Lögberg - 26.08.1891, Blaðsíða 2

Lögberg - 26.08.1891, Blaðsíða 2
2 t Gestur Tálsson • I. Bripleg var fregnin, sera flaug jfir storð, flytjandi látið f>itt, vinur ! Skar mig í hjartað pað skeltingar orð; skjótlega hretviðrið dynur. Ættland pitt lít jeg við ísh&fsins borð; æ pað stynur ! Grátinn og ekkann, er geymdi pín sál, gröfin í faðm sínum hylur. Höndin pín, listanna’ er letr&ði mál, leturgjörð sína nú dylur. — Orð pín um ranglæti, ólán og tál einhver pylur. Lyginnar hataðir lævísu bönd, læsandi pjóð vora’ í dróma; reifst pau 1 sundur með ritsnjallri hönd, raktir fram sannleikans dóma. Nafnið pitt sigrandi sveif út um Jönd með sorgar ljóma. Aumingjans bágindi og auðnunnar gra«d ætíð Ijet hjarta pitt blæða. Langaði pig til að leysa hvert band, líkna og hjftkra og græða. Mannlífið sársaukans s/ndist pjer land, sorg og mæða. Svipleg var fregnin sem flaug yfir storð, flytjandi látið pitt, vinur! Skar oss í hjartað pað skelfingar orð; skjótlega hretviðrið dynur. Allir vjer sitjum við íshafsins borð, önd vor stynur ! Friðrik J. Bergmann. II. Hann hallaði sjer út af, pví höf- uðið var preytt, En hjartað var að stöðvast, og útlit hans var breytt. Ilann práði að mega livílast um langa, langa stund; Svo ljet hann aptur augun og festi hinsta blund. Og preyttur var hann orðinn og práði að finna ró, __Já, preyttur af „volki á“ æstum „niannlífs-sjó“. Og samt hafði’ ekki ellin greypt rúnir enni’ hans á, Því enn var hann fríður og blóm- legur að sjá. Þeir eru máske engir, sem vissu hvað pað var, •Sr-in v ildið hafði sorginni’, er hjart- að hans bar, I>ví engum manni sagði’ hann sitt innsta leyndar-mál, Sem, ef til vill, hvíldi svo pungt á hans sál. Hann var máske veiktur af harðúð heims og brygð, Og hamingjunnar hverfieik, og lausri vina-tryggð ; Og fannst pá með köflum, hann engan eiga að, Og ekkert á að treysta—nje nokk- urn samastað. Hjartað hans var viðkvæmt og há- fleyg var hans sál, Og hrífandi’ og fjörugt hans ljóða °g sögu-mál. Og lengi mun hans skáldskapur lifa hjá hans pjóð, Sem lífgandi geisli á bókmenntanna slóð. Dyrmæta gimsteina gaf hann sinni pjóð, Sem glatast munu trauðla 1 aldanna flóð; En allt, sem hjá fólkinu fjekk hann að gjöf, Var fáskrúðug hvíla í pögulli gröf. J. Magmús Bjarnason. Jarðarf'ör Gests Pálssonar fór fram frá íslenzku kirkjunni á sunnudaginn var. KJ. 3 átti athöfn- in að byrja, og var kirkjan pá LÖOBERG, MIÐVIKUDAGINN 26. ÁGÚST 1891. orðin troðfull ; hefur par sjálfsagt verið saman komið 1000 manns. Kistan var skr^dd allmörgum blóm- krönsum. Líkmenn voru : Eggert Jóhannsson, J. W. Finney, Eyjólf- ur Eyjólfsson, Jón Ólafsson, P. S. Bárdal og Eiuar Hjörleifsson, en Sigurður J. Jóhannesson liafði yfir- umsjón með útförinni. Eptir að mönnum hafði verið gefið tækifæri til að sjá andlit hins látna í síðasta sinn, var sunginn sálmurinm : „Hað er svo opt í dauðans skuggadölum“. Svo flutti sjera Jón Bjarnason sína ræðu. Þar á eptir talaði sjera Friðrik J. Bergmann. Á eptir ræð- unum var aptur sunginn sálmur. Allmargir fylgdu líkinu alla leið út í kirkjugarð. Sjera Jón Bjarnason kastaði par