Lögberg - 04.11.1893, Blaðsíða 2

Lögberg - 04.11.1893, Blaðsíða 2
LOOBEKG, LAUGARDAGINN 4. NÓVEMBER 1S93 S ö 3 b c r g. benð út aB 148 Princess Str., Winnipeg Man. f T! t í.ögbtrg Printins; ár Publithins; Co'y. (Incorporated May 27, lS9o). Ritstjóri (Editor); EINAR HJÖRLEIFSSON fc'JSINESS manager: JOHN A. BLÖNDAL. AUGLÝSINGAR: Smá-auglýsingar i eitt s'tipti 26 cts. fyrir 30 orfi eíSa 1 þuml. dálkslengdar; 1 doll. um mánuBinn. Á staerri auglýsingum efia augl. um lengri tíma af- slátlur eptir samningi BÚSTAD A-SftlPTI kaupenda verfiur afi til kynna tknjlega og geta um fyrvtrandi bú staO jafnframt. UTANÁSKRIPT til AFGREIÐSLUSTOFU blafisins er: TlfE LÓCBEHC PRiNTINC & PUBLISH- C0. P. O. Box 368, Winnipeg, Man. U TANASKRIFT til RITSTJÓRANS er: EltlTOR LÖOBERC. P. O. BOX 368. WINNIPEG MAN. — LAUG A HDAGINN 4 NÓV. 1893. - ty Samkvæm tanaslögum er uppsögn kaupanda á blaði ógild, nema hann sé skuldlaus, þegar hann segir upp. — Ef kaupandi, sem er í skuld við blað- ið flytr vistferlum, án pess að tilkynna heimilaskiftin, pá ej það fyrir dómstól- unura álitin sýnileg sönuun fyrir prett- vísum tilgang*. ty Eptirleiðis verður hverjum þeim sem sendir oss peninga fyrir blaðið sent viður kenning fj’rir borguninni á brjefaspjaldi, hvort sem borganirnar hafa til vor komið frá Umboðsmönnum vorum eða áannan hátt. Ef menn fá ekki slíkar viðurkenn- ingar eptir hæfilega lángan tíma, óskum vjer, að þeir geri oss aðvart um það. — Bandaríkjapeuinga tekr blaðið fullu verði (af Bandaríkjamönnum), og frá íslandi eru íslenzkir pen- ingaseðlar teknir gildir fullu veröi sem borgun fyrir blaðið. — Sendið borgun í /*. 0. Honey Ordert, eða peninga í Re gietered Letter. Sendið oss ekki bankaá vísanir, sem borgast eiga annarstaðar en i Winnipeg, nema 25cts aukaborgun fylg fyrir innköllnn. Svo framarlega sem kjörskrárnar hjer í bænum verða ekki endurskoð- aðar — sem lítil líkindi eru til — fyr ir aukakosningar f>ær sem von er á hjer í bænum innan skamms, n,á víst búast við f>ví, að eitthvað verði bogið \ ið f>ær kosningar. Kjörskrár þessar voru S8mdar 1891, skömmu eptir að almennu kosningarnar fóru fram f>að ár, og f>ær voru samdar á f>ann liátt, að farið var eptir tveggja ára gömlum kjörsktám, pessar gömlu kjörskrár að mestu leyti skrifaðar upp óbreyttar, nema hvað fáeiuum nöfnum var bætt \ið. Svo vitlausar voru pessar kjör- skrár taldar, og svo miklir örðugleik- ar voru á að koma nokkru lagi á f>ær, Hð hvorugur pólitiski flokkuriun gerði ininnstu tilraun til að láta endurskoða pær. A pessum skrám eru nær því 10,000 i,öfn. En við kosningarnar 1891, sem voru mjög hart sóttar frá báðum hliðum, greiddu ekki atkvæði nema 3,747 kjósendur. Við fylkis- kosningarnar 1892 greiddu atkvæði alls í öllum premur Winnipeg-kjör- dæmunum 4,810 kjósendur. Sjálf- sagt má pví fullyrða, að á kjörsk.