Lögberg - 11.04.1894, Síða 2

Lögberg - 11.04.1894, Síða 2
2. LÖGBERG MIÐVIKUDAGIKK 11. APRL 1894. Ge fl út afl 148 Princess Str., Winnipeg Man o' 77 e Logberg Printing & Publishing Co'y. (Incorporated May 27, i89o). Ritstjóri (Editor); EINAR HföRL EIFSS ON Businrss manager: P, T. BJORNSON. AUGLÝSINGAR: Smí-auglýsingar í eitt skipti 26 cts. fyrir 30 orfl efla 1 þuml. dálkslengdar; 1 doll. um mánuflinn. A stærr auglýsingum efla augl. um lengri tima at sláttur eptir samningi. BÚSTAD A-SKIPTI kaupenda veröut að tii kynna skrijltga og geta um fyrverandi bú staö jafnframt. UTANÁSKRIPT til AFGREIÐSLUSTOFU blaðsins er: THE LÓCBERC PPtINTINC & PU8LISH- C0. P. O. Box 368, Winnipeg, Man. UTANÁSKRIFT til RITSTJÓRANS er: EDITOR LÖfíBERfi. P. O. BOX 368. WINNIPEG MAN. —MIÐVIKtJDAGINN 11. APRÍI. 1894.— gf Samkvæm íanaelögum er uppsögn kaupanda á blaöi ógild, nema hann sé akuldlaus, þegar hann segir upp. — Ef kaupandi, sem er í skuld viö blaö- iö flytr vistferlum, án þess aö tilkynna heimilaskiftin, þá er þaö fyrir dómstól- unum álitin sýnileg sönuun fyrir prett- vísum tilgang’. Eptirleiðis verður hverjum þeim sem sendir oss peninga fyrir blaöið sent viður kenning fyrir borguninni á brjefaspjaldi, hvort sem borganirnar hafa til vor komið frá Umboösmönnum vorum eða á annan hátt. Ef menn fá ekki slíkar viðurkenn ingar eptir hæfllega lángan tíma, óskum vjer, aö þeir geri oss aðvart um þaö. — Bandaríkjapeninga tekr blaöif fullu veröi (af Bandaríkjamönnum), og frá íslandi eru íslenzkir pen- ingaseölar teknir gildir fullu verfli sem borgun fyrir blaðið. — Sendið borgun í P. 0. ifoney Orders, eða peninga í R< gútered Letter. Sendið oss ekki bankas vísanir, sem borgast eiga annarstaðar eD í Winnipeg, nema 25cts aukaborgun fylgi fyrir innköllun. Afnám tiinburtollsins. I>að þótti allmyndarleg’a gert af Ottawastjórninni, Jregar J>að frjettist hingað vestur, að hún ætlaði að nema tollinn af timbri, og með því að hún jjfsti yfir J>ví, að J>að væri gert með sjerstakri hliðsjón af J>örfum Mani- tobamanna, J>á hafa sjálfsagt verið nokkrir, sem hafa farið að gera sjer í hugarlund, að stjórnin bæri meira en lltið fyrir brjósti velferð manna hjer vestra. Fylgismenn stjórnarinnar munu allmargir hafa reynt að telja sjer trú um hið sama, sem vort heiðr- aða fslenzka samtíðarblað,J>ar sem J>að kemst. að orði á J>essa leið á laugar- daginn var: „Öll sú óánægja, sem kann að spretta upp hjer vestra af pví stjórnin hefur ekki gert nógu mikið, vegur ekki upp á móti pví er hún tók allan toll af borðvið. Það er allra hagur, eins peirra sem ekki komast hærraenað borga leigu eptir hús, eins og peirra sem byggja pau og eiga“. Og svo síðar í sömu grein: „Tollafnámið á borðvið er meira virði fyrir sljettubúana í heild sinni, held- ur en niðurfærsla tollsins á öllum öðrum vörutegundum til samans. Hversu miklir peningar pað eru f vasa m tnna, er ekki gott að segja, en ó- hBtt er að segja,að pað skiptir hundr- uðum púsunda dollara á hverju ári.