Lögberg - 07.06.1900, Blaðsíða 4

Lögberg - 07.06.1900, Blaðsíða 4
4. LÖQBERG, FIMTUDAGINN 7. JUNÍ 1000. LOGBERG. GefifS út að 309^2 Elgin Ave. ,Winnipeg,Man aí The Logberg Print’g & Publibing Co’v (Incorporated May 27,1890) . Ritstjóri (Editor); Sigtr. Jónasson. Business Manager: M. Paulson. ^ UGLYSÍNGAR: Smá-auglýsingar í eltt pkifti 25c fyrir 30 ord eda 1 þml. dálkslengdar, 76 cts um mánudinn. A stærri auglýsingnm um lengri tíma, afsláttur efiir samningi. BÚ8TADA-SKIFTI kaupenda verdur ad tilkynna sk riflega og geta’um fyrverandi bústad jafnfram Utanáskripttil afgreidslustofubladsins er: The Logberg Printing & Publíshing Co. P. O.Box 1292 Wlnnipeg,Mar. ( Utanáakrip ttilritstjóranser: Editor Líigberg, P -O.Box 1292, Wlnnipeg, Man. Samkvœmt landslOgnm er nppsOgn kanpenda á oladióglld,nema hannsje skuldlans, þegar hann seg » npp.—Ef kanpandi, sem er í sknld vid bladid flytn Jstferlum, án þess ad tilkynna heimilaskiptin, þá er þad fyrir ddmstólunum álitin sýnileg sönnum fyrr rttivienro tilgangi. yiMMTLDAGINN, 7. JUNÍ 1900. Hátíðin í Argyle-Uygð. Eins og leaendur vorir sjá af priigranii, scui auglýst er á öðrum stað í þessu númeri blaf s vors, halda Argyle-búar Islendingadag að Grund í Argyle-bygð þriðjudaginn 19. þ. m. (júní). Hátíð þessi, eða fslendinga- dagur, er sérilagi lialdin í minningu um það, að hinir fyrstu íslendingar, er komu vestur um Atlantzhaf í því skyni að „reisa bygðir og bú“ hér í Norður-Ameríku, stigu á land í Ameriku (í Quebec) hinn 19. júní árið 1S70—f'yrir réttum .30 árum síðan. Hátíð þessi er því minning- ar-hátíð um 30 ára bygð Islendinga í Norffur-Ameríku. Islendingar í Argyle óska og vona að fá sem flesta gesti frá Winnipeg og úr öðrum íslenzkum bj’gðum, og í þessu skyni hefur nefnd sú, er Argyle-búar kusu til að standa fyrir liátíðar-lialdinu, samið við Canada l’acific-járnbrautarfélag- ið um, að láta tsevnt.aka lest ganga liéöan frá Winnipeg til Glenboro að morgni hins 19. þ. m„ og kemur sú þest aftUr til Winnipeg næstu nótt (fer til bakafrá Glenboro laust fyrir uiiðnætti hinn 19.); kostar farið með lest þcs?ari einungis $2.00 (tvo dollara) fyrir bvern fullorðinn maun báðar leiðir, en $1.00 fyrir unglinga milli 6 og 12 ára. Nefndin hefur ennfremur samið svo um, að þeir sem sækja hátíðina í Argyle úr öðr- um bygðarlögum, hvaðan sem er, fá þriðjungs afslátt á vanalegu fargjabli t-- —.......................... - hingað til Winnipeg með brautum félagsins, en þeir verða að taka kvittun fyrir því, er þeir borga fyr- ir far sitt hingað, hjá agenti félags- ins á þeim járnbrautar-stöðvum, þar sem þeir koma á lestirnar, og fá svo afsHttinn þegar þeir fara til baka, þannig, að Mr. F. Friðriksson í Glenboro gefur þeim vottorð um, að þeir hafi sótt hátíðina. þeir sem sækja fundinn, er haldinn verður daginn áður (hinn 18, júní) í „Skjaldbreið“ í Argyle-bygð, sam- kvæmt opuu bréfi er birtist í Lög- bergi og „Hkr.