Lögberg

Dagsetning
  • fyrri mánuðurfebrúar 1895næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    272829303112
    3456789
    10111213141516
    17181920212223
    242526272812
    3456789

Lögberg - 07.02.1895, Blaðsíða 6

Lögberg - 07.02.1895, Blaðsíða 6
6 LÖGBERG FIMMTIjDAGINN 7. FEBRUAR 189». Niðurl. frá 3. bls. inn kom Calavar og aðstoðarmenn hans. t>eir báru sverð við hlið, og tveir peirra hjeldu á í milli sín högg- stokk með svörtum dök yfir og lá öxi ofan á. t>egar Calavar koin inn, varp Ituy Lopez sjer óttasleginn fyrir fæt- ur honum. En hertoginn Ijet ekkert á sjer bera. Hann hafði augun á taflborðinu. Hann átti að leika. Calavar gekk að hertoganum og lagði höndina á herðar honum. „Komið!“ mælti hann. t>að fór hrollur uin bandingjann, eins og har.n hefði stigið ofan á högg- orm. „Jeg verð að Ijúka við taflið“, mælti hann byrstur. „t>að er ómögulegt“, svaraði C ilavar. „En það er jeg, sem á að leika, maður! Láttu mig halda áfram!“ „t>að get jeg ekki. t>að er ó- mögulegt11, svaraði böðullinn. „Eru pær liðnar, pessar prjár stundir?“ „Já. Við verðum að hlyða kon- ungdnum“. Aðstoðarmenn böðulsins gengu ni fiam; peir höfðu staðið I sömu sporum og stuðzt við sverð sín. Hertoginn sat við vegginn undir gl iggar.um og borðið fyrir framan hann. „Jeg hreyfi mig ekki hót, fyrr e i taílið er búið“, mælti hann. „Að hálfri stundu liðinni sel jeg yður í hendur höfuð mitt“. Don Gusmau gerðist ópolinmóð- ur á svip. Hann reif af sjer demants- h ingana og fleygði peim fyrir fætur böðulsin". „Jeg ætla mjer að ljúka við tafl- ið“, mælti hann og brýndi röddina. Gimsteinarnir glóðu í myrkrinu, e i hringirnir ultu eptir gólfinu. „Fyrir mig hefur verið lögð ein- dregin skipun“, kvað böðullinn, „og pjer verðið að hlyða oss, göfugi herra. £>áð vejður að framkvæma boð kon- ungs og lög Spánarveldis. Hlyðið pi og fleygið eigi burt síðustu augna- blikum yðar til ón/tis. Talið pjer vlð hertogann, herra biskup, og biðjið hann að gefa sig undir forlög sín“. Svar Ruy Lopez var bæði ein- dregið og sköruglegt. Hann preif öxina, sem lá á höggstokknum, og reiddi hana báðum höndum yfir höfði sjer. „Pað veit trú mín“, mælti hann, „að hertoginn skal Ijúka við taflið sitt“. Við pessi orð og svip pann, er peim fylgdi, hopaði Calavar á hæl, svo skelkaður, að honum varð fóta- skortur og fjell hann sptur á bak pangað sem fjelagar haus voru fyrir. t>eir brugðj núsverðum og bjuggust til atlögu. En Ruy Lopez keyrði trjestól sinn, sem var ærið pungur, niður í gólfið fyrir framan sig, og mælti hátt: „Sá sem fyrstur dirfist inn fyrir pessi vebönd, skal dauður niður bníga. Veitum atgöngu, hertogi góður! Hinnstu ósk yðar skuluð pjer fá, pó að pað verði minn bani. Og pú, löð- urmennið, varaðu pig á að leggja hönd á biskup kirkjunuar. Niður með sverðin og hlyðið Drottins pjóni.“ I>vl næst puldi Ruy Lopez á mál- blendingi af latínu og spænsku eins konar bannfæringarformála eða buslu- bæn, en slíkum pulum stóð alpyðu mikill ótti af í pá daga. IÞað hreif pegar í stað. Föru- nautar Calavars stóðu sem steini lostn- ir af skelk, en honum pótti sem hann stofnaði bæði líkaaaa og sál í glötun, ef hann gerðist biskupsbani, án inn- siglaðrar skipunar frá konungi, og vissi eigi, hvað til bragðs skyldi taka. Að fara á fund konungs og tjá honum málavexti, var að stofna sjálfum sjer I hættu, par sem konungurinn beið pess ópolinmóður, að honum væri fært liöfuð Gusmans. Að veita peim bandingjanum og biskupi atgöngu var og eigi árennilegt, pví Ruy Lo- pez var heljarmenni að burðum. Hjer var úr vöndu að ráða. Loks kaus hann pað, er hægast var, — að bíða. „Viljið pjer heita mjer pvf, að gefast upp að hálfri stundu liðinni?