póli-
tiskri sameining við Bandaríkin.
Uppástungan var samþykkt af öll-
um þingtnönnum, sem viðstaddir
voru.
Fjárhagsáætlunin fyrir yfir-
standandi fjárhagsár var lögð fyrir
þingið á fimmtudaginn var. S4(i,-
727,000 cru áætlaðir, §835,000 meira
en síðastliðið ár. Meðal annars er
gert ráð fyrir §18,000 til að reisa
nýtt innflytjeuda-hús í Winnipeg.
Skýrslur um húsabyggingar og
aðgjörð á höfnum og ám af Can-
ada-fje (public works) fyrir síðast-
liðið fjárhagsár hafa og verið lagð-
ar fyrir þingið. í Nova Scotia
hafði verið varið $25,435 til húsa-
gerðar og $05,793 til aðgerðar á
höfnum og ám. A Prince Edward
Island $1,812 til húsa, $1,517,276
til hafna og árviðgerða. í New
Brunsvvick $19,677 til húsa, $54,-
178 til hafna og ár viðgerðar. í
Quebec $290,133 til húsa, $188,088
til hafna og ár-viðgerðar. í Ont-
ario $706,672 til húsa $346,716
til hafna og árviðgerðar. I Mani-
toba 78,490 til húsa. í Norðvestur
terrítóríunum $ 147,998 til húsa.
í British Columbia $17,099 til
húsa, $ 60,849 til viðgerðar á
höfnuin og ám.
----------------------
Bandaríkjastjórn hefur nýlcga
unnið sigur í Rússlandi, þó í
smáu sje. Rússneskur maður, sem
gerzt hafði þegn Bandaríkjanna,
fór í fyrra heim til ættjarðar
sinnar, var þar tekinn fastur fyr-
ir að hafa hlaupið úr lierþjón-
ustu, og dæmdur til Síberíu.
Blain, rikisritara Bandaríkjanna,
var tilkynnt þetta, Hann skoraði
á rússnesku stjórnina að láta
manninn lausan, og það hefur nú
verið gert.
Samningur sá um framsölu
sakainanna. sem áður liefur verið
getið um hjer í blaðinu, að fyrir-
hugaður væri milli Stórbretalands
og Bandaríkjanna, hefur verið
prentaður. Eptir þessum samn-
ingl eiga pólitískh* sSkaíneftiTekki
að framseljast, og er það aðal-
munurinn á þessum nýja samn-
ingi og samnings-uppástungu þeirri,
sem fíayard gerði, þegar hann
var ríkisritari. Eptir þessum sanin-
ingi eru þessar framsölu-sakir í
viðbót við það sem nú er, sain-
kvæmt samningum frá 1842: 1.
Manndráp, sem ekki eru framin
af ásettu ráði. — 2. Peningafölsun,
útbreiðsla falsaðra peninga eða
aðstoð við að breiða þú út._____3.
iStuldur ur sjálfs síns hendi,
þjófnaður, það að ná peningum eða
öðrum eignum undir fölsku yfir-
skyni, eða veita móttöku pening-
um eða öðrutn eignum, vitandi að
þeim hafi verið stolið eða náð
með svikum. — 4. Svik, sem lög
beggja landanna leggja hegningu
við. — 5 Meinsæri eða það að koma
einhverjum til að sverja rangan
eið. — 6. Nauðgun, stúlkunám.
barna-þjófnaður. — 7. Innbrots-
þjófnaður. — 8. Sjórán. — 9. Upp-
reisn eða samtök til uppreisnar á
opnu hafl, það að sökkva skip-
um ólöglega eða eyðileggja þau
úti á hafi, eða að reyna að gera
það; ofbeldisverk á skipum úti á
hatí. — 10. Brot gegn lögum beggja
landa móti þrælahaldi og þrada-
verzlun. — Öll líkindi þykja til
að frá hálfu beggja ríkjanna verði
gengið að þcssum samningi.
Brezki sendilierrann í Persíu
hofur nýlega getið shahinum (kon-
unginum) þar þýðing af biflíunni.
Shahinn j>áði gjötína, en út af því
urðu Persar svo reiðir, að lá við
uppreisn. Manngrúi safnaðist sam-
an fyrir framan höll hans og
hafði fjandskapar-læti í frammi.
Hcrlið varð að skerast í leikinn
°g tvístra skrílnum. Vörður var
settur við aðseturstað sendiherrans
og sjálfur hafði sendiherrann sig
á burt úr borginni.
Ymsar frjettir.
Eptirfýlgjandi mannætu-saga
frú Chili í Suður-Aineríku er tele-
graferuð til blaðanna: „Peo Perez
lagði fótgangandi af stað frá Val-
paraiso og ætlaði til Santiago;
með honum var 7 vetra gamall
drengur, Eurique Bells. þegar þeir
voru komnir að járnbrautar-jarð-
göngum nálægt San Pedro, tók
Perez drenginn og fór að jeta
liann lifandi. Hann át tíngurna
af annari hendinni og part af
öðrum fætinum, og beit stykki út
úr kinnunum á honum. Svo fór
hann að sjúga úr honum blóðið.
Meðan ú þessu stóð leið yfir dreng-
inn. Varðmaður jarðgangnanna kom
að Perez óvörum meðan hann sa
að máltíð sinni, en Perez tók á
rás til fjalla, og varðmaðurinn
náði honuin ekki. Drengnuin hef-
ur verið vcitt aðhjúkrun, og Perez
hefur síðar náðzt.
Chicago býður að leggja fram
$10,000,000 sein tryggingarsjóð, ef
400-ára sýningin yrði haldin í
þeim bæ.
Eptir júrnbrautum þeim, sem
lagðar eru uppi ytír húsunum 1
New York, voru fluttir 182,413,-
986 farþegar síðasta ár.