“ Eini hængurinn við allan penn- an fögnuð er sá, að hann er byggður á ímyndun einni. t>að er sem sje hreinn misokilningur, að stjórnin ætli að taka allan toll af borðvið. Ekkert svipað pví vakir fyrir stjórn- inni í Ottawa. Blaðið Nor’ Wester hefur kynnt sjer petta mál nákvæm- lega, og sk/rt pað vandlega fyrir mönnum. Ef hjer væri um nokkurt vafamál að ræða, væri pví meiri á- stæða til að taka orð blaðsins til greina, sem almennt, er litið svo á, sem eigi apturhaldsflokkurinn nokkurt mál- gagn hjerí bænum, pásje Nor’ West- er pað málgagn. En málið er orðið svo skýrt, að um pað er engum blöð- um að fletta, svo að pað gerir í sjálfu sjer ekkert til, frá hverjum pær skýr- ingar hafa komið. Og niðurstaðan, sem blaðið kemst -að, er sú, að pað tollafnám, sem hjer er utn að ræða hafi enga pýðingu' fyrir almenning tnanna. Fyrir peirri niðurstöðu gerir blaðið grein á föstudaginn meðal ann- ars með peim orðum, er nú skal greina. „Þegar sú frjett kom fyrst, að tollur væri numinn af timbri, og að J>að væri gert sem „sjerstök hlunnindi fyrir Manitoba og Norðvesturlandið“, eins og fjármálaráðherranum póknað- ist náðarsamlega að taRa til orða, pá skildum vjer pað eðlilega á pá leið, að átt væri við pað timbur, sem fólk kaupir almennt. En tollafnámið á að eins við óheflað timbur, sem kemur beint frá söginni, og jafnvel pótt pað timbur sje keypt og selt hjer, pá er pað ekki sú vara, sem fólk venjulega kaupir af timbursölunum. I>að er al- gengast nú, að hefla viðinn, að minnsta kosti öðrum meginn, áður en hann fer í verzlanir. t>að er opi gert við mill- urnar, par sem hann er sagaður, og pað er vel skiljanlegt, hvers vegna p 3ssi verzlunarsiður kemst á í landi, par sem flutningsgjald er eins hátt eins og hjer. Verzlunarmaður í De- loraine, til dæmis, getur fengið vagn- hlass af við, hefluðum öðrum meginn, eins ódýrt, eins og hann getur fengið Óheflaðan við frá Rat Portage, par ssm hann borgar sjálfur flutnings- gjaldið. Mr. Robinson“ (timbursali hjer í bænum, sem maður frá blaðinu hefur átt tal við) „skýrir petta á pá leið, að timbur, sem heflað sje á peim stað, sem pað er sent frá, kosti ekkert msira en óheflað timbur, pegar auka- flutningsgjaldið bætist við; með öðr- um orðum: sá litli kostnaður, sem pví er samfara, að láta viðinn faragegnum heflingarvjelina, vinnst upp með pví, hvað flutningsgjaldið verður minna. Af pessu sjá menn, hvernig á pví stendur, að mest af pví timbri, sem ksmur frá viðarsölumönnum í norð- vestur-Canada er heflað, ogsamkvæmt hinum nýju tolllögum Mr. Fosters er gamli tollurinn, 20 af hndr., á nefluð um við. Af pessu leiðir, að við erum hjer um bil eins staddir eins og áður, að pví er timbur snertir. Að vísu getur óheflaði viðurinn koin- izt inn tolllaust, en hagurinn verður lítill eða enginn, af pví að flutnings- gjaldið á honum er meira, og niður- stiðan verður sú, að fólkið f norðvest- ur Canada heldur áfram að borga gamla verðið. Með pví að tollinum er haldið á hefluðu timbri, er heflað timbur frá Bandaríkjunum í raun og veru útilokað. Og ef Bandaríkja- millurnar skyldu reyna að koma ó- hefluðum við inn á Manitoba-markað- inn, pá geta verksmiðjueigendurnir við Skógavatn hleypt loku fyrir pað með pví að neita peim mönnum um hefiað timbur, sem verzla með inn- fluttu vöruna“. Stjórnarformaður Canatla °S forseti Bandarikjanna. í marznúmerinu af Canadian Magazine, sem gefið er út í Toronto, er fróðleg grein um stöðu og vald Bandarikja-forsetans og Canada- stjórnarformannsins, og jafnframt sýnt frara á, liver munur almennt er á atvikunum að pví, að peir komast til valda, hvor um sig. Vjer prentum hjer stuttan útdrátt. Stjórnarformaðurinn er að nafn- inu til ekki yfirmaður framkvæmdar- stjórnarinnar í Canada. Samkvæmt fylkjasambands lögunum (Confeder- ation Act) fiá 1867, er kallað, að framkvæmdarstjórnin sje í höndum drotiningarinnar, og fulltrúi