Lögberg - 08.04.1897, Side 5
LÖGBERG PIMMTUDAGINN S APRÍL 1897
5
toba og vitna í £>ví efni í skólamálið.
Skólamálið var nú fyrst og fremst ald-
rei borið undir brezku stjórnina, lield-
ur undir lógfræðisnefnd leyndarráfsins
brezka, setn er dómstóll— haestirjettur
bins brezka ríkis—en alls ekki stjórn
eða framkvæmdarvald ríkisins, og svo
var úrskurður nefnds dómstóls
alls ekki að skipa Dominion stjórn-
inni neitt, heldur að eins að úrskurða
um f>að, hver hefði vald til að
rjetta hluta kapólska minnihlutans í
Manitoba, ef hann hefði verið sviptur
rjettindum, sem hann hefði haft
samkvæmt stjórnarskrá fylkisins.
Lögfræðisnefndin úrskurðaði, að
Dominion-stjórnin væri stjórnin,
sem hefði vald til f>ess, sam-
kvæmt lögum, að rjetta hluta kaf>-
Ólskru manna, en ekki brezka stjórn-
in eða þingið, sem hefði átt að hafa
valdið samkvæmt kenningu J. Ólafs-
sonar. Svona er öll grein J. Ól. göt-
ótt, og engu að trúa í henni.
llvað að öðru leyti snertir gum
J. Ól. um stjórnarskrá íslands o.s.frv.,
þá ráðleggjum vjer mönnura að lesa
grein er hann ritaði í Lögberg, sem
kom út 28. maí 1890, með fyrirsögn:
>,Hverjir stjórna íslandi11. Dar er allt
annað hljóð í strokknum.- Þar segir
J. Ó1. meðal annars: „Svo kom
stjórnar3kráin; þá dreymdi meun eitt
augnablik, að landsmenn styrðu sjer
sjálfir: þ. e. a. s. fulltrúar þjóðarinnar
á þingi og landsstjórn á Islandi (lands-
höfðingi), sem væri í samræmi við
þingi?; en það var ekki nema augna-
hliks-draumur; s^o vöknuðu menn
upp og sáu, að lögum og lofum rjeði
ráðgjafi suður í Danmörku og ráðgjafi
hans á íslandi, landshöfðingi, sem
hvorugur skipti sjer mikið af þinginu.
Dingið samdi lög, ráðgjafinn lagði
þau í eldinn og sagði: hvaða vit
hafið þið á þessu, alþingis-piltungar?
Vjer einir vitum, hvað ykkur blyðir!
Svo óx óánægjan í landinu, og eldur-
inn logaði í báðum endum hægt og
hægt, og lá við að hollustu þráðurinn
slkunni við konungsvaldið færi að
aviðna. íslendingar sögðu: vjer
vitum, en ráðgjafinn veit ekki!“-^-
Degar J. Ól. ritaði þetta, sagði
hatin sannleikann. Nú er hann farið
að dreyma hjer vestur í Amertku að
þessi sama stjórnarskrá sje hin bezta
I heimi. og ráðleggur öllum íslend-
tngum að falla fram einusinni á ári
°g tilbiðja það goð sém leyfir alla þá
óhæfu, sem hann telur upp I greiu
sinni.
Dá væri ekki úr vegi að lesendur
vorir læsu aðra grein eptir J. Ól. í
Lögbergi 3. sept. 1890, með fyrirsögn:
„Lagasynjanirnar dönsku“. Hún end-
sr með þessum orðum: „Við slíka
stjórn er með engu móti uuandi. Dað
er grátlegt að Henedikt Sveinsson og
Skúli Thoroddsen skuli eyða kröptum
8ínum til að viðhalda slíkri stjórn.
Lví það eru þeir að reyna, þótt þeir
sj ái það ekki sjálfir.11
Ósköp hefur stjórnarskráin og
stjórnarfarið batnað á íslandi þessi
liðug 6 ár, sem liðið hafa síðan Jón
Ólafsson skrifaði þetta!! Það mun
þó aldrei vera I. Ól., sem breyzt hef-
ur? Ef það er hann, sein breyzt hef-
ur, þá hefur hann ekki breyzttil batn-
aðar, þzí þá sá hann þann sannleika,
sem vjer höfum alltaf verið að benda
á, að stjórnarfarið, sem styðst við
þe3sa makalausu stjórnarskrá frá 1874,
sje óhafandi, og sagði það líka hispurs-
laust, en nú annaðhvort lokar hiun
augunum fyrir sannleikanum eða er
að sleikja sig up]> við þessa sömu
stjórn, sem hann sjálfur sagði fyrir
6 árum að væri óhafandi!
