Lögberg - 28.02.1901, Blaðsíða 2

Lögberg - 28.02.1901, Blaðsíða 2
P--2 LOGBKRd, FIMTUDAQINN 28 FEBRUAR 1901. Cr útlejfðinni. Lengi hcfur það verið áforrn mitt, að senda Lögbergi fáeinar líu ur, til þess að lofa þeira* hinuni ra >rgu, sem eg hef ekki haft tæki- færi til að skrifast é við, að vita, hv ernig mér liði. Hingað til hefur ekki dugnaðurinn verið svo mikil), að eg hafi komið því { verk. En ná skal eg reyna að bæta ofurlítið ár þessari hylskni minni. Eins og mörgum er kunnugt, hef eg ná dvalið um tveggja mén- aða tíma.hér um bil, f bænum Battle Creek, Mich., til að fá þar bót á þeim heilsubresti, sem að mér hefur geng ið um nokkur undanfarin ár og oft og tíöum dregið ár mér dug og kjark mjög tilfinnanlega. Battle Creek er orðinn frægur bær. Ekki fyrir neinn heimsfrægan bardaga, S’m þar hafi verið háður, eins og nafnið virðist benda til. Eg fdr að spyrja mig fyrir, hvaða bardagi það hefði eiginlega verið, sem gefið hefði bænum nafn, því eg mundi ekki eí'tir að hafa rekist á það í neinu, sem eg hafði lesið. Var mér þá sagt, af mjög fróðri konu og mcnt- aðri, að viðburður sá, sem gefið hefði bænum nafn, væri mjög ó- rnerkilegur. Áður en þotta svæði ríkisins bygðist hvttum mönnum, sendi stjórnin landmælingaœenn, eins og títt er, til að mæla þetta svæði ríkisins mjög nákvæmlega. þeir voru staddir við þennan læk; höfðu skilið eftir öxi eina á afvikn- urn stað og ætluðu að vitja hennar. Sáu þeir þá, hvar Indíóni einn labb- aði á stað með hana, hróðugur yfir að hafa fundið svo góðan grip. En mælingamönnunum var ekki um aö missa öxiua.og réðust því á veslings Indíánann, og má nærri geta hvern- ig þau viðskifti hafi gengið. Af þessnm merkilega bardaga vi<r svo lækurinn látinn draga nafn og bær- iun, sem þarna myndaðist löngu síð- ar, var nefndur eftir læknum. En bærinn á ekki frægð sína að þakka neinum slíkum herskáum viðburði. Hann hefur sjálfur skap að sér frægð sína. það er ofurlít- ,11 kirkjuflokkur, sérstök deild kristninnar, sem gjört hefur garð- inn frægan. það eru hinir svo nefndu „Sjöunda-dags Aðventistar". þeir hafa gjört þennan litla bæ, sem einungis hefur eitthvað tæp 20,000 íbáa, að höfuðstað sínum. þeir eru tiltölulega lítill flokkur. Allsstaðar annarsstaðar ber mjög lítið á þeim. þess verður naumast vart, að þeir séu til, þó einn og einn sé hingað og þangað á stangli. En hér eru þeir, nógu margir til að hafa gefið bæn- um töluvert annan svip en aðrir bæir í Bandaríkjunum hat'a, eink um vesturhlutanum, þar sem þeir eru nærri því einvaldir. Á laugar- dögnm er þar straugs.'t.a helgibald, blæjur fyrir öllMm gluggum og hin mesta kyrð og spekt. En á sunnu- dögum aftur hinn mesti hávaði og gauragangur; þá eru þeir að keyra vörur sínar fram og aftur. það ber aldrei eins niikið á þeim og þá Enda er nærri því eins og þeir hafi gamsn af að brjóta þá sem allra mest bág við heigisiði „heiðingjanna" (Gentilee). En það nafn þóknast þeim að gefa öllum öðrum, kristnum og ekki kristnum. Sjálfir þykjast þeir vera hinir einu, sem