“ spurði hann Don Gusman. „Því heiti jeg“, svaraði her- toginn. „Haldiðpá áfram að tefla“, mælti böðullinn. t>eir fjelagar settust og tóku til að tefla aptur, en Calavar og förunaut- ar hans skipuðu sjer umhverfis borðið. Calavar var sjálfur góður skákmaður og hafði pví gaman af að horfa á, og veitti glögga eptirtekt hverjum leik, sem peir ljeku. Don Gusman virti fyrir sjer snöggvast andlitin í kring um sig; en enginn sá honum bregða. „Aldrei hefi jeg teflt í jafn-göf- ugu samkvæmi“, mælti hann. „Verið vottar að pvf, poiparar, að jeg hef pó einu sinni á æfinni unnif Don Lopez“. Síðan sneri hann sjer að taflinu og Ijek honum bros um varir. III. Seint liðu pessar prjár stundir í klefa bandingjans, en eigi liðu pær fljótara f hallarsal Fillips konungs. Konungur hafði lokið við taflið við Don Ramirez af Biscaya, og aðals- mennirnir, sem urðu að standa í sömu sporum, ætluðu alveg að hníga niður af preytu; peir voru albrynjaðir og pví mjög fungir á sjer. Don Tarraxas stóð óbifanlegur, með aptur augu, lfkastur járnlíkn- eskjum peim, er skreyttu sali hinna hamrömmu Gota. D’Ossuna hallað- ist upp við marmarastoð og horfði í gaupnir sjer. En konungur gekk órór um gólf og nam staðar við og við til að hlera, er hann bjelt sig heyra eitthvað. Eptir peirrar tíðar háttsemi lagðist hann á knjebeð við og við frammi fyrir líkneski hinnar heilögu meyjar, til pess að biðja fyr- gefningar fyrir hefndarverk pað er pá skyldi vinna. Hljótt var í höllinni; pvf enginn var svo tiginn, að mæla pyrði, nema konungur byði svo. Þegar konungur sá síðasta sand- kornið falla í stundaglasinu, hjfrnaði yfir honum. „Nú deyr svikarinn“, gall hann við. £>að var eins og færi hljóðskrafs- kliður um allan hópinn. „Stundin er liðin, greifi af Bis- caya“, mælti Filippus konungur, og sneri sjer að Don Ramirez, „og par með er fjandmaður yðar einnig frá“. „Fjandmaður minn, yðar há- tign?“ spurði Ramirez, og ljet sem hann vissi eigi, hvaðan á sig stó veðrið. „Hvf hafið pjer eptir orð mín, greifi?-1 svaraði konungur. „Lögðuð pið Don Gusman eigi hug á hina sömu konu, hana Donna Estella, og geta peir menn verið v’nir, sem slfkt ber á milli? Donna Estella skuluð pjer Iiljóta. Sú unga inær mun selja yður í hendur feguið sína og giptu. Jeg hef eigi talað um pað við ráða- neyti vort. En drottinsorð mitt sker úr. Ef einhvern tíma verður í yðar eyru tilrætt um vanpakklæti pjóð- höfðingja, pá munuð pjer geta svar- að, að vjer gleymdum eigi hollvin konungs og Spánarveldis, er komst fyrir samsæri Don Gusmans og brjefa- viðskipti hans við Frakkland11. Don Ramirez virtist hlyða órór á orð konungs. Hann hafði augun á gólfinu, eins og hann kynni ekki við að heyra sjer liælt í heyranda hljóði. t>að var eins og hann ætti bágt með að svara. „Yðar hátign“, mælti hann, „jeg tók nærri mjer að rækja jafnrauna- lega skyldu“. Hann hikaði sig við að segja ineira og pagnaði. Tarraxas hrökk við, og D’Ossuna nísti járnglófa sínum um meðalkafl- ann, svo að marraði f. „Áður en pessi maður nytur hennar Donna Estella“, hugsaði D’- Ossuna, „skal hefndin hreppa hann, pó að pað verði minn bani að koma henni fram. Hefndardagurinn renn- ur upp á morgun“. Konungur hjelt áfram máli sínu: „Hollusta yðar, Don Ramirez, skal umbun hljóta“, mælti hann. Sá, sem varðveitt hefur konungsstól vorn og ef til vill konungsætt vora, skal öðl- ast sjerstaklegan heimanmund. Jeg bauð yður í morgun að búa út skjöl nokkur, er veita yður hertoganafnbót og landshöfðingjadæmi í Valencia. Eru skjöl pessi svo tilbúin, að pau megi innsigla?“ Don Ramirez brá litum fyrir feg- insleika sakir. Ilann titraði eins og laufblað og honum sortnaði fyrir augum. En konungur ókyrrðist, og tók pá greifinn bókfellsrollu úr barmi sjer og rjetti konungi á hnjántim. „Hin fyrsta stjórnarathöfn mín í dag fkal vera að rita undir skjöl pessi“, mælti konungur. Drottins- svikunum er pegar liegnt; nú er tími til kominn fyrir konung, að launa trúmennsku yðar“. Konuncrur rakti í sundur bók- r> fellið og tók að lesa. En er hann var skammt kominn, sigu lionum brýr; hann gerðist prútinn af reiði og eld- ur brann úr augum honum. „Faðir minn sæll! Hvað er pað, sem hjer sje jeg?“ IV. Taflinn var lokið. Don Gusman hafði unnið Ruy Lopez, og pað ger- samlega. „Nú er jeg viðbúinn að hlýðn- ast boði konungs míns, sem jafnan“, mælti hann við Calavar. Böðullinn skildi liann og tók til að koma höggstokknum í rjettar skorður. A meðan gekk Don Gusman fram fyrir krossmark lausnarans og mælti stillt og einarðlega: „Drottinn minn! Veit, að rang- læti pað, sem hjer á fram að fara, komi peim í koll, er verið hefur hvat- amaður glæps pessa. En lát eigi hefndina koma niður á konungi mínum!