Eitt af því allra hlægilegasta í
grein J. Ólafssonar er sú staðhasfing
(í spurningarformi til ritstj. Hkr.), að
„England hafi alls enga ritaða stjórn-
arskrá.“ Hefur J. Ól. þá aldrei heyrt
getið um eða sjeð hina miklu rjett-
inda-skrá, er nefnist Magna Charta,
sem Jón konungur undirskrifaði þann
15. júní 1215? Sú skrá er hin fyrsta
ritaða stjórnarskrá er enskur konung-
ur „gaf“ þjóðinni, og er hún álitin
grundvöllurinn undir núveraDdi frelsi
Englendinga. Þessi stjórnarskrá
fjekkst ekki umyrðalaust fremur en
stjórnarskrá íslands, og með henni
var Jón konungur að eins að skila
þegnum sínum fornum rjettindum,
sem konutigsvaldið hafði rænt frá
þeim og dregið undir sig, eins og
Danir höfðu rænt íslendinga sínum
fornu rjettindum og dregið undir
konungsvaldið I Danmörku; og kon-
ungur \ar því að eins að skila íslend-
ingum aptnr nokkru af þessum rjett-
indum, þegar hann færði þeim „frels-
isgjöfina“—stjórnarskráua frá 1874.
Englendingar halda enga árlega hátlð
til að minnast þess, að Jón konungur
skilaði þeim aptur fornum rjettindum
þeirra með stjórnarskránni frá 1215.
Þar sem J. Ólafsson talar um
Kjalarnesþing, þá segir hann ekki
nema hálfan sannleikann þarsem hann
vísar til Guðbrandar Vigfússonar
(grein hans um alþingi I Cleasby’s
orðaðók). Guðbrandur segir að vísu,
að það hafi verið haldið almennt þing
á Kjalarnesi fyrir árið 930, en hann
segir ekki að það hafi liaft ssma verk-
svið ogþyðingu ogalþingi við Öxará.
Að Guðbrandur hafi verið á þeirri
skoðun, að Kjalarnesþingið liafi verið
allt ■Bncað en alþingi við Öxará, sjest
glöggt síðar í sömu grein, þar sem
hann segir, að hin merkustu ár í sögu
alþingis hins forna sje árin 930 (stofn-
un þess), 964 (umbætur þess), 1.000
(Kristni lögtekin), 1004 (fimmtar-
dómur stofnaður), 1024 (mótmælin
gegn tilraunum NoregskonuDgs að ná
íslandi undir sig) o. s. frv. o. s. frv.
Konráð Maurer segir líka skylaust j
bók sinni „Upphaf allsherjarríkis á
íslandi“ (og hefur það eptir Ara hinum
fróða, sem hann telur áreiðanlegastan
allra Islenzkra sagnaritara) „að hin
fyrstu lög hafi verið sett árið 930.“
Þetta segir hann að hafi verið Úlíljóts-
lög, og að með þeim hafi verið „lagður
hinn fyrsti grundvöllur til allsherjar-
ríkis á íslandi.“
Það er J. Ólafsson sem auðsjáan-
lega er í ,,hafvillum“ hvað snertir
„gamla og nyja styl,“ en ekki „átt-
menningarnir“. Hann segir, að Jóns-
messa sje ekki 24. júní eptir gamla
stýl, heldur eptir Dj?ja styl, og nyja
st/1 vill hann nota. Jæja, ef það er
rjett, sem hann segir um Jónsmessu,
þá hafa ,,átttmenningarnir“ einmitt
gert eins og J. Ól. vill hafa, því þeir
hafa tiltekið dag sem er alltaf jafn-
langt á undan Jónsmessu eins og
setning alþingis vpphaflega vat\
Hvað hefur J. Ól. þá að rífast um við-
víkjandi þessu atriði? Alls ekkert,
ef liann skilur sjálfan sig.
Vjer ætlum svo ekki að eltast
frekar við röksemdirnar? í grein J.
Ólafssonar. En útaf aðvörun hans til
ritstj. Hkr. í þá átt, að sameiningar-
tilraun „áttmenninganna“ geti leitt til
sundrungar, I staðinn fyrir til samein-
ingar, viljum vjer taka fram, að fari
það svo, þá er það Jóni Ólafssyni al-
gerlega að kenna. Vjer vitum sem
sje mikið vel, að þó hann skrifi undir
öðru yfirskyni, þá er augnamið hans
að hindra að sameining komist á l
þessu máli. Allt starf haus hefur
miðað í þá átt að sundra Vestur ís-
lendingum í öllum málum, trúar-
brögðum, pólitík og fjelagsmálum.