hafi nokk- urn rétt til að kallast kristnir. í bænum eiga þeir eignir miklar og fallegar, sem fullkomiu von er til að þeir séu hreyknir af. Musteri bat'a þeir þar stórt og mikið, sem sjálfsagt rámar um 2000 munns, ef ekki mcira. þar hafa þeir guðs- þjónustur sínar á laugardögum og' skólrt, sem mjög eru sniðnir eftir sunnudagsskólum heiðingjanna. Prýðisvel virtist mér þessi kirkja peirra vera sótt, bæði af eldri og yngri, eiidn eru þeir taldirmjög trá-j ræknir uienn og alvörugefni r. þeir. Jittfa gott orð af öilum lýð, þykja heiðarlegir menn í viðskiftum, en þó nokkuð smámunasatnir. þeir eru ágætir bnsiness-menn, enda eru allar stofnanir þeirra t blóma. Hér bafa þeir skólastofnanir sínar, „coll- ege“ og prestaskóla. En frægasta stofnunin er heilbrigðisstofnun sá, sem Battle Creek Sanitarium nefn- ist. Hán er orðin fræg nm öll Bandaríkin, og töluvert kunnug á ýmsum stöðura i Norðurálfunni. IJ i Læknirinn.sem veitt hefur henni for- stöðu ná í 35 ár s?ðan hán var fyrst byrjuð, heitir KelLogg, og er allra manna Ötulastur. Stofnunin er að öllu leyd hans verk. Fjöldi af fólki sækir þangað ár öllum éttum. það er lang stærsta og fiægasta þcss- háttar stofnun i Bandaríkjunum eða hefur verið það, fram að þessum síðustu tfmum. APalatriðið við þessa stofnun er matarhæfið. þar er enginn maður látinn bragða kjöt eða neina dýrafæðn. Með öllu móti er reynt að koma svo miklum við- bjóð, sem unt er, inn hjá þeim, sem þangað sækja, við þvf að neyta kjöt- metis. Ritninginer jafnvel síteruð, og það er gjört að hróplegri synd að deyða dýr og leggja þau sér til munns. „Thou shalt not kill“ er heimfært upp á þetta. Á hverju mánudagskvöldi eru haldnir eins konar fyrirlestrar um þessi efni af dr. Kellogg sjálfcm. Eru þeir kall aðir . question box“, því þá mega allir leggja fram skriflegar spurn- ingur, sem hann svo svarar eftir sfnu höfði. Alt er reynt til að gjöra það að eins konar tráaratriði, að maðurinn skaði heilsu sína með þvl, að leggja sér nokkuð annað til munns en jarðarávexti. Lffið þar er lfk&st brauðveizlunum gömlu, sem eitt sinn tíðkuðust svo mikið í Eyjafirði. Brauði í alls konarmynd- um er þar staflað upp í stórum hraukutn fyrir framan hvern mann, og aldrei er borðað nema tvímælt. Mikið af þessari brauðgjörð er fundið upp af þeim sjálfum, og kunna cngir það eftir að gjöra og fáir að nefna. Sumt kalla þ'eir Proteose, Browose og Granola. Smjör og rjóma hafa þeir ekki ár káairjólk eins og aðrir menn, heldur úr bnetum af ýmsum teg- undum. þeir, sem þar hafa verið mikið, snúast flestir algjörlega á þeirra mál um lengri eða skemri tíma, að því er matarhæfi snertir. þeir hætta að neyta almennrar fæðu, hætta oft algjörlega við alla matreiðslu í húsum sfnum, senda eftir öllu til Battle Creek og flytja það með sér hvert sem þeir fara, þegar þeir eru á ferðalögum. Eg bef talað við marga, sem hafa sagt mér, að þeir hafi gjört þetta um svo eða svo langan tfma. Af þessu má ráða, hve stórkostlegt fyrirtækið er og hve hugurinn er hár. Hugmynd- in