Lögberg - 23.02.1899, Page 5
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 23. FEBRÚAR 1899
mjöjr þýðingarmiklum galla á samn-
ingnum. það hafði áður verið sam-
ið svo um, að sambands-stjórnin
skyldi koma upp hæfilegu þinghúsi
og skrifstofum fyrir Manitoba-fylk-
ið, og hæfílegu íbúðarhúsi fyrir
fylkisstjórann. Jæja, húsin hefði
nú verið bygð, en hvort þau væru
hæfileg eða ekki, væri alt annað
spursmál. það væri nú að koma í
ljós, að þinghús-byggingin mundu
alls ekki, að fáum árum liðnum, sam-
svara þörfum fylkisins. En sam-
bands stjórnin (atturhalds-stjórnin
sáluga í Ottawa) hefði verið svo
væn að uppfylla loforð sitt. Hún
hefði látið búa til uppdrætti af
byggingunum, gert satnning utn
verkið við nokkra vini sína og komið
byggingunum upp; en strax og allt
þetta var búið, þá hefði hún (sam-
bands-stjórnin) skrifað upphæðina,
sem altsatnankostaði, í reikningfylk-
isins, nefnilega tekið upphæðina af
því fé, sem fylkið átti inni hjá stjórn-
inni í Ottawaí stofnfjár-reikningi
sínum (CapitalAccount). „Stjórn-
in (Laurir-stjórnin) sem nú situr að
völdum í Ottawa hefur bætt úr
þessu að nokkru leyti. Hún skilaði
fylkinu aftur $284,000, en hélt eftir
af þeirri upphæð $17,000 fyrir hús-
búnað. þannig hafa fylkinu verið
færðir aftur til inntektar (í stofn-
fjár-reikningnum) $267,000, sem
ranglega var tekið af fé fylkisins.
Ef þessi upphæð ($267,000) hefði
verið látin vera þar sem hún átti að
vera (í stofnfjár reikningnum), þá
liefði fylkið fengið 5 af hundraði í
vöxtu afhenni árlega yfir tímabil-
ið; en af því upphæðin var þar ekki,
þá fékk fylkið enga vöxtu af henni
á þessu tímabili. Til þess nú samt
að bæta þenna vaxta-missi upp, þá
reiknaði sambands-stjórnin út hvað
mikla vexti fylkið hefði átt að fá af
upphæðinni, og borgaði fylkinu
$236,000 sem vexti. þetta er eitt
af því sem frjálslynda stjórnin í
Manitoba hefur komið til leiðar síð-
an hún tók við völdunum". Svo
hélt ræðumaður áfram og sagði:
„þeir af yður, sem voruð hér í
fylkinu fyrir löngu síðan, muna eft-
ir einu máli, er var mjög ríkt í huga
almennings á þeim tímum. Ég man
mjög glöggt eftir, að ég hélt mína
fyrstu ræðu í þinginu, á þvínær
sama blettinum og við erum nú á,
gegn þeirri stefnu sambandsstjórn-
arinnar
AD ÓNÝTA JARNBEAUTALEYFI FYLK-
ISÞINGSINS INNAN TAKMARKA FYLK-
ISINS.
það var útaf þessu rnáli, að mót-
stöðuflokkurinn var myndaður í
þinginu í maímánuði 1882 gegn
hinni þáverandi fylkissjórn. það
var þá gerð uppástunga í fylkis-
þinginu, sem mótmælti þeirri stefnu
samhands-stjórnarinnar að ónýta
járnbrauta-leyfi fylkis-þingsins inn-
an takmarka þess. í júnímánuöi
1886 var samþykt stefnuskrá, sem
lýsti yfir því, að fylkisþingið hefði
rétt til að veita leyfi til að byggja
járnbrautir sem ekki væru lagðar
yfir takmörk fylkisins, og sem hélt
því fram, að sambands-stjórnin væri
skyldug til að nema úr gildi þann
samning sinn við Canada Pacific-
járnbrautar-félagið sem væri þessu
gagnstæSur, annaðhvort með því að
kaupa það að félaginu, eða á annan
hátt. Innan tveggja ára frá þeim
tíma tók hin núverandi fylkisstjórn
við völdunum, og hún fékk einmitt
þessu framgengt; sambands-stjórnin
keypti einveldisréttindi þau að Can-
ada Pacific-járnbrautarfélaginu, er
hún hafði (ranglega) veitt því, og
fylkið hefur alltaf síðan notað þann
rétt sinn hindrunarlaust, að leyfa að
leggja járnbrautir hvar sem það vill
innan takmarka sinna (Ákaft lófa-
klapp).
