Lögberg - 28.02.1894, Blaðsíða 2

Lögberg - 28.02.1894, Blaðsíða 2
LÖGBER MlÐVIKUi'AGlMf 28. FEBRIUR 1894. Sögbcig. Gefið út að 143 Princass 3tr., Winnipsj lll f The I.ögberg Printine; & Pubiishir.% Co'y. (Incorporated May 27, xS9o). Ritstjóri (Editor); EINAR HJÖRLEIPSSON Business mamagee: B. T. BJORNSCN. AUGLÝSINGAR: Smá-auglýsingar í eitt skipti 25 cts. fyrir 30 orð e5a 1 þuml. dálkslengdarj 1 doll. um mánuðinn. Á staerri auglýsingum eða augi. um iengri tírna aí- sláttur eptir samningi. BÚSTAD A-SKIPTI kaupenda vertSur að iil kynna skrtjlega og geta um fyroerandi bú stað jafnfremt. UTANÁSKRIPT til AFGREIÐSLUSTOFU blaðsins er: THE LÓCBEF;G PPyiHTING & PUCLISH- CO. P. O. Box 368, Winnipeg, Man. irrANÁSKRIKT til RITSTJÓRANS er: KUITOil LÖKREBÍJ. P. O. BOX 308. WINNIPEG MAN. — mhxviivudaginn 28. feb. 1894.— fy gamkvæm lan&slögum er uppsögn kaupanda á blaði ógild, nema hann sé skuldlaus, þegar baDn segir upp. — Ef kaupandi, sem er í skuld við blað- ið flytr vistferlum, án þess að tilkynna heimilaskiftin, þá er það fyrir dómstól- unum álitin sýnileg sönuun fyrir prett- vísum tilgang’. Eptirleiðis verður hverjum þeim sem sendir oss peninga fyrir blaðið sent viður kenning fyrir borguninni á brjefaspjaldi, Iivort sem borganirnar hafa til vor komið frá Umboðsmönnum vorum eða á annan hátt. Ef menn fá ekki slíkar viðurkenn- ingar eptir hæfilega lángan tíma, óskum vjer, að þeir geri oss aðvart um það. — Bandaríkjapeninga tekr biaðið fullu verði (af Bandaríkjamönnum), og frá íslandi eru ísienzkir pen- ÍDgaseðlar -teknir gildir fullu verSi som burgun fyrir blaðið. — Sendið borgun í P. 0. Money Orders, eða peoinga S Re gistered Letter. Sendið oss ckki bankaá vísanir, sem borgast eiga annarstaðar en i Wlnnipeg, nema 25cts aukaborgun fylgi fyrir innköllun. Fylkisreikninga-bull Ileinis kringlu. I>að er dálítið kátlegt, að sjá J>á óumræðilegu umönnun fyrir fje fylk- isins, sem síðustu vikurnar kemur fram hjá ritst. Heiir.skringlu. Ekki fyrir það, að f>að sje í sjálfu sjer neitt lilægilegt við að láta sjer annt um fje almeanings — heldur vegna pess, að saoii ritstjórinn hefur fyrir örskömm- um tíma reynt í blaði sínu, að stappa stálinu í íslenzka innflytjendur að borga ekki skuidir, sem hann hjelt að fylkið ætti hjá peim. Þegar hann pannig er nybúinn að reyna að stuðla að f>ví, að fylkið sje fjeílett, pá ætti pað að vera meira en meðal liugsun- arleysi, ef menn gætu ekki gert sjer grein fyrir pví, að pað inuni vera eitt- hvað annað en einskær umönnun fyrir fje fylkisins, sem kemur ritstjóranum, hve’ja vikuna eptir aðra, fil að standa á öndinni út af pví, að eitthvað kunui nú að fara forgörðum af fylkisins pen ingum. Það er naumast, að poir menn sjeu svaiaverðir, sem koma óeinlægn inni svona klaufalega upp um sig. Þó skulum vjer s^na Hkr. pá óveiðskuld- uðu viiðingu, að svara enn fáeinum orðu xx bulli hennar um fylkisreikn- ingana. tílaðið segir að Lögb. bafi geng- ið pegjandi fram hjá aðalefninu í Ryans og Ilaneys-málinu, og aðal- efnið bafi verið pað, að Lögberg, Tri- bune og Greenway hafi lyst frásögu Free Press og He’mskr. vorið 1892 um petta efni ósanna, „pótt nú sje á daginn komið, að hún var dagsönn“. Free Press staðhæfði vorið 1892 og HWr. át pað eptir, aö Qreenway- stjórnin vœri búin uö borga liyans og Haneg peningana og komst að peirri niðurst.