er, að gjöra almenna byltingu í lifnaðarháttvun manna og leggja landið undir sig algjörlega. Brauð- tegundir þessar, sem þeir eru nú íarnir að selja um alt land á þennan hátt, hafa allar eitthvað til sfns á- gætis. Einkuin það, að þær eru bakaðar miklu betur en vanalega gjörist. í stað þess sem brauð er vanalega bakað einu sinni, eða mjöl- ið látið soðna við einn hita, er það þarna bakað þrisvar sinnum við sterkan hita og meltingnnni með því inóti gjört miklu léttara fyrir. Ekki hefur þeim samt tekist að sannfæra læknana hér i landi um það, að þessi fæPa sé hollust fyrir þá sem þjást af lélegri ineltingu. Meir og meir eru þeir komnir að þeirri niðurstöðu, að sá tilraun til að lækna þesskonar sjákdóma sé failure (mishepnuð), þvi hvað vel sem korn og aðrir jarðarávextir séu so^nir, sé lengur verið að melta þá en til dæmis nautakjöt. Eg skal ekkert fara frekar út í það, en að eins geta þess, að svo fræg sem þessi hcilhrigðisstofnun APventist anha cr orðin og svo ínörguin sem hún hcfur sjálfsagt hjálpað, liefur henni ekki tekist að ávinna sér hylli eða álit beztu læknanna í landinu. Fyrst sögðu þeir ekki neitt, álitu, að þetta væri tilraun, sem vert væri að reyna til fulls. Enda var farið miklu varlegar ár garði en ná er gjört. Duglegir læknar, bæði nær og fjær, kveða nú orðið mjög skirt upp með það, að þessi kenning só engin læknisfraði, heldur öfgar einar, sem komi á stað hættulegum ruglingi á hugmyndir manna um gildi og hollustu fóður- tegundanna. þegar eg fór að heitnan vissi eg ekki til, að nein önnnr heilbrigð- isstofnun væri til í Battle Creek en þessi. Og eDginn af þeim fróðu mönnum, sem eg átti tal við, hafði heyrt þess getið. En þessi stofnun var orðin fræg og sá ýmugustur, sein fróðustu læknar landsins kunna að hafa á henni, öldungis ókunnug- ur almenningi enn sem komið er. Eg hafði tvent á móti þvf að leita þangað. Fyrst það, að eg vissi, að etofnunin var algjörlega i höndum Aðventistanna, sem ir.ér hafa ávalt fundist nokkuð þröngsýnir ogfrem- ur lítinn andlegan skyldleika hafa við flesta aðra menn; þar næst þetta matarhæfi, sem eg oft hafði verið að reyna, en aldrei gefist vel. Samt lét eg það alt vega sem fys í huga mfnum, og lagði af stað í drottins nafni. þegar eg svo kom hingað, sfðla dags í köldu veðri, leið mér skolfing i 11». Eg kom auga á mann á braut- arstöðvunum með orðið „Sanitori- um" letrað á húfuna, flýtti mér til hans og bað hann að láta aka mén þangað sem ftllra fyrst. Hann kem- ur á augabragði með lokaðan vagn, sem eg settist inn f, og við keyrðum alt hvað af tók gegnum hæinn: Eitt sinn hafði eg eitthvert hugboð um, að ná væri eg að fara fram hjá stofnuninni, sem eg einmitt ætlaði á, þv( eg hafði séð mynd af henni. En eg hélt að ökumaðurinn hlyti að vita betur, og sagði ekki neitt. Brátt nemur hann staðar fyrir fram- an nýja og skrautlega byggingu, af- arstóra, úr eintómu hnullunga- grjóti. þangað fór hann. inn með mig. Eg baðst eftir að fá að sjá læknirinn, en mér var sagt, að hann væri vant við