hennar í Canada er landstjórinn (Governor- General). Svo er og lögboðið að hann skuli hafa ráð (Council) sjer til aðstoðar og ráðaneytis við landstjórn- ina, og er pað nefnt „Leyndarráð drottningarinnar fyrir Canada“ (The Queen’s Privy Council for Canada). En petta ráð heldur aldrei fundi,held- ur er pví eins varið eins og á Eng- landi, að pað er að eins lítill hluti pess, sem kallaður er „ráðanejtið11 (the Cabinet), sem gerir pess verk. En landstjórinn hefur að eins vald til að synja lögum staðfestingar, og síð- an 1878 hefur hann aldrei beitt pví valdi gegn neinutn lögum, sem lög- gjafarpingið hefur staðfest. Efstjórn- arformaður segir af sjer, eða er settur af, er venjulega að eins einn maður til, sem landstjóranum er óhætt að setja í hans stað; pað er helzti maður- urinn í pingflokknum, sem fjölmenn- astur er í pinginu; sá maður er sjálf- sagður að taka við sökum áhrifa peirra sem hann hefur á pingið, óvenjulegra bæfileika sem leiðtogi og stjórnvitr- ingur, og sökum pess, hve mikið kveð- ur að honum innan - síns flokks. Sá stjórnarformaðurinn, sem fer frá, ráð- leggur opt landstjóranum, hver verða skuli eptirmaður sirin. En sá maður, sem tekur að sjer stjórnarformanns- embættið og myndun nýs ráðaneytis, ber ábyrgðina á pví, hverja hann kýs. Landstjórinn ber aldrei ábyrgð á sín- um gerðum; pað eru ráðgjafar hans, sem bera pá byrði. En nýi stjórn- arforrriaðurinn ber ábyrgð á pví, ef fyrirrennara hans hefur verið vikið frá völdum, og eins á pví, að hann hefur sjálfur tekið við embætti. Einn munur á stjórnarformanni og forseta er sá, að annar er stjórn- málamaður, sem á sína í'ögu, hinn er stjórnmálamaður, sem enga sögu á. Venjulegast er pví svo varið, að stjórnarformaðurinn hefur komizt inn í pólitiska lífið sem óbreyttur ping- maður í neðri málstofunni, cg sýnt með framkomu sinni í pingmálum óvenjulega hæfileika og pau einkenni, sem leiðtogar og stjórn- málamenn purfa að hafa. Hann hlýt- ur að vera reyndur maður og hafa gef- izt vel. Hannkemst í sína stöðu með pví að balda stig af stigi upp á við. Að hinu leytinu kemst forsetinn ísína stöðu I einu stökki. Hann hefur venjulegast enga reynslu í congress- inum. Venjulegast er hann ágætur maður, og er kjörinn af pingi flokks síns af pví að hann getur haft magn atkvæða í sínu eigin ríki, og af pví að önnur ríki eru honum ekki fráhverf. Annar stórkostlegur munur er sá, að forsetinn heldur sínu embætti um á- kveðinn tíma, og stjórnarformaður- inn um óákveðinn tíma. Forsetinn er kosinn til fjögra ára, og engin hætta er á pví, að lionum verði vikið frá á peim tíma, nema ef hann skyldi verða ákærður opinberlega, sem eng- ar líkur eru til að komi fyrir. t>að má endurkjósa hann, en sú hefð hefur komizt á, að hann sje ekki í kjöri ept- ir að haiin liefur verið forseti tvö kjör- tímabil. Stjórnarformaðurinn heldur sínu embætti svo lengi, sem meiri hlutinn í fulltrúadeildinni er pví hlynntur. Meðal liinna stórkostlegustu for- rjettinda forsetans er pað, að hann hefur vald yfii öllu samkomulagi við aðrarpjóðir. Samkvæmt stjórnarskrá Canada er petta vald í höndum alrík- isstjórnarinnar, og pað er skorturinn á pessu valdi, sem einkum dregur úr tign stjórnarformannsins í Canada. Á síðari árum hefur Stórbretaland lát- ið Can8da taka J>átt í samningum við Bandaríkin, og petta er vafalaust að eins byrjunin til peirrar breytingar, að Canada fái rjett til að láta stjórn- arformann sinn eða einhvern úr ráfa- neyti hans gera samninga við allar pjóðir, sem vinsamlegar eru Stór- bretalandi. Forsetinn hefur vald til að setja menn í öll embætti, sem heyra sam- bandsstjórninni til. Þegar ræða er um útnefning sendiherra (Ambassa- dors og Ministers), konsúla, dómara við sambandsdómstóla, æðstu embætt- ismanna stjórnardeildanna og helztu tollembættismanna, pá parf öldunga- deildin að staðfesta útnefninguna; en yfir langflestum sambandsstjórnar embættum ræður forsetinn. Með pessu fær forsetinn afarmikið veiting- arvald, og hefur ekki hagur landsins ávallt verið hafður sem bézt fyrir augum, pegar pví hefur verið beitt. í Canada hefur stjórnarformaðurinn mjög lítið vald, að pví er embætta- veiting sneríir. Dómarar og forstöðu- menn stjórnardeildanna, áem næstir standa ráðherrunum, eru útnefndir af ráðaneytinu. Allir aðrir embættis- menn verða að standast próf, og fá embættin eptir pekkingar-verðleikum. í Canada sitja ráðherrarnir í ping- inu, cg má hvenær sem vill leggja fyrir pá spurningar viðvíkjandi em- bætta-framkornu peirra. Framkvæmd- arstjórnin I Canada er blátt áfram pingnefnd. Ilún verður að koma sjer saman við pingið. í Bandaríkjunum gerist. pess engin pörf. Þar parf ekkert vingjarnlegt samkomulag að eiga sjer stað milli congressins og framkvæmdarstjórnarinnar. Vegna pess, hvernig hvor fram- kvæmUarstjóinin um sig er sett, er og munur á pví, hvernig pær verja gerðir sínar. Þeir sem sæti eiga í framkvæmdarstjórn Canada verja sína stefnu í pinginu. Forsetinn ber ekki ábyrgð fyrir congressinum á neinum sínum gerðum sem formaður fram- kvæmdarstjórnarinnar. Það liggur pannig í augum uppi, að stjórnarformaðurinn í Canada á vald sitt svo að segja algerlega undir meiri hlutanum í fulltrúadeild pings- ins. En ineðan fjögra ára embættis- tíð forsetans stendur yfir, getur hann boðið bæði congressinum og pjóðinni byrginn. En vald peirra beggja, for- setans og stjórnarformannsins, er tak- markað með lögum, og um hvorugan peirra er pað líklegt, að peir hrapi að neinu verki, sem setja mundi pjóðina í alvarlega hættu, eða spilla virðingu peirra sjálfra. Stóryröi. Allmörgum mönnum mun pykja síðasta nr. Jlagsbrúnar óparflega stór- ort, að vjer ekki segjum meira. Þar er meðal annars kveðið að orði á pessa leið um sunnudagsskólana hjer í landinu: „Hjer er öllu hrært saman, guð- rækni saurugum frásögum og botn- lausri vitleysu. Jeg get ekki látið vera að vera berorður um petta. Það hefur rjettilega verið glæpur talinn og margur maðurinn hefur verið hengdur fyir pað hjer í Ameríku, að nauðga stúlkubörnum; en petta er líka að nauðga börnum og engu betra, að neyða pau til að taka annað eins og petta fyrir guðdómlegan sann- leika. Foreldrarnir elska börn sín, jeg efast ekki um pað, en margur maðurinn er sú blessuð aumingja rola að vilja nauðga bami sínu til pess að peir póknist guðmanninum. En nauðgun pessi á börnunum er sví- virðileg, niðurdrepandi fyrir sann- leika, iireinskilni og dygð, svívirða við guð og svívirða á manuinum. Hjer er sáð fræinu að óhreinskilni, hræsni og tvöfeldni, sem vjer svo opt rekum oss á. Jeg veit ekki hvað verður heilagt fyrir peim mönnum, sem pannig vaxa upp. Heldur vildi jag vita börn mín í gröf sinni, en á öðrum eins skólum.