þá var annað atriði er vér héld-
um fram, sem frjálslyndi flokkurinn
hafði barist fyrir í hinum eldri fylkj-
um, og það var að
KJÖRDÆMIN VÆRU JÖFNUD EFTIR
KJÓSENDA-TÖLU,
að minnsta kosti að nokkru leyti.
þetta hefur líka verið gert. Kjör-
dæmin meðfram Rauð-ánni voru
mjög smá og fólksfá, en miklu stærri
og fólksfleiri út í frá. Sumir þing-
menn voru þannig fulltrúar fyrir
örfáa kjósendur, en aðrir fyrir íjölda
marga. Til að sýna, hvernig kjör-
dæma-skiftingin var áður, má geta
þess, að það kom í ljós í einu kjör-
dæmi, að þegar eitt þingmanns-efni
var búið að fá þá 25 gilda og góða
kjósendur til að skrifaundir tilnefn-
ingu sína, sem lögin heimtuðu að
hann fengi, þá gat ekki annað þing-
manns-efni fengið tilnefningu í kjör-
dæminu, af þeirri einföldu ástæðu,
að þá voru ekki nógu margir kjós-
endur eftir í því til að skrifa undir
tilnefningu hans (hlátur). Kjör-
dæma-skipanin virtist alls ekki hafa
verið bygð á fólksfjölda, á þvi nefni-
lega, að svo eða svo margir menn
hefðu rétt til að senda einn fulltrúa
á þing. Frjálslynda stjórnin tók.st
á hendur að lagfæra þetta. Kjör-
dæma-skiftingin er nú sanngjörn,
álítum vér. það er að vísu satt að
vinir vorir, mótstöðuflokkurinn, gera
ráð fyrir að sópa burt fjó'rðapartin-
um af þeim. það væri máske gott
ef þeir vildu gefa oss skrá yfir kjör-
dæmin, en ég býst ekki við að þeir
kæri sig um að gera þuð á undan
kosningum. Ég álít að í öðru eins
fylki eins og Manitoba, sem fer sí-
vaxandi livað snertir fólksfjölda og
þýðingu í heiminum, séu ekki fjöru-
tíu þingmenn of margir sem fulltrú-
ar fólksins. Ég er reiðubúinn til
að deila um það efni við mótstöðu-
flokkinn.
þá er eitt enn, sem vér höfum
gert. í gamla daga, eða fyrir nærri
20 árum síðan—ég hef nú byrjað 20.
árið sem þingmaður í Manitoba—
átti sér hér stað einskonar
LANDÞURKUNAR-FYRIRKOMULAG,
og veitti þingið fé til að þurka mýr-
lendin meðfram ánum, til að þurka
upp hina stóru grasflóa, St.Andrews-
flóann og aðra flóa. .þessar fjárveit-
ingar voru gerðar úr hinum almenna
sjóði fylkisins. Vér (frjálslyndi
flokkurinn) sögðum að þetta væri
ekki rétt, að vér ættum að hafa al-
ment landþurkunar-fyrirkomulag,
sem væri þannig að landið á svæð-
inu, sem hefði sérstakt gagn af upp-
þurkuninni, borgaði fyrir hana. Vér
höfum nú gert samning um að
þurka upp 441,000 ekrur af landi í
Boyne-flóanum, sem, þegar búið er
að þurka það, verður eitthvert allra
bezta akuryrkju-landið í Manitoba,
og borgar þetta land sjálft fyrir
þurkunina, en ekki hinir aðrir hlut-
ar fylkisins, og ekki Winnipeg-búar,
sem undir gamla fyrirkomulaginu
hefðu borgað um 1-5. part af kostn-
aðinum. Sem sagt, landið sjálft
borgar fyrir þurkunina, 85 cents á
ekruna, en þegar verkinu er lokið,
hefur landið meir en tvöfaldast í
verði.
