Lögberg - 28.01.1897, Blaðsíða 4
4
LÖGBERG FIMMTUDAGINN 28 JANÚAR 1897.
LÖGBERG.
Gefið út að 148 Princcns St., Winniprg, Man.
•f The Lögberg Print’g & Publising Co’y
(Incorporated May 27, 1890),
Ritstjóri (Editor): Sigtr. Jónasson.
Busincss Manager: B. T. Björnson.
A uglfitinRiir: Smá-aaplýsingar í eitt ekipti 25c
yrir 30 ord eda 1 þml. dálkelengdar, 75 cts nm mán-
ndinn. Á etœrri anglýsingnm, eda anglýsingnmum
lengri tíma, afsláttur eptir samningi.
Itóatada-wki ptl kaupenda verdur ad tilkynna
akriflega og geta um fyrverand* bástad jafnframt.
Utanáskript til afgreidslustofb bladsins er:
The Lögberg PnntinH &. Publiah. €o
P. O.Box 368,
Winnlpeg, Man.
'Jtanáskrip|ttil ritstjdrans er:
JBdfttor Lttgberg,
PO.Box308,
Winuipeg, Man.
_ Samkvnmt landslftgum er uppsögn kaupenda á
bladi ögild, nema hannsje skaldlaus, þegar hann seg-
irupp-—Ef kaupandi, sem er í skuld vid bladid flytu
Yktferlnm, án þess ad tilkynna heimilasklptin, þá er
þad fyrir dómstólunum álitin sýnileg sönnum fýrr
prettvísum tilgangi.
— fimmtudagikn 29. jan. 1897. —
,,Vjer epplin með“ o. s. frv.
Apturhalds-m&lgögnin hjer 1
bænum, eiukum „Nor’-Wester,“ hafa
gert fjarska mikinn gauragang útaf
f>vl, að fjölda margir menn hafa verið
teknir fastir víðsvegar nm fylkið og
glæpamál höfðuð gegn peim útaf
ákærum um, að peir hafi framið, ver-
ið 1 vitorði með og hvatt aðra til að
fremja glæpi í sambandi við sam-
band8pings-kosningarnar í sumar er
leið. Blöð pessi gengu svo langt í að
afsaka glæpi pessa, að jafnvel ein-
dregnum apturhalds málgögnum auat-
ur í fylkjum ofbauð ósvlfnin, og hafa
látið í ljósi, að ef sllkir glæpir hafi
átt sjer stað, pá væri rjett að halda
málunnm fifram til hins ytrasta og
hegna peim seku. Hið sama hafa allir
beiðarlegustu apturhaldsmenn sagt,
pegar peir hafa látið álit sitt i ljósi á
annað borð. Álit heiðarlegustu blaða
og heiðarlegustu manna apturhalds-
flokksins var pannig á móti pessum
Winnipeg málgögnum, og loksins sá
Jrree Press pann kost vænstan að
falla’ frá villu sinni, en „Nor’-Wester“
er of forhertur til pess. íslenzka
apturhalds-málgagnið, Hkr., hefur nú
að mestu pagað um pessi hneyksli, en
pó er auðsjeð A síðasta bJaðinu, að
hún er með „Nor'Wester“ í anda eins
og fyr. Hkr. segir pá svo gott: Vjer
epplin með. t>á flutti blaðið sem sje
eptirfylgjandi ritstjórnar-grein í
Winnipeg-frjettum sínum:
„Jack F. Jackson heitir maður
sá, vr ,.liberalir“ beittu sem vopni
gegn coneervativum hjer 1 bænum, og
sem parafieiðandi átti mestan páttinn
í að til varð hin makalausa 106-falda
kæra gegn conservativum. f>að er
nú uppkomið að margt og mikið í
peim kærum er hreinn og beinn til-
búningur, enda komið svo að sannað
virðist að Jackson pessi er ekki meira
en í meðallagi sannsögull eða frómur.