“ Ruy Lopez stóð út í horni og brá skikkjunni fyrir auglit sjer. Hann tók til að hafa yfir bænir fyrir deyj- andi manni. Calavar gekk að Don Gusman ocr tók til að leysa af hálsi honum. En Don Gusman hrökk við, er böð- ullinn snerti hann. „Ekkert yður viðloðandi skal snerta mann af Gusmana kyni nema öxin ein“, mælti hann, tók sjálfur af hálsi sjer og lagðist á höggstokkinn. „Höggðu!“ mælti hann sfðan; „jeg er viðbúinn!“ Böðullinn reiddi öxina; loks átti svo að fara, að dómur konungs yrði framkvæmdur. Þá heyrðist óp og háreysti álengdar, hratt fótatak og hávær málkliður. Við pað kom hik á böðulinn. Armleggur hans nam staðar upprjettur. Sveit vopnaðra manna hafði ráð- izt á dyflissudyrnar og hrökk hurðin undan átökum peirra. D’Ossuna ruddist inn sem kólfi væri skotið og fleygði sjer milli böðulsins og band- ingjans. Þar mátti eigi tæpara standa. „Hann lifir!“ hrópaði Tarraxas upp yfir sig. „Honum er borgið“, gall D’Oss una við. „Hjartkæri frændi minn! Jeg bjóst ekki við að sjá hann nokk- uru sinni með lífi framar. Drottinn hef- ur af náð sinni eigi látið saklausan týnast í hir.s seka stað. Guði sje lof!‘t „Guði sje lof!“ kvað við eins og bergmál frá brjósti allra peirra, er við voru staddir, en hæst heyrðist til Ruy Lopez. „£>ú komst mátulega, vinur minn“ mælti Don Gusman við frænda sinn; .,en nú hef jeg eigi framar prótt til að deyja“, og hann hneig nálileikur niður á höggstokkinn. Honum varð svo mikið um pessi sviplegu viðbrigði. Ruy Lopez preif hertogann í fang sjer og bar hann beint inn í hallarsal konungs, en hirðmcnnirnir gengu allir á eptir. Og er Don Gusman vit- kaðist og lauk upp augunum, sá hann, hvar vinir hans stóðu allt umbverfis og konungur einn í hópnum. Kon- ungur virti liann fyrir sjer með inni- legum gleðisvip. Don Gusman trfiði naumast aug- unum í sjálfum sjer. Hann var kom- inn frá öxinni og höggstokknum inn í hallarsal konungs, og hann skildi eigi hót í pví, hvernig pessi sviplegu umskipti hefðu orðið. Hann vissi eigi pað, sem ekki var von, að pegar Don Ramirez ætlaði að fá konungi skjölin, pá hafði hann í ákafanum og fátinu farið skjalavillt og rjett kon- ungi skrá pá, er á stóð samsæris-ráða- gerð sú, er Don Gusman var eignuð, og pað með, að fyrir hana skyldi bera sakír á Don Gusman og fá honum í hel komið svo sem báskalegum keppi- naut Don Ramirez og einhvorri hinni öruggustu stoð konungsvaldsins. Hon- um var ókunnugt um pað, er gerzt hafði, og skildi eigi hvað pví olli, að hann hafði komizt úr klóm böðulsins. £>að leið nokkur stund, áður en hann fjekk áttað sig á pessu öllu saman. I>rem dögum síðar, á sijmu stundu dags, sem hin dásamlega lífgjöf Dou Gusmans átti sjer stað, hjó Calavar höfuð af Don Ramirez, greifa af Bis- caya, fyrir drottinssvik og Ijúgvitni. Fagnaðaróskir bárust Don Gusman hvaðanæfa. Filippus konungur tók I hönd honum mjög innilega. „Don Gusman“, mælti hann, „jeg hef verið mjög ranglátur. Jeg get eigi fyrir- gefið mjer glapræði mitt“. „Yðar hátign“,svaraði hertoginn, „tölum eigi um pað framar. Slík orð af konungs munni eru meira virði en púsund líf“. Konungur hjelt áfram máli sínu. „Jeg vil“, mælti hann, „að pjer hafið hjeðan af markaða á skjöld yð- varð silfurexi á himinbláu taflborði, til minningar um hina dásamlegu líf- gjöf yðar. í pessum mánuði munum vjer drekka brúðkaup yðar með Donna Estella. Brúðkaupið skal halda í Escurfalhöll vorri“. Siðan bætti hann við og sneri sjer að Ruy Lopez: Jeg hygg, að kirkjan muni fi góðan pjón par sem er hinn nýi bisk- up vor. £>jer skuluð vígðir biskup3- vígslu búinn skarlatskápu, alsettri de- möntum; pann veg skal yður launuð skákin, sem pjer teflduð við hann Don Gusman“. „Yðar hátign“, svaraði Don Lop- ez; „pað er í fyrsta skipti í dag, er jeg læt mjer vel líka, að liafa tapað skák“. Konungur brosti og hirðmenn- irnir slíkt hið sama. „Nú bjóðum vjer yður að veizlu með oss, góðir hálsar“, mælti konung- ur ennfremur. „Don Gusman sitji á hægri hönd oss og biskupinn af Seg- ovia á vinstrihlið. Rjettið mjer arm- legg yðar, Don