þá langar mig til að segja
nokkur orð uin
INNFLUTNINGAM ÁLA- STEFNU
vora. V ér höfum í mörg ár start'að
að því að reyna að fá fólk til að
flytja inn í fylkið og setjast hér að,
og höfum vér nú loks séð nokkra á-
vexti af þessu starfi. í staðinn fyr-
ir að fólk komi inn í fylkið og flytji
aftur burt, eins og átti sér stað forð-
um, þá flytur nú fólk inn úr öllum
áttnm og staðnæmist hér. þetta ár
(1899) munuð þér sjá, að það flytur
tíeira fólk inn ( fylkið en átt hefur
sér stað á nokkru einu ári áður-
Fylkis-stjórnin hefur sérílagi starf-
að að innflutningi frá austurfylkj-
unum, því sambands-stjórin getur
ekki, af skiljanlegum ástæðum, átt
við það, heldur starfað að innflutn-
ingi frá útlöndum og Bandaríkj-
Dr. O. BJÖRNSON,
6 I 8 ELGIN AVE-, WINNIPEG.
Ætí? heima kl. 1 til 2.30 e. m. o kl.
til 8.30 e. m.
Telefón II5G.
unum.
(Framh. & 6. síðu.)
Dr. T. H. Laugheed,
GlexxL»oi-o, IVIaxi.
Hefur petíó á reiðum h">ndurr. allskonar
meðöl, EINK ALF.YFiS M E»ÖL. SKRIF-
FÆRI; SKÓ/.ABÆKL'K. SKRAUT-
MUNl, og VEGGJAPA P PIK. Verð
lágt
50 YEARS’
EXPERIENCE
Trade Marks
Designs
COPYRIGHTS &C.
Anvono sendlng a sketch and description may
quickly ascertain onr opinion free whether an
invention is probnbly patentahle. Communica-
tions strictly confldential. Handbook on Patents
eent free. Oldest apency íor securinp patents.
Patents taken throusrh Munn & Co. recelve
vpecial notice* without charge, in the
Sckntitk flmeritan.
A handsomely illustrated weekly. Bargest cir-
cuiation of any scientiilc journal. Terms. f'i a
yenr ; four months, f 1. Sold by all newsdeaiers.
MUNN & Co.36,Broadway New York
Branch Offlce, 625 F St.. Washlngtou, D. &
-- i M ' | ':j\
REGLUR VID LANDTÖKU.
Af öllum sectionum með jafnri tölu, sem tilheyrasnmbandsstjórn-
inni í Manitoba og Norðvesturiandinu, nema 8 og 26, geta fjölskyldu-
feður og karlmenn 18 hra gamlir eða eldri, tekið sjer 160 ekrur fyrir
heimilisrjettarland, það er að sctrja, sje landið ekki áður tekið,eða sett
til síðu af stjórninui til viðartekju eða einhvers annars.
INNRITUN.
Menn meiga skrifa sig fyrir landinu á þeirn landskrifstofu, sem
næst liggur landinu, sem tekið er. Með leyfi innanríkis-ráðherrans,
eða innflutninga-umboðsmannsins í Witínipeg, geta menn gefið öðr-
um uinboð til pess að skrifk sig fyrir landi. Innritunargjaldið er $10,
og hafi landið áður verið tekið þarf að borga $5 eða $10 umfram fyrir
sjerstaka'n kostnað, sem því er samfara.
HEIMILISRJETTARSKYLDUR.