öðu, að með pví aðpessi útborgun befði átt sjer stað rjett á undan kosningum, hefði stjórnin sjálf- sagt fengið svo og svo mikið af upp- liæðinni sjálf til pess að standast kosningakostnaðinn. Var nú frásagan „dagsönn11? Sannaðist ekki pvert á móti ápinginu 1893, að hún var gersarrlega tilhæfu- laus? Voru ekki allir Ryan- Haneys per.ingarnir í fylkissjóði pá? Hvað á svo annar eins vaðall og petta að pyða, og pað mn mál, sern er löngu útrætt? Svo vill Hkr., að Lögberg skýri samanburð á ferðakostnaði Sigtr. Jón- assonar og Sigurðar Cliristophersson- ar. Hvers vegna Lögbergi ætti að vera svo nákvæmlcga kunnugt um ferðir peirra, er oss ekki ljóst. En ekki finnst oss undarlegt, pótt ferða- kostnaður Sigtr. Jónassonar sje nokkru hærri en hins, parsem hann var miklu meira í ferðum landa á milli í pjón- ustu stjórnarinnar, heldur en liinn erindsrekinn. Svo vill blaðið, að vjer bendum á hvar fargjaldspeninganna er að leita i reikninguuum. Það er trúlegt, að ef rilstjórinn getur ekki fundið pá par, pá sjeu peir par alls ekki. Og ef peir eru par ekki, pá eru allsterkar líkur til, að par muni ekki vera að ræða um nein útgjöld fyrir fylkið. Fylkis- reikningarnir syna, hverjar tekjurnar bafa verið, og hver útgjöldin og hvað er í sjóði og í öðrum eignum. Ef pað stendur allt heima við ^Tfirskoðunina og rannsókn pingsins, pá finnst oss ritst. Heimskr. ætti að geta sofið ró- legur — að minnsta kosti pangað til svarað hefur verið í pinginu fyrir- spurn, sem par hefur komið fram um petta efni; henni verður sjálfsagt svarað pessa dagana, ef spyrjandinn verður ekki svo átakanlega að athlægi að hann taki fyrirspurn sína aptur. Mr. W. H. Paulson svarar fyrir sína hönd svo rækiléga í pessu hlaði, að ekki virðist pörf á að bæta neinu par við. En pegar Heimskr. hefur nú fengið úrlausn péssa, pætti oss fróð- legt að fá að vita, hvaða ódæði pað er, sem Hkr. er að tala um, að Lögberg sje „byrjað að mcðganga." Olíkindalæti. Það er illt og broslegt, að lesa vandlætingasemi Gunnsteins Eyjólfs- sonar í Nyja íslandi út af deilum í Winnipegblöðunum íslenzku. Þdð er sem sje alkunnugt, að af öllum peim mönnum, sem heima hafa átt í Nyja íslandi, hefur enginn maður átt í öðrum eins illdeilum við náungann eins og Gunnsteinn Eyjólfsson. Þxð hefur jafnvel kveðið svo rammt að deiiufíkn hans, og getsökum, sem hann breiddi út um saklausa menn í skrif- uðu níðriti, sem hann sendi um sveit sína og víðar, að sveitarstjórninni par pótti ástæða til bera að fá setta nefnd til pess að lysa höf. lygara. Það er mjög líklegt, að hann ueiti pessu, pví að prátt fyrir alla karlmennskuna, sem hann póttist syna með pví að skrifa undir Þjóðólfs-greinina makalausu hafði hann ekki hug til að setja nafn sitt undir níðið. En fari hann að neita, pá mundi pað verða honum til aukinnar óvirðingar, pví að pað er ekkert mannsbarn til í Nyja íslandi sem ekki veit, að níðrit petta var sam- an tekið og sent út meðal manna af pessum vandlæti'igasama friðarpo3t- ula, sem ekki pykist pola að lesa ís- lenzku blöðin, sern gefin eru út hjer í bænum. Lungnabólga. (Dli. M. II.) Lungnabólga er að stinga sjer niður hingað og pangað um byggð- ina hjer, og fer dags daglega að gera meir og meir vart við sig, enda fer svo optast, að pessi veiki fylgi eptir pegar Influenza hefurgeysað um hrið; jeg held að pað gæti pví komið að nokkru liði, að skyra hjer frá eðli og meðferð lungnabólgunnar. Hún var til skamms tíma talin með kvefsóttum, sem orsakast af inn- kulsi, en nú hefur hún, eins ogynarg- ir aðrir sjúkdómar, skipt um sæti og er eigi lengur talin í peim sjúkdóms- flokki, sem hún var í áður, heldur er henni skipað sæti með faraldssóttuin (umgang3veikjum); pvf reynslan hef- ur sýnt, að lungnabólgan kemur ekki af innkulsi, vosbúð eða pessháttar heldur orsakast hún af smásveppum, sein eigi sjást með berum augum, að eins í stækkunargleri, eins og er með önnur