moldinni á kistuna, og var eitt vers sungið á undan pví og annað á eptir. Með pví að vjer teljum víst, að mörgum leiki hugur á að vita, hvað sagt hefur verið yfir líkkistu Gests Pálssonar, prentum vjer hjer útdrátt úr ræðum beggja prestanna. ■ JlÆÐUBNAR. Sjera Jón Bjarnason byrjaði með pessura orðum Jesú til læri- sveina hans (í upphafi guðspjallsins fyrir daginn, 13. sd. e. trín.): „sæl eru pau augu, sem sjá pað, sem pjer sjáið“ o. s. frv. Næst á eptir pau kæini í guðspjallssögunni (Lúk. 10) samtal Jesú við hinn löglærða Gyðing, er freistandi lagði pá spurn- ing fyrir hann, hvernig hann t ætti að breyta, svo að hann eignaðist eilíft líf. Mitt í pví samtali kæmi Jesús með dæmisöguna ógleyman- legu uin manninn, sem hrasaði í hendur ræningja, prestinn og Le- vítann, sem gengu fram hjá hinum særða manni, par sem hann lá dauð- vona, og sinntu honum ekki lif- andi ögn, og loks um Samverjann, sem á honum gjörði miskunnar- verkið. Orð Jesú: „Sæl eru pau augu, sém sjá pað, sem pjer sjáið“, væri eins konar forspil að pessari dæmisögu. — Þá sorglegu sjón í hinni jarðnesku mannlífstilveru, sem fyrri hluti dæmisögunnar kæmi með, hana gæti á öllum tímura allir sjeð. En pá gleðilegu sjón, sem síðari hluti dæinisögunnar kæmi með, — frelsandi hönd útrjetta til pess að binda um sárin peirra, er lent hefði í ræninga hendur —, hana hefði engir aðrir en trúaðir kristnir menn. Ræðumaður kvaðst ekki standa hjer yfir pessari líkkistu til að hrósa sjer af styrkleik trúar sinnar, pví hann væri næsta lítill. Út af hinu raunalega lífi hins látna og hinni grátlega dimmu lífsskoðan hans fyndi hann miklu fremur hvöt til að biðja guð að miskunna sig yfir sinn trúarveikleik. Enginn kristinn maður myndi hjer viðstaddur, er hróðugur væri út af styrk trúar siunar, enginn, sem fyndi hjá sjer hvöt til að dæma hinn látna eða kasta steini á hann fyrir hina gleði- snauðu lífsskoðan hans. En rödd ætti allir að geta heyrt til sín út- gangandi í Ikafni Jesú frá pessári líkkistu um pað, hvílíkt lífsspurs- mál pað væri, að geta í nauðum lífs og dauða horft á tilveruna með augum kristinnar trúar. Hefði hinn framliðni getað litið á tilveruna með peim augum, hversu miklu sælli hefði hann pá verið en hann vitan- le-Ta var! O Sumir ætluðust, ef til vill, til, að ræðumaður segði hjer æfisögu hins látna. Og pað gæti óneitan- lega átt vel við; pví Gestur Páls- son hefði fyrir skáldskaparverk sín og önnur ritstörf, er liann með sinni einkennilegu snilld hefði leyst af hendi fyrir almenning pjóðar vorrar, verio opinber persóna, maður, sem haft hefði verulega p/ðing, en ætti vafalaust látinn eptir að liafa enn ineiri pyðing fyrir fólk vort í í bókinenntalegu tilliti. „Það ligg- ur“, sagði ræðumaður, ,,/mislegt eftir hann, sem skoðað frá sjónar- miði skáldlegrar ípróttar hlytur að teljast með pví, sem enn hefur feg- urst og fullkomnast verið ritað á íslenzkri tungu. Það hefur ekkert af skáldum vorum enn sem komið er, betur dregið upp skuggamynd- ir af mannlífinu almennt og pjóð- lííinu íslenzka sjerstaklega en hann, og naumast nokkur ejns vel og hann. Þær geymast um langan, langan tíma, allar slikar myndir; pær mást ákaflega seint, pví pær standa ftllar saman svo skýrt og greinilega úthleyptar eins og pær v*ri mótaðar í glerharðai) stein. Og pótt pað sje tómar skugga- myndir, bvo nauðalíkar hinum svarta virkilegleik lifsins Og tilverunnar, að pær geti gert mann hálf-inyrk- fælinn, pá eru pær meistaraverk eins fyrir pví.