Samkvæmt nú gildandi lögum verða menn að uppfyila heimilis-
rjettarskyldur sínar með 3 ára ábúð og yrking landsins, og má lnnd-
neininu ekki vera lengur frá landinu en 6 máauði á ári hverju, án sjer-
staks leyfis frá innanrixis-ráðherranum, ella fyrirgerir hanu rjetti sín-
um til lándsins.
BEIÐNI UM EIGNARBRJF
ætti að vera gcrð strax eptir að 3 árin eru liðin, annaðhvort hjá næsta
umboðsmanui eða hjá þeirn setn sendur er til þess að skoða hvað unn-
ið hefur verið á landinu. Sex mánuðum áður verður maður þó að
hafa kunngert Dominiou Lands umboðsmanninum í Ottawa það, að
hann ætli sjer að biðja um eignarrjettinn. Biðji maður umboðsmann
. þann, sem kemur til að skoða landið, um eignarrjett, til þess að taka
af sjer ómak, þá verður hann um leið að afhendaslíkum umboðam. $5.
LEIÐBEININGAR.
Nýkomnir innflytjendur fá, á innflytjeDda skrifstofunni í Winni-
peg og á öllum Dominion Lands skrifstofutn inrtan Mauitobaog Norð-
vesturlandsin, leiðbeiningar um það hvar lönd eru óte'kin, ogaílir,sem
á þessum skrifstofum vinna, veitaínnflytjendum, kostnaðar laust, leið-
beiningar og hjálp til þess að ná í lönd sem þeim eru geðfeld; enta
fremur allar upplýsingar viðvíkjandi timbur, kola og námalögum, AIl-
ar slíkar reglugjörðir geta þeir fengið þar gefins, einnig geta menn
fengið reglagjörðina um stjórnarlönd inDan járnbrautarbeltisins í
British Columbia, með því að snúa sjer brjeflega til ritara innanríkis-
deildarinoar I Ottawa, inní]ytjen<ia-umboðsmannsins I Winnipeg eða
til einhverra af Dominion Lands umboðsmönnum í Manitoba eða Norð-
vesturlandinu.
JAMES A. SMART,
Deputy Minister of the Interiot.
N. B.—Auk lands þess, sem menn geta íengið gefins, og átt er við
í reglugjötðinni h jer að ofan, þá eru þúsnndir ekra af bezta landi,sen>
hægt er að fá til leigu eða kaup . hjá járnbrautarfjelögum og ýmsum
öðrum fjelögum og ejnstaklingum.
493
og hann var hjerna I smiðjunni fyrir að eins tveimur
stundum sfðan. Hann tók þennan nagla, sem hann
■eldi ykkur, úr. naglakassanum mfnum hjerna, og
hrað snertir viðar-fllsarnar og steinana, þá getið þið
sjeð hrúgur af hvorttveggja hjerna fyrir utan dyrnar,
°g fyllti hann tösku sína úr þeim“.
„Nei, það er ómögulegt11, hrópaði Alleyne,
,,þetta var helgur maður, sem ferðast hafði til Jerú-
salem og sem hafði fengið vatnssýki af að hlaupa frá
húsi Pílatusar til 01íufjallsins.‘‘
„Pað veit jeg ekkert um“, sagði smiðurinn; „en
jeg v«it að maður nokkur, með grásn hatt og I grárri
hempu, var hjerna fýrir skömmu, og að hann sat á
stofninum þarna yfir frá og át kaldan hana og drakk
flösku af víni. Síðan bað hann mig að gefa sjer einn
af nöglunum mínum, og fyllti tösku sína með steina
og viðar flísar og fór leiðar sinnar. Lítið á naglana
þá arna og sjáið svo til, hvort þeir eru ekki alveg
eina og naglinn sem hann seldi ykkur“.
„Guð hjálpi okkur!“ hrópaði Alleyne felmtraður.