kominn. Var mér svo fylgt til herbergis, og sagt að hvíla mig par um stund. Eg gat ekki að því gjört, að eg var nokkuð órólegur, því eg hafði einhverja ó- ljósa hugmynd um, að eg væri kom- inn á annan stað, en eg ætlaði mér. Hugstiði mér samt, að e'g skyldi ekki láta neitt á neinu bera fyrst um sinn. Eg tók eftir þvf, að hér var alt sp'nýtt, eins og húsið hefði verið reist f gær. Eg leit í kringum mig f herberginu, og man ekki til, að eg hafi verið í annað skifti jafn- foi vitinn. Eg lauk þar upp drag- kistu skúífu ogfann þar bréfapappír með nafni stofnunavinnar á: Phelps Medical and Surgical Sanatorium, þá var eg ekki lengur í nokkrum vafa. Eg var kominn inn á alt annan stað en þann, sem eg ætlaði mér. Eg vissi, að forstöðumaðurinn þar hét Kellogg, en ckki Phelpa, og eg vissi, að það var ein af kreddun- um, að engin meðöl væru þar gefin. Ná fór eg að hugBa um, að þetta dygði ekki. Eg yrði að fá að vita eitthvað meira. Lagði þvf á stað og fór að spyrja alla þá, sem eg hitti og líklegir voru til að svara af viti. Eg þori að segja, að eg hef aldrei var þá ekki fullger. Læknirinn, sem veitir henni forstöðu, heitir O. S. Phelps. Hann er frá New York, og hefur sjálfur haft þarslíkastofn- un upp á eigin kostnað í 12 ár, en ( smærri stíl. þar fyrir utan hefur hann verið i California nokkur ár, en eÍDkum fékk hann injög raikið orð á sig í New York fyrir, hve vel lionum hepnaðist að lækna gigt- veiki, meltingarleysi og taugnsják- dóma. Aðal kenning hnns, að því er matarhæfi sn-rtir,er að borða seni mest kjöt, en sem minst af öðru, þegar menn þjást af þe.ssum sják- dómum. Nautakjöt álitur hann aö auðveldara sé að melta en nokkura aðru fæðu; það gefi líkamanum meiri krafta, styrki taugarnar og bæti blóðið betur en nokkuð annað. I sex vikur hef eg ekki haft af ann- ari fæðu að segja en hálf-hráu nauta- kjöti. AS þeim liPnum fékk eg eina sneið af toaat (brauPsneið, sem er endurbökuð yfir eldi) með hverri rn>'ltfð, og þótti mér það þá álíka gott og börnunum laufabranð á jól- unum á Islandi. Uppáhaldsréttur- inn er svonefnd Sanatorium steak, setu er saxað nautakjöt, allar ilíur vandiega hreinsaðar úr þvf, og svo steikt yfir glæðuin á grind (broiled). Um þetta matarhæfi skal eg lofa hverjum að dæma eins og hon- um sýnist. En eftir því tók eg, að þeim batnaði öllum bezt, sem höfðu nógan viljans styrkleik til að halda því átram eins lengi og fyrirskipað var. Kona var þar ein, mentuð eg gúfuð i bezta legi, sem þjáðst haffti af gigt og meltingarleysi í 3 ár, svo hán hafði legið rúmföst með sárum þrautum og verið borin og flutt úr einum stað i annan. Hún hafði verið við þýzku böðin í Baden-Bad- en, Carlabad og Wiesbad, í Saratoga, New York, og Paeadena, Califor- nia, f Ctifton Springs, Monnt Clem- ens og ýmsum öðrum stöðum, og eytt sex þúsund dollars, nærri þvi aleigu sinni. Hán kom hingað ( ágúst, á undan öllum öðrum, á með- an verið var aö smiða hásið og hef- ur verið hér síðan. Ná er hún al- gjörlega að ná heilsu sinni aftur, gengur ná