smit.tandi veikindi. Mætti kalla pcssa agn-sveppa sóttára eða sóttfræ einu nafni; á vísindalegu máli eru sóttárar lungnabólgunnar nefndir mí- krókokkar. Orsök lungnabólgunnar er, að pessir sóttárar sem berast í loptinu, setjast í lungnapípurnar og lungnavefina, en annars geta peir vel sezt að hvar sem vera skal í líkaman- um, bæði i heila og nýrum og í öllu blóðkerfinu. Þeir eru pví alls eigi bundnir við pennan eina stað, pó að menn hafi haldið pað. Þessi sóttfræ hafa oa fundizt i n húsum, par sem lungnabólgusjúkl- ingar hafa legið. Á slíkum stöðum geta pví veikindin gosið upp úr purru og orðið að landfarsótt, og pó lungna- bólgan sje optast eigi víðförul, pá hefur hún pó stundum haldizt við í ymsum byggðarlögum um lengri eða skemmri tíma. Það er pó varla að óttast, að einn maður smitti annan og með fötum og áhöldum berzt hún eigi. Tíðastur er sjúkleiki pessi meðal barna, einkum á fyrsta ári. Veikluð- um mönnum er og miklu hættara við að fá lungabólgu heldur en-hraustum mönnum og heilsugóðum, og pað er að líkindum petta sem er orsökin til pess, að menn hafa ætlað að lungna- bólgan kæmi af innkulsi, pó líklegt sje, að sóttefnið nái fremur að komast í blóðið, ef kvef eða slím er í lungna- pípum og barka. Það er eitt ein- kenni sóttarinnar, að hún er hver- vetna áleitnari við innlenda menn en aðkomna. Það er annað, sem ein- kennir hana og nálega greinir hafa frá öllum faraldsóttum, að sá sem einu sinni hefur fengið hana er aldrei óhultur fyrir henni síðar. Mislingar til að mynda og fleiri faraldssóttir láta menn optast í friði, pegar peir hafa heimsótt pá einu sinni, en um lungna- bólgu vita menn dæmi til að hún hef- ur farið í sama manninn 28 sinnum. Sóttin hefur aðsetur sitt í lung- unum og leggur pau meir eða minna undir sig, stundum að eins lítinn part af öðru lunganu og stundum allt að tveim priðjungum heggja lungnauna. Optast veikist að eins annað lungað og menn hafa fundið, að lungnabólga er að eins 10. hvert sinn í báðum lungum. Hún er optar neðan til í lurigunum en ofan til, og optar hægra meginn en vinstra meginn. Veikindin byrja raeðpví að blóð- ið streymir til lungnanna og meiri eða minni hluti peirra fyllist af seigu slími, sem teppir andrúmið í pessum sjúka hluta, og pví að eins er bata- von að petta slíma leysist og spytist upp. Það er almenn ætlun lækna, að eigi líði meir en hálfur annar dagur eða mest tveir dagar frá pví sóttar- árarnir berast í blóðið og til pess sótt- in bryzt út. Lungnabólga kemur í ymsum hömum, pó eru pau einkenni sum, sem fylgja. henni að mestu leyti ó- breytt einatt. Optast byrjar hún með áköfum kuldahrolli og taki, ocr með pvl er samfara hósti og beinverkir og sóttin verður brátt mjög áköf. Upp- gangurinn er í fyrstu punnur, froðu- kenndur, en verður brátt pykkri og seigari og er pá mólaitur eða blóð- litaður. Hörund sjúklingsins verður punt og heitt og opt koma smábólur út um andlitið. tílóðhitinn vex um tvö til prjú stig, helzt að kveldi til. Æðaslögin verða 100—120 á mínút- unni. Þegar svo hefur gengið um fimm til níu daga, Ijettir opt sóttinni á skömmum tíma, og stundum að góðum mun á nokkrum klukkustund- um. Líkamshitinn verður minni og stundum minni on eðlishiti mannsins, eins fækka æðaslögin en andardrátt- urinn er par á móti nokkuð fram ept- ir styttri og tíðari en á heilbiigðum manni. Sjúklingurinn svitnar og kennir brátt hvorki taks nje sóttar, og innan skamms leysist slímið úr lungunum, bólgan dreifist og blóð- rásin í peim verður eðlileg; pví að í raun rjettri er bólga eigi annað en að blóðið leitar á einn part líkamans meir en eðlilegt er og veikir hann á