„Er þá vonzka maunanna takmarkalaus? Hann var
svo auðmjúkur, svo aldraður og svo ófús á að taka
við peningum okkar—en samt yar hann fantur og
svikari! Hverjum má maður þá trúa eða treysta?“
„Jeg fer að elta hanu“, sagði Aylward og stökk
á bak hesti slnum. „Komið með mjer, Alleyne, því
við kunnum að ná honum áður en búið er að járna
hestinn hans Jóns.“
JÞeir riðu siðan til baka á harða stökki, og innan
496
inn til Montaubon liggur yfir ána, og síðan í gegn-
um Quercy og Agenois“.
„J>að er rjett, Aylward minn góður“, sagði Sir
Nigel; „en þessi virðuglegi riddari, sem kom í gegn-
um landamæra-hjeruðin frönsku, sagði mjer, að það
væri heil hersveit af Englendingum í nánd við Ville-
francbe og brenndi og rændi landið þar í kring. Jeg
efast ekki um, af því sem hann sagði mjer, að það
sje einmitt hersveitin sem við erum að leita að.“
„Við sverðshjöltu mín! það er ekki ólíklegt“,
sagði Aylward. „Eptir því sem sagt er höfðu þeir
verið svo lengi í Montaubon, að það getur ekki hafa
verið mikið eptir þar í nágrenninu til að ræna. Og
þar eð þeir höfðu áður verið suður í landinu, þá er
einmitt Itklegt að þeir hafi farið n.orður í Aveyron-
hjeraðið“.
„Við skulum fara með Lot-ánni þangað til við
komum til Cahors, en síðan fara yfir landamærin og
inn í Villefranche“, sagði Sir Nigel. „Við sánkti
Pál! þar sem við erum fámennur hópur, þá er ekki
ólíklegt, að við komumst i nokkur göfug og skemmti-
leg æfintýri, því jeg heyri sagt að það sje ekki frið-
samlegt við landamæri Frakklands“.
Allan fyrri part dagsins ri’ðu þeir eptir breiðum
og bugðóttum vegi, sem skuggar espitrjánna teygðu
sig yfir. Sir Nigel og sveinar hans riðu á undan
samhliða,en bogamennirnir skamratá eptir meðá burð-
ar-múlasnann á milli sín. E>eir voru nú komnir langt
norður fyrir Aiguillon og Garonne-á, og riða nú
489
„Og hjer er hinn þriðji“, hrópaði Hordle Jón.
En blindi pllagrlmurinn vildi með engu móti
ölmusur þeirra. „Heimskulega dramb!“
hrópaði hann og barði sjer á brjóst með binni stóru,
mórauðu hönd sinni. „Heimskulega dramb! Hvað
langt ætli verði þangað til jeg get barið þig út úr
mjer? Skyldi jeg þá. aldrei geta yfirunnið drambið?
O, sterk eru bönd holdsins, og erfitt er að sigrast á
ándanum! Jeg er af aðalsættum, vinir mínir, og jeg
get með engu móti fengið mig til að snerta þessa
peninga, jafnvel þó það væri eini vegurinn til að
frelsa líf mitt“.
„Æ, faðir! hvernig getum við þá hjálpað þjer?“
spurði Alleyne.
„Jeg hafði sezt niður hjer til að deyja“, sagði
pilagrímurinn; „en jeg hafði borið þessa dýrmætu
hluti, sem þið sjáið hjer, I pung rafnum I mörg ár.
t>að væri synd, hugsaði jeg með mjer, að leyndar-
dómur minn færi með mjer í gröfina. Dess vegna
skal jeg selja þá hinum fyrstu verðugu vegfarend-
um, sem fara hjer fram hjá, og jeg skal fá hjá þeim
nægilega peninga til þess að jeg komist til skríns
Marfu meyjar í Rocamadoúr, og þar vona jeg að
fa að leggja þessi gömlu, þreyttu bein min til
moldar.“
„Hverjir eru þá þessir fjársjóðir, sem þú talar
um, faðir?“ spurði Hordle Jón. „Jeg sje ekkert
rema gamlan, ryðgaðan nagla, nokkra steinmola og
viðar-flisar“.