Hann hafði fengið lánaða $7,00 hjá
einum manni hjer í bænum og $8.50
hjá öðrum og gaf peim ávtsun á pess-
ar uppbæðir á prívat banka peirra
Alloway & Champion, en par hafði
hann engan reikning. Fyrir petta
hefur hann nú verið dæmdur í tveggja
mánaða fangelsi.“
Vjer vonum að lesendur vorir
taki eptir pvt, að Hkr. getur pess ekki
með einu orði, að pessi Jack F. Jack-
son er apturlialdsmaður, að hann var
trúnaðarmaður apturhaldsmanna og
peir „beittu honum sem vopni“ gegn
frjálslyndum kjósendum við síðustu
kosningar, að hann, eptir eigin fram-
burði, var par við, sem verið var að
kenna undirkjörstjórum hvernig peir
ættu að fara að stela atkvæðum kjós-
enda af frjálslynda flokknum og
brugga aðrar pvtlíkar svívirðingar.
t>að er satt,aðfrjálslyndir menn beittu
pessum heiðarlega apturhaldsmanni,
pessu vopni peirra, á pá sjálfa. Gam-
all málsháttur enskur segir, að „pjófar
sjeu sniðugastir að veiða aðra pjófa.“
t>ess vegna hefur lögreglan í ymsum
löndum opt pjófa, sem uppvísir hafa
orðið, til að koma upp um aðra pjófa.
Eptir sömu grundvallarreglu notuðu
,,liberalar“ Jackson til að koma hinum
svívirðilegu klækjum upp um aptur-
haldsmenn, og ekki losuðu peir hann
undan hegningu fyrir önnur lagabrot.
t>að hefur ekkert komið fram til að
sanna, aðjackson hafi ekkisagt sattvið-
víkjandi klækjum apturhaldsmanna.
Að setja pað í samband, að Jackson
muni ekki hafa sagt satt fyrir rjetti,af
pvl að hann hafi fengið peninga með
svikum, er kringlótt röksemdafærzla.
t>að er alveg ósatt, að pað, sem Jack-
son kom upp um svikabrugg og
klæki apturhaldsmanna,hafi átt „mest-
an páttinn í að til varð hin makalausa
106 falda kæra gegn conservativum14.
Hkr. á hjer við kæruskrána, sem lögð
var fram til styrktar bænarskránni
um að fá Hugh J. Macdonald dæmdan
úr sæti sinu sem pingmann fyrir
Winnipeg. Hver rnaður, sem les
kæruskrána, getur sjeð, að petta er
rugl, að lang-flestar kærurnar eru um
allt annað en pað, sem Jackson bar
vitni um. Og „að pað sje nú upp-
komið, að margt og mikið af peim
kærum sje hreinn og beinn tilbún-
ingur“, eru ósvífnustu ósannindi.
Hin apturhalds-málgögnin voru að
reyna að halda hinu sama fram, eptir
að Macdonald játaði, að beitt hefði
verið svo ólöglegri aðferð af sinni
hlið að hann væri ekki rjett kjörinn,
og pví hætt við að sanna hina 106
kæru-liði. Útaf pessu rugli aptur-
halds-málgagnanna og útaf pví, að
ýmsir helztu apturhaldsmenn hjer í
bænum, sem sakaðir voru um pað í
kæruskránni að hafa mútað o. s. frv.,
lýstu kærurnar ósannar og gáfu í
skyn, að pær væru meiðyrði um sig,
pá skoraði Mr. Joseph Martin á pessa
menn að hefja meiðyrðamál útaf kær-
unum, er pá snertu, en pá fór allur
vindurinn úr peim. l>eir vita sem
sje, að allar kærurnar eru sannar og
peir sekir. t>ess vegna leggja peir
ekki út 1 málsókn, pví pá sannaðist
sök á pá. l>eir láta sjer nægja, að
láta málgögn sfn „stór og smá“
reyna að kasta ryki í augu almenn-
ings, en að hreinsa sig fyrir rjetti
bera peir ekki við.
Apturhaldsmönnum og málgögn-
um peirra væri skammar nær að halda
sjer saman, fyrst drengskapurinn er
ekki nógu mikill til að játa pann
sannleika, að flokkur peirra gerði sig
sekan í hinu svívirðilegasta samsæri
-—ekki einungis hjer í fylkinu, heldur
vfðar í Canada—til pess, að grafa
grundvöllinn undan frelsi pjóðarinn-
ar, með pvf að brjóta á bak aptur
vilja meirihluta kjósendanna. I>ar
sem allskonar mútur ekki dugðu, ljet
fokkurinn vfða stela atkvæðaseðlum
fjölda kjósenda, sem á móti honum
voru, og setja falsaða seðla fyrir fylg-
ismenn sfna í atkvæða-kassana í stað-
inn. Þetta er sannað við rannsóknir,
sem haldnar hafa verið útaf glæpum
pessum. Að semja við biskupana í
Quebec um, að ofurselja peim penna
hluta landsins fyrir fylgi peirra, er
eins mikið svikræði við fólkið hjer og
pað er, en pað svikræði, að láta stela
atkvæðum kjósenda,er margfalt svart-
ari glæpur, og pann glæp hefur aptur-
haldsflokkurinn framið. En Nemesis
(hefninornin) náði honum fyr en hann
varði, og landið frelsaðist úr spill-
ingar-klóm hans, prátt fyrir alltsvika-
bruggið. Apturhalds-flokkurinn hef-
ur nú tækifæri til að iðrast synda
sinna og bæta ráð sitt. Geri hann
pað ekki, heldur forherðist við hverja
plágu, sem yfir hann gengur, fer fyrir
honum eins og hinum drambsama
B'araó — að hann verður afmáður í
Rauðahafi almennings-álitsins.