“ 24. f. m. (maí,)til að ræða um íslendingadags-málið, fá einnig þriðjungs afslátt á fargjaldi með brautuin félagsins ef þeir taka kvittun fyrir því er þeir borga fyrir farseðla sína, eins og að ofan er sagt. þetta fæst þó einungis með því móti, að 25 manns (fullk. far- þegar) sæki hátíðina og fundinn annarsstaðar frá en úr Winnipeg. Allir, sem heimsækja Argyle- búa við þetta tækifæri, fá fría keyrslu frá Glenboro að Grund (,,Skjaldbreið“), þar sem hátíðar- haldið t’er frain, ogtil baka.—Grund er um 7 mílur frá Glenboro, og er samkomuhúsið „Skjaldbreið" þar og faliegur skógur rétt á bak við. „Skjaldbreið" tekur um 500 manns, svo þar er ágætt skýli, ef skúr skyldi koma. Annars fer hátíðar- haldið fram undir beru lofti, í skóg- arjaðrinum. Að endingu leyfum vér oss að draga atbygli ungra manna, í Win- nipeg og annarsstaðar, sem garnan þykir að þvt að taka þátt í „sports", að prógraniinu, því hér er tækifæri til að kejipa við unga og hr*usta menn í hinni blómlegu Argyle-bygð og vinna verðlaun—efþeir eru meiri kapjiar. ,,Eimreiðin“. Loksins er „Eimreiðin" komin, og inunu kaupendur tímaritsins hér í Ameríku hafa verið farnir að verða langeygðir eftir því, enda er það ekki furða, þar eð hátt upp í ár er liðið sl&an seinna hefti V. ár- gangsins kom hingað vestur. En þetta er bætt upp að því leyti, að nú hafa tvö hefti (1—2 hefti Ví. árg.) komið í einu, og eru þau fest. saman í eitt. Vérhöfum stundum áður skýrt all-nákvæmlega frá innihaldi „Eim- reiðarinnar" þegar heftin bárust oas í hendur, og ætlum nú að fara nokkrum orðum um sumar ritgjörð- irnar í þessu tvöfalda hefti, um leið og vér skýrum frá innihaldi þess. Fyrst er langur, vel ritaður og mjög fróðlegur fyrirlestur, „Um kosriingar", eftir Pál Briem (amt- mann), og nær hann yfir 28 bls. af ritinú. Höf. færir rök að því, að nauðsynlegt sé, að hafa kjörstað í hverjum hreppi (í staðinn fyrir ein- ungis einn kjörstað í sýslu, eins og nú á sér stað á íslandi), til þess að kjósendur alment geti notið kosn- ingarréttar síns. Á þetta atriði hef- ur verið minst áður af ýmsum — þar á meðal í Lögbergi — og jafnvel frumvarp um þetta efni hefur verið lagt fyrir alþingi, en felt þar. ís- lendingum hér í landi, sem vanir éru orðnir við að hafa kjörstaði ineð stuttu millibili—16 til 20 kjörstaði í hverju fylkis-kjördæmi hér í Mani- toba—mundi hregða í brún, ef ekki væri nema einn kjörstaður í kjör- dæmi. Afleiðingin af fyrirkomu- laginu & íslandi er sú, að tiltölulega örfáir menn, er næstir búa kjör- staðnum, ráða þingmanns-kosning- unni. Ef/ oss misniinnir ekki, þá hefur það komið fyrir á íslandi, að þingmaður hefur verið kosinn með 6—segi og skrifa sex—atkvæðum. Hann hafði ekki 6 atkvæði umfram, eða scm meirihluta, heldur fékk að eins 6 atkvæði, og var samt löglega kosinn á þing! Kjósendur í kjör- dæminu voru auðvitað nokkur hundruð að tölu, svo það hafa ekki yfir 2 af hundraði af þeim greitt atkvæði.—Annað, sem höf. fyrirlest- ursins bendir 6, er það, að kosninga- lögin eru mjög óréttlát á íslandi að þvf leyti, að fjölmennasta stétt þjóð- arinnar, verkalýðurinn, hefur ekki atkvæðisrétt og á því engan full- trúa á alþingi.