fullum fetum fram og aftur, verðúr aldrei ilt af matnum og er búin að fá góðan og hraust- legan yfirlit. Hán er 67 ára göm- ul, ein hin gáfaPasta og bezt ment- aða kona, sem eg hef nokkurntíma kynst. Hún þakkar bata sinn meira matarhætínu en nokkiu öðru. Lyfsali var þar einn frá Vestur- Indfurn, Barbadoes. Hann hafði verið heilt ár (12 mánuði) f Aðvent- ista-stofnuninni, og i 9 mánuði gekk hann þangað þar á eftir og fylgdi öilum reglum þeirra, tók böð og rafmagn á hverjum degi, og lét ekkert annað koma inn fyrir varir sínar en jut tafæðu (vegetabilia); var þannig undir unisjón þcirra í 21 rnánuð alls, en versnaði stöðugt ineltingarleysið, sem þjáði hann á- kttllega. Hann var orðiim eina og skuggi, beinagrind, halfærður og geðveikur af taugaveiklun og svefn- leysi. Nú var hann búinn að vera á þessari nýju stofnun á 5. nmnuð, og hafði ekki smakkbð annað en kjðt allan þennan tíma. Hnnn var orðinn eins og annar maður, þó bat- inu færi hægt. Að marzmánuði liðnum ætlaði hann hughraustur að halda heim til s'n. Fyrir utan matarhæfið, eru við- höfð böð á hveijum degi og raf- magn, sem ná er farið að tíðkast spurt mig fyrir um nokkurn hlut' svo mjög, einkum við gigtveiki. með eins mikilli áfergju og eg gjörði j Sumum virtist þaö koina að góðu ná i einar tvær klukkustundir.! haldi, en sumum ekki. ]>ar sem að Seinast fann eg læknirinn, og lét'konur komnar langt yfir sjötugt hann skýra fyrir mér hugmynd eiga hlut að máli, er ná lika naum- hans með þessa nýju stofnun. Og ast við þvf að húast, þcgar þær eru árangurinn af öllu varð sá, aðegíbánar uð vera veikar svo og svo sagði við sjálfan mig: þá verðnr : lengi og lffskrafturinn cr aö þrotum kyr, þar sem þú ert kominn. Ef til komimi. vill hefur það verið æðri hönd, sem | þó flestum, sem eitthvað tölu- hefur leitt þig hÍDgað. | vert geagur að, séu settar svo þessari stofnun, sera eg var nú j strangar reglur með matarhætí, er kominn inn ó, hafði verið hleypt af jlangt frá þv>, að dr. Phelps sé nokk- stokkunum fyrir að eins fáum mán-*ur öfgamað'ur f þ.í Att. Fjöldi fólks uðuní; hán byrjaði í septemhcr, og kemur einlægt til þess að taka 8<h- máltfðir þarna, eins og í liverri ann- ari gistihöll, og fær að njóta alls þess, sem sælkerunum þykir bezt. Einnig er þar margt af hraustu fólki, að eins til að njóta allra þeirra þæginda og hlunninda, sem slík stofnnn hefur. Eg get ekki ímyndað mér, að ha gt sé að lát.a betur fara um mann nokkurs staðar en þarna er gert. Ekkert hefur verið sfiarað, hvorki fé né fyrirhöfn. Kona sá, er eg þegnr hef nefnt og verið hafði á helztu hei.brigðis-stofnunum.sein til eru, sagðist enga byggingu hafa séð er kæmist í hajfkvisti við þessa, að því er fegurð og þægindi snerti. En hvorttvcggja hefur afar mikil áhrif á bata þeirra, sem lasnir eru. Eg heyrði því Fpáð af mörgum, að þessi stofnun mundi afla sér stór-mikillar frægðar áður langt liði. Ef til vill hef eg ná eytt of mörgum orðum um þetta. En eg veit, að margir hafa verið forvitnir um þetta mín vegna. Svo eru lika