ymsan hátt. Iljer er lungnabólgunni lyst eins og hún er tíðast, en opt er hún líka frábrugðin pessu að ymsu leyti. Stund um byrjar hún með ónota skjálpta og kuldatitringi við og við, en eigi veru- legum hrolli, og aptur stundum fylg- ir henni hvorki hrollur nje skjálpti, og getur hún p& byrjað með áköfum krampa og uppsölum, svo að sjúkl- ingurinn hefur ekkert viðpol. En lungnabólgan getur líka farið hægt af stað og sígandi, og sjúklingurinn finnur kannske til lasleika,Uystarleysis, svefnleysis og magnleysis, andlegs og líkamlegs, meir en viku tíma áður en sóttin byrjar fyrir alvöru. Yanalega er líkamshitinn eigi mjög mikill í lungnabólgu, en getur pó orðið 42 stig Cels. og má pá allt af búast við hvorutveggju. Þó má meira mark taka á hjartslættinum. Vanalega slær hjartað 100—-110 sinn- um á mlnútu, pegar sóttin er sem hæst á mönnum, sem voru hraustir fyrir, en æðaslögin verða opt cg ein- att tíðari og er pað ætíð ills viti, ein- kum sje æðaslögin par að auki óreglu- leg. Verði slögin svo tíð, að varla verði talið, veik og mishörð, pá er líf- iuu hætta búin. Þá er opt að nef og hendur og fætur kólna, húðin blánar upp og meðvitundin hverfur; allt petta bendir á kolasyrueitran í blóð- inu og öll lífsvon er pá úti. Opt verður anc’ardrátturinn mjög tíður og getur hjá fulltíða mönnum orðið 30—40 andartök á mínútu og stundum meir, en enn tíðari bjá börnum. Hóstinn er tíðast mjög sár og reynir pví sjúklingurinn til, að láta hóstakippina vara sem stytzt. Gam- almenni fá stundum alH eigi hóstann. Það er allt af hætta á ferðum, ef upp- gangurinn breytist og verður punnur, dökkmórauður, óhreinn og froðu- kenndur og er eigi lengur seigur. Aptur á móti er eigi víst að nein hætta sje á ferðum, pó sjúklingurinn missi ráðið og hitasóttin sje mikil. Mörg dæmi eru til pess, að lungnabólga hefur b&tnað eptir einn sólarhring; almennt stendur hún pó yfir í 5-9 daga, og fjórði lxver maður telst læknum til að liggi svo vikum skipti. Þegar úr peirri spurningu á að leysa, hve hættulegur pessi sjúkdóm- ur sje fyrir líf manna, pá er pað mest undir tveim atriðum komið. Fyrst er ákafi sóttarinnar mjög misjafn. Stund- um fer hún um heilar byggðir, ér ill- kynjuð og drepur ótal. Stundum er hún vægri og fer reyndar leiðar sinn- ar um heil hjeruð og sveitir, en er eigi mannskæð að neinu ráði. í öðrulagi fer hættan mjög eptir aldri sjúklingsins. tíörnum verður lungna- bólga sjaldan að bana. Af fullorðnu fólki deyja 10—15 af hundraði, aptur á gömlu fólki er hún mjög skæð. Því verður og opt að bana önnur veikindi, sem koma á eptir lungnabólg.inni, pó pað liafi lifað hana af. Allt fer pó eptir pví, hvern skaða bólgan hefur unnið lungunum, og geta læknar ein- ir úr pví skorið. Vanalega lungnabólgu má að miklu leyti láta sjálfráða. Sjúkling- urinn parf pví eigi að halda, að nein hætta sje á ferðum, pó læknirinn fylli hann eigi með meðölum. Þegarlækn- irinn sjer, livað um er að vera og er í engum efa um sóttarfarið, pá veit hann líka, að meira er komið undir hyggilegum aðbúnaði sjúklingsins en meðölum. Einkum parf að gæta pess að sjúklingurinn liggi í stóru og rúmgóðu herbergi par sem sól getur skinið inn. tíezt er að taka öll hús- gögn burt, sem án verður ver- ið og pað af tveim ástæðum. Föt og húsbúnaður tukur upp rúm fyrir nyju og hreinu lopti, sem inn parf að streyma, og auk pass getur sóttfræið geymzt í peim og borizt til annara manna. Sjúklingnum ríður Iffið á hreinu lopti, og pvi verður að sjá fyr- ir pvf framar öllu og hafa glugga op- inn sem mest, pegar pví verður við- komið. Það er enginn hætta á ferð- um, pó nokkuð kólni hjá sjúklingn- um, pvf