Lögberg - 24.01.1895, Blaðsíða 8
s
LÖGBERG FIMllTlJ DAGINN 24. JANÚAR 1895.
eptir Mattli. Jochumaaon
verður leikinn
DUIÐJUDAGINN 22. jan.
FÍ.VIMTUDAGINN 24. jax. og
LAUGARDAGINN 20. jax.
—í-
UNITY HALL
(hor. á l’acific Ave. og Nena Str.)
Inngöngumiðar, sem kosta
85 cent fyrir fullorðna og
20 c. fyrir börn (innan 12 ára)
verða til sölu frá pví í dag (miðvd.
10. nóv.) í
Scandinavian Bakery.
(G. P. Thordarsonar • á Ross Ave.)
Leikurinn byrjar bvert kveldið
. kí. 7^ e. h.
Hljóðfaorasláttur milli pátta. Ny,
pryðisfögur tjöld máluð af
Itlr. Fred. Swanson.
ÚR BÆNUM
1 'OO
GRENDINNI.
Kvennfjelag Tjaldbúðarsafnaðar
hefur gefið söfuuðinum mjög vandað
og stórt pfpuorgan.
Tjaldbúðarsöfnuður hjelt safnað-
arfund á fimmtudagskveldið var.
Kirkjubyggingar reikningar frá 3.
jan. 1895 voru sampykktir.
Sjera Friðrik J. Bergmann er
væntanlegtir hingað til bæjarins í dag
á skólanefndarfund kirkjufjelagsins,
sem haldast á einhvern af næstu
dögum.
Fyrir nefnd pá er á að rannsaka
flutningsgjald með C. P. R. hefur
fylkisstjórnin hjer lagt mjög ræki-
lega rökstudda umkvörtun um pað, að
flutningsgjaldið sje of hátt og standi
Manitoba fyrir prifum.
Sjera Oddur Y. Gíslason er vænt-
anlegur hingað til bæjarins í pessari
viku. A sunnudaginn kemur prje-
dikar hann í Tjaldbúðinni (á horninu
á Sargent og Furby) kl. 11 f. h. eða
kl. 7. e. h.
Ilon. Árni Björnson lagði af
stað heimleiðis á mánndaginn. Inn-
an fárra daga ætlar hann að fara að
leggja upp í ferðalag mikið, fyrst
vestur að Kyrrahafi, og svo austur
eptir öllu pessu meginlandi, allt aust-
ur að Atlantshafi.
Mr. J. A. Macdonald, verkfræð-
ingur fylkisstjórnarinnar, er nykom-
inn úr ferð uin Dauphin-hjeraðið.
Hann segir, að pangað hafi verið stöð-
ugur innflutningastraumur allt árið,
°g par sje enn ónumið mikið af góðu
landi, og á nokkrum hluta pess sjeu
poplar- og greniskógar. Hann hygg-
ur, að petta muni verða eitt pýðing-
armesta byggðarlagið í fylkinu innan
s'camms.
Enn hefur einn maður fyrirfarið
sjer hjer í bænum, William Hazard,
Ijósmyndari, sem kom bíngað til bæj-
arins fyrir eitthvað ári. Hann var
fjölskyldumaður og atvinnulaus, tók
inn eitur á sucnudagskveldið til pess
að losna við vandræði sín, og ljezt
eptir fáeinar mínútur.
Samkomur íslenzku lútersku
safnaðanna hjer í bænum í síðustu
viku voru nijög vel sóttar. Kvenn-
fjelag Tjahlbúðarsafnaðar bii'ur 033
að flytja sjerstaka pökk peim herrum
13. L. Baldwinson og B. M. Long fyr-
ir pað, hve vel peir mæltu með köku
peirri er seld var á Tjaldbúðarsam-
komunni, og pá ekki síður Mr. Gísla
ÓlafíSyni, eew gaf kökuna'.
Fyrsti ísl. lúterski söfnuðurinn
hjelt ársf und sinn á fimtntudaginn var.
í stjórn safnaðanns voru kosnir John
A. Blöndal (forseti), Albert Jónsson
(fjehirðir), Sigurbjörn Sigurjónsson
(skrifari) Sigfús Anderson og Andr.
Freeman. Yfirskoðun á reikningum
safnaðarins var eigi lokið, og verða
peir lagðir fram yfirskoðaðir á næsta
fundi.
Sjálfsigt vekur pað almenna á-
nægju hjer í bænum, að bæjarstjórn-
in hefur sagt Hans Jessen, „pound-
keeper“, upp starfi sínu. Dað eitt
kann sumum að pykja að peirri ráð-
stöfun, að bonum hefur verið gefinn
priggja mánaða fyrirvari, í stað pess
að vera rekinn tafarlaust. Ilonum
varð að fótakefli illur munnsöfnuður
og önnur ósvífni, sem hann hafði í
frammi við bæjarbúa.
Fullyrt er af læknum, að allmik
ið muni vera selt hjar í bænum um
pessar mundir af keti af sjúkum
skepnum, svo að víðtæk hætta stafi
af; einkum sjeu pað umferðasalar,
sem pað geri. A'varlega er farið að
tala um, að sameina öll sláturhúsin,
sem eru á víð og dreif utan við bæ
inn, hafa par mann til að skoða hverja
einustu skepnu, sem slátrað er, og
banna að selja hjer í bænum allt
annað ket. Vafalaust væri pað pörf
rjettarbót.
Vjer höfnm fengið eintak af
Hood’s Sars8parilla Calendar, og er
hann með peim fallegri, sem vjer
höfurn sjeð. Á honum eru myndiraf
tveimur börnum, sem eiga að tákna
„vetur“ og „sumar“. Calendarinn er
ekki einungis fallegur, beldur og
parflegur, pví á honum eru skyringar
yfir gang himintunglanna á árinu.
Dessa Calendars er hægt að fá í öll-
um lyfsölubúðum, eða ef peir eru par
uppgengnir er hægt að fá pá með pví
að senda sex cent í póst frímerkjum
til C. J. Hood & Co., Lowell, Mass.
Drátt fyrir pað, að stjórnin í
Ottawa hefur hvað eptir annað gefið í
skyn, að ping verði haldið áður en
stofnað verði til nýrra almennra kosn-
inga, koma nú fregnir um pað frá
prívatmönnum í Ottawa, að ganga
megi að pví vísu, að kosningar
verði látnar fara fram áður en
ping kemur saman. Flokksping hafa
víða verið ákveðin í Manitoba til pess
að velja pingmannaefni, en allar líkur
pykja nú til pess, að flýta verði sum-
uin peirra meira en til var ætlazt, ef
ekki á að standa á pingmannaefnum,
pegar formlegar tilnefningar eiga
fram að fara.
Mr. Sifton, lögstjórnarráðherra
fylkisins, og Mr. McMillan, fjehirðir
pess, hafa lokið erindum sínum í Ott-
awa. Eins og skýrt var frá hjer í
blaðinu, fóru peir á fund sambands
stjórnarinnar til pess að fá ankið til-
lag peirrar stjórnar til fylkisins, og
peim varð nokkuð ágengt, en pó ekki
eins mikið og peir ætluðust til. Deir
hjeldu pví fram, að í Manitoba sjeu
202 000 manna, og samkvæmt pví
kröfðust peir pess að tillag stjórnar-
innar væri aukið um $40,000 á ári.
Aptur á móti stendur Dominionstjórn-
in fast á pví, að Manitobamenn sjeu
ekki nema um 100,000, sem p/ðir að
eins $30,000 ársviðbót við pað fje,
sem hún hefur látið af hendi við
Manitoba.
Skugga-Sveinn hefur verið bæri-
lega sóttur pau tvö kveld, sem hann
hefur verið leikinn, pó ekki betur en
svo, að komi ekki fleira fólk pau tvö
kveld, sem eptir eru, er óvíst að
kostnaðurinn hafist upp, að vjer ekki
tölum um pað, að leikendurnir fái
neitt fyrir sitt ómak, sem hefur pó
verið meira en flestir munu gera sjer
í hugarlund, sem aldrei hafa fengizt
við slfkt. Áhorfendurnir hafa virzt
skemmta sjer vel, einkum á priðju-
dagskveldið — á laugardagskveldið
var um tíma ókyrrð nokkur meðal á-
heyrendanna, sem spillti áuægju
peirra og glapti fyrir leikendunuin,
gvo peir mitu g|n ekki til fulls. Al-
mennu lofsorði er lokið á leiktjöldin,
sem Mr. Fred. Swanson hefur málað,
enda er pað ekki pakkandi, pótt menn
kaDnist við að myndarlega sjo frá
peim gengið. í kveld (fimmtudag)
verður leikið, og svo 4 laugardags-
kveldið í síðasta sinn.
ELDGOSIÐ OG JAIIÐSKJÁLPT-
ARNIR í HEIMSKR.
Síðustu fregnir úr gosplássinu á
Nena stræti segja, að veðrið mikla,
sem síðasta Hkr. getur um, hafi feykt
burt hinum dimma' mekki, er grúfði
sig yfir hjeraðið, og að pá hafi menn
komizt að pví, að annaðhvort hafi par
aldrei neitt eldfjall verið, eða pað hafi
pá fokið í bylnum. Að minnsta kosti
pykjast menn nú ekkert sjá nema
leir oða leðjuhver, sem dálítið kraum-
ar í. Reyndar hafa menn ekki enn
getað skoðað leirhver pennan ná-
kvæmlega, pví upp af honum leggur
talsverða svælu. Menn pykjast enn-
fremur nú vera orðnir vissir um, að
enginn reglulegur jarðskjálpti hafi
átt sjer stað, heldur liafi pessir kippir,
sem menn í grendinni póttust verða
varir við, stafað af pví, að asni einn,
sem heima átti par á staðnum, varð
ringlaður af svælur.ni og gat pvf
ekki forðað sjer, heldur byltist niður í
leðjuna og lamdist par um svo hart í
f jörbrotunum að hristingur varð af í
grendinni. Dá pykjist menn og vita,
að drunurnar, sem menn hejrðu, hafi
ekki verið elddrunur, heldur hafi pað
verið asninn að rymja.
Dað er gleðilegt að petta gos
reyndist svona hættulaust og skað-
laust. Dað dregur að vísu úr gleð-
inni, að asna-tetrið skyldi verða til í
leðjunni og kafna í svælunni, en pað
var ekkert hjá pví, ef mannskaði hefði
orðið.
Dað kvað og hafa verið tómar
missýningar úr Hkr. að Lögbergs-
farið hefði kollsiglt sig; missýuingarn-
ar stöfuðu náttúrlega af svælunui á
sjóndeildarhring Kringlunnar, sem
kvað vera heldar pröngur og hún
sjálf nærs/n; enda segir pað sigsjálft,
að petta hl/tur allt að vera rugl, pví
eptir pvf sem Hkr. segir, komst Lög-
bergsfarið á kjöl á sjálfu sjer, en petta
sjá allir að er vitleysa — nema ef til
vill „Heimskringla“.
Vjer vonum að svælunni Ijetti
svo af bráðlega, að Hkr. sjái til aðsvara
spurniogunum í síðasta blaði voru.
Dá skulum vjer gefa frekari 1/sing af
Heimskringlu undrunura.
Vcl elgandi.
Dr. Williams Medioine Co. í
Brockville, Ont. hafa orð á sjer fvrir
að gefa út fallegri auglýsinga bækur
en nokkurt annað einkaleyfis meðala-
fjelag; og sú, sem peir hafa nú gefið
út og kölluð er „Four Generations of
the Royal House of England“ er ekki
lakari en hinar fyrri útgáfur. Á fyrstu
blaðsíðu eru Ijómandi fallegar mynd-
ir af Victoriu drottningu, prinsinum
af Wales, hertoganum af York og
ungbarninu prins Edward af York.
Allir lesendur Lögbergs geta fengið
pessa bók frítt með pví að senda
greinilega utauáskript sína á póst-
spjaldi til Dr. Willianis Medicine Co„
Brockville, Ont.
I^ennara vantar
við I.ögberg-skóla fyrir sex mánuði.
Kennslan byrjar 1. apríl. Umsækj-
endur tiltaki launauppliæð ogsenditil
boð sín til undirskrifaðs fyrir 15. marz
næstkomandi. Tilboð verða ekki
tekin til greina frá öðrum en peim,
sem staðizt hafa próf.
15. janúar 1895
Freystkxn’n Jónsson
CmjRC'IIBRIDGE P. O.
Assa , N. W. T.
ÍSLENZKUR LÆKNIR
Dr. T3/Z. Halldóvssoxx.
Fark líiver,---IV. L>uk.
Hitt og petta.
VÖRUFLUTNINGAR Á SJÓ OG I.AHDI.
Um pað atriði er fróðleg grein í
Comtemporary Review, og stendur
par meðal annars pað sem hjer kem-
ur á eptir um vöruflutninga á sjó:
1- Af öllum vöruílutningaflota
heimsins eiga Englendingar 56 prct.
miðað við tonnatölu (en ekki við
skipafjöldann).
2. Verzlun Englendinga við ný-
leudur peirra vex miklu hraðara en
heimrverzlunin að öðru leyti.
3. Ensk fiutningaskip fly i ja
meiri vörur í hlutfalli við tölu sjó-
manDanna en skip nokkurs annars
lands, og fjórum sinnum meira að til-
tölu við sjómannafjölda nú en árið
1860.
4. í hlutfalli við tonnatöluna ferst
heimingi minna af flutningaskipum
Englendinga en annara pjóða.
Að pvi er járnbrauta-flntningana
snertir, segir greinarhöfundurinn með-
al annar3, að gufuvjel endist að með-
altali 15 ár, og á peim tíma fer hún
24,000 mllur, drpgur 600,000 ton af
vörum eða 1,000,000 farpega og aflar
$300,000. Að meðaltali hafa gufu-
vjelarnar 300 hesta afl og kostar upp-
runalega $10,000. Alls telst höfund-
inum svo til, að 111,000 járnbrauta-
gufuvjelar muni vera á ferðinni, og
hafi kostað alls hjer um bil 1000
millíónir dollara. En vöruflutninga-
flotar allra pjóða samtals gizkar hann
4 að hafi kostað 1,100 millíónir
dollara.
Samkvæmt ágizkun hans gefa
járnbrautirnar 2,394,000 mauna at-
vinnu, en að vöruflutningum á sjó
starfa að eins 705,000 manna.
Hjónaskilnaður.
Enski pingmaðurinn Heaton bef-
ur búið til eptirfarandi sk/rslu um
hjónaskilnað: Á Englandi skilja ein
hjón af hverjum 577, á Rússlandi ein
af 450, á Skotlandi ein af 331, I
DANS-SAMKOMA.
Nokkrar stúlkur hafa tekið sig
saman um að halda dans-samkotnu á
North-West Hall á horninu á Ross og
Isabel Str., priðjudaginn 29. janúar
n. k. Byrjar kl. 8 e. m.
Inngnngseyrir 25c. og fríar veit-
n gar. Ágætur hljóðfærasláttur.
Allir velkomnir.
Skór sem passa,
Skór sem endast,
Skór sem eru eins og menn vilja hafa.
Jobnson’s $1,25 skór, Kvenn-
manna Kid, Oxford Alfred Dolges
og Moscow flókaskór.
C. H. Meade’s 35c og 50c barna
Moccasins.
Til sölu hjá
A. G. MORGAN
412 Main St.
Austurríki ein af 148, í Belgíu ein af
169, 1 Ungarn ein af 145, 1 Svlpjóð
ein af 134, I Ilollandi ein af 132, í
Frakklandi ein af 62, í Danmörku ein
af 36.
Að pvi er einstaka höfuðstaði
snertir skal pess getið, að í Berlín
skilja ein hjón af hverjum 17, í Vln-
erborg ein hjón af hverjum 43 og i
París ein h;ón af hverjum 13. Enginn
bær kemst í pessu efni í hálfkvisti viQ
Falland I Connecticut. Dar skilja
ein hjón af hverjum 6.
OVIDJAFNAN-
LEGT
TÆKIFÆRI,
*
— Til þess aö fá —
GOTT BLAÐ OG GÓÐAR
SÖGUBÆKUR FYRIR
LÍTIÐ VERÐ,
*
Nýir kaupendur aö
8. ÁRGANGI
LO&BERGS
fá i kauplxeti sögurnar:
„í ÖRVÆNTING",
252 bls., 25c. virði.
„QUARITCII OEURSTI,
562 bls., 5Dc. virði
„pOKULÝÐURINN“,
(þegarhún veröur full-
prentuð) um 700 bls ,
að minnsta kosti 65c.
virði —
ALLT pETTA fyrir eina
92.00,
ef borgunin fylgir pöntuninni.
- %
Til dæmis um að sögurnar eru
cigi metnar of hátt, skal
geta þess, að „pokulýður-
inn“ hefur nýlega veriögef-
inn út á ensku.og cralmennt
seldur á $1.25-Og þeear þess
er gætt, hversu mikið það
kostar að þýða aðra eins
bók — 700 bls. — vonum
vjer að menn átti sig á því,
hversu mikið það er, sem
vjer bjóðum hjer fyrir $2.
%
pcir, sem borga þennan
ytirstandandi áttunda árgang
LÖGBEKGS
fyrir þann
15. fcbriíar
nsestkomandi, fá í kaupbæti
hvora söguna sem þeir kjósa
heldur, .Quaritch ofursti“ eða
„pol:ulýðurinu“. Einnig fá
allir gamlir kaupendur Llaðs-
ins sem þegar hafa borgað
þcnnan árgang blaðsins aðra-
hvera söguna ef, þeir æskja
þess.
I.'’IíherK Pr. ,V **ubl. Co.
J. LAMONTE,
434 MAIN STREET.
The Peoples Popular Cash Shoe Store,
SKI.UR SKÓTAU MEl) 20 pTCeilt AFSli.ETTJ
í tvær vikur, frá 21. janúar til 4. fcbrúar; báðam dögunurn meðlöldutn.
Dessi afsláttur er á öllum skótegundum— nema okk-
ar sjerstöku $4,00 karlmannaskóm. — Svo sem: kvennskóm,
barnaskóm, karlmannaskóm; vetlingum og hönskum; koffortum
og töskum; okkar sjerstöku „hookey“-skóm o. s. frv. Við böfum
nýlega fengið skófatnað fyrir vorið, og seljum pað með sama
afslætti. Okkur liggur mjög mikið á peningum fyrir 4. febr., *
og pví gefum við pennan afslátt.
--NOTID TÆKIEÆRID-
J. LAMONTE.
434 MAIN STREgT.