inargir lasnir, eða þeir, sem eiga ein- hvetja nákomna, er eitthvað eengur að, sem ekki er hægt að ráða bót á heima. Hugur allra sl kra hneigist eðldega að slíkum stof'nunum, þar sem alt er reynt, sem læknisfiæð- inni hefur hugkvæmst, og öll óhöld og föng eru fyrir hendi eins og bezt má verða. Auðvitað er dýrt að leita sér lækninga á slíkri stofnun. En ef unt er að kljúfa kostnaðinn með e’nhverju móti, skyldi enginn hoifa í það. Hcilsan er fyrir öllu. það er að búast við að kostnaðurinn só mikill. Hér er fjöldi af þjönum og hjúkrunarkonum, sem fá hátt kttup, þvi þær hafa lengi vetið að læra list s na. Og hér er alt árvals- fólk, samanvalið; þaðvarsama, hvað keipóttur maður var; öHu var tekið vel og alt pjört til að gjöra hvern mann ÓDægðan. Allir fá sömu hjákrun, enginn er settur hjá. Kostnaðurinn við veruna er frá 20 til 30 doll. um vikuna. Svo er ná ekki mikið meira að segja. Eg var þarna í sjö vikur. þegar þær voru liðnar, þoldi eg ekki mstið lengur, eg var þá orð- inn svo frískur, að bæði læknirinn og eg sjálfur hélduui, að mér væri Öhætt að fljóga aftur út f heiminn og reyna kraftana. Samt var mér ráðið til, að lata enn blða svo sem roánaðarttma að taka til minna vanalegu stuifa. Eg tók það þá til bragðs, að fljúga hingað austur á bóginn. Nú er eg staddur í Bræðraborg, kvekaraborginni gömlu, Philadel- pbia, þar sem eg las guðfræði og át- skrifaðist f'yrir 15 árum. Eg er komÍDn úr cinu klaustrinu í annað. Mér kom oft til hugar, að þetta San- atorium í Battle Creek væri eins konar klaustur f Dýjum stfl, þvf þeg- ar maður var innan þeirra hlýju veggja, vissi maður ekkert af um- heirninunj og kuldanum og vetrin- um. það var heimur algjörlega út af fyrir sig. Ea ná er eg kominn í annað klaustur, sem er miklu líkara gömlu miðalda-klaustrunum, sit ná aleinn eir« og gamall munkur ( einni koi ] iinni og hripa þessar Un- ur, þó koiuið só langt fram á nótt. Eg er staddur í prestaskóla Qeneral Councils. Dr. Jacobs, fors öðumað- ur skólans, bauð mér tvö auð her- bergi, sem eg mætti nota eins lengi og eg vildi vera gestur hans hér. það boð ætla eg að þiggja svo sem vikutíma, og reyna að rota t'mann eins vel og eg get. Svo vona eg, að blessað kjöti*. sem eg einlægt neyti ríkulega, gefi mér góða og varan- lega krafta til að vinna eitthvað enn þá, ef góðum guði þóknast. Eg fel honum alt og óttost ckkert, en horfi vonglaður inn i ókomna t(m- ann, fullkomlega sannfærður um, «ð það sé ávalt bezt, sem hann vill vera láta. Kveð eg svo hjartanlega alla vini mína og góðkunningja, sem tekið hafa margfaldan þátt i kjörum mfnnm og sýnt mér margfalt meiri hluttekningu en eg hef átt skilið. Hann, sem umbunar alt, sem vel er gjört, launi þeim hverja hlýja hugs- un, er þeir hafa sent mér allan þenn- an tíma, og snúi allri reynslunni, sein honum kann að þóknast að senda í þeirra garð, í eilífan fögnuð. F. J. Bergmann, Lutheran Theological Setninary, Mount Airy, Philadelphia, Pa 20. febrúar, 1901.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.