“ „Þjóð sem er eins litii og hin íslenzka og sem p»r áf leiðandi á svo undur fá íprótta- verk í bókmenntasögu sinni, hún getur naumast freistazt til, að láta pau meistaraverk falla í gleymsku og dá. Svo hvernig sem á er litið, pá getur enginn efazt um, að nafni Gests Pálssonar verður í framtíð- inni haldið á lopti meðal pjóðflokks vors sem stórgáfaðs skálds og rit- snillings. Og pá færi óneitanlega vel á pvi, að sögð væri æfisagan hans, pegar menn eru saman komnir til að kveðja hann nylátinn og horfa á eptir lionum til grafarinnar.“ En ræðumaður kvaðst ekki finna sig mann til að segja sjálfur pá æfi- sögu. En í pess stað kom hann með all-langt brot úr einni skáld- sögu Gests heitins, sögunni af Sig- urði formanni, par sem honum virt- ist æfisaga hins látna með hinni dimmu og gleðisnauðu lífsskoðan, er lá par á bak við, kæmi svo á- preifanlega fram. Það var hinn ljómandi fagri kafli úr peirri sögu, er segir frá hinni átakanlegu rauna- för Sigurðar yfir heiðina einn vetr- ardao- rjett fyrir jólin, förinni, sem gerð? útslagið fyrir allt hans ókomna líf og gerði pað að reglulegri tra- cedíu. o Ein svipuð heiðarför, sagði ræðu- maður, 'varð líf Gests Pálssonar. „Ljettur í lund með hlyjum og viðkvæinum hjartans tilfinningum gekk hann út í lífið eins og sögu- hetjan hans, Sigurður, er hann á björtum vetrarmorgni lagði upp til heiðarinnar á íslandi. Ef pað var einhver skytoddi pá á loptinu í sjón- deildarhringnum fram undan honum, pá var hann bjartur og nærri pví gagnsær í augum hans* En áður en minnst vonum varði, var frain undan honum diinmt sky, sem bráð- um færði sig út í allar áttir og eptir skildi honum ekkert útsyni nema út í hríðarmyrkrið ægilegt og huggun- arlaust. Aliar pær myndir, sem fyr- ir hann báru eptir að hann fyrir al- vöru var kominn út í hina köldu heiðarför lífs síns, voru tómar skugga- myndir. Hann dró pær svo meistara- legu upp, og fyrir alla pá uppdrætti er”vert að palcka lionum af oss öllum með hrærðum lijörtum nú, pegar vjer stöndum yfir inoldum lians.“ „Það er hollt, ómissandi fyrir alla að hafa fyrir augum sjer eins ekta og áreið- anlegar myndir af binni myrku hlið tilverunnar eins og pær, sem hann hefur eptir sig látið.“ „Mætti ekki á slíkum skáldskap græða, pá hefði Jesús aldrei lagt fram fyrir mann- lieiminn syninguna sína af mannin- um, sem hrasaði í hendur ræningja á alfaraveginum milli Jerúsalem og Jerikó. Eitt kristið skáld hrópar til barnanna, sem eru úti að leika sjer: „Ó, komið, blessuð hörn mín inn, pótt búinn sje ei leikurinn; Ó, sko, live sortna skyin grá, pað skellur bráðum veður á.“ Og svo heyrist beðið heitt, hjartanlega, eins og lífið lægi við: „Guð náði’ oss ætíð alla!