Eldur kom upp í stóru Ieik-
húsi í Boston á sunnudagsnóttina
var, og voru mest ítalir, sem þar
áttu heima. 9 manns brunnu inni,
3 skemmdust, svo að þeir geta
ekki lifað, og nokkrir særðust
minni brunasárum. Menn halda
að kviknað hatí í húsinu, af því
að drukknir menn hatí farið ó-
gætilega með ljöa
Sögur þær, sem bornar hafa
verið út uin neyð í Dakota eru
nú að miklu leyti bornar til baka
Menn hafa sjerstaklega verið gerð-
ir út til að rannsaka ástandið, og
þeir segja, að enginn líði neyð,
allir hafi nægan eldivið og næg-
an mat. Auðvitað er satt, að af
eigin rammleik bjargast menn ekki
veturinn af á því svæði, sem um
er að ræða, cn bæði hefur sveit-
arstjórn og prívat-fjelög hlaupið
drengilega undir baggann, og eins
er mikið til fyrirliggjandi handa
fólki, sem framvegis kann að
þurfa á hjálp að haldn.
Á mánudagsmorguninn var
kviknaði í húsi F. B. Tracys, ráð-
herra yfir skipastól Bandaríkjanna.
Kona ráðherrans kafnaði í reikn-
um, en dóttir hans og þjónn brunnu
til bana. Sjálfum var ráðherran-
um bjargað ineðvitundarlausum út
úr brennunni, cn hann raknaði
við.
Blame, ríkisritari Bandaríkj-
anna, fer ekki varhluta af sorgum
um þessar mundir. Fyrir fáeinum
vikum missti hann son sinn, sem.
hann unni mjög, enda aðstoðaði
hann föður sinn meir en nokkur
annar maður við stjórnarstörf. Um
sfðustu helgi missti Blaine sömu-
leiðis elztu dóttur sína.
Infiuenm-sýkin er stöðugt
mikil og mannskæð í austurfylkj-
um Canada. Erkibiskup Fabue
í Montreal ætlar nú að fara að
láta klerkana stemma stigu við
henni. í síðustu viku sendi hann
umburðarbrjef til allra presta í
erkibiskupsdæminu um að fram-
bera bænir í kirkjunum til for-
sjónarinnar um að nema burtu
þessa sjúkdóms-plágu, sem allt af
færi vaxandi og gerði óinetanlegt
tjón. þegar vice-kanzlari erki-
biskupsins lýsti jæssu yfir í erki-
biskups-kapellunni, tók hann það
jafnframt fram, að þess háttar
plágur, sem við og við heimsæktu
löndin, væru hegning fyrir syndir,
sem drýgðar væru þegar miðs-
vetrargleði (carnival) stæði ytír,
og á ýmsum skemmtistöðum al-
mennings, t. d. í leikhúsunum.
Hann skoraði og fastlega ú trú-
aða menn að biðjast fyrir í heima-
húsum „til jiess að sefa reiði
guðs“.
Til Toronto-blaðsins Globe er
ritað frá Englandi í síðustu viku,
að innflutningar til Canada frá
Englandi næsta sumar muni verða
minni en síðastliðið úr, og voru
þeir þó þá miklu minni en næsta
ár á undan. Frjettaritarinn kenn-
ir þctta sumpart því að úttíutn-
ingastraumurinn frá Englandi sjc
að sjatna, og sumpart því uð
Canada-stjórn hafi nýlega dregið
úr tilraunuin sínum til að ná í
góða innflytjendur, t. d. efnaða
bændur.
Fjelag eitt í Toronto, seiil
hefur fyrir mark og mið að hjálpa
nauðstöddum mönnum, Iiefur ný-
lega sent aðvörun til Englands
um að nú sem stendur sje nóg
í Canada af því fólki, sem ekkl
vill vinna erfiðisvinnu. í Ontarío
sje nokkur eptirspurn eptir vinnu-
inönnum hjá bændum og vinnu-
konum, og ef til vill ofurlítil
eptirspurn eptir iðnaðarmönnum.
Fjelagið segir að 4 af hundraði
af íbúum Toronto-bæjar njóti styrks
annara, og að í Toronto sje 35
prCt. dýrara að lifa en í Lun-
dúnutn fyrir erfiðismenn. í norð-
vesturlandinu sje og lang mest
eptirspurn eptir þeiin innflytjend-
um, sem vilja setjast að á jörð-
um og stunda sjáltir bú sín með
tjölskyldum sínum.
Innflutningar til Ontario voru
síðasta ftr 25 af hundraði minni
en árið 1888. Alls höfðu ftrið 188g
setzt að í Ontario 20,532 innflytj-
endur, en 1889 15,380. Af þeim
sem komu þangað síðasta ftr voru
9,028 Englendingar, 2,268 írar,
2,341 bkotar, / <9 Djóðverjar, 205>
Skandfnavar, 676 Bandarfkjamenn
og 83 af öðruin þjóðflokk um.
Samkvæmt skýrslum, sem Cana-
da-stjórn hefur lagt fyrir sambands-
þingið var tala Indíána í Canada
við árslokin 121,520. Þar af voru
17,7.)3 f Ontario, 13,500 Quebec,
2050 í Nova Scotia, 1574 f New
Brunsweek, 314 ft Prince Edward
Island, 24,522 í Manitoba og Norð-
vestur terriiórfunmn, 35,765 f British
Columbía, og svo hinir ft ýmsum
ötkjálkum. Indíftna-fje það scm
Canada stjórn hafði undir sinni um-
sjón þ. 30. júní síðastliðinn nnrn
ý 3,428, íOO, og hafði vaxið um
$ 104,o55 frft því ftrinu ftður.