Huchings, Lindal og Hkr.
í síðasta blaði Hkr. birtist brjef
frá hinu fennta bæjarstjóra-efni apt-
urhaldsmanna, Mr. E. F. Huchings,
með fyrirsögn: „Svar til Lögbergs,“
og er pessi mikli aktýgja-smiður par
að bögglast við að mótmæla ein-
hverju, sem einhvern tíma hafi staðið
um hann í Lögbergi í sambandi við
borgarstjóra- kosningamar seinustu.
Hann nefnir ekki, í hvaða númeri
Lögbergs-grein sú, sem hann læzt
sjerstaklega vera að svara, stendur,og
pó hann játi, að hann geti ekki lesið
íslenzku, pá segir hann hiklaust, að
hún sje „óefað meiðandi álas mn“
hann „sem opinberan mann“. Hvers
vegna er pað óefað? Af pví náttúr-
lega, að einhver af hinu leigða liði
hans hefur logið pvt í hann. l>að
væri fróðlegt að vita, hvað snakkursá
fjekk í sögulaun! Oss grunar nú
hver snakkur sá er, og eins mun vera
um fleiri, en vjer óttumst, að ef vjer
nefndum nafn hans í sambandi við
Mr. Huchings, pá mundi hann skoða
pað sem meiðyrði um sig. Það er
sso sem ekki hættulaust að leggja
nafn aktýgja-kongsins við hjegóma.
Sem sagt, Mr. Huchings staðhæf-
ir, að einhver grein í Lögbergi hafi
verið meiðandi álas um hann seui op-
inberan mann. Vjer neitum nú al-
gerlega, að Lögberg hafi nokkurn
tlma flutt meiðandi álas um Mr. Iluch-
ings, hvorki sem opinberan mann eða
prívat borgara, í lagalegum skilningi,
og vjer álítum, að annaðhvort beri
Mr. Huchings ekkert skyn á, hvað
meiðyrði eru fyrir lögum, eða að pað,
sem staðið hefur í Lögbergi, hafi verið
rangfært í pýðingunni—pað er: verið
logið í hann. í>ar eð Mr. Huchings
byggir pannig að voru áliti málstað
sinn á sandi—eða, sem verra er, á
pekkingarleysi sjálfs sín eða lygum
Óhlutvands manns—pá sjáum vjer
enga ástæðu til að fara að eltast við
„svar“ hans í petta sinn, eða eyða
tíma í að lýsa afstöðu hans gagnvart
íslendingum. Ef Mr. Huchings vill
láta svo lítið að upplýsa, í hvaða núm-
eri Lögbergs hið „meiðandi álas“ hafi
verið og í hverju hann álíti pað inni-
falið, pá erum vjer til með að ræða
málið frekar við hann og sýna mis-
muninn á framkomu hans og Mr. Mc-
Creary’s í málum,er snerta íslendinga.
í sambandi við pá staðhæfingu
Mr. Hucbings, að Lögberg hafi óefað
flutt „meiðandi álas“ um hann, standa
eptirfylgjandi orð, er svo einstaklega
vel lýsa drengskap mannsins: „Og
væru eignir manna peirra er hjer
eiga sök(!!) að máli nokkurs virði,
pá gæti jeg látiðpá borga skaðabætur
pær sem lögin mundu dæma pá í“.
Fyrir utan pað, hvað petta er nú am-
bögulega sett fram,- pá höfum vjer
aldrei áður heyrt (nema í ritstjórnar-
grein einni í Hkr. fyrirnokkru sfðan),
að lögin dæmi menn! Vjer höfum
par á móti heyrt getið um, að dómar-
ar dæmi eptir lögum. Ef aktýgin
hans Mr. Huehings eru ekki betur
sett saman en grein hans (ef hún
hefur nú ekki verið skæld í pýð-
ingunni,pvl hún hefur pó llklega verið
frumrituð á ensku en ekki á íslenzku),
pá er ekkert meistara-smfði ábeim.