“ Svart sky kemur út í sjóndeildarhringnum frammi fyrir augum vorum, pegar vjer hugsum um skuggamyndirnar í skáldskap og lífi hans, sem hjer liggur lík; pað sky heyrir hverjum einstakling, sem hjer er inni, til. Og mjer finnst allir hljóti pá að fara að biðja, hver með peirri litlu trú, sem hana á í eigu sinni: Guð náði’ oss ætíð alla! Vill ekki lífið stunduin verða fyrir oss, er játum kristna trú, eins og ein kaldrandaleg, preytandi og í- skyggileg íslenzk heiðarför um há- vetur? Höfum vjer ekki aptur og aptur hrópandi livöt til pess að andvarpa út af voru eigin ástandi eins og gert er i pessu sálmsupp- hafi: Það er svo opt í dauðans skugga- dölum, að dregur myrkva fyrir lífsins sól, mjer synist lokað ljóssins gleðisölum, öll lokin sund og fokið hvert í skjól. Ó, guð, lát enn pó ætíð skína mjer opipn himinn pinn, að dyrð jeg sjái pína. Vjer sungum petta yfir hinuro fram- liðna áðan. Og jeg finn ekkert vers í sálmabók vorri, sem eins vel eigi við að syngja hann til grafar með ejns og einmitt petta, Það er vanalega um petta leyfi dags á sunnudögum verið að vinna hjer í kirkjunni verk, sem all-mjög stingur í stúf við pá atliöfn, sem nú fer hjer frain. Það cr vort sunnudagsskólastarf. í dag höfum vjer látið pað poka fyrir pessari sainkoipu Mtaji um llkkistu Gests Pálssonar. Þaö er pá frá oss, starfs- mönnum súnnudagsskólans jg kirkj- unnar ofur-lítill vottur pess, að vjer æfinlega vilium reyna til að ineta allt pað goít, allan drengskap og allt andans atgjörvi, sem birtast kann hjá hverjum einasta manni, >Ó að hann hafi allt aðra lífsskpð- un en vjer, Jcg held pað sje líka segin saga, að vjer höfum á liðinni tíð öllu betur kunnað að meta vilj- ann hins framliðna og verkin hans heldur en allur porrinn af andstæð- ingum kirkjunnar. Og eitt er al- veg víst: Hvað sein hans eigin persónulogu lífsskoðan leið, pá bar hann einlæga lotning fyrir starli pví, sem kirkja vor er að vinna, en hann liafði enga virðing, heldur djúpa fyrirlitning fyrir flokkunum, sem liafa dregið sig hjer saman utan kirkju með pví aðalprógrammi að vinna hinu kirkjulega starfi voru tjón. Og pað að liann vildi ekki víkja hjer frá sannfæring sinni, pað meðfram gerði lionum pá opinberu stöðu, setn hann nú nokkuð á ann- að ár var hjer í, nálega ópolandi. Það or ekki langt síðan hann var með oss úti í lundinum hjer fyrir utan bæinn, par sem sunnudagsskól- inn pessi ásamt vinum hans var að skemmta sjer. Hann bað uin orðið og fjekk pað. Drengilega fórust hoúum orð oq með klökkum til- finningum voru pau framborin. Hann sagði, að pó að hann í ymsum at- riðum ekki hefði vora. trú, pá fyndi hann sig knúðan til að lysa yiir pví, að pað verk, sem kirkjan vor og sunnudagaskólinn væri að vinna hjer, væri gott verk og göfugt, og að pað væri ódrengilegt að vilja ekki fullkoinlega viðurkenna pað. Hann sagði, að pað veitti sannar- lega ekki af pví, að einhverju pvi orði væri á lopti haldið meðál hinn- ar upprennandi kynslóðar, er varnað gæti pvi, að andlegt vetrarríki legð- ist. yfir sálirnar. Það var eins og heiðarförin hans Sigurðar, formanns- ins i skáldsögunni hans, kæmi pá allt í einu fram í huga