—þriðja megin-atriðið í fyrirlestrinum er um það, að tryggja hinuin ýmsu stefnum í póli- tík jafnrétti. Höf. skýrir mjög greinilega, hvað ritað hefur verið um þetta efni og hvað gert hefur verið í ýmsum löndum í þessa átt, og vill afnema kjördæmaskiftinguna og láta kjósa eftir öðrum reglum. En það er of langt og Hókið mál til þess að fara út í það í þessari stuttu grein, svo vér sleppum því í þetta sinn. Oss langar samt til að minn- ast á þetta þýðingarmikla atriði síðar, því það má búast við að þetta sama spursmál geti komist á dag- skrá þar sem íslendingar búa hér vestra—einkum í Manitoba. Samt sem áður er miklu minni þörf á hreytingu í þessu efni þar sem á- kveðin og harðsnúin flokkaskifting á sér stað, og þetta játar höf. fyrir- lestursins. Vér erum sannfærðir um, að ákveðin fiokkaskifting kemst á & lslandi áður en langt um líður, og pá álitum vér litla þörf fyrir það fyrirkomulag, sem höf. mælir með. það, sem mest ríður þá ft, er það, að skýra hin pólitisku spursmál vel fyrir kjósendunum og vekja brenn- andi áhuga hjá þeim fyrir pólitisk- um málum, fjölga kjörstöðum og rýmka atkvæðisréttinn. Ef þessar umbætur fengist—ákveðin fiokka- skifting, kjörstaða-fjölgun og rýmk- aður kosningarréttur—þá væri lítil eða engin þörf fyrir hina fióknu að- ferð, sein höf. rnælir með. Að minsta kosti hefur þetta reynst svo í hinum enskumælandi heimi. þar næst koma „Nokkur kvæði“ (Baldursbráin, Móðir kveður við vöggu, Nýgræðingar, Súld, Skáld og Skytta, í nánd við æskustöðvar), eftir hið alkunna þjóðskfild, Stgr. Thorsteinsson, og cru þau hvert öðru fallegra. þá er sögu-ómynd, „Dóttir mín“, eftir Guðm. Friðjónsson, en til allr- ar hamingju er hún stutt (tæpar 6 bls.), þv( saga þessi, eða hvað maður á að kalla þetta „pródúkt", er hið lang-lakasta í þessu tvöfalda hefti „Eimr.“ Guðin. Fr. lætur miklu skár að yrkja í hundnu en óbundnu máli. Vér höfum séð nokkur lag- leg kvæði eftir hann, en sögur hans eru ficstar eða allar svo ósmekkleg- ar og „skrúfaðar" að efni og orðfæri, að þær eru lýti & jafn-vönduðu riti sem „Eimr." er. Til þess að sýna að þetta, sein vér höfum sagt, er enginn sleggjudómur, þá jirentum vér hér ofurlítinn katía úr þessari síðustu sögu G. F. Höf. vill koma dóttur sinni Von í fóstur, og fer í því skyni til stúlku, — eiuu stúlkunnar, er hann þóttist geta trúað fyrir dóttur sinni — en hún vildi ekki taka barnið. Um tilraun sína að í'á stúlkuna til að taka barnið, farast G. F. orð þannig: „Ég lagði að henni oft og tíðum, strftði um hana rigningu af hlýjum og mjúkum orðum og leit á hana helmingi stærri augum en alla aðra kvenn- menn og heldur en ég hugði, að ég ætti til í eigu minni. Augu mín strjáluðu ljósgjöflum, ylríkum geisl- um, sem allir streymdu til hennar og ófu fjöllitan friðarboga kringum höfuð hennar og hjarta. En hún braut af sér hænageislana og tók fálega móti hljómþýðri viðleitni óska minna." Vér vonum að flest- allir lesendur vorir sjái, hvílik skrípamynd hér er dregin upp á skrípamftli, ( staðinn fyrir skáldlega mynd á göfugu skáldamáli. Nokkr- mn línum neðar s'egir höf. að stúlk- an hafi horft á eftir sér „löngnm augum", og ýmislegt fleira þessu líkt