Mr.Huchings er auðvitað ríkur maður,
enda skín auðmanna gorgeirinn út úr
grein hans. Hann munaði pví ekki
mikið um, að kosta meiðyrðamál á
hendur Lögbergi, og pó hann aldrei
hefði neitt upp úr skaðabóta-dómnum
(ef hann fengi hann, sem er nú eptir
að vita), pá hefði hann pað upp úr
honum- að sanna, að Lögberg hefði
flutt tneiðyrði um hann, sem nú er
ósannað og vjer segjum að sje lýgi.
Hann er pó líklega ekki svo peninga-
sár, að hann tími pví ekki.
Annars ætti Mr. Huchings ekki
að taka sjer sntámuni til í meiðyrða-
áttina, eptir pað sem hann bar á Mr.
Martin I sutnar er leið.
Vjer viljum einnig geta pess,
að vjer höfum alltaf álitið að nafrt Mr.
Huchings væri skrifað með „t“ í pví
miðju, en svo sjáum vjer, að ekkert
,,t“ er í pví undir grein hans, svo vjer
fylgjum peim rithætti nú, pví hann
veit vafalaust hvernig á að stafa
nafrrið.
l>að er ekki tiltökumál pó Mr.
Huchings lofsyngi sjálfum sjer í grein
sinni í Ilkr., pví svo fáir ísl.gera pað.
Ef pað gerir honum nokkuð gott að
trúa pvl, að hann hafi fengið mikinn
hluta atkvæða íslendinga, pá er illa
gert að eyðileggja pann draum hans.
Hann fjekk undir öllutn kringum-
stæðum ekki nóg ísl. atkvæði til
að koma honum I borgarstjóra-sessinn,
og svo erum vjer ánægðir.
I>að hefur nú verið minnst á Mr.
Huchings og Hkr. I greitt pessari, en
ekki á Lindal, svo monn munu spyrja,
hvar hann „komi inn“. Jæja, hann er
X I útreikningnum.
Rjett pcgar vjer vorutn að enda
línur pessar datt oss I hug að benda
Mr. Huchings á, að ef hann tímir ekki
að fara I mál, pá gæti hann reynt að-
ferð pá sera viðhöfð er á vissum stöð-
um I Vesturríkjunum, pegar ritstjórar
skrifa meiðyrði um menn, en svo
skulurn vjer um leið gera honum að-
vart um pað, að tröppurnar frá skrif-
stofu Lögbergs niður á götuna eru
margar.
Tyrkiim os hinn kristni
heimur.
Fram til dyra fetar drengur,
ferðalanginn spyr, sem barði:
„Ilvað er frjetta, hvernig gengur,
hvort varst pú I Miklagarði?“
„Ójá, paðan eg kem vinur“,
ansar hinn og pungan stynur.
„Þaðan er—ef satt skal segja—
svivirðilegt eitt að frjetta;
pótt ætti’ eg hjer við dyrnar deyja
drottinn veit jeg ýki’ ei petta.
Tyrkinn kvelur kristnar hræður,
kallaða vora trúarbræður.
„Voleg ægirhauðri Helja,
hennar viðjum kristnir reyrast,
rauðir æða-bekkir belja,
banastunur pungar heyrast;
Ósmanns böðlar engu hlífa,
allt peir vilja sundur rífa.
1
318
„ó, já,“ Ságði Fídelía í hálfum hljóðum með
svo rólegri vissu, að lafði Scardale komst við af pví.
„Það er hann, sem er gæfusamur,“ sagði lafði
Scardale með undirgefnis brosi.
„Nei, vissulega ekki; pað er jeg, sem er gæfu-
söm,“ greip Fidelía fram í.
„Ætlið pið að sitja lengi í festum?“ spurði lafði
Scardale allt í einu.
„Já, jeg býst við pví; já, lengi,“ svaraði Fidelía
niðurlút og með pungbúnum svip.
„Hvers vegna lengi, elskan mln?“ spurði lafði
Scardale. „Þið eigið bæði I vændum að verða svo
fjarskalega rík með byrjun næsta árs.“
„Það á ekkert skylt við pað, lafði Scardale,“
sagði Fidelia. „Það orsakast af dauða veslingsins
hans föður míns.“ Hún sagði petta einbeittlega og
án pess að hinn minnsti grátstafur heyrðist I röddinni.