Sumir segja, að hann bafi ekki verið
sjálfum sjer samkvæmur í neinu, en
það er ósatt. Hann hefur alltaf verið
og er enn sjálfum sjer samkvæmur I
því, að reyua að vekja og halda við
ílokkadrætti. Það er líka eðlilegt,
því við það hefur hann sjeð sinn hag
—haft dálítið upp úr því. Sumir
geta að eins dregið fisk I gruggugu
vatni, en aldrei í tæru vatni. Þeir
gera því tært vatn gruggugt, til að
geta fiskað!
,,Orange“ menn og skóla-
málg-saniningurinn.
Útaf því að apturhalds-málgögn-
in „stór og smá“ voru að reyua að
telja lesendum sínum trú um það
fyrir nokkru síðan, að allmargir pró-
testantar lijer I landinu væru öánægð-
ir með samning þann utn skólamálið,
sem Laurier-stjórnin og Greenway-
stjórnin gerðu * haust er leið, sögð-
um vjer fyrir nokkru síðan, að það
væri miss/ningar, að jafnvel hinir
stækustu mótstöðumenn kaþólsku
kirkjunnar, „Orange“-menn, mundu
vera ánægðir með samninginn, og að
þetta veður, sem málgögnin gerðu,
væri að eins ryk, sem apturhaldsmenn
væru að reyna að þyrla upp. Vjer
gáfum og I skyn að samþykktir þær,
sem vissar „Orange“-manna samkund-
ur hjer I fylkinu hefðu gert, væri að
eins ávöxtur af misheppnuðum til-
raunum nokkurra apturhalds-leiðtoga^
að æsa „Orange“-menn upp á móti
samningnum.
Nú höfum vjer fengið I hendur
númer af aðal málgagni „Orange“-
manna I Canada, The Orange Sentinel,
og sannar það, sem blaðið segir, að
Lögberg hafði rjett fwúr sjer I þessu
efni—eins og LögbWg annars æfin-
lega hefur viðvíkjandi pólitískum
málum. Vjer göngum út frá þvl, að
lesenduin vorum þyki fróðlegt að sjá
hvað aðal málgagn „Orange“-manna
segir um þetta efni, og þess vegna
þ/ðum vjer hjer ritstjórnargrein, sem
n/lega birtist I blaöinu. Fyrirsögn
greinarinnar er: „Sigur Mr. GreeD-
ways,“ og hljóðar hún sem fylgir:
„Breytingar þær á skólalögum
Manitoba-fylkis, sem Mr. Greenway
lofaði fulltrúum Laurier-3tjórnarinnar
á samtalsfundi að gera, hafa nú verið
lÖgleiddar og settar I lagabálk fylkis-
ins, og allir hollir borgarar munu ein-
læglega vona, að þeir heyri aldrei
framar minnst á þetta mál.
Hvað os3 snertir, þá er ekki nauð-
synlegt að ræða nú eðli breytinganna,
því eins og ætíð á sjer stað við slíka
saroninga, urðu báðir málspartar að
slaka dálítið til. Allt, sem vjer lít-
um á, er sá mikli sannleikur, að
Manitoba ein gerði breytingarnar, og
að baráttan utn mál þetta endaði
þannig, að loku er fyrir það skotið
um aldur og æfi, að sambandsstjórnin
geti blandað sjer inn I uppfræðslumál
Manitoba-fylkis með löggjöf til hags-
tnuna fyrir nokkurn trúaibragðaflokk.
Afleiðingaruar af hinutn einbeitta og
sigursæla baidaga fylkisins fyrir þjóð-
skólum eru ennfremur þær, að þessi
bardagi hefur gert meir en nokkuð
annað, sem skeð hefur um langan
aldur, til að uppl/sa fólkið I Canada
um, hvers það má vænta ef rómversk-
kaþólska kiikjan næði yfirráðum I
landinu. Fólk hefur fengið ljósa
bendingu um, hversu prestastjettin
kaþólska liatar allar frjálslega1’ hug-
myndir.
