Lögberg - 07.01.1897, Síða 1
Lögserg er gafiS út hvern fimrafudag a
The Lögberg Printing & Publish. Co.
Skrifsiofa: \fgreiðsluslofa: Prentsmiðja
148 Princess Str., Winnipeg, Man.
Kostar $2,00 um árið (á Islandi.6 kr.,j borg-
ist fyrirfram.—Einsttök númer 5 cent.
Vígberg is published every Thursday by
The Lögbf.rg Printing Publish. Go.
at 148 Princess Str. , Winnipeg, Man.
Subscription price: $2,00 per year, payab
in advanco.— Single copies 5 cen
\
í). Ar. [
Royal
Crown
Soap
Er hrein og óblönduð olíu
sápa, og skemmir því ekki
hendurnar nje andiitið, nje
fínasta tau. Hún er jafngóð
hvort heldur er fyrir þvott,
bað eða hendurnar og and-
litið. Hún er búin til hje,
í fylkinu, og er hin bezta,
hvort heldur er 1 „hörðu*
eða „mjúku“ vatni.
Sendið eptir lista yflr myndir og bækur,
em gefnar eru fyrir umbúðir utan af
Royal Crown sápunni.
ROYAL CROWN SOAP CO.,
—____WINNIPEG
FRJETTIR
CANADA.
Fullyrt er, að forsætis r&ðgjafa
Willfrid Laurier hafi verift boðin
riddara-nafnbót (knifíbtbood) nú um
jóla-leytiÖ, en hann hafi neitað að
piggja p>& sæmd að svo stöddu.
Erkibiskup Fabre dó í Montreal
að kveldi b ns 30. des. síðastliðiun.
Hann var á 63. aldursári, fæddur í
Montreal 28. febrúar 1827. Hann
var kominn af tveim binnm beztu
fransk-canadisku ættum, Fabre og
Perreaults ættunum. Hann kom jafn-
an fram með friðsemi Og bys^í0' *
trúmálum, og leitaðist við að efla
samlyndi meðal allra trúarflokka, og
hið sama skap syndi hann jafnan í
öllum m&lum Montreal bæjar, er hann
ljet sig nokkru varða.
Ontario-piogið kemur saman 10.
febrúar næstkomandi.
Tveir apturhaldspingmenn, er að
nafninu náðu kosningu 23. júní síð-
astl., hafa rjett Dýlega verið dæmdir
úr sætum sínum fyrir ólöglega að-
ferð, sem beitt hafði verið. Annar
peirra var frá Prince Edwards-ey, en
hinn frá Quebec. Áður var búið að
dæma einn apturhalds-pingmanninn
frá Ontario úr sæti sínu.
BANDARÍKIN.
Gufuskipið „Commodore,“ er
lagði út frá Jacksonville á leið til
Cuba með vopn og annan herbúnað,
Bökk n&lægt New Smyrna 2. p. m.
28 manns voru á skipinu, en að eins
12 komust af, að pví er menn geta
komist næst. Einn skipsbátinn rak á
land mannlausan, og á öðrum björg-
uðust pessir 12 menn; en um hina 2
skipsbátana—peir voru 4 alls—vita
menn ekkert. Sagt er, að skipið hafl
sokkið 12 mílur undan landi.
Hríðarbylurinn, sem gekk hjer
yfir fylkið um lok vikunnar er leið,
náði suður um Dakota, Minnesota og
Nebraska, og tepptust lestir á járn-
brattunum á milli St. Paul og Winni-
peg, svo engin lest gekk eptir peim á
mánudag, Ekki er getið um neinn
mannskaða 1 byl pessum.
tfTLÖND.
Blöðin flytja nú pá fregn, að
Victoria drottning ætli bráðlega að
Winuipeg, Manitoba, íiinintudagrinn 7. janúar 1897.
[ Nr. 5L\
afsala sjer ríkisstjórn f hendur syni
sinum, piinzínum af Wales, en óvist
er að nokkuð sje að marka pessa
fregn.