Lafði Scardale leit undarlega til hennar og sagði:
„Það er all-langt síðan faðir yðar dó, Fidelia,
Og merm ætlast ekki til að stúlka slái giptingu sinni
á frest í najög langan tíma, jafnvel vegna dauða
foreldris slns. Jeg Imyndaði mjer auðvitað ekki, að
pjer ætluðuð að giptast daginn eptir morgundaginn
eða í næstu viku, eður nokkuð pví líkt. Það sem
jeg meinti var, að jeg álít að pað sje óheppilegt, að
sitja mjög lengi I festum.“
„Hvers vegna pað?“ spurði Fidelía stillilega.
„Haldið pjer, að hann verði leiður á mjer, eða jeg á
honum? Ef pað gæti átt sjer stað, væri pá ekki
327
ing Og árásina á Gerald Aspen, ef hann hefur ekki
framið petta sjálfur,“ sagði Granton. „Þetta er nú
ekki mín kenning. Jeg er dálítið kunnugri málinu
en pað.“
„Þjer hafið sjálfur kenningu I pessu efni?“
sagði hún, en henni stóð beigur af að heyta svarið.
Undarlegar og hræðilegar hugsanir höfðu verið að
gægjast fram hjá henni, er trufluðu hana og vöktu
hjá henni voðalega óvissu-tilfinningu. Óvissa virt-
ist nú hafa hertekið allt llf hennar.
„Já, jeg hef myndað mjer kenningu,“ sagði
Granton, „og jeg hef ásett mjer að sanna hana. En
jeg vil ekki tala mikið um pað atriði rjett sem stend-
ur. Við höfum ekki-tíma til pess, og pað má bíða.
En pað, sem mig sjerílagi langar til að segja yður,
má ekki bíða. Mig langar til að segja yður nokkuð,
sem jeg heyrði í gærkveldi—sem veslings Aspen
sagði á meðan óráð var á honum. Hann var að tala
um yður. Hann talaði um yður I óráði. Hanu hjelt
að hann væri að tala við yður. Þjer vitið að hann
elskar yður.“
„Ó, já!“ sagði liún með ákefð, „og hann veit
hvað heitt jeg elska hann—hver sem vill má vita
pað.“
„Jeg veit pað,“ sagði Granton rólega. „Jæja,
pað, sem jeg ætlaði að segja, er pað, að ltver sem
gerði tilraunina til að myrða Aspen I gærkveld, pá
var pað vissulega ekki Ratt Gundy.“
„Ó, en pjer purfið sannarlega ekki að segja mjer
pað,“ sagði hún ópolinmóðlega.
322
Um leið og ialði Scardale talaði pessi slðustu
orð, sá hún Rupert Granton koma inn 1 garðinn.
„Rupert kominn um petta leyti dags!“ sagði
lafði Scardale, og bætti svo skyndilega við. „Jeg
er viss um, að orð mln eru enginn fyrirboði.“
En pegar Rupert kom nær, var auðsjeð á svip
bans, að allt var ekki með felldu, og báðum konun-
um fannst hjartað I sjer síga niður. Rupert reyndi
samt að láta eins lltið sjá á sjer og hægt var og tala
eins og hann var vanur.
„Heyrið pið nú, stúlkur,“ sagði hann—hann var
vanur upp á slðkastið að ávarpa pessar tvær vinkon-
ur sem „stúlkur“—„jeg vil að pið sjeuð nú hugrakk-
ar og hjálpið til að llta, eptir veslings manni einum,
sem líður hálf-illa, og æðrast ekki yfir pví. Jeg held
að pað sje nú ekki mjög alvarlegt, pegar allt kemur
til alls.“
Fidella varð náföl. Hún vissi, að eitthvað hafði
komið fyrir Gerald.
Hugrekki lafði Scardale’s kom I ljós eins og
vant var, pegar mest purfti á að haldi og hún sagði:
„segið okkur pað strax eins og pað er, kæri Rupert.
Jeg hef alla æfi mína hatað, að láta búa mig undir
nokkurn hlut.“
„Jæja, pað er petta—Gerald Aspen hefur orðið
fyrir illu meiðsli, en svo get jeg glatt ykkur með
pví, að jeg er viss um, að hann nær sjer aptur.“
„Eruð pjer viss um, að hann nær sjer aptur?“
sagði Fidelía náföl og var óttinn auðsær 4 svip