án- um sjeu 4000 nöfn umfram nöfn at- kvæðisbærra inanna. Uað er á penn- an hátt, að peir sem fjármagnið hafa einkum fá tækifæri til að beita sjer, koma að atkvæðum dauðra manna og lö igu brottfluttra. Bíði frjálslyndi fl ikkuiinn ós'gur við pessar kosning- ar hjer í bænum — sem hann vonandi gerir ekki — f.á verður J>að að öllum lík ndum fyrir kjörskrár pessa bæjar, sein nú eru taldar verstar og vitlaus- astar af öllum kjörskrám í Canada. í Suf urríkjunum pykir svo gott og parft verk að drepa svertingja án dóms og laga, að ómögulegt er að fá mena til að sitja í dómnefnd til að dæm i pá er slíkt gera. Svo fór að minnsta kosti í Memphis í Tennessee hjer u n daginn. Hinir ákærðu voru J>ar af leiðandi látnir lausir, og lialda pví að líkindum áfram pessu parfa starfi sínu jafm-k^'ótt sem nytt tæki- færi byðst. Fulltrúadeild congressins I Wash- ington sampykkti á miðvikudaginn [>ær breytingar, sem öldungadeildin hafði gert á lögunum um að stjórnin skyldi hætta silfurkaupunum.* Al- mennt hefur verið litið svo á, sem fjár- málavandræðin í Bandaríkjunum stöf- uðu fremur af pessum silfurkaupum en nokkru öðru, svo að eú fara Bandaríkjamenn vafalaust að búast við betri tlmum en að undanförnu. Eptir nyjum Norðurálfufrjettum að dæma, virðist svo, sem menn sjeu par hræddari um stríð um pessar mundir, en menn hafa verið um lang- an tíma undanfarinn. Víst er talið, að Rússar og Frakkar hafi gengið í fullt bandalag til sóknar og varnar. Frakklar.di hefur lengi staðið stugg- ur af peirri vináttu, sem um nokkurn tíma er talinn hafa átt sjer stað milli Englendinga og t>jóðverja, og ætla menn, að sú vinátta hafi mjög nert á Frökkum með að láta verða af algerðu bandalagi við Rússa. Frakkar geta ekki fyrirgefið Hjóðverjum pað, að peir tóku frá peim Elsaz og Lothrin- gen 1871 og pangað til peir fá pau fylki aptur, hyggja peir vafalausl stöð- ugt á hefndir. Eptir pví sem I.und- úna-blaðinu Tirnes og ymsutn öðrum brezkum blöðum farast orð, líta Eng- lendingar á petta bandalag Frakkaog Rússa sem mikla hættu fyrir vald sitt á hafinu. Meginlands-pjóðir pessar hafa mjög aukið herskipastól sinn á síðustu tveimur árunum, miklu meira en Englendingar hafa gert, og auk pess eru raddir farnar að láta til sín heyra um pað, að allmörgum af skip- um Breta sje í meira lagi ábótavant. Er pvl búizt við, að stórfje verði ef til vill lagt fram á næsta pingi Breta til að auka og endurbæta herskipa- stólinn. — En pótt Frakkar eigi um sárt að binda, og vitanlegt sje, að peir hyggi á hefndir, pá er pó sagt, að mest hætta fyrir pjóðafriðinn I Norð- urálfunni stafi af ítölum, og pótt kyn- legt megi virðast, pá er pað einkum fyrir siðferðislega apturför peirrai pjóðar. Ættjarðarástin virðist mjög hafa dofnað, og landinu liggur við gjaldprotum, ekki fyrirfétæktar sakir, lieldur vegna pess að menn vilja ekki greiða skatta sína. Deir sem bezt eru aflögufærir hafa öll hugsanleg undan- brögð. Eptir pví sem Norðuálfu- frjettirnar segja, sjer stjórnin pau neyðarúTæði einna vænlegust til að vekjapjóðina ef andvaraleysi sínu og koma inn hjá henni ættjarðarást og sómatilfinning, að hleypa henni í