Frakkar og Pjóðverjar eru að
auka her sinn að stórum mun um
pessar mundir, hvað sem uudir byr.
Blaðið „London Spectator“ ræð
ur Bandaríkjamönnum til, að ganga
ekki of langt í afskiptum sínum um
mál Spánverja og Cuba-manna.
Enskir auðmenn Kta um pessar
mundir all hyrum augum til Canada,
og virðist svo sem peim sýnist meirj
arðvon af pví, að lána peningasína til
fyrirtækja í pessu landi, en annars
staðar, og einnig að peir sjeu fúsir á
að eiga sjálfir fje í fyrirtækjum hjer,
par e,ð pað er skoðan peirra, að slíkt
borgi sig betur í Oanada en víðast
annarsstaðar.
Dýzkaland^er nú álitið að vera
annað hið mesta verzlunarland heims-
ins (England hið fyrsta). Verzlan
pess hefur tekið afarmiklum framför-
um á síðari árum, og er margt sem
styður að pvf, svo sem stórar hafnir,
fjöldamargar skipgengar &r, hagan-
lega grafnir skipaskurðir, og svo er
andið vafið járnbrauta neti frá einu
horni til annars, svo 1 öll samgöng ■
færi eru í óvanalega góðu lagi og uin
leið allur flutnings kostnaður ódýr-
Samkvæmt hinum opinberu skýrslum
námu inn- og útfluttarvörur Þýzka-
lands árið 1895 $1 926.729,000; inn-
og útfluttar vörur Engiands sama ár
$3,125,820,000; Fiakklands, sama ár
$1,366,167.600; og Bandaríkjanna
sama &r $1.524,770,000. Verzlunar-
skip Þýzkalands voru «ama &r 3,665
að tölu, og er byskaland par einnig
orðið á undan Fri-kklandi. Að eins
London er framar en Hamborg sem
bafnarbær. t>easi stór-vaxandi verz’-
unarfloti stfnir bezt viðgang pjóðar
pessarar.
Islands póstnr,
úr sfðustu ferð landsgufuskipsins
„Vesta“, kom hingað rjett um pað
leyti að Lögberg var fullsett, og flyt-
ur hann engar aðrar merkisfrjettir en
pær, að Reykvfkingar hafa aptur gert
sig svo ómerkilega að nota pípna-
blástur og óhljóð í staðinn fyrir rök-
semdir gegn umboðsmanni frá Canada.
Þjóðólfur skyrir sem sje frá pvf, og
er allgleiður yfir, að Mr. W. H. Paul-
son hafi ekki getað haldið fyrirlestur,
er hann ætlaði sð halda í Rvlk að
kveldi hins 9. f. m., fyrir pipnablástri.
Vjer minnumst frekar á petta mál í
næsta blaði.
Ur bænum.
M. C. Clark, tannlæknirinn, sem
svo margir Islendingar hjer í bænum
pekkja, er fluttur paðan sem hann hef-
ur verið að undanförnu, suður á horn-
ið á Main street og Bannatyné ave.
Mr. Teitur Thomas, kaupmaður
hjer í bænum, lagði af stað 2. p. m. í
ferð til ýmsra staða bæði í Canada og
Bandaríkjunum. Gerði hann ráð fyr-
ir að verða 2 mánaða tfma í burtu.
Mr. Jóhann Pálsson veitir verzlun
lians forstöðu 1 fjarvist hans.
Langevin, erkibiskup I St. Boni-
face, hefur skorað á frönsku pjóðiua
að mynda sjóð með samskotum til
pess, að hjálpa til að halda kapólsku
skólunum í Manitoba við, svo að peir
ekki liði undir lok.
Tannlæknarnir Clark & Bush hafa
slitið fjelagsskap sfnum. Mr. Bush
er kyrr í sama stað, en Mr. Clark hef-
ur sezt að á borninu á Main street og
Bannatyne ave.