Mótspyrnan gegn samningnum
sem Mr. Greenway stakk upp á (með
frumvarpinu er stjórn hans iagði fyrir
þingið) var hin aumasta vindbóla, og
s/nir ljóslega þann sannleika, að allt
fylkið er samþykkt skólamáls-stefnu
stjórnarinnar. Mr. Roblin, leiðtogi
mótstöðuflokks stjórnarinnar, neyddist
I raun og veru til að játa, að þjóð-
skólarnir sjeu hestir, og hann gekk
jafnvel svo langt að l/sa yfir því, að
sumar breytingarnar væru gagnstæð-
ar anda slíkra skóla; en þegar skorað
var á hann að benda á, hvaða breyt-
ÍDgar það væru, þá vildi hann ekki
gera það, nje bera fram breytingar-
tillögur er kæmu greinunum I meira
samræmi við það sem slíkir skólar
ættu að vera. Hinn n/-kosni þing-
maður fyrir St. Boniface orsakaði
heilmikið gatnan með tveggja klukkn*
tíma ræðu sinni, setn var laus við að
hafa nokkrar röksemdir eða skynsemi
I sjer. Það var auðsjeð, að hann ætl-
aði sjer að tala I tvo klukkutíma, og
hann gerði það líka, og ]>«ð var eina
takmarkið, sem hann náði. Þegar at
kvæði voru greidd með nafnakalli, þá
voru að eins sex þingmenu á móti
samningnum; þvl Mr. Fi-du-r, hinn
duglegi andvígismaður skólalagt-.Dna
frá 1890—maðurinn, setti hefur við
hvert tækifæri barist á inóti lögunum
frá sæti sluu á bekkjuin frjálslynda
flokksins, á ræðupöllum fylkisins og I
blöðunum—notaði málsnilld s!na til
að skora á menn að samþykkja samr -
inginn hispurslaust, og greiddi it-
kvæði með honum.
En kraptleysi mótstöðumanna
þjóðskólanna og mótspyrnan gegn
samningnum kom enn betur I ljós
þegar Mr. Roblin bar fram upp£-
stungu I þá átt, að sjerskildir skólar
væru æskilegir. Þögar greidd voru
atkvæði um þessa uppástungu hans,
fengust að eins tvelr menn til að
vera með honum—sem sjfuir ljóslega,
að formælendur sjerstakra skóla I
Manitoba eru óðum að týna tölunDÍ,
því það voru 12 menn n eð þeirri
stefnu (sjerskildum skólum) á þingi
árin 1890 til 1894, og tíu fr i síðast-
nefndu ári þangað til síðustu kosn-
ingar fóru fram (I jan. 1896). For-
mælendur sjerskildra skóla, á þingi,
voru að eins 8 að tölu eptir að Sir
Donald Smith og hinir tveir embættis-
bræður hans heimsóttu Manitoba, til
þess fyrir hönd stjórnar Slr Charles
Tuppers að reyna að gera samning
um skólamálið, og nú eru þeir hrund-
ir niður I þrjfi! Það er ekki óskyn-
samlegt að álykta, að eptir næstu al-
mennar kosningar I fylkinu hafi for-
mælendur sjerstakra skóla ekki einn
einasta fulltrúa á þingiuu11.
Grein þessi s/nir til hlítar hvern-
ig liinir stækustu mótstöðumenn róm-
versk kaþólsku kirkjunnar, , Orange“-
menn I Canada, líta á samninginn um
skólamálið. Ef nokkur maður getur
fundið óánægju I greininni meðsamn-
inginn, þá hefur hann ekki einasta
skarpari sjón en vjer, he'.dur sjer
hann ofsjónir—eða er að reyna að
gera miss/ningar.
Vc>am;tó\ VcrcuT. \
\Ha B
DTA IZRITtKA, DYSDNTJ: RY,
andikll liOWDh COMPLATNTS.
A Sure, Safe, QmícIc < uro íjr Uiuso
troubies is
f
?r
f
4*>
(PERRY DAVTS'.)
Vsetl Internully nnd V.xte. nnlly. ».
Two Sízea, 2*c. nnd .V>c. bottlcs. '
443
„Þjer verðið að muna eptir því, Mr. Bland, að
Mr. Granton er mágur, og það mjög kær mágur,
bestu vinkonu minnar og velgerara“, sagði Fidelia.
„Jeg vil ekki heyra eitt einasta hnjóðyrði gegn
bonum“.
„Gott og vel“, svaraði hann ólundarlega. „Jeg
bef enga löngun til að hnjóða I hann, og á meðau
bann er ekki I vegi fyrir mjer, er honum óhætt. En
þá er þessi liinu ungi náunginn, hann Aspen. Jeg
þori að segja að hann er ástfanginn af yður!“
„Jeg ætla mjer ekki að hlusta á meira af þessu“,
Sagði Fidelia. „Jeg hef verið of þolinmóð við yður;
en mjer þykir vænt um vini mlna og dreg ætíð
þeirra taum, og jcg vil ekki hlusta á neinn þanu
Wann, er rcynir að svívirða þá. Samræðu okkar er
lokið, Mr.—Bland.“
„Henni er ekki lokið,“ sagði hann grimmilega.