stríð við Frakka, sem ítölurn hefur lengi verið í nöp við, og er pað að sögn skoðun rnargra manna, að ef veturinn væri nú að ganga úr garði í stað pess sem haun er að ganga I garð, pá mundu ekki margir dagar líða áður en ítalir hleyptu af fyr3ta skotinu í pessu stríði, sem vafalaust verður eitt af hinum stórkostlegustu stríðum heimsins, ef nokkuð verður úr pví á annað borð. £>að átti eitt mál, sem íslending- ar eru við riðnir, að koma fyrir kvið- dóm pann er nú er lijer í Winnipeg til að dæina mál manna — inál pað er höfðað var gegn Jóni ritstjóra Ól- afssyni fyrir meiðyrði um sjera Frið- rik J. Bergmann. Niðurstaðan varð sú, að pað mál komst aldrei svo langt. Dómnefndin hin meiri (grand jury), sem á að staðfesta eða fella úrskurð lögregludómaranna um að vísa málinu :il dóms og laga, felldi patin úrskurð, sem í vor var kveðinn upp í pví máli. £>að er engin furða pótt íslend- ingum, sem einkum hafa enn íslenzkt prentfrelsi í höfðinu, pyki J>essi niður- staða nokkuð kynleg. Jón Ólafsson hafði sagt I blaði sfnu, að sjera Frið- rik J. Bergmann hefði að tilefnislausu velt sjer yfir mann með illyrðum uppi yfir opinni líkkistu, sem liann átti að tala yfir. Ef pað hefði verið satt, pá hefði pað vitanlega verið mjög hneykslanlegt og skammarlegt atferli f augum allra siðaðra manna. Pað var pví ekkert undarlegt, pótt peim presti er fyrir Jjeim áburði varð, væri hugleikið að reka hann af sjer á sem afdráttarlausastan hátt. Og pað var ekki heldur óeðlilegt, að fsleuzkur al- menningur gerði sjer í hugarlund, að eitthvað mnndi segjast á [>ví í pessu landi, að breiða út slíkar sögur, svo framarlega sem pær væru með öllu til- hæfulausar. Niðurstaðan hefur nú orðið sú, að slíkt má gera að ósekju hjer f landinu, svo framarlega sem málið er ekki rekið sem einkamál og skaða- bóta krrffizt af sækjanda. Einn af peim mönnum, er sátu í kviðdómnum hinum meiri, Ijet hreinskilnislega f ljós við mann frá blaði voru, hvað vakað hefði fyrir sjer og peim fjelög- um sínum, er hefðu viljað vísa málinu frá. Hann sagði peir hefðu talið víst, að ef einkamál hefði verið hafið og skaðabóta krafizt, pá hefði málið verið dæmt sækjahda f vil. En pað væri komin margföld reynsla fyrir pví, að sakamál, sem hafin væru út af meið- yrðum, ynnust ekki. Blaðamenn hefðu verið syknaðir hjer í bænum fyrir að kalla saklausa menn lygara, pjófa og segja, að peir ættu að rjettu heima í betrunaihúsum, og pað væri pví engin lfkindi til að blaðamaður yrði dæmdur brotlegur gegn hegn- ingarlögunum fyrir að breiða út slík- an ábuið, sem pann er hjer væri um að ræða. t>ar af leiðandi hefði nefnd- in komizt að peirri niðurstöðu, að bezt væri að vísa málinu frá og koma f veg fyrir að meira pjark yiði um pað. Sjálfsagt pykir ymsum af lönd- um vorum notalegt að komast að raun um, að frelsið sje svona mikið á pess- ari r.yju ættjörð peirra. Sízt ætti pað að sitja á oss blaðamönnunum, að gera oss rellu út af slíku, pótt pessi úrslit sjeu eðlilega mest