er ( þessari fáránlegu sögu. þá koma 3 kvæði: „Til Vestur- Islendinga 1898“ (Braga mál, Braga bögur og Bragarbót),eftir séra Matth- ías Jochumsson, en þessi kvæði birt- ust upprunalega í Lögbergi (( fyrra- vetur). Kvæðin eru ágæt. þar næst er kvæði eftir Stgr. Thorsteinsson: Hvar eru fuglar, þeir á sumri sungu. Lagið er eftir Sveinbj. Sveinbjömsson, tónskáld í Edinburgh, og nóturnar af laginu prentaðar með kvæðinu. þá er grein §ftir Helga Pétuis- son, uáttúrufræðing í Khöfn, mcð fyrirsögn: „Nýjungar í jarðfræði Islands", vel rituð og allfróðleg grein. þák emur byrjnn á afar-langri ritgjiirð eftir skáldið Ben. Gröndal, með fyrirsögn: „Reykjavík um alda- mótin 1900“. í þessum hluta rit- gjörðarinnar eru uppdrættir afRvik árin 1700, 1800 og 1900, og margar ágætar myndir (eftir Ijósmyndum) af höfuðstaðnum og helztu húsunum í honum. þessi hluti ritgjörðarinnar er langtum lengri en nokkur at' iiinuui öðrum greinum í heftinu, og er sérlega fróðlegur, þótt hann só fullur af þessum spaugilegu útúr- dfirum, er einkenna Hest af því er Gröndal ritar. Vér trúum ekki öðru en að lesendum „Eimr.“ þyki gaman að þessum kafla ritgjiirðar- innar, og þó er líklegt að sá kaflinn sem eftir er (hann kemur í næsta hefti) verði fult svo skemtilegur. I honum verður lýst götullfinu í Reykjavík, mentaHfinu, málinu, fögrum listum, söfnunum, trúarlíí iuu, framförum á seinni árum, fé- lagslífinu, skemtunum, o. s. frv. þft koma „Vorvísur", eftir Ein- ar Hjörleifsson, og lag við þær, eftir Jón Friðfinnsson (í Argyle-bygð), með nótum. þá er annað kvæði: „þú litli fugl! á laufgri grein“, eftir Stgr. Thorsteinsson, og lag við þær, einnig eftir Jón Friðfinnsson, með nótum. Svo kemur: „í eyðuna", tvær stökur eftir ritstj. „Eimr.“, dr. Valtý Guðmundsson („öfund“ og „Að eig- in dómi“). þar næst er stutt grein: „Aflið í bæjarlæknum", eftir ritstj. „Eimr.“, fróðleg. Loks er hin vanalega „ritsjá“ um ýms rit og bækur, er út hafa koniið I seinni tíð, og er skrifuð af Einaii Hjörleifssyni, Ólafi Hansen, A. Th., og ritstj. „Eims.“ (V. G.). Vér höfum ekki pláss til að geta þessa hluta „Eimr.“ frekar í þetta sinn, en miunurast á einn eða tvo af köflum þessura síðar. 20 sex að tölu, og eru gerðir þannig, að I þeim eru gim- steinar með upphleyptum myndum, ft þremur af þeim hliðarmyDd af Juliet, og ft hinum þremur hliðar- uiynd af Romeo“. \ „I>etta er þft skftlda-æfintýri“) sagði sft er byrjað hafði samtalið. „t>að gerir hvorki til né frft“, sagði hinn. „Setj- um svo, að ég skyldi undirbfia þjófnað eða rftn, til þess að gera fit um þetta veðinál. Dar eð alls engin nauðsyn rekur mig ftfraTi, hvorki hvað snertir stund eða stað, þá gæti ég valið tækifærið, segrjum þej/ar einungis ein manneskja væri að verja fjftr- sjóðinn. Hana muudi ég svæfa með klóróformi, og hir.da þar að auki. l>ar cæst mundi ég taka fjftr- sjóðinp, sem ég ætlaði mér að stela eða ræna. En setjura svo, að létt þegar ég væri að fara, þft skyldi vakoa og stökkva upp ofurlftill hundur, sem ég hefði okki tckið með I reikninginn, og gelta eins og haun v*ri ærður? tíetjura