hans. Enda kvaðst liann líka sjá svartan sky- flóka vofanda yfir pjóðflokki voruin hjer í landi, sein sjer syndist spá um pað, að andlegt óveður væri í nánd. Og með pá sjón fyrir aug- unum hjelt hann, að vert væri að óska lútersku kirkjunni íslenzku til blessunar með sitt vork. Ræðan hans var eins og bergtnál af rödd- inni, sem í liinu áður tilfærða ljóða- broti kallar til barnanna, sem eru úti að leika sjer, biður pau að koma inn og segir: „Ó, sko, hve sortna skyin grá, pað skellur bráð- um veður á. Guð náði oss ætíð alla!“ — Þó ólíklegt sje, pá hefur Gestur Pálsson orðið að líða fyrir pessa játning sína. Og nú liggur hann hjer liðinn nár í sinni llk- kistu. Ilann sá skyin sortna pann dag og hugði, að bráðuin myndi skella á óveður. Má vera, að pað hafi aðallega verið skugginn af hans eigin skyi, sem hann sá. En jeg vil, að vjer allir menn kirkjunnar og allurvorsunnudagsskóli pakkihon- um fyrir pá játning, sem hann gerði, pegar hann hafði pessa sjón. Fyrir pað, sem liann leið í stöðu sinni vor vegna, vil jeg hjer opinberlega pakka honum af einlægu hjarta. Og svo pökk frá sjálfum mjer persónulega til hans, cigi síður ein- læga og hjartanlega, fyrir pann hlýja hug, sem liann bar til mín gegnum alla okkar viðkynning. Þökk til hans látins fyrir pann einlæga vilja, sem liann kom með hingað vestur um haf inn í hið sundurleita, sundurslitna og sjúka íslenzka pjóðlíf vort hjer, til pess að láta gott af sjer leiða. Þökk fyrir pá sannleiks-kritík yfir pjóðlífinu íslenzka, sem liann íefur komið með. Þökk fyrir skáldskapinn hans með öllum lians meistaralegu skugga- myndum. En pegar vjer stöndum frammi fyrir slíkum myrkum myndum tilheyrandi voru eigin lífi, gef, ó guð almáttugur, að eilífðarljósið frelsara vors Jesú Krist sje Oss pá ekki ósynilegt." Sjera Friðrik Bergmann hóf máls á pví, hve hverft honum hefði orðið við, er fregnin um lát Gests Pálssonar hefði borizt honurn. Hon- um hefði nauroast verið unnt að mæla orð frá munni langa stund á eptir. Nú pegar hann væri hingað kominn, viídi hann helzt ekkert rurfa að segja, en vera hjer að 'íins viðstaddur og fylgja honum ieg)andi til grafar, Þó ætti hinn átni pað I sannleika skilið, að ept- ir hann væri mælt. Ræðamaðurinn leitaðist pá við í fáeinum orðum að benda á, hvað einkum hefðl vakað fyrir G. P. sem skáldi. Hugsun hans hefði einkum dvalið við sársauka lífains, eymd pess og höl. ttlánið í öllum pess myndum, einkum pegar pað synist vera óverð- skuldað,—ranglætið serrt opfc kemur fram í lífinu, par sfin hinu mátt- ugi p.jakar rjeu'i litilmagnans,—tálið, er inenn lifa sig inn í og vefja utan um sig oins og attnari dyrð- lings-blæju, aUt petta var einkum og sjcr 1 iagi vrkiaefni hans. Af- sakanir mannsins við sjálfan sig, þegar hann er að breyta mðt betri vitusd og smámsaman að ráða pví bezta í fari sínu bana, er eptiitekta- vert atriði í skáldskap liaus. Bág- indi lífsins sá hann með berari augum en líklega nokkurt annað íslenzkt skáld. Hann áleit pað líka hið háleitasta yrkisefni skáldsins, að tala rnáli aumingjans, sem lífið hef- ur 4 einhvern hátt farið illa með og