að honum er nógu heitt samt ocr 15 stigra hiti Cels. er honum vana- o n lega pægastur, og pví má heldur eigi hrúga allt of miklum rúmfötum ofan á hann, rekkvoð og ein sæng Ijett er meira en nóg. Lungnabólgusjúklingum verður gott af hreinu köldu vatni og sækjast mjög eptir pvf og má gefa peim pað að vild. Það má og blanda vatnið lítið eitt með víni eða sítrónusafa eða berjaseyði ísúru. Missi sjúklingur- inn ráðið, pá verður að rjetta honum petta sem optast, til pess að svala sjer á. Að pessu undanskildu verður eigi margt gert sjúklingnum til parfa án læknishjálpar. Sje sótthitinn ofsaleg- ur, er gott að baða sjúklinginn úr svölu vatni, og er gotí að blanda pað til helminga með spíritusi eða ediki og má pvo andlit, hendur og fæturalltað pví einu sinni hverja klukkustund, ef pörf krefur. Gamalmenni pola síður of tfða pvotta og nægir að væta ennið með köldum svampi og leggja kalda klúta á brjóst peim. Stálpuð börn m& vel baða f vatni 30 stiga heitu, en mjög skamman tíma í senn, eigi meir en 1—2 mínútur, en pá pví optar. Bezt er, ef pvi verður viðkomið, að hafa hæfilegt ílát eða ker til pess að baða börnin í, og má pað standa inni hjá sjúklingnum, meðan baðs er pörf. Á takið sjálft má leggja ísmola eða fsmylsnu f vatnsheldum poka, líka má setja á pað blóðhonr. íspokinn verður pó að liggja svo að sjúklinguiinn geti legið sjer sem hægast. Opt hverfa takið við ísinn, og er pað sjúklingnum hinn bezti greiði, fsinn leiðir burt hitann og getur opt komið í stað baðanna. Stundum er takið eigi par, sem bólgan er sjálf, en pað er lækna einna meðfæri að sjá slíkt og er pá betra að ^eí?&ja ls'nn f>ar á sem bólgan er fyrir, ábrif íssins meiri, pó er pað eigi allt af, en sjúklingurinn finnur bezt, hvar mest svíar undan ísnum og par er bezt að láta hann vera. Linist takið, á sjúklingurinn hægra með andrúmið og pá síður hætt við kolsyrueitraninni og er eigi lftið undir pvf komið. Sjúklingnum rfður og mjög á að geta sofið og kælingaraðferðin er mjög góð til pess að auka honum svefninn. Opt og einatt er takið mjög lítið og eins hitinn ílungnaveiki einkum á börnum og annað að mjög opt er illt að koma við kælingaraðferðinni án pess að kælan aukist og bóstinn versni; má pá opt við hafa heita bakstra, búna til úr hafracfraut eða hörLæi, er peim skipt um 3 eða 4 sinnum á dag. Vel fer og að hafa á börnum olíubaxtra; er pá vanaleg við- smjerolía eða gæsafeiti hituð í skál og ullardúk eða sokkbol, svo stór að taki brjóst og bak, dyfð í olíuna og lögð á brjóst og bak barnsins svo heitt sem barnið polir og pakið bóm- ull eða sauðaull. Á olíu bökstrum parf að eins að hafa skipti kveld og morgna. Þess parf vandlega að gæta að sjúklingurinn hafi góðar hægðir; bezta meðalið til að auka hægðir er laxer- olía; skamturinn handa fullorðnum er matskeið en handa börnum tvær te- skeiðar. Ef olfan er peytt f heitri mjólk er hún bragðlaus. * í’ari krapt- arnir pverrandi, prátt fyrir allt verður að gefa sjúklingunum vín; bezt er að búa til blöndu eða toddy og gefa sjúklingnum pað heitt en lítið í einu. Matarhæfið parf að vera ljett; flóuð mjólk eða hafraseyði nægir fyrstu daga veikinnar, vilji sjúkling- uiin eigi nærast, er eigi vert að neyða hann til að matast. Þegar sjúklingnum er farið að batna, pá má vel láta hann stíga á fætur jafnskjótt og kraptar hans lcyfa pað; preyta má hann sig pó með engu móti. Sjeu brjóstpyngslin mjög praut- se>g og batinn mjög hægfari, pá verð- ur að gefa sjúklÍDgnum kraptgóða fæðu, egg nytt ket og pesskyns, og á brjóstinu parf pó jafnan að bafa heita bakstra.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.