Sfðan Lögberg kom út seinast hefur
kennt ýmsra grasa hvað veðrattu
snertir. Á gamlársdag var p/ða og
rigndi nokkuð, en á nýjársdagsmorg-
un gekk vindurinn í norðvestur með
allmiklu frosti, og upp úr pvf (laugar-
dag) gekk f hfíðarbyl, svo á mánudag
voru allar j&rnbrautir meira og minna
tepptar, og fóru engar lestir hjeðan
frá bænum pann dag. Aðkomandi
fólk, sem ætlaði heim til sín á mánu-
dag (par á meðal allmargir íslending-
ar úr Argyle-byggð), varð pví að bfða
bjer pangað til í gær. Nú er aptur
komið gott veður, og fullkomin regla
á lestagang. Rafurroagns- sporveg-
irnir hjer 1 bænnm tepptust allir á
nyjársdag, og var pað að kenna ís, er
lagðist á sporin eptir pyðuna daginn
áður, en ekki snjó.
Eins og að undanförnu fór fram
jólatrjes-samkoma í 1. lút. kirkjunni.
hjer í Wpeg, á jólanóttina. Kirkjan
var öll fagurlega piýdd með skraut-
bogum og sveigum úr lymi af sfgræti-
um trj&m, surostaðar sett blómum, og
voru jólatrjen og bogarnir alsett
kertaljósum—mörgum hundi-uðum að
tölu. Kirkjan leit ljómandi vel út
I hátíðarbúningi sínum, og eiga peir
safnaðarlimir pakkir skilið, sem lögðu
svo mikið verk f að prýða hana. Jóla
trjes-samkoman fór prýðilega fram,
og var fleiri hundruð gjöfum útbýtt
af jólatrjánum. Á jóladaginn var
guðspjónusta kl. 3. Á sunnudags-
kveldið milli jóla og nýjárs var engin
guðspjónusta, en f stað hennar bjelt
sunnudagsskólinn hina vanalegu árs
lokahátíð sfna í kirkjunni pað kveld.
A gamlárskveld kom allmargt, af fólki
saman í kiikjunni,til að kveðja gamla
árið, heilsa hinu nýja og óska hvað
öðru gleðilegs nýjárs, og á nýársdag
var guðspjónusta kl. 3e m. Kirkjan
hjelt öllu skrauti sfuu fram yfir há-
tíðirnar.
A gamlárskveld var hin 5. árlega
danssamkoma, er fsl. piltarnir standa
fyrir, & Mclntyre Hall, eins og til
stóð, og var hún vel sðtt, og tókst
betur en nokl ra sinni áður. Ensku
dagblöðin hjer í bænum gátu um
hana daginn eptir og hældu henni
mjög mikið. Þau segja, aðlólkið, er
tók pátt í henni, hafi verið eins
mannborlegt og vel búið, og kvenn-
fólkið eins fallegt, og á nokkurri
danssamkomu (ball), er enskumæl-
andi fólk hefur haft. Oss pykir vænt
um pannan dóm blaðanna um landa
vora, einkum af pvf að hann er að
öllu leyti verðskuldaður. t>að var
sönn ánægja að sjá, hvað samkomu-
salurinn var smekklega prýddur, hrað
fólkið bar sig prúðmannlega og hvað
öllu var vel stjórnað. Margir, bæði
konur og karlar, voru í „ball“-fötum
eptir nýjustu tfzku, og báru sig sjer-
lega vel í peim búningi. Um 200
manns voru á samkomunni pegar flest
var, en ýmsir voru ekki nema stutta
stund, svo að eins um 120 settust að
kveldverði,sem hafður var f öðruni sal
í sömu byggingunni kl. 1 á nýjárs-
morgun. Samkomunni var ekki lokið
fyr en kl. 5 um morguninn. Piltarn-
ir, sem stofnuðu til samkomunnar,
báru sjálfir allan kostnað af pvf að
leigja salinn og prýða, og fyrir flokk
inn sem ljek á hljóðfæri—einhvern
bezta flokkinn f bænum—en gestirnir
borguðu sjálfir kveldverðinn.
Ariðandi.