“ HeimilÍHrjettur á fylkisstjórnarlöndum. Það er kunnugt að allmargir ís- lendingar liafa í seinni tíð tekið sjer bólfestu á vesturströnd Manitoba- vatns, og einnig að margir fleiri hafa í hyggju að flytja pangað. Nú kom pað upp hjer í vetur, að allmikið af landinu, sem íslendingar hafa augastað á, tilheyrir ekki Dom- inionstjórninni, svo hún getur pvl ekki veitt mönnum heimilisrjett á pvl. Lrndið er, sem sagt, samkvæmt samn- ingum milli Manitoba fylkis og Dom- inion stjórnarinnar, orðið fylkisins eign. Aptur hefur fylkisstjórnin hjer enga lagaheimild til að gefa pessi lönd, og var pví óhugsandi að íslend- ingar gætu fengið á peim heimilis- rjett, nema um pað væru gerðir sjer- stakir samningar. .Teg hef skrifazt á við lög- stjórnarráðherra pessa fylkis, sem hef- ur umsjón yfir landi fylkisins, um petta mál, og fór par fram á, meðal annars, að íslendingum yrði gefinn kostur á að taka heimilisrjett um á kveðinn tíma á löndum tilheyrandi fylkinu á pví svæði, sem hjer segir: T. 16, R. 8, W. lst. 15 17, 5 5 8, ,, ,, 55 21, ,, 16, ,, 17, ,, 19, ,, 20, ,, 16, ,, 17, 5, 19. 8, „ 9, „ 9, „ 9, „ 9s 55 10, „ 10, „ 10, „ Jeg hef nú fengið svar frá ráð- herranum, sem íslendingum, er hlut iga að máli, pykir að líkindum nokaru skipta, og set jeg pví hjer pýðingu af pví: „Winnipeg, 2. apríl 1894 W. II. Paulson, Esq Winnipeg, Man. Herra. Jeg hef pann lieiður að hafa með- tekið frá yður brjef dagsett 28. f. m. um pað, að nokkrir íslendingar óski eptir að geta tekið heimilisrjett á landi á vesturströnd Manitobavatns- ins, sem nú sem stendur er eign Mani- tobaiýlkis. Til svars upp á petta vil jeg taka fram, að jeg skal með ánægju gera samninga við lnnanlandsmála- deildina I Ottawa, um að gefa pessu fólki heimild til að setjast að á pess- um löndum og fá á peim heimilisrjett, en fylkið fái önnur lönd I peirra stað, pað er að segja, fáist deildin til að gera slíka samninga. Sainningar líkir pessu hafa átt sjer stað áður, og mjer pykir líklegt að deildin gefi oss kost á pví sama viðvíkjandi fólki pví sem pjer skrif- ið um. Það væri auðvitað mjög mikið pægilegra, ef pjer gætuð tiltekið sjer- staklega pau lönd,sem petta fólk óskar að taka; en pótt sú upplýsirig sje ekki við hendina, pá skal jeg samt skrifa Innanlandsmáladeildinni I pá átt, að f i loforð fyrir ofannefndum samning- um fyrir fólkið, pegar J>að fyrir al- vöru byrjar að flytja inn á petta svæði. Jeg hef pann heiður að vera yðar hlýðinn pjónn Clifford Sifton. Provincial Land Commissioner“. — Eins og menn sjá á pessu brjefi, lofar Hon. C. Sifton að leita samninga við Ottawastjórnina, sem leiði af sjer pað, að íslendingar geti fengið pessi lönd. Hann lætur mig vonandi vita, á sínum tfma, hvernig pessir samningar ganga, og skal jeg pá geta pess I öðruhvoru íslenza blaðinu lijer. W. H. Paulson. Tbompsoo k Whg eptirkomendur Thompson Lœuger & Co. Cl^YSTAL, - N. 13. þar eð vjer höfum einsett okkur a8 ná í sem allra mest af verzlan ykkar, íslendingar, þá höfum við ráðið til vor einn landa ykkar, sem flestnin ykkar er kunnur að góðu einu — Mr. H. S. Hanson. Hann mun gera sjer far um að taka vel á móti ykkur, og hann biður ykkur alla velkomna, pegar þið komið í bæinn, hvort heldur þið þurfið að kaupa nokkuð eða ekki. Ef þið viljið gefa okkur verzl- un ykkar munum við gera eins vel við ykkur og nokkrir aðrir GETA GERT, og máske BETUR en flestir aðrir menn á þessum tíma VILJA GERA. Kornið því og heimsækið okkur og þið rnunið sannfærast um, að við meinum að gera vel við ykkur. Vinsamlegast Thompson k Wing. Crystal - - N. D.

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.