svo, ennfremur, að ég gripi til huridsins og að hann biti mig í hendina; að ég þft tæki utan um hftlsinn ft hundinum og kyrkti bann; en að ft meðan ég væri að því, þft skyldi hann, í dauða- teygjunum, bíta I hnapp á vestinu mlnu, slíta hann af þvf, og Knappurion detta niður ft góifið ftn þess ég tæki eftir þessu. Loks mundi hundurinn verða yfir- inigaður. En þft mundi vanalegur inDhrotsþjófur vera orðinn svo kjarklaus, að hann mundi fiýta sér burt, og þess vegna ekki taka eftir að hann hefði v^rið bitinn, að hlóð befði runnið fir hönd hauBj ué 29 „ég býst við ég 84 nfi frí og frjftls, enda erutn við nú komnir að stöðvum mlnum. Ég stend hér við ein- ungis fftar klukkustundir, og fer slðan til New York. Ef yður skyldi langa til að finna mig aftur, þft held ég til ft Hoffman House. Hérna er nafnspjald mitt. Au revoiru. Mr. Barnes skoðaði nafnspjaldið vandlega. „Ilvað er ftlit yðar?“ sagði iestarstjórinn. „Alit mitt?“ ftt Mr. Barnes eftir. „Ó, þér mein- ið um þenoan nftunga. I>ér þurfið ekki að hafa nein- ar Ahyggjur fitaf honum. I>að hvllir ekki hinn minsti "kuggi af grun ft honum—sem Stendur. Ef við skyld- titn þar að auki óska að finna hann aftur, þft get ég æfinlega nftð I hsnn. Hérna er nafn hans—Alphonsc Thauret—spjaldið er líka ósvikið, tilbfiið ft Frakk- landi og letrið franskt. Við getum nú lfttið hann éiga sig og snfiið okkur að hinurn farþegunum. í- myndið þér yður, að ég geti fengið að tala við kon- una, sem stolið var frft?“ „t>ór skuluð fft að tala við hana ef þér viljið“, sagði lestarstjórinn. „Við þurfum ekki að rftðfæra okkur við hana í því efni. Mftlið er of alvarlegt til þess“. „Jæja, sendið hana þft inn I þetta herbergi, svo ég geti talað fftein orð við hana einslega“, sagði Barnes. „Segið henni ekki frft að ég sé leynilög- reglumaður. Lfttið mig um það“. Að fftum mínfitum liðnum kom hftvaxin kona inn I berhergið, og virtist hfin ’ era um 45 ftra göroul. 14 II. KAPÍTULl. ÍJJAKFUR LB8TAR bJÓFNAÐUK, SRM HEI'NAOIST VBL. Jftrnbrautarlestin var að nftlgast Stamford, og Mr. Barnes var að horfa ft blóðrauða sólina, koma uþp yfir bæðirnar, fir glugganum ft svefnvagns-deildinni, sem hann var I, þegar hann varð var við að þjónninn, er hafði hjftlpað honum til að komast upp ft lestina kvöldið ftður, nftlgaðist hann. Maðurinn var að gefa honum cinkennileg teikn, og skildi Mr. Barnes ft þvl að einhver vildi finna hann. Hann stóð þvl ft fætur og fylgdi þjóninum eftir inn I reykinga-herbergið. „Mig minnir að þér nefnduð yður Barnes, þegar þér stukkuð upp 1 vagninn I gærkveldi“, sagðí þjónninn. „Já, en hvað er um það?“ sagði Mr. Barnes. „Eruð þér Mr. Barnes leynilögreglumaður?*4 spurði þjónninn. „Hvers vogna spyrjið þér að þvl?“ sRgði Mr. Barnes. „Vegna þess, að ef þér eruð hann, þft vill lestar- stjórinn fft að tala við yður“, sagði þjÓDninn. „Stór- þjófnaður hefur fttt sér stað ft lestinni í nótt“. „Hver fjandinn er þetta!“ ssgði Mr. Barnes. „Einmitt það“, sagði þjómiinn. „En viljið þér gera svo vel og kom!1. I næsts '•Rgt,?«

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.