Jón V. Thorláksson að Mountain,
sem stóð fyrir kaupum á legsteini
sjera Páls heitins Borlákssonar, bróð-
ur síns, biður alla vini og vandamenn
hans, sem höfðn ætlað sjer að taka
einhvern pátt í að honum væri reistur
minnisvarði, að sendasjer peninga hið
allra fyrsta, par sem fjeð parf nú að
greiðast.
ALMANAKID
fyrir árið
\897,
er nú komið til útsölumanna víðsveg-
ar um landið.
VERD: 10 cents.
Almanakið er til sölu í flestum
fslenzkum verzlunum og pósthúsum,
par sem íslenzkir póstafgreiðslnmenn
ern, og hjá bóksölunum: H. S Bardal,
Winnipeg; S. Bergmann, Gardar;
Magnúsi Bjarnasyni, Mountain; G. S.
Sigtirðssyni, Minneota og útgefandan-
um:
Ó. S Thorgeirsson,
P. O. Box 368, Winnipeg.
I. M. Cleghopn, M. D.,
LÆKNIR, og YFIRSETUMAÐUR, Et-
Úts>rrifaður af Manitoba læknaskólanum,
L. C. P. og S. Manítoba.
8krifstofa yfir búð 7. Smith & Co.
EEIZABETH ST.
BALDUR, - - MAN.
P. 8. Islenzkur túlkur viö hendina hve
nær sem þörf gerist.
CARSLEY
St CO __
JÓLA-SALA
Vjer erum ný búnir að fá vör-
ur frá Evrópu, sem eru hont-
ugar fyrir jóla-gjafir. Góðir,
eigulegir hlutir fást fyrir
25c., 50c , 75.c og $1.00
ALLSkOXAK HAXSKAR
Karlmanna og kvennmanna
bandskar og vetlingar; karl-
mauna og kvennmanna liáls-
tau með lágu veiði. Karlm.
skyrtur, axlabönd o s frv.
KJÖKK. Á KJÓLAEF.MU
t>iír kassar af Tweed, Serge og
öðru fínu kjólataui, sem keypt
var með afEöllum, verður seit
selt fyrir 25c. yardið—
vel 30c—50c virði.
MÖTTLAR og JAKKAR
í>að sein eptir er sif okkar
kvennm. og barna Jökkum og
Möttlum verður selt með
miklum afEöIlum.
Bestu karlraanna nær^öt hjer f
Canada seld á 50c stykkið.
LODSKI.WS JAKKAR
Svattir kvennm. „Astracan'1-
jakkar með innkaupsverði—
víðar ermar og háir kragar.
LODSIvlKXS KKAGAR
Tveir kassar af loðkrögnm fyr-
ir hálfvirði. — skinn-vetlingar
(gauntlets) sömuleiðis með
- - - miklum afföllum.
CARSLEY & CO.
344 MAIN STR.
Ef Ykkur Er Kalt
Komid og kaupid hjá mjer
LODKÁPUR,
YFIRFRAKKA,
YFIRSKÓ,
ULLARNÆRFÖT,
-OG
LODHÚFUR,
SKINNVETLINGA,
„MOCCASINS11,
ULLARÁBREIDUR
ALLSKON AR KARLM ANNAKLÆDN AD
Állt gegn mjög lágu verði og í kaupbætir
10 Procent Afslátt
þegar kaupandi borgar strax í peningum.
Jeg hefi fengið óvenjulega góð kaup ó
DRY COODS
og skal skipta hagnadinum sanngjarnlega á
millum kaupenda og seljanda.
GROCERIES
. get jeg líka selt ódýrt, til dæmis:
5 pund bezta kaffr fyrir ...$1.00
1 “ Tomson’s kaffibætir.. .10
3 “ Evap. epli..............25
4 “ Rúsínur.................25
og margt fleira þessu líkt.
Ýmsa hluti hefi jeg frá næstlidnu ái'i, sem jeg sel
nú fyrir HÁLFVIRDL
Fr. Fridriksson,
__GLENBORQ