Gusman“. ' «36 Rjett í pví bili var enda bundið á alhugasemdir piltsins, pví að ökumaðurinn hafði gert Otri skiljan- legt, að peir væru komnir pangað sem ferðinni væri heitið, og Otur fór ofan úr ökumannssætinu á ein- kennilegan hátt, sem að likindum á vel við pá er lieyra til pjóðflokkunum í Mið-Afríku, og pilturinn varð hræddur og hafði sig á burt. , 'Lt úr vagnirium komu Leonard og Júanna og voru pau miklu hraustlegri eptir sjóferðina. Júanna hafði nú náð aptur heilsu sinni og glaðlyndi, var mjög laglega búin, í gráum kjól og með barðastór- an, svartan hatt, skreyttan strútsfjöðrum, og syndist vera mjög yndisleg kona, eins og hún líka var. £>au gengu inn í framstofu eina og Leonard spurði, hvort hann gæti fengið að tala við pá herra Thomson og Turner. ; . „Mr. Turner er inni“, sagði ritari einn, sem mjög var æruverður ásýndum „Mr. Thomson“— og nú varð honum litið á Otur og sljákkaði pá i honum skyodilega; svo rak hann á sig hnykk og bætti við ■— „befur verið í tölu dauðra manna siðustu hundrað árin. Thomson“, sagði hann til skýringar, og náði pú aptur tíguleik sinmn, en starði stöðugt á Otur, „grundvallaði petta málafærslumanna fjelag; hann d6á dögum Geórgs 3. £>að er myndin af honum, sem er parna uppi yfir dyrunum ■— maðurinn með skarðið I vörina og tóbuksdósirnar“. ■ „Einmitt pað“, sagði Leonard. „Úr pví að ,^lr. Thomson er ekki viðlátinn, pá gerið pjer ef til 6 1 skránni; samt verð jeg að biðja yður að skilja brjef- ið eptir hjá mjer um stund, pegar pjer hafið lesið pað. Yður kann annars að pykja gaman að hoyra pað“, bætti Mr. Turner við um leið og hanngekk að skáp í veggnum og opnaði járnhurðina, „að við höf- um verið að leita að yður eitt ár eða lengur. v'ið sendum jafnvel mann til Suður-Afríku, og hann rakti slóð yðar upp I einhver fjöll einhvers staðar norður af Delagoaflóanum, par sem sagt var að pjer og Thomas bróðir yðar og tveir vinir ykkar væru að grafa eptir gulli. Maðurinn komst til pess staðar 9. maí.“ „Einmitt daginn sem jeg fór paðan“, tók Leo- nard fram í. „Og hann fann, hvar pið höfðuð hafzt við, og prjár grafir. í fyrstu hjelt sendimaður okkar, að pið væruð allir dauðir, en síðar bitti hann svertingja einn, sem virtist hafa hlaupizt á burt úr pjónustu yðar, og sá maður sagði honum, að annar bróðirinn hefði legið fyrir dauðanum, pegar hann hefði farið frá peim, en hinn hefði pá enn verið við góða heilsu; en ekki vissi hann, hvað af honum hefði orðið“. „Thomas bróðir minn dó 1. maí, nú fyrir rjettu ári síðan“, sagði Leonard. „Eptir páð sýndust pjer með öllu týndur, en jeg hjelt enn áfram að auglýsa, pví að pað er dá- samlegt, hve lægnir tyndir menn eru á pað, að gera vart við sig, pegar um pað er að ræða að ganga ept- 640 urinn skyldi ganga til llfserfingja Leonards Outrams, ef peir væru eða yrðu nokkrir, en annars til bróður hennar. Erfðaskrá pessari hefur ekki verið mótmælt; pess vegna get jeg samglaðst yður, ef pjer eruð Leonard Outram, út af að vera aptur orðinn eigandi að aðsetri forfeðra yðar og að töluverðu fje í peningum“. Um stund var Leonard í of mikilli geðshræring til pess að tala. „Jeg skal sanna yður pað“, sagði hann loksins, „að jeg sje pessi maður — pað er að segja, jeg skal færa líkur fyrir pví; síðar getið pjer fengið fullnað- arsönnun fyrir pví að jegsegi satt á venjulegan hátt. „Og svo fór hann að koma með ýmsar sannanir fyrir pví, hver hann væri, og parf ekki að skýra frá peim hjer. Málafærslumaðurinn hlustaði á hann pegjandi, og skrifaði hjá sjer til minnis við og við. „Jeg held“, sagði hann, pegar Leonard hafði lokið máli sínu, „að jeg megi líta svo á sem pað sje sannað, að pjer sjeuð enginn annar en Mr. Leonard Outram, pó að hafa verði í frammi pær eptirgrennsl- anir, sem pjer minntust á, í jafnmikilvægu máli og pessu; eða öllu heldur“, bætti liann við og leið- rjetti sig, „ef bróðir yðar Thomas er látinn, eins og mjer skilst, að pjer sjeuð Sir Leonard Outram. Sannast að segja hafið pjer svo algerlega sannfært mig um að pessu sje svo varið, að jog hika mig ekki við að fá yður brjef, sem Lady Cohen lieitifl skrifaði yður og geymt er hjá mjer ásamt erfða-