fagnaðarefni fyrir pann ritstjóra, sem hjer átti í hlut. Oss virðist líka, að kærandinn og peir mörgu, sem vitanlega voru hlynntir hans hlið, megi vel við una. Sjera Friðrik J. Bergmann hefur gert pað sem í hans valdi hefur staðið til að vernda sóma sinn, og synt, að hann var ekki hræddur við að eiga að hreinsa sig af pessum áburði fyrir dómstólunum. Og vitaskuld hefur pað aðallega fyrir honum vak- að, að gera almenningi manna pað skiljanlegt, en ekki hitt að klekkja á mótstöðumanni sínum og valda hon- um örðugleika. Gh icago-brj ef. v. Chicago 25. okt. 1893 Ritstjóri Lögbergs Kæri vin. Flest stórhjfsi syningarinnar eru í sunnanverðum og miðjum Jackson Park. Syðstu syningarhúsin eru fyr- ir lifandi pening: hesta, nautgripi, fugla o. s. frv. Þau liús náðu yfir 40 ekrur. En nokkur liluti peirra brann í sumar. Þar er nú sýndir meðal ann- ars allmargir frægir veðhlaupahestar. Þar fyrir norðan og austan eru all- mörg hús með fram Michiganvatninu. Stærst er Forrestry-liúsið 2,5 ekrur að stærð. Þar eru sýndar allskonar viðartegundir. Við hlið pess er An- throplogical-húsið nálega jafnstórt. Þar er s/nt margt, er snertir mann- fræði, fornfræði og sögu. Mjög mörg merkileg smihús eru par umhverfis t. d. Cliff Dwellers- húsið. Þar eru sýndir bústaðir hinna fornu klettabúa, sem lifðu í landi pessu fyrir 1500—2000 árum. Eigi langt par frá liggja skipih Santa Maria, Nina og Pinta. Þau eru að nafni, stærð og allri gerð nákvæm- lega eins og skij> [>au, sem fluttu Kólumbus til heiinsálfu pessarar fyrir 400árum. Rjett par hjá er Convent of La Rabida-húsið. Þar er meðal annars synt allt, er snertir Kólumbus og sögu hans. Þar fyrir vestan liggja tvö stórhysi, annað er Agriculture- húsið, 13 ekrur. Þar er sj?nt allt, sem að akuryrkju lftur. Fyrir vesian pað er Machinery húsið lö ekrur. Þar eru s/ndar allskonar vjelar: vefstólar, pappfrsmillur, prentvjelar, smíðisvjel- ar o. s. frv. Þetta eru stórhysin 5 sunnanverðum Jackson Park. óll stórhysin í miðjum Jackson Park liggja umhverfis vatn pað, er lykur um Wooded Island, Fyrir suð- urenda pess liggja tvö otórhysi. Þar er Electricity-húsið, 5,5 ekrur. Þar eru syndar margar og margbreyttar vjelar, sem allar eru knúðar áfram tneð rafurmagni. Þar opnast fyrir manni heill töfraheimur, sem eigi er auðið að lysa með orðum. Við suð- austurhorn pess eru 3 gosbrunnar, all- ir mjög merkilegir. Tveir peirra eru kallaðir Electric Fountains. Vatns- geislarnir stfga hátt I lopt upp. Á pá slær inargbreyttum litum, sem sf og æ skiptastá. Þessir gosbrunnar eru hið dyrðlegasta, sem jeg hef sjeð í peirri grein. Rjett fyrir vestan Electricity- húsið er Mines-húsið, 5,6 ekrur. Þar á steinaríkið heima. Þar eru syndar fjölmargar tegundir steina og málma og allt, er námagröpt snert.ir. Fyrir vestan vatnið eru 3 stórhysi. Syði-t peirra er Transportation húsið, 14,4 ekrur. Þar eru synd öll flutningsfæri á sjó og landi, skip og vagnaro. s. frv. Skammt frá húsi pessn er „John Bull" syndur. Það er« fyrsti eimvagn f heimsálfu pessari. Hann var smíðað- ur á Englandi 1830 af George Step- henson sjálfum, en kom til Philadel- pbia f maímánuði 1831. í norður fiá Transportation-húsinu er Horticul- ture húsið um ö ekrur. Þar er synd- ur allskonar jurtagróði fráöllum lönd- um. Þar fyrir norðan er Woman’s- húsið nálega 2 ekrur. Þar syna kon- ur hannyrðir og yms önnur kvenna- störf. Við norðausturhornið er Fish- eries-húsið, 2,6 ekrur. Þar eru synd- ar fjölmargar fiskitegundir dauðar og lifandi. Þar er og synt allt, er snert- ir fiskiveiðar og fiskivcrkun. Þaðan f norður liggur Fine Art húsið nálega 6 ekrur. Þar eru synd alskonar lisia- verk, úthöggnar myndir, málverk o. s. frv. Þetta hús er heimili ípróttarinn- ar. Og eru par fjölmörg dyrmæt listaverk. Við suðausturijorn vatns- ins, milli pess og Michiganvatnsins, liggur Manufactures and LiberaJ Arts-húsið, 30,5 ekrur. Þetta er lang- stærsta hús syningarinnar, endaerpað stærsta hús i hcimi. Það er prisvar sinnum stærra en Pjeturs kirkjan 5 Rómaborg. Það tekur um 300,000 manns. Eptir endilöngu húsinu ligg- ur aðalgangur. Hann heitir „Colom- bia Avenue“, og er 50 fet á breidd. IIús petta er yfir 200 fet á hæð. í „Elevator“ fara menn upp í gegnum >akið á pví, og ganga sfðan eptir veggjuniim hringin f kringum risið Þaðan er í björtu veðri bezta útsýni yfir allan syningarstaðinn og Chicago- borg. í pessu risavaxna húsi er synd- ur allskonar iðnaður, hverju nafni sem • nefnist. Nú eru talin upp stórhysi pau, sem hafa að geyma synisgripi frá öllum pjóðum. En auk peirra er fjöldi af öðrum húsurn, sem einstök ríki eiga. Þannig lmfa Bandaríkin sjerstakt hús fyrir sig. Það er kallað U. S. Goverment hús og er 3,3 ekrur. En frernur hafa öll einstöku ríkin f Bandarikjunum reist sjerstök hús handa sjer.' Stærst pelrra eru liúsiri hreina Cream Tartar Powder.-Engin amónía; ekkert álún. Brúkað á milliónum heimila. 40ára á markaðnum. fyrir Jllinois (2 ekrur) og California. Sjerstök hús liafa og verið reist á syningarstaðnum fyrir pe3si lönd: Canada,Ceylon, Colombia, CostaRica, East India (Austur-Indlandj, France (Frakkland), Germany (Þyzkaland), Great Britain (England), Guatemala, Haiti, Japan, New South Wales, Nor- way (Norveg), Spain (Spán), Sweden (Svfpjóð), Turkey (Tyrkland) og Venezuela. Flest pessi hús eru í norðanverðu Jackson Park. Enn pá eru ótalin nokkur hús í garðinum. Merkilegast peirra er Administration- húsið í sunnanverðum miðjum Jack- son I’ark. í pví húsi, sem er einkar fagurt og skrautlegt, hafa forstöðu- nefndir syningarinnar skrifstofur sín- ar. Fyrir framan aðaldyr pess erstór standmynd af Kólumbusi. Stærsta og merkilegasta standmyndiu í Jack- son Park er Statue of „the Republic“. Hún er afarstór kvennlíkan, sem á að tákna pjóðveldið. Hún stendur ná- lægt Michiganvatninu beint á móti landtökunni pegar farin er vatnaleið- in á syningarstaðinn. Undirla^ið, sem hún hvílir á, er byggt úti i vatni í garðinum. Sjálf er hún 65 fet á liæð. í hægri hendi heldur hún á jarðarhnettinum. Þar situr á ugla með útpanda vængi. En vinstri hend- inbekluruppimerki frelsisins. Anægja yfir pvf að liafa náð takmarki sínu lysir sjer á svip hennar. Höfuðið, hilsinn og handleggirnir eru gerðir úr fílabeini. En hinn hluti myndar- innar er gylltur, og kostaði sú gyli- iog $300. Svo stórvaxin er hún, að armleggir hennar eru 30 fet á lengd. Og 4 ineðalmenn gætu staðið á lófa hennar. Á höfðinu ber hún höfuð- djásn. Þuð er lyst upp með rafur- magnsljósi. Innan í myndinni er manngengur stigi. llaun liggur upp í gegnum hálsinn. Og eru djr efst í hvirflinum. Þessa leið verður sá mað- ur að fara, sem kveikir rafurmagns- Ijósið á höfði hennar. Þessi stand- mynd er mesta listaverk. Ilöfundur hennar heitir Daniel C. Frencli. Dálitlu norðar 1 Jackson Park liggja tvö skip við land í Michigan- v itninu. Annað er geipistórt herskip, „Tllinois“ að nafni. Hitt skipið heitir „Vikingur11. Hann er byggður eptir fornmannaskipi, 1000 ára gömlu, sem írið 1889 fannst f fornmanna baug í Noregi. Vfkingur er hjersyndur sem nákvæm eptirmynd af pví skipi, er forðum flutti Leif Eiríksson að strönd- utn Vínlands. Vfkingur er 76 fefa langur og allbreiður eptir lengd. Að aptan og framan eru piljur, en opinn er hann f miðjunni. Ilann hefur eift siglutrje. Attaárar eru á borð. Þeim er stungið gegnum göt & hliðum hans. [lann er skaraður skjöldum á báðar hliðar. Að framan ber hann dreka- höfuð með gapanda gini, en dreka- ■iporð að aptan. Styrið er hægra megin. En í skutnum er „hástóll“, foringjasætið (lyptingin), rifað rúna- stöfum. Víkingur er ágætlega smíð- aður. Hann er fullkomin eptirmynd af skipum fornmanna, og er pess vegna einkar tnerkilegur synisgripur. Á Midway Plaisance eru engin merkileg stórhysi. Þó er par eitt af- armikið mannvirki. Það ar lijól, seitl kallað er Ferris hjól. Maðurinn, sem smíðaði pað, beitir G. W. G. Ferris. 'Og eptir lionum tekur pað nafn sitt. Það eru eiginlega tvö bjól, sem snú- ast samhliða um sama öxul. Mill peirra eru 28^ fet. Og eru pau fest saman með stöngum úr stáli. Milli hjólanna eru festir 36 fólksvagnar. Hver peirra tekur 60 manns. Það gætu pannig verið 2,160 inenn á hjólinu í einu, ef allir vagnarnir væru fullir. Öxullinn er 33 pumlungar að pvermáli, 45 feta langur og 56 tons að pyngd- Hjólið sjálft er 264 fet að pvermáli. Allt er úr stáli bæði öxullinn og hjólið. Og vegur pað allt til sainans 4,800 tons. Úr hjóltoppinum er 1 björtu veðri æjög fagurt útsyni yfir allan syning- arstaðinn, Chicagoborg og vatnið og landið umhverlis. Það kostaði $400,- 000 að búa lijól petta til. Á Midway Plaisance eru að eins aukasyningar i Side Shows). Sumt er par allmerki- legt, en margt er par mjög lítils virði. Þó er par eitt allmerkilegt syningar- hús. Það er Libbey Glass Works liúsið. Þar er synt allskonar gler- smíði. Þar er og synt, að liægt er að búa til föt úr gleri O. s. frv. Þinn Hafsteinn Pjeturason.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.