„Þjer sjáið hvernig jeg gat allan þenua tíma látist
vera auðmjúkur og þægur kennari, þrátt fyrir að
bjarta miit og ásetuingur er eins og þjer vitið. Jæja,
Þjer hljótið þvl að sjá, að jeg er ekki auðveldlega
sleginn af laginu. Vaiið yður á því hvernig fer
tyrir uppáhalds-vinum yðar, ef þjer leyfið þeim að
boma I bága við mig.“ Það var nú ekkert svipleysi
&ð sjá I hinum tindrandi auguin lians.
„Þjer hafið ógnað mjer áður,“ sagði hún, „og
þnð voru einmitt þessar ógnanir sem fyrst hjálpuðu
"'jer til að uppgötva liver þjer eruð. ímyndið þjer
^ður, að jeg sjái ekki veg til að vernda sjálfa migog
446
„Jeg ætla mjer að skapa mjer forlög mín sjálf,“
sagði Fidelia hátignarlega.
„Jæja. í bráðina veit jeg, að þjer munuð varð-
veita leyndarmál mitt. Jeg get sagt yður eitt eun—
þjer mnnuð ekki gleyma mjer. Þjer inunuð ekki
gleyma mjer alveg, hvorki nótt nje dag, Þjer inun-
uð hugsa um mig og yður mun dreyma um mig—og
það er mjer I hag.“
Skilminga leikurinn var á enda, og Fidelia var
ekki viss um, að hún hefði unnið. í byrjuninni
veitti henni vel, en var vlst, að henni hefði gengið
vel undir hið síðasta?
„Setjist þjer niður fáein augnablik“, sagði hann,
„og lofið mjer að segja yður æfisögu mína, vonir
mlnar og llfs drauma mína“.
Þau settust bæði niður. Þau liöfðu opt áður
sezt þannig niður á milli skilminga-atrennanna.
Enginn, sem litið hafði inn eða gengið fram hjá,
hefði tekið eptir að nokkuð óvanalegt væri á ferðuu;.
Ilann sat gagnvatt henni, og það sást ekki á
neinu að hann væri I nokkurri geðshræringu. Af
því hann talaði svo ljettilega og stanzlaust, án þess
að fl/ta sjer og án þess að hika sjer, þá hefði maður
getað Imyndað sjer, að hann væri vanalegur kennari,
sem væri að halda ræðu um einhverjar viðurkenndar
reglur oða setningar. Engin geðshræring sást nú í
andliti hans, og hann sat rólega, nærri því skeyting-
arleysislega, í sæti slnu. Að eins^ augu lians 1/stu
nokkru óvanalegu fjöri, þar som hann sat parna og
439
„Jeg b/st við, að þjer hafið brjefin frá föður
yðar?“ sagði hún stillilega.
„Já, hvert einasta“, svaraði hann. „Jeg ber
eitt þeirra ætíð á mjer. Jeg elska föður minn; við
elskuðum hvor annan. Það getur verið, að hann
hafi verið öðrum vondur-^-hvað veit jeg um það? og
livað kæri jeg mig um það? Hann var mjer ætíð
góður“.
„Fidelia varð aptur dálítið hrædd. Kafði hún
ekki líka sjálf alltaf hugsað þannig um föður sinn?
Þegar einhver hafði látið I veðri vaka, að föður
hennar liefði að nokkru leyti verið að kenna
hvernig fór, hafði hún þá ekki ættð látið I ljósi
þykkju og fyrirlitning?
„Gæti jeg fengið að sjá eittaf brjefunum hans?“
sagði hún blíðlega.
„Gætuð þjer fengið að sjá eitt af brjefunum
bans?“ sagði hann. ,,Já, vissulega, þjer skuluð fi að
sjá allt, sem þjer óskið eptir að sjá. Hjerna“, sagði
hann og leitaði fljótlega í brjóstvasa sfnum, „hjer er
brjefið, sem jeg alltaf ber á mjer. Það er biblfau
mín; jeg skil það aldrei við mig; það lieldur mjt r
föstum við áform tnitt—það brýnir eggina á hefnd
minDÍ. Jeg skal láta leggja það I líkkistuna mlna
þegar jeg dey—ef jeg verð nokkurn tíma grafinn“,
sagði hann og hló æðislega. „Þessi maður—faðir
minn—fór út á öræfi til að safna auð handa mjer, og
þjer getið verið viss um, að jeg ætla ekki að gleyma
því“.