mispyrmt. Þess vegna fylltist hann heilagri vandlætingasemi við eitt hið helzta samtíðarskáld vort, yfir pví, að hann skyldi hafa ort svo mikið og gleymt aumingjanum, klæðlausum í nepju lífsins, húsvillt- um og snauðum,—gleymt voiæðinu og eymdinni, gleymt að hegna peim, er sitja raeð krásardiska í knjáiu og vasa fyllta gulli, en loka eyr- um sínum fyrir veininu við dyrnar. -—-Það var sársauki lífsins sem gjörði hann að skáldi. En hann hefur líka átt sinn pátt í, að taka frá lioniin* trúna á kærleiksríkan, bnnn- eskan föður. Fyrir sælu trúarinnar hafði hann næma tilfinning; en frá henni fann hann sjálfan sig útilok- aðan. í mannlífinu heyrði hann hvervetna stunur, grát og vein. Hans eigið brjóst var eins og opið, sundurflakandi sár. Og við pessu ekkert lyf, enginn læknisdómur, nema ef pað skyldi vera dauðinn. Dauðinn, segi jeg. Jeg er ekki viss um hann hafi skoðað dauðann pannig. Ilonum virtist hann óum- ræðilega geigvænlegur, Hvað er að lifa í samanburði við pað að deyja? Menn muna eptir hugleiðingum hans, pegar hann var á leiðinni hingað vestur og hann sá líkinu rennt of- an fyrir borðstokkinn. Yantrú hans var af allt öðrum toga spunnin, en sú vantrú, sem hjer hefur mest gjört vart við sig. Fyrir henni hafði liann líka mjög einlæga fyrirlitning. En uin kirkj- una og kristindóminn fór hann aldrei fyrirlitleguin orðum ; pyðing hvorstveggja fyrir menningarbaráttu mannanna var honutn fullljós. Hið trúarlega í sálarlífi mannsins var honum heilagt. Enda inun pað upp- runalega hafa verið töluvert sterkt í sálarlífi sjálfs hans. En pað er eins og eitthvað hafi slitnað innan í honum og uin leið hafi birta trú- arinnar horfið úr hjarta hans. — Öll stefna anda hans var manuúðleg og mild. Að pekkja liann, var að láta sjer verða vel við liann, prátt fyr- ir allt se.m að honum var. Mjer liefur aldrei orðið jafn-vel til nokk- urs manns fyrir jafn-litla viðkvnn- ing. Ilann dvaldi í húsi mínu nokkra daga. Við töluðum um margt, sem við höfðum mjög svo ólíkar skoðanir á. En prátt fyrir pað, hvað lífsskoðanir okkar voru sundurleitar, hefur mjer aldrei vor- ið meiri unun í að tala við nokk- urn mann. Það var opt eins og hann með einni örstuttri setning opnaði langt útsyni. Það var stund- um dapurt og raunalegt. En pað var einhver töfrabirta yfir pví, sem hálfheillandi hjelt mauni föstuin. Heitt og göfugt hjarta, sera opt sló Óreglulega og" villt, titraði á bak við allt, sem hann hefur sagt; maður var hálf-hræddur við að komai pví of nærri. Svona man jeg optir honum. Og pessa minning um hann ætla jeg að geyma. { Ijósi hennar vil jeg lesa pað, sem eptir hann ligg- ur. Það er myrkt og raunalegt. En jeg vona og bið, að kærleiks- sól drottins skíni mjer ætíð í gegn- um pað. Og af pví sem jeg pann- ig les, skal myndast sá fríðarbogi í huga míunm, sem stafar geislum ofan á gröf hans. Jeg sel SEDRUS- ClBDlNGÁ-STÓLPi sjerstaklega ódyrt. Einnig allskonar TIMBUR. SJERSTÖK SALA K A meriJcanslcriy þ urr i Mtrn Liilier IaÍ IU. I t <3 «31 á horninu á Prinsess og Logan strætum, WlSNXrEG,

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.