x

Lögberg

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
0837-3779
Tungumál:
Árgangar:
72
Fjöldi tölublaða/hefta:
3933
Skráðar greinar:
5
Gefið út:
1888-1959
Myndað til:
30.07.1959
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Einar Gísli Hjörleifsson Kvaran (1890-1891)
Jón Ólafsson (1890-1891)
Einar Gísli Hjörleifsson Kvaran (1891-1895)
Sigtryggur Jónasson (1895-1901)
Magnús Paulsson (1901-1905)
Stefán Björnsson (1905-1914)
Sigurður Júlíus Jóhannesson (1914-1914)
Kristján Sigurðsson (1914-1915)
Sigurður Júlíus Jóhannesson (1915-1917)
Jón J. Bíldfell (1917-1927)
Einar Páll Jónsson (1927-1959)
Ingibjörg Jónsson (1959-1959)
Útgefandi:
Prentfélag Lögbergs (1888-1890)
Lögberg Printing and Publishing Co. (1890-1911)
Sigtryggur Jónasson (1888-1890)
Bergvin Jónsson (1888-1890)
Árni Friðriksson (1888-1890)
Einar Gísli Hjörleifsson Kvaran (1888-1890)
Ólafur Þórgeirsson (1888-1890)
The Columbia Press Limited (1911-1959)
Efnisorð:
Lýsing:
Fréttablað í Winnipeg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað: 6. tölublað (07.02.1895)
https://timarit.is/